Morgunblaðið - 19.01.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.01.2008, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STJÓRN Samtaka um betri byggð beinir þeim eindregnu tilmælum til Sturlu Böðvarssonar, forseta Al- þingis, að hann beiti sér fyrir að tryggð verði réttlát og lýðræðisleg skipun í samgöngunefnd og fjár- laganefnd Alþingis. Bent er á að á yfirstandandi þingi séu 6 af 9 nefndarmönnum í samgöngunefnd og 7 af 11 nefndarmönnum í fjár- laganefnd úr landsbyggð- arkjördæmunum þremur. Kjör- dæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu ættu hins vegar að fá 5 nefnd- armenn í samgöngunefnd og 6 nefndarmenn í fjárlaganefnd. Árvakur/Golli Gagnrýni Samtökin telja skiptingu í nefndir þingsins ólýðræðislega. Ójafnt í nefndum ANNRÍKI hefur verið á heilsugæslu- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna bólusetningar gegn inflúensu. Fram kom í fréttum að eitt tilfelli af inflúensu A hefði greinst hér á landi og að enn væri mögulegt að láta bólusetja sig. Komum fjölgaði þess vegna og margar fyrirspurnir bár- ust símleiðis. Samkvæmt upplýs- ingum frá heilsugæslustöðinni í Mjódd eru birgðir bóluefnisins nú nærri búnar og sömu sögu að segja víðast hvar. Nokkuð var um að fólk kæmi til að láta bólusetja sig þótt það hefði áður verið bólusett. Mun það hafa talið að um aðra tegund flensu væri að ræða. Mikið annríki vegna inflúensu SORPHIRÐAN í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorp- tunnum um helgina. „Þetta hefur verið þung vika fyrir starfsfólk sorp- hirðunnar,“ segir Sigríður Ólafs- dóttir rekstrarstjóri hennar. Ekki er nóg að moka frá bílum og útidyrum heldur þarf einnig að moka frá sorphirðugeymslum. Sig- ríður segir að ef aðgengi að sorp- tunnum sé slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfsmanna Sorphirðunnar með því að moka, verði stundum að sleppa því að tæma tunnur. Hún segir að stundum hafi fólk jafnvel mokað fyrir tunn- urnar snjó frá bílum og útidyrum. Duglegri að moka STUTT Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FUNDAÐ var með íslensku friðar- gæsluliðunum, sem eru nýkomnir heim frá Srí Lanka eftir uppsögn vopnahléssamninga á milli stjórn- valda og samtaka Tamíl-Tígra, í ut- anríkisráðuneytinu í gærmorgun. Allir Íslendingar nema einn, Jónas Gunnar Allansson, hafa verið kallað- ir heim og eru annaðhvort komnir eða á leiðinni, en undanfarið hafa níu Íslendingar og 22 Norðmenn verið þar við eftirlitsstörf. Jónas Gunnar verður áfram í höfuðstöðvum sam- norrænu eftirlitssveitanna, SLMM, í höfuðborginni Colombo ásamt tíu Norðmönnum við lokafrágang sem á að ljúka núna fyrir lok febrúar. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur utanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær. Varfærni gætir nú í yfirlýsingum utanríkisráðuneytisins við fjölmiðla og munu friðargæsluliðarnir ekki tjá sig um ástandið á Srí Lanka að sinni, eða þar til allir starfsmenn SLMM verða farnir þaðan, af ótta við að hafa bein áhrif á ástandið þar. Að sögn Ingibjargar er verið að ganga frá eignum, gögnum og skjölum SLMM í Colombo, og fara yfir mál þarlends fólks sem hefur starfað fyr- ir Norðmenn og Íslendinga. Hafa að- stæður hvers og eins verið skoðaðar og litið til þess hvort hægt sé að finna fólkinu önnur störf, jafnvel hjá alþjóðastofnunum. Starfsfólk ekki almennt í hættu Norrænu sveitirnar hafa verið gagnrýndar harðlega úr báðum átt- um á Srí Lanka og m.a. fengið kaldar kveðjur frá talsmanni stjórnarhers- ins, sem segir þær gagnslausar. Að- spurð sagði ráðherra mismunandi eftir einstaklingum hvort þeir sem hefðu starfað fyrir SLMM væru nú í hættu staddir. „Það er sjálfsagt mjög mismunandi eftir því hvaða störfum þeir hafa gegnt. Ekki er hægt að segja að það fólk sé almennt í hættu. En það getur vel verið í ein- hverjum tilvikum og það er verið að fara yfir það,“ sagði hún. Samskipti utanríkisráðuneyta