Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 2
2 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær karlmann í 4 ára fang-
elsi fyrir kynferðisbrot gegn dætr-
um tveggja systra sinna. Var önnur
stúlkan 5 ára þegar brotin voru
framin og hin á aldrinum 3 til 11 ára.
Jafnframt var maðurinn dæmdur
fyrir vörslu barnakláms. Segir dóm-
urinn að atferli mannsins sé svívirði-
legt og hann eigi sér engar málsbæt-
ur.
Brotin gegn annarri stúlkunni
voru framin á tímabilinu 1994-2001
en maðurinn lét stúlkuna snerta
kynfæri sín og hafa við sig munnmök
í nokkur hundruð skipti. Hann var
einnig fundinn sekur um að klippa
andlit stúlkunnar úr mynd og skeyta
því við klámmyndir sem hann hafði
sótt á netið. Á tveggja ára tímabili
bjó stúlkan í sama húsnæði og mað-
stúlkuna til munnmaka og annarrar
misnotkunar með því að gefa henni
spil, sælgæti og síðast peninga og
svo með því að leyfa henni afnot af
tölvu og sjónvarpi.
Maðurinn hóf að brjóta á annarri
stúlkunni áður en hann varð 15 ára
og var því ekki sakhæfur varðandi öll
brotin. Var því litið til þess að mað-
urinn var sjálfur ungur að árum er
hann framdi brotin og var samvinnu-
fús við rannsókn málsins. Það rétt-
læti þó ekki verknað hans að hann
hefði verið í vímuefnaneyslu eða að
hann hefði misst móður sína við upp-
haf brotatímabilsins. Maðurinn var
dæmdur til að greiða annarri stúlk-
unni 1,5 milljónir króna í bætur og
hinni 500 þúsund. Þá var hann
dæmdur til að greiða sakarkostnað,
tæplega 1,2 milljónir króna.
urinn og braut hann þá á henni dag-
lega. Brotin gegn hinni stúlkunni
voru framin á árunum 1993 og 1994.
Þegar móðir fyrri stúlkunnar hefði
staðið manninn að verki við að mis-
nota dóttur sína og haft í hótunum
við hann hlýddi hann fyrirmælum
hennar en hóf að misnota hina stúlk-
una. Voru brotin þá framin á heimili
mannsins eða foreldra telpnanna.
Dómara þótti það vera til þyngingar
á refsingu ákærða að hann fékk aðra
Fjögurra ára fangelsi
fyrir svívirðileg brot
Brotin gegn annarri frænkunni stóðu frá 1994-2001
Í HNOTSKURN
» Sjálfur var maðurinn yngrien 15 ára þegar hann hóf
brotin.
» Guðmundur L. Jóhannessonhéraðsdómari kvað upp dóm-
inn.
SNJÓÞUNGT hefur verið víða á
landinu í vikunni og á Selfossi
þurfti að kalla til björgunarsveit-
armenn til að moka ofan af húsum
með flöt þök sem snjóað hafði svo
mikið yfir að hætt var við leka.
Frá því á þriðjudagsmorgun hafa
Selfyssingar þurft að vaða snjó sem
nær meðalmanni upp í hné. Umferð
var að komast í eðlilegt horf í gær
en enn var illfært í sumum íbúða-
hverfum bæjarins.
Í Reykjavík er um 20 cm jafnfall-
inn snjór og finnist einhverjum
Reykvíkingum nóg um snjóinn nú
er rétt að minna á að í janúar árið
1937 mældist snjódýptin í bænum
55 cm og hún hefur aldrei mælst
meiri – en mælingin sú er reyndar
ekki hafin yfir allan vafa. Þeim sem
búa norðar á landinu þykir slík
snjódýpt líklega ekki sérlega frétt-
næm.
Flötu þökin
ekki hönnuð
fyrir snjóinn
Björgunarsveitarmenn kallaðir út til að koma í veg fyrir leka
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Að störfum Snjó hefur kyngt niður á Selfossi síðustu daga og næg verkefni fyrir Björgunarfélag Árborgar.
MENNIRNIR fimm sem réðust á
óeinkennisklædda lögreglumenn að
störfum aðfaranótt 10. janúar síðast-
liðins voru í gær úrskurðaðir í far-
bann til 1. febrúar nk.
Gæsluvarðhald yfir mönnunum,
litháískum ríkisborgurum, rann út í
gær og var óskað eftir því við dóm-
ara að þeir yrðu úrskurðaðir í far-
bann. Mennirnir hafa allir setið í
gæsluvarðhaldi síðan hinn 11. janúar
en rannsóknin hefur m.a. beinst að
því að upplýsa hvort um skipulagða
atlögu að lögreglumönnunum hafi
verið að ræða.
