Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 4

Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ER EKKI hægt að koma þessu pakki út?“ spurði einn af sex sak- borningum í Fáskrúðsfjarðarmálinu svonefnda, áður en það var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun og átti þar við ljósmyndara og myndatökumenn fjölmiðla. Sak- borningar reyndu sem mest þeir gátu að hylja andlitið en ágangur fjölmiðla kom þeim greinilega í opna skjöldu. Við þingfestinguna játuðu allir að hafa átt þátt að mál- inu en gerðir voru fyrirvarar við magn þeirra fíkniefna sem ákært er fyrir. Af þeim sökum var farið fram á endurvigtun sem dómari málsins samþykkti. Í Fáskrúðsfjarðarmálinu er ákært fyrir tilraun til innflutnings 23,5 kílóa af amfetamíni, 14 kílóa af MDMA (e-töfludufti) og 1.747 e-taflna til landsins með skútu 20. september sl. Mótmæltu magni fíkniefnanna Fimm af sex sakborningum hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp og urðu með þeim lág- stemmdir fagnaðarfundir þegar þeir loks hittust í réttarsalnum. Gleðin var þó skammvinn og alvar- an tók við þegar héraðsdómarinn Guðjón St. Marteinsson tók til við að spyrja um afstöðu þeirra til ákærunnar. Samkvæmt henni átti stærstan þátt Einar Jökull Einars- son og játaði hann skýlaust þeim hluta sem að honum lýtur, þ.e. skipulagningu innflutningsins, skiptingu verkefna og afhendingu þeirra til meðákærðu í Danmörku. Einar Jökull mótmælti hins vegar því magni fíkniefna sem tilgreint er í ákærunni. Slíkt hið sama gerði Bjarni Hrafnkelsson sem, líkt og aðrir, ját- aði sinn þátt í málinu; að hafa búið efnin til fararinnar í ágúst á sl. ári. „Ég stóð ekki að þessum innflutn- ingi, pakkaði aðeins efnunum,“ áréttaði Bjarni við dómara og tók fram að Einar hefði beðið hann um viðvikið. Hann sagði ákvörðun sína hafa verið tekna í skyndi en bar annars við minnisleysi þegar hann var frekar spurður. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason játuðu að hafa tekið við efnunum í Danmörku og siglt skút- unni til landsins. Marinó Einar Árnason játaði þá að hafa tekið á móti efnunum á Fáskrúðsfirði og Arnar Gústafsson að hafa ætlað að fela efnin á sumarbústaðarlóð for- eldra sinna í Rangárvallasýslu. Arn- ar tók þó fram að Einar Jökull hefði aðeins beðið sig um að geyma pakka og hann hefði ekki vitað hvert innihald hans var. Þar sem um játningarmál er að ræða er ekki reiknað með öðru en að aðalmeðferð taki aðeins einn dag. Hún fer fram 31. janúar nk. Fóru fram á endur- vigtun fíkniefnanna Árvakur/Golli Huldir Sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu svonefnda reyndu hvað þeir gátu til að hylja andlitið fyrir fjölmiðlamönnum í héraðsdómi í gær. Skýlausar játn- ingar fengust í Fáskrúðsfjarðar- málinu svonefnda Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is LJÓST er að gæðaöryggi er ábóta- vant í íslenska grunnskólakerfinu. Fáeinir grunnskólar skera sig al- gjörlega úr að því leyti að árangur nemenda er hvað eftir annað langt undir meðaltali á samræmdum próf- um. Allir nema einn eru þessir skólar á landsbyggðinni. Þrátt fyrir eftirlits- skyldu menntamálaráðuneytis sam- kvæmt lögum er ekkert ferli fyrir hendi sem grípur inn í þegar ástæða er til. Því má halda fram að gæði skóla séu misjöfn, a.m.k. ef litið er til hlutfalls réttindakennara og því hugsanlegt að nemendur fái misgóða þjónustu. Þetta er meðal helstu niðurstaðna stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð- unar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og grunnskólanum. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að mennta- málaráðuneytið setji skýr markmið með grunnskóla og viðmið um árang- ur. Þá bendir stofnunin á að engin tengsl séu á milli gæðaeftirlits ráðu- neytisins og framlaga Jöfnunarsjóðs og sjóðnum því ekki beitt til að ýta undir og aðstoða skóla við að uppfylla gæðakröfur. Telur Ríkisendurskoðun að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga geti nýst á ýmsan hátt til að styrkja það ferli. Skoða þurfi hvort sjóðurinn ætti að veita framlög sem taki mið af þyngd skólasvæða eða úrbótum í gæðamálum. Einnig bendir Ríkisendurskoðun á að söfnun upplýsinga um kostnað sveitarfélaga vegna grunnskóla sé fjarri því að vera nógu góð og mik- ilvægt að hún verði samræmd. Samkvæmt skýrslunni er mikill munur, allt að sexfaldur, á kostnaði við rekstur grunnskólans eftir sveit- arfélögum. Helgast það helst af stærð skólanna og íbúafjölda í viðkomandi sveitarfélagi. Árið 2004 vörðu sveit- arfélögin frá 27%-69% útgjalda til grunnskólans. Framlög til grunnskóla eru há hér á landi miðað við nágrannalöndin án þess að árangur íslenskra nemenda sé í fremstu röð (sbr. PISA- könnunina). Það „misræmi“, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar, virðist eiga rætur að rekja til þess að fé sem varið er til skólamála hér á landi nýt- ist illa til að auka námsárangur. Á árinu 2004 var hlutfall rétt- indakennara minna en 50% í 13 skól- um á landinu. Allir eru skólarnir á landsbyggðinni. Meðal þessara skóla eru þeir sem sýnt hafa hvað lakasta niðurstöðu á samræmdum prófum á síðustu árum en einnig skólar sem sýna ágæta útkomu. Menntun ekki fullnægjandi Í skýrslunni eru skólar með 350 nemendum sérstaklega bornir sam- an. Almennt reyndust framlög til skóla á landsbyggðinni lægri en til sambærilegra skóla á höfuðborg- arsvæðinu. „Eftir stendur svo augljós munur milli svæðanna að ekki er hægt að fullyrða að grunnskólabörn sitji við sama borð alls staðar á land- inu,“ segir í skýrslunni. Þá séu vís- bendingar um að sums staðar sé ekki veitt fullnægjandi menntun. Í niðurstöðum skýrslu Ríkisend- urskoðunar segir að ekki sé sjálfgefið að hægt sé að bæta árangur nemenda með því að auka frekar framlög til skólamála. Hins vegar séu fræði- menn sammála um að aðstæður nem- endanna hafi veruleg áhrif, ekki síst menntun foreldra. Að mati Ríkisendurskoðunar má jafna byrði sveitarfélaga af rekstri grunnskóla enn meir með einfaldari reglum en nú eru notaðar án aukins tilkostnaðar. Skýrsluhöfundar velta því m.a. fyrir sér hvers vegna sveit- arfélög sem búa við hagstætt um- hverfi fái framlög á meðan ekki hefur verið jafnaður betur aðstöðumunur fámennari og dýrari skóla. „Spyrja má hvort ekki megi ná betri árangri með því að deila markvissar úr pott- inum til jöfnunar,“ segir í skýrslunni. Nokkrir skólar ítrekað undir meðaltali Ekki er hægt að fullyrða að öll skólabörn sitji við sama borð Í HNOTSKURN »Árið 2004 var fámennastiskóli landsins með þrjá nem- endur en sá fjölmennasti með 815. »Það ár voru fámennir skólarþar sem samkennsla var nauðsynleg 36% allra skóla landsins. »Nemendafjöldi á hvert stöðu-gildi var allt frá 1,5 upp í tíu. Nám Fé til reksturs grunnskóla er misskipt eftir landshlutum. Árvakur/Golli LÖGFRÆÐINGAR Saga Capital Fjárfestingarbanka hf., hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykja- víkur frá því í gær til Hæstaréttar, samkvæmt upplýsingum Þorvaldar L. Sigurjónssonar, forstjóra Saga Capital. Héraðsdómur hafnaði kröfu Saga Capital fjárfestingarbanka, um