Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ BOBBY FISCHER Eftir Andra Karl andri@mbl.is SÁ ÍSLENDINGUR sem þekkti Bobby Fischer hvað lengst er Friðrik Ólafsson skákmeistari. Í ár eru fimm- tíu ár liðin frá því að þeir hittust fyrst – á skákmóti – en þeim kom ávallt vel sam- an frá þeim kynnum. Í seinni tíð hittust þeir annað slagið og fóru meðal annars yfir skákir. „Við áttum mikið saman að sælda á yngri ár- um og núna þann tíma sem hann var á Íslandi,“ segir Friðrik og rifjar upp fyrstu kynnin. „Hann kom mér vel fyrir sjónir. Nokkuð myndarlegur strákur, þá fimmtán ára, og heilmikill töggur í honum. Hann var með það á hreinu hvert hann ætlaði. Ég var með sömu hugmyndir þannig að við vorum bæði keppinautar og kunningjar.“ Friðrik og Fischer öttu oft kappi á skákvell- inum, mest á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Oftast nær hafði Fischer sigur í viður- eignum þeirra eða að undanskildum tveimur skákum. „Ég kynntist honum vel og gat því fylgst vel með hans árangri, framförum, skákstíl og styrkleika. Það var mér fróðlegt.“ Skoðaði að tefla gotneska skák Eftir að Fischer kom til Íslands árið 2005 glæddist sambandið og á milli þeirra hélst gott samband. Þrátt fyrir það segir Friðrik að þeir hafi aldrei dregið upp taflborðið. „Hann var á móti þessari klassísku skák sem hann taldi tölv- una hafa eyðilagt, eða þá hugkvæmni sem menn þurfa að beita. Sagði þetta orðið svo vélrænt.“ Í stað þess að tefla fóru þeir yfir skákir í sam- einingu, bæði gamlar og nýjar. „Það var einnig eitt form sem við skoðuðum og möguleikar á að hann fengist að tefla það, gotneska skák. Við vorum svolítið að rjátla við það, því það kom til tals að keppa einvígi við einhvern sterkan skák- mann í þessu tafli, en það varð nú reyndar ekki,“ segir Friðrik og nefnir að Anatoly Karpov og Viswanathan Anand, núverandi heimsmeistari í skák, hafi verið í umræðunni. Friðrik segist síðast hafa hitt Fischer um ára- mótin og þá hafi hann litið þokkalega út og verið að braggast eftir spítaladvöl undangenginna mánaða. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 1972 Bobby Fischer á leið inn í Laugardalshöllina til að takast á við Boris Spasskí árið 1972. „Bæði keppinautar og kunningjar“ Friðrik Ólafsson GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, fyrr- verandi forseti Skáksambands Íslands, segist telja að sagan muni dæma Bandaríkjamenn hart fyrir það hvern- ig þeir komu fram við skáksnillinginn Robert Fischer sem lést hér á landi í gær. „Þetta var ein skærasta stjarna skákheimsins fyrr og síðar og það er al- veg hörmulegt hvernig komið var fram við hann,“ sagði Guðmundur í samtali við blaðamann fréttavefjar Morgun- blaðsins. „Hann var útskúfaður og hundeltur fyrir það eitt að færa trémenn af hvítum reitum á svarta í Júgóslavíu á grundvelli reglugerðar sem bannaði samskipti við Júgó- slavíu. Hann er eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir brot á þessari reglugerð en vopnaframleiðendur sem brutu gegn henni hafa ekki einu sinni verið ákærðir.“ Fékk að vera í friði Guðmundur segir að það fyrsta sem komi upp í huga sinn við fráfall Fischers sé gleði yfir því að stuðningshópi hans hér á landi hafi tekist að ná honum úr fangelsi í Tókýó og að honum skyldi vera veitt hæli hér á landi þannig að hann gæti átt nokkur þolanleg ár undir lok ævi sinnar. „Hann var einfari og einstæðingur en átti vini hér sem studdu hann. Mér fannst færast ákveðin ró yfir hann fyrst eftir að hann kom hingað enda fékk hann að mestu að vera í friði hér. Undir það síðasta leið honum hins vegar ekki vel og maður fann það.