Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Meiri verðlækkun
40-70% afsláttur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
Flott útsala
40-90% afsláttur
Útsala
iðunn
tískuverslun
Laugavegi 51, s. 561 1680
Kringlunni, s. 588 1680
nú 50%
afsláttur
www.friendtex.is Faxafen 10 sími 568 2870
NÚ ALGJÖRT
VERÐHRUN
Allir jakkar á 1.900
Kápa 3.900
Allar buxur á 1.900
Allar peysur á 1.900
1.500 og 2000
Komið og gerið frábærlega
skemmtileg kaup
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16
ATH. síðasta laguardagsopnunin okkar
Útsölunni lýkur þriðjudaginn 22. janúar
Á námskeiðinu verður
m.a. fjallað um:
• Þroska barna, sjálfsmynd og
samskipti.
• Vandamál sem geta komið upp
í samskiptum innan
fjölskyldunnar.
• Aðferð til þess að kenna
börnum að taka ábyrgð.
• Hvernig hægt er að tala við
börn og tryggja að þau hlusti.
• Aðferð til þess að kenna
börnum tillitssemi og sjálfsaga.
• Aðferðir sem varast að það
séu sigurvegarar og taparar í
samskiptum.
• Hugmyndir um hvernig hægt
er að hafa áhrif á gildismat
barna.
HUGO ÞÓRISSON
Sálfræðingur
WILHELM NORÐFJÖRÐ
Sálfræðingur
NÝTT NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST
Upplýsingar og skráning í
síma 562 1132 og 562 6632
eftir kl. 16.00 og um helgar
og á hugo@hugo.is
www.samskipti.org
Hverafold 1-3 (hjá Nóatúni)
sími 562 6062
Útsala
Laugavegi 63 • S: 551 4422
VETRAR-
YFIRHAFNIR
STÓRÚTSALA
Opið hús
Hrísrimi 11, 112 Reykjavík (íbúð 201)
Fasteignakaup kynnir 3ja her-
bergja, 87,5 fm íbúð á annarri
hæð í fallegu húsi með 34,4 fm
bílgeymslu í Grafarvogi. Svefn-
herbergin eru tvö með flísum á
gólfi og fataskápur er í öðru. Flís-
ar eru á stofunni en þaðan er út-
gengi út á rúmgóðar suðursvalir.
Í eldhúsi er ljós innrétting og
borðkrókur. Í baðherb. er flísalagt gólf og baðkar með sturtu, t/f þvottavél.
Hús að utan og nánasta umhverfi: Húsið lítur mjög vel að utan og aðeins
eru 6 íbúðir í stigaganginum sem er snyrtilegur. Gervihnattadiskur.
Íbúðin er laus við kaupsamning. Verð 23,9 millj.
Opið hús í dag milli kl. 15 og 15.30
Nánari upplýsingar um eignina gefur sölufulltrúi Fasteignakaupa
Guðmundur Valtýsson 865 3022
Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Útsala
20%
afsláttur
af útsöluvörum og
öllum vörum í dag
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra sendi í gær frá sér rökstuðning
vegna skipunar Ólafar Ýrar Atla-
dóttur í embætti ferðamálastjóra en
síðustu daga hefur skipunin verið
gagnrýnd af ýmsum.
Er í rökstuðningnum lögð áhersla
á að breytt staða ferðamála í stjórn-
kerfinu og endurskipulagning kalli á
nýja hugsun og mikinn samstarfs-
vilja. Af því tilefni hafi sérstaklega
verið tekið fram í auglýsingu að um-
sækjendur þyrftu að vera tilbúnir að
vera leiðandi í breytingaferli. „Ég tel
að miðað við reynslu og þekkingar-
öflun Ólafar Ýrar sé hún vel til þess
fallin að takast á við framangreint.
Hún lýsti í viðtölum skýrri framtíð-
arsýn fyrir Ferðamálastofu og ís-
lenska ferðaþjónustu og tel ég hana
líklegri en aðra umsækjendur til að
hleypa nýju blóði í starfsemi stofn-
unarinnar þannig að Ferðamálastofa
geti verið burðarás í því breytinga-
ferli sem framundan er, m.a. við
flutning á málaflokknum til iðnaðar-
ráðuneytis,“ segir meðal annars í
rökstuðningi iðnaðarráðherra.
Varðandi þær almennu kröfur sem
gerðar verði til ferðmálastjóra bend-
ir ráðherra á að í lögunum séu ekki
gerðar neinar menntunar- eða hæfn-
iskröfur til þeirra sem gegna stöðu
ferðamálastjóra og gilda því almenn
hæfisskilyrði laga nr. 70/1996, um
réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins. Í auglýsingu hafi aftur á móti
verið gerðar ákveðnar menntunar-
og hæfniskröfur. Eru síðan færð fyr-
ir því rök að Ólöf Ýrr hafi bakgrunn
sem falli vel að þeim kröfum. Tekið
hafi verið mið af lögum um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Fjölbreytt menntun Ólafar
Síðan segir í rökstuðningnum:
„Ólöf Ýrr hefur að baki mikinn og
fjölbreyttan menntunarferil sem
nýtast mun vel í yfirgripsmiklu starfi
ferðamálastjóra. Hún er íslensku-
fræðingur BA og líffræðingur BSc
frá Háskóla Íslands. Hún er með
meistarapróf, MSc í líffræði frá Uni-
versity of East Anglia. Þá hefur Ólöf
lokið MPA-námi í opinberri stjórn-
sýslu og diplómaprófi í þróunarfræð-
um frá HÍ. Ólöf hefur ennfremur birt
vísindagreinar á sviði líffræði. Ekki
leikur nokkur vafi á því að hún hefur
skarpan og greinandi hug sem er ag-
aður af vísindalegum vinnubrögðum
og nákvæmni.
Ólöf hefur fimm ára reynslu af
stjórnun í opinberum rekstri þar
sem hún bar ábyrgð á starfsmanna-
haldi, hafði fjármálalega ábyrgð og
annaðist skjalastjórn. Fékk hún
bestu meðmæli fyrir frammistöðu í
því starfi. Í sínu fyrra starfi stóð hún
m.a. fyrir breytingum á verkferlum
sem mæltust vel fyrir.
Auk menntunar á sviði bók-
mennta- og náttúrufræði hefur Ólöf
reynslu á sviði ferðaþjónustu úr
landvörslu og fararstjórn, hún var
einnig forstöðumaður Kviku, fræða-
garðs við Mývatn sem m.a. stóð fyrir
nýjungum á sviði þekkingartengdrar
ferðaþjónustu. Ólöf hefur einnig
kennt við ferðamáladeild Hólaskóla
og verið fengin til að kynna nátt-
úrufar og ferðamennsku á Íslandi
hér heima og erlendis.
Ólöf er með háskólapróf í íslensku
en auk þess talar hún ensku, sænsku
og þýsku og hefur flutt erindi á öllum
þessum tungumálum á málþingum
og ráðstefnum víða um lönd.
Ólöf hefur tekið þátt í erlendu
samstarfi með margvíslegum hætti.
Hún hefur m.a. verið fulltrúi Íslands
á fundum sérfræðinefndar Evrópu-
ráðsins um lífsiðfræði, flutt fyrir-
lestra á ráðstefnum og tekið þátt í
rannsóknarverkefnum.
Í námi jafnt sem störfum hefur
Ólöf Ýrr vakið athygli fyrir frum-
kvæði og ákveðni og sýnt að hún er
óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og
standa að nýjungum,“ segir í rök-
stuðningi iðnaðarráðherra.
Færir rök fyrir skipun Ólafar
í embætti ferðamálastjóra