Hefðbundin úrræði
Friðrik Smári Björgvinsson, yfir-
lögregluþjónn hjá lögreglu höfuð-
borgarsvæðisins, segir að ekki verði
gripið til neinna úrræða til að fram-
fylgja farbanninu umfram það sem
hefðbundið er. Yfirvöld í Leifsstöð
hafi verið látin vita um farbannið og
muni mennirnir reyna að komast úr
landi verði för þeirra stöðvuð.
Úrskurðaðir
í farbann
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„AÐALMÁLIÐ verður að koma sál-
inni í lag aftur,“ sagði Svandís Svav-
arsdóttir borgarfulltrúi í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Svandís varð fyrir óskemmtilegri
reynslu um borð í flugvél Flugfélags
Íslands á leið til Egilsstaða í gær-
morgun, er sæti hennar losnaði frá
gólfinu þegar hnykkur kom á vélina.
„Það er nú svo sem allt í lagi með
mig, en ég hlaut hálstognun við
hnykkinn,“ sagði Svandís, sem var
flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur
til frekari rannsóknar. Hún sagði sál-
rænu hliðina hafa verið öllu verri en
þá líkamlegu og að slysið hefði verið
henni töluvert áfall.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, sagði vélina
hafa lent í ófyrirséðum vindhnút í að-
fluginu, en ekki væri ljóst hvers
vegna sætið losnaði frá gólfinu.
„Þetta er vissulega eitthvað sem við
þurfum að athuga, því svona lagað á
ekki að geta átt sér stað. Það var haft
samband við alla farþega vélarinnar
og við vitum ekki til þess að aðrir hafi
hlotið teljandi meiðsli, en fólki var
eðlilega mjög brugðið,“ sagði Árni.
Flugvélin hélt áfram áætlunarflugi í
gær eftir að sætið hafði verið lagfært.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
var með Svandísi í vélinni þar sem
þau voru á leið til fundar á Egilsstöð-
um. Hann hlúði að Svandísi eftir at-
vikið. „Dagur var vissulega betri en
enginn og það var gott að hafa reynd-
an lækni sér við hlið við þessar að-
stæður,“ sagði Svandís.
Talsmaður Rannsóknarnefndar
flugslysa sagði í gær að nefndinni
hefði borist tilkynning frá Flugfélagi
Íslands vegna atviksins og athugað
verði hvort ástæða þyki til rannsókn-
ar á vegum nefndarinnar.
„Svo sem allt í lagi með mig“
Árvakur/Frikki
Lausar skrúfur Vél Flugfélags Íslands flaug aftur í gær eftir viðgerðir.
Sæti losnaði frá gólfi flugvélar Flugfélags Íslands í aðflugi til Egilsstaða í gær
Svandís Svavarsdóttir sat í lausa sætinu og borgarstjóri við hlið hennar
Svandís
Svavarsdóttir
Árni
Gunnarsson
VONSKUVEÐUR var á Norður-
landi eystra í gærkvöldi. Víkurskarði
var lokað sökum slæms færis og al-
mennt einkenndust aðstæður á veg-
um af hálku og snjóþekju.
Flughált var frá Þórshöfn og
áleiðis að Raufarhöfn og óveður á
milli Vopnafjarðar og Raufarhafnar.
Stórhríð var á Tjörnesi og í kringum
Húsavík. Þegar Morgunblaðið hafði
samband við björgunarsveitir á
Raufarhöfn og Þórshöfn hafði lítið
verið um útköll en þó voru björgun-
arsveitarmenn við því búnir að þurfa
að aðstoða vegfarendur ef einhverjir
væru. Einum ökumanni var hjálpað
við að losa bíl sinn og vitað var að
annar hafði þurft að skilja bíl sinn
eftir í vegarkanti en sá hafði fengið
far til byggða. Nokkuð hefur verið
um útköll björgunarsveita á þessum
slóðum í vikunni.
Þótt ofankoman væri ekki mikil þá
snjóaði töluvert í gærdag og var því
nokkuð af lausum snjó sem skerti
skyggni í rokinu. Lögreglan á Húsa-
vík aðstoðaði vegfarendur innanbæj-
ar í gær við að komast leiðar sinnar
en þar bundu menn vonir við það í
gærkvöldi að fólk hefði vit á að halda
sig innandyra.
Víkurskarði
lokað í
vonskuveðri
BÓKABÚÐ STEINARS
ÚTSALA
Opið laugardaginn 19. jan. frá kl. 12.00 - 17.00
Virka daga frá kl. 13.00 - 18.00
Allt að 60% afsl.
Bergstaðastræti 7 101 Rvk. sími 551-2030
♦♦♦