“ Guðmundur var einn af skipuleggjendum heimsmeist- araeinvígisins í Laugardalshöll árið 1972 og segir það hafa verið átakasaman tíma sem hafi reynt á alla sem unnu að framkvæmd mótsins. „Loftið var þrungið spennu og það gekk á ýmsu. Oftar en einu sinni riðaði öll framkvæmdin og við héldum að við værum að missa hana út úr hönd- unum á okkur,“ segir hann. Allra manna hjálplegastur Guðmundur segist þó ekki hafa haft mikil bein sam- skipti við Fischer á þessum tíma heldur hafi hann aðallega verið í samskiptum við lögfræðinga hans og aðstoðarmenn. Hann hafi h.v. kynnst Fischer persónulega er hann heim- sótti hann í fangelsið í Japan og eftir að Fischer flutti hing- að. „Þá kynntist ég því að hans innri maður var ólíkur þeim harða keppnismanni sem þjóðin kynntist árið 1972. Hann var vissulega haldinn ákveðinni þráhyggju en var einnig mikill hugsjónamaður og allra manna hjálplegastur.“ Fannst færast ákveðin ró yfir Fischer á Íslandi Árvakur/Sverrir Skáksnillingur „Þetta var ein skærasta stjarna skák- heimsins fyrr og síðar,“ segir Guðmundur um Fischer. Guðmundur G. Þórarinsson ENGAR ákvarðanir hafa verið tekn- ar um útför Bobbys Fischers en von er á Miyoko Watai, unnustu Fisc- hers, til landsins um helgina og skýrast þá málin. Formaður RJF- hópsins, sem beitti sér fyrir því að Fischer yrði leystur úr fangelsi í Japan, segir hann hafa átt við heilsu- brest að stríða í töluverðan tíma. „Við hvöttum hann mjög til þess að láta rannsaka sig og fara í al- mennilega læknisskoðun eftir að hann kom til landsins. En hann var þeirrar gerðar að hafa ekki mikla trú á vestrænum lækningum og var erfiður sjúklingur þannig séð,“ segir Einar S. Einarsson, formaður RJF- hópsins. Talið er að dánarorsök Fischers hafi verið nýrnabilun en hann þurfti á aðhlynningu að halda vegna nýrna- veiki í október sl. RJF-hópurinn var stofnaður í október 2004 og hafði það markmið að frelsa Fischer og fá honum ís- lenskan ríkisborgararétt. Á aðeins nokkrum mánuðum náðist mikill ár- angur og í mars 2005 var Fischer kominn á íslenska grundu. „Ef mað- ur lítur til baka má segja að þetta hafi gengið hratt fyrir sig en þetta var náttúrlega langur tími fyrir mann sem situr í prísund í Japan út af einhverju vegabréfi,“ segir Einar sem þekkti Fischer ekki persónu- lega áður en hann barðist fyrir lausn hans. Þeim varð vel til vina fyrsta árið eftir að hann kom hingað til lands og höfðu haldið kunningsskap síðan. Árvakur/Golli Til fundar Borís Spasskí, Alex Títomírov og Einar S. Einarsson, þegar Spasskí kom hingað til fundar við Bobby Fischer árið 2005. Skýrist um helgina „AFAR sláandi var að fá þessar fréttir. Ég átti von á því að við ætt- um eftir að heyja marga hildi sam- an. Ég mun mjög svo sakna hans og vona að guð taki vel á móti honum,“ sagði Sæmundur Pálsson í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Sæmundur kynntist Bobby Fischer árið 1972, þegar Fischer háði sögulegt skákveinvígi við Bor- ís Spasskí í Reykjavík. Vinskapur þeirra hélst alla tíð – þótt á stund- um væri Fischer skapmikill – og minnist Sæmundur hans með mik- illi hlýju. Spurður um hvað standi upp úr á langri tíð svaraði Sæmundur því til að það hlyti að vera þegar honum tókst, með dyggum stuðningi, að ná Fischer út úr japönsku fangelsi á vormánuðum 2005, en þar hafði hann dúsað í níu mánuði. „Þá var ég sérstaklega ánægður og það stendur upp úr að hafa komið hon- um hingað og hann hafi getað dáið frjáls maður,“ sagði Sæmundur sem efast um að nokkurn tíma komi fram á sjónarsviðið annar eins skákmaður. „Ég minnist hans sem góðs vinar og einstaks snillings skáksögunnar.“ Annar góðvinur Fischers, Garðar Sverrisson, baðst undan viðtali á þessari stundu en sagði í samtali við Morgunblaðið að Fishcers yrði sárt saknað. Góður vinur og einstakur snillingur Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fylgdarmaður Bobby Fischer ræðir við aðdáendur og gefur áritun við Bessastaði í september árið 1972. Sæmundur er honum til hægri handar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.