að bankinn verði skráður eigandi allra hluta í fjárfestingarfyrirtækinu Insol- idum ehf. og að bankanum verði feng- in umráð hlutaskrár fyrirtækisins. Málsatvik voru þau að Insolidum ehf. keypti stofnfjárbréf í SPRON að nafnverði 47,5 milljónir á genginu 11,797232. Kaupverðið nam því 560.368.521 krónu. Saga Capital hafði milligöngu um viðskiptin og lánaði In- solidum 582 milljónir króna til kaup- anna. Til tryggingar skuldinni voru, auk verðbréfa í eigu Insolidum, settir að veði allir hlutir eigendanna Daggar Pálsdóttur og Páls Ágústs Ólafssonar í fyrirtækinu. Síðla hausts lækkaði gengi hluta- bréfa á íslenskum verðbréfamarkaði mikið og leiddu lækkanirnar til þess að Insolidum „uppfyllti ekki lengur skilyrði lánssamningsins um 150% tryggingaþekju gagnvart lánsfjár- hæð og um að eigið fé næmi 150% af lánsfjárhæð,“ segir í dómnum. Saga Capital tilkynnti um gjaldfellingu skuldarinnar og skoraði á Insolidum að greiða kröfuna eða leggja fram fullnægjandi tryggingar innan tveggja sólarhringa. Tryggingaþekja Insoldium mun þá hafa numið 108% m.v. lánsfjárhæð og eigið fé þess inn- an við 16% af lánsfjárhæð. Eigendur Insolidum urðu ekki við kröfum Saga Capital, sem krafðist þá beinnar aðfarar hjá þeim og gerði kröfu til að hlutaskrá Insolidum yrði breytt og Saga Capital skráður eig- andi allra hluta í fyrirtækinu. Í niðurstöðu sinni segir héraðs- dómur að beinni aðfarargerð verði ekki beitt í öðru skyni en til að ná um- ráðum yfir einhverju frá gerðarþola (Insolidum) eða skyldu til að veita að- gang að tilteknum hlut eða fasteign. Öðrum athafnaskyldum, sem kveðið sé á um í ákvæðum 11. kafla aðfar- arlaga, þ.e. skyldu gerðarþola til að gefa út eða rita undir skjal eða til að standa á annan hátt að löggerningi og skyldu til að láta eitthvað ógert, verði því ekki fullnægt með beinni aðfar- argerð. Samkvæmt því verði skyldu til breytingar á hlutaskrá, þannig að gerðarbeiðandi (Saga Capital) verði skráður eigandi allra hluta, ekki full- nægt með beinni aðför. Kröfu bank- ans var því hafnað. Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Kröfumáli Saga Capital áfrýjað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Saga Capital á hendur Insolidum ehf. Í HNOTSKURN »Eftir gengislækkun hluta-bréfa í haust fór Saga Capital fram á auknar tryggingar vegna skuldar Insolidum ehf. »Eigendur Insolidum ehf.urðu ekki við kröfunum og krafðist Saga Capital þá beinnar aðfarar hjá fyrirtækinu. ÁRIÐ 2007 var í fyrsta sinn selt meira af ein- hverri annarri kjötteg- und en kindakjöti á Ís- landi sé miðað við kílóafjölda. Meira seld- ist af alifuglakjöti en framleiðsla á því jókst um 14,2% miðað við ár- ið 2006. Bráðabirgðatölur um framleiðslu og sölu bú- vara fyrir árið 2007 liggja nú fyrir og ber þar hæst að alifuglakjöt og kindakjöt hafa haft sætaskipti á list- anum yfir mest selda kjötið á ís- lenskum matvörumark- aði. Sala á öllu kjöti jókst um rétt rúmlega 6,3% og nam 26.864 kg. Framleiðsla mjólkur var 124.849.835 lítrar sem er það mesta sem skráð hefur verið á einu ári hingað til. Þegar lit- ið er á breytingar í ein- stökum vöruflokkum milli ára dróst sala á drykkjarmjólk lítillega saman, um 0,55%, og skyri um 11,69%. Sala á viðbiti jókst hins vegar um 6,73 og ostum um 5,66%. Meira selt af alifugli en kindakjöti í fyrsta skipti Lystugt Sala á alifuglakjöti hefur aldrei verið meiri. Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara-flokkssúpur Masterklass        Nýjung

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.