Ís- lands og Noregs hafa að hennar sögn verið afar náin undanfarið og vildi hún ekkert gefa út um hvort þeim starfsmönnum sem hætta er búin yrði boðið að flytjast hingað til lands. Kvað hún það einfaldlega samstarfs- verkefni Íslendinga og Norðmanna, sem farið yrði yfir í framhaldinu. Á fundinum með friðargæsluliðun- um var farið yfir stöðu mála á Srí Lanka, reynslu þeirra af verunni þar og mat þeirra á mögulegu framhaldi deilunnar. Þar komu fram mikil von- brigði með þá þróun sem orðið hefur að undanförnu. „Hins vegar fannst mér koma mjög skýrt fram hjá okk- ar fólki að þetta kom þeim í sjálfu sér ekki á óvart. Þeim hefur fundist að til þessara tíðinda væri að draga og bjuggust jafnvel við því að þetta gerðist strax í desember,“ sagði Ingibjörg Sólrún, en tugir Tamíl- Tígra féllu í átökum við stjórnarher- inn rétt fyrir jól og pólitískur tals- maður þeirra var felldur í nóvember. Krefjandi aðstæður á Srí Lanka „Vandamálið í þessu sambandi er að það er ekkert samband á milli að- ila þarna, engin pólitísk samtöl eiga sér stað á milli þeirra. En hins vegar er það mat okkar fólks eins og ann- arra sem að þessu koma að á þessu máli er bara til pólitísk lausn, beiting hervalds mun ekki leysa þetta mál,“ sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur. „Við erum þakklát og afar stolt af framlagi okkar fólks á Srí Lanka og hvernig það hefur starfað þar við mjög krefjandi aðstæður. Það skynj- aði ég mjög sterkt þegar ég fundaði með þeim hverju þau hafa orðið vitni að, hvað þau hafa upplifað og séð. Þau hafa staðið sig vel,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Breyting fyrir friðargæsluna Ljóst er að með þessari breytingu losnar nokkuð um hjá íslensku frið- argæslunni, enda var næststærsta verkefni hennar á Srí Lanka. Um framhaldið sagði ráðherra að farið skyldi yfir stöðu hvers og eins. „Sumir starfsmenn voru með samn- ing sem var að klárast, aðrir eiga lengri tíma eftir af sínum starfstíma. Við munum fara yfir það hvaða öðr- um verkefnum við getum sinnt og höfum verið að ræða mögulega inn- komu í verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna nú í maí. Það er eflaust enginn hörgull á verkefnum ef út í það er farið, en það þarf alltaf dálít- inn tíma til að undirbúa slíkt.“ Einn Íslendingur verður á Srí Lanka fram í febrúar, þrátt fyrir versnandi ástand Stolt af okkar framlagi Árvakur/Kristinn Varfærin Íslensk og norsk yfirvöld vilja sem minnst segja sig um ástandið á Srí Lanka að sinni. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á fundinum í gær. Í HNOTSKURN »SLMM hefur starfað á SríLanka frá 2002, á grundvelli vopnahléssamnings á milli aðila, sem nýlega var sagt upp. »Átök eru hörðust í Tam-ílahéruðum í norðurhluta landsins, en Colombo er við suð- vestanverða strönd landsins. »Þróunarsamvinnustofnun Ís-lands hefur sinnt verkefnum á Srí Lanka og hefur enn starfs- menn þar. Ekki er óttast um ör- yggi þeirra enn sem komið er. NEFND félags- og trygging- armálaráðherra um úrbætur í húsnæðismálum hefur skilað nið- urstöðum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- og trygg- ingarmálaráð- herra segir að áður en tillögurnar verði kynntar þurfi m.a. að skoða aðkomu sveit- arfélaganna að framkvæmd og fjármögnun þeirra. „Félagslegur þáttur húsnæðismálanna snýr að miklu leyti að sveitarfélögum og næsta skrefið er að taka upp við- ræður við sveitarfélögin um fjár- mögnun. Þær niðurstöður verða að liggja fyrir og við þurfum að skoða málið betur í heild áður en tillög- urnar verða kynntar opinberlega,“ segir hún. Ríkisstjórnin er nú með tillögur nefndarinnar til skoðunar. Spurð hvenær tillögurnar gætu komið til framkvæmda segir Jó- hanna að taka verði mið m.a. af viðbrögðum sveitarfélaganna og markaðsaðstæðum svo tryggt sé að þær skili fólki raunverulegum ávinningi. Ræða við sveitarfélög Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.