Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 17

Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 17 ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is SERBAR virðast standa á nokkrum krossgöt- um um þessar mundir en í forsetakosningun- um á morgun, sunnudag, mun það líklega skýr- ast hvort stefnan verður tekin á aðild að Evrópusambandinu, ESB, í fyllingu tímans eða á enn nánari tengsl við Rússland. Það er fyrst og fremst Kosovo-hérað, sem veldur tog- streitunni milli austurs og vesturs í hjörtum Serba og hugsanleg sjálfstæðisyfirlýsing þess með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Í kosningunum á morgun eru það einkum tveir menn, sem takast á, þeir Boris Tadic, nú- verandi forseti, sem vill leiða þjóðina inn í ESB, og Tomislav Nikolic, ákafur þjóðernis- sinni, sem vill tengjast Rússum enn nánari böndum. Ekki er langt síðan hann lýsti því yfir, að hann vildi heldur, að Serbía yrði hérað í Rússlandi en eitt af aðildarríkjum ESB. Í skoð- anakönnunum hafa þeir haft álíka mikið fylgi en Nikolic þó haft vinninginn. „Það er rétt, við stöndum á krossgötum og hættan er sú, að í stað þess að eiga okkar fram- tíð í Evrópu lendum við í fangi Rússa,“ sagði Cedomir Jovanovic, einn af leiðtogum stjórn- arandstöðunnar, en aðrir segjast ekkert óttast. Tveir þriðju vilja aðild að ESB „Það er misskilningur, að við stöndum á ein- hverjum krossgötum að þessu leyti,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Marko Blagojevic. „Vissulega vilja sumir frammámenn fremur halla sér að Rússum en ESB en framhjá því verður ekki gengið, að tveir þriðju kjósenda í Serbíu vilja ESB-aðild.“ Þótt Kosovo sé að mestu byggt albönsk- umælandi fólki hefur héraðið um aldir verið hálfheilagt í augum Serba, sem líta á það sem sjálfa vöggu serbneskrar þjóðarvitundar. Hef- ur stuðningur Rússa við Serba í þessu máli orðið til að greiða götu þeirra og rússnesk fyr- irtæki hafa komist yfir serbnesk ríkisfyrir- tæki. Af þeim má t.d. nefna olíueinkasölufyr- irtækið NIS og stærsta flugfélagið, JAT. Serbar eiga hins vegna langmest viðskipti við tvö ESB-ríki, Ítalíu og Þýskaland. AP Baráttan Kosningaspjöld í Belgrad. Serbneskir kjósendur á erfiðum krossgötum DEILA Breta og Rússa, sem eink- um hefur snúist um tilraunir þeirra síðarnefndu til að koma í veg fyrir starfsemi breskrar menn- ingar- og kynningarstofnunar, British Council, í Rússlandi, harðn- ar stöðugt. Hafa nú bresk stjórn- völd varað Rússa við og segja, að það kunni að verða erfiðara fyrir þá en áður að gera fríversl- unarsamninga við Evrópusam- bandið, ESB, eða að fá aðild að al- þjóðlegum stofnunum vegna „grímulausra ofsókna“ gegn starfsmönnum BC. Breskir sendiráðsmenn í Moskvu segja, að starfsmenn FSB, rúss- nesku öryggislögreglunnar, arf- taka KGB, hafi beitt „dæmigerðum KGB-aðferðum“ í ofsóknum sínum gegn starfsfólki BC. Vegna þess hafi eini kosturinn verið sá að loka skrifstofunum í Sankti Pétursborg og Jekaterínborg. Nefna þeir sem dæmi, að fólkið hafi verið spurt um heilsufar aldraðra ættingja þess og nefnt um leið, að stundum yrðu gæludýr fyrir óvæntum skakkaföll- um. Deilan milli Rússa og Breta kom upp eftir að Bretar sökuðu ákveðna menn í Rússlandi um að hafa myrt Alexander Lítvínenko, harðan gagnrýnanda rússneskra stjórnvalda, með geislavirku efni í nóvember 2006. Bretar vara Rússa við BRESKIR vís- indamenn hafa sett sérstaka eft- irlitsmenn um borð í ferjurnar, sem sigla á milli Wales og Írlands, en þeir eiga að fylgjast með því hvort þeir sjái og þá hve mikið af marglyttutegund, sem óttast er að geti gert mikinn óskunda. Marglyttan, sem hefur fræðiheitið pelagia noctiluca, er algeng í hlýjum sjó, í Miðjarðarhafi, Rauðahafi og í Atlantshafi á suðlægum breiddar- gráðum. Er hún lítil, mest hnefa- stór, en hún drepur bráðina með sérstökum sting. Þessi marglytta virðist nú vera farin að þrífast vel í sjónum við Bretlandseyjar og í fyrra minnti það helst á eina af plágunum sjö þegar marglyttuflekkur, 10 fermílna stór og með milljörðum einstaklinga, upprætti allan lax, 100.000 fiska, í laxeldisstöð á Norður-Írlandi. Bresk yfirvöld hafa veitt tölu- verðu fé til rannsókna á marglytt- unni enda óttast margir, að hún kunni að verða enn ágengari í fram- tíðinni ef svo fer, sem margir spá, að hitastigið fari hækkandi, í lofti, á láði og í legi. Gæti hún þá orðið skeinuhætt villtum fiski svo ekki sé talað um allt fiskeldið, til dæmis í Skotlandi og víðar. Ótti við nýja marglyttu Pelagia noctiluca ♦♦♦ Miðvikudaginn 23. janúar frá 9.00 til 12.00 í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal DAGSKRÁ Ávarp formanns Samtaka iðnaðarins Helgi Magnússon Ávarp menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Framboð námsefnis í iðngreinum Hrafnkell Marinósson, formaður Félags fagkennara í tré- og byggingagreinum Stuðningur SI við námsefnisgerð Ingi Bogi Bogason, Samtökum iðnaðarins Hlutverk menntamálaráðuneytis við námsefnisgerð Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu Útgáfa námsbóka í iðnaði hjá IÐNÚ Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri IÐNÚ Afhending námsefnisstyrks SI Sýning á námsgögnum fyrir iðn- og starfsgreinar Ráðstefnulok Fundarstjóri: Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI RÁÐSTEFNA SI Á MENNTADEGI IÐNAÐARINS 2008 9.00 12.00 Námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám Ráðstefnan er öllum opin en tekið er við skráningum á www.si.is Þekking og mannauður eru vaxandi drifkraftar í starfsemi fyrirtækja. Skólar byggja upp mannauð fyrir atvinnulífið. Þörf er fyrir nútímalegt og aðgengilegt námsefni í iðn- og starfsgreinum. Hvernig er unnt að tryggja stöðugt framboð á því?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.