Morgunblaðið - 19.01.2008, Page 34
34 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hulda Björns-dóttir fæddist á
Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal í
Borgarfirði 1. apríl
1931. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 12. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorgerður
Halldórsdóttir
saumakona, f. 8.5.
1903, d. 27.1. 1972,
og Björn Jónsson
bóndi, f. 20.3. 1910,
d. 6.7. 1983. Systkini Huldu, sam-
mæðra, eru: Hafdís, f. 3.9. 1936,
Þóra Björk, f. 13.8. 1944, Rós
María, f. 13.8. 1944, og Gerður
Jóna, f. 11.11. 1945. Systkini,
samfeðra, Páll Friðrik, f. 3.6.
1936, d. 1941, Ragnhildur, f.
11.12. 1937, Pála Jóna, f. 17.7.
1941, d. 23.8. 1997, Guðmundur, f.
4.12. 1944, Jón Trausti, f. 23.9.
1947, Kristín, f. 14.9. 1948, Sig-
urður Björgvin, f. 15.3. 1951,
Hörður Geir, f . 27.12. 1954, og
Björg, f. 4.1. 1959.
Hulda giftist 14.11. 1953 Tóm-
asi Þorvaldssyni, útgerðarmanni í
Grindavík, f. 26.12. 1919. For-
eldrar hans voru Þorvaldur
Klemensson, bóndi á Járngerð-
arstöðum í Grindavík, f.
9.12.1891, d. 9.12. 1967, og kona
11.7. 1998. b) Jóhann Vignir, f.
15.12. 1976, í sambúð með Matt-
hildi Gunnarsdóttur, f. 16.11.
1981. c) Brynjar Örn, f. 10.4.
1982, í sambúð með Kristrúnu H.
Gunnarsdóttur, f. 22.1. 1984. d)
Óskar, f. 1.1. 1987, í sambúð með
Sólveigu M. Ólafsdóttur, f. 14.10.
1983. 3) Stefán Þorvaldur, f. 21.7.
1956, kvæntur Erlu Jóhanns-
dóttur, f. 29.12. 1955. Börn þeirra
eru: a) Hulda María, f. 1.6. 1976,
b) Gunnar, f. 25.9. 1981, í sambúð
með Kristínu Lind Albertsdóttur,
f. 23.1. 1981, c) Rebekka Sif, f.
13.10. 1992, og d) Arnar Kristinn,
f. 25.7. 1994. 4) Gerður Sigríður,
f. 27.12. 1960, gift Jóni Emil Hall-
dórssyni, f. 18.2. 1960. Börn
þeirra eru Halldór Ingvi, f. 27.9.
1981, Hrannar Jón, f. 7.6. 1987,
og Helgi Hrafn, f. 14.7. 1997.
Hulda bjó fyrstu ár ævi sinnar
á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal
í Borgarfirði. Fluttist til Reykja-
víkur þegar hún var tíu ára.
Hulda stundaði nám við Héraðs-
skólann í Reykholti í Borgarfirði
og Húsmæðraskólann í Reykjavík
Hún átti heima í Grindavík frá
árinu 1952. Hulda var ein af
stofnendum og starfsmönnum
Þorbjarnar hf. í Grindavík. Hún
gerðist félagi í Kvenfélagi
Grindavíkur og var ein af stofn-
félögum slysavarnadeildarinnar
Þórkötlu í Grindavík 1977 og kos-
in í fyrstu stjórn deildarinnar.
Hulda verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
hans Stefanía
Tómasdóttir, f
20.9.1893, d. 20.12.
1969. Börn Huldu og
Tómasar eru: 1)
Eiríkur, f. 17.5.
1953. Kvæntist Mar-
gréti Gunnarsdóttur,
f. 17.7. 1952. Þau
skildu. Synir þeirra
eru: a) Heiðar Hrafn,
f. 27.9. 1974. Börn
Heiðars Hrafns og
Ástríðar J. Guð-
mundsdóttur eru:
Róshildur, f. 26.10.
1993, Margrét Áslaug, f. 17.2.
1998, og Eiríkur Þór, f. 6.8. 2000.
b) Tómas Þór, f. 10.4. 1977, í sam-
búð með Sonju Björk Elíasdóttur,
f. 21.7. 1975. Börn þeirra eru
Sandra Ýrr, f. 27.6, 1994, Elísa
Sól, f. 10.11. 1998, og Lúkas Nói,
f. 13.6. 2007. c) Gunnlaugur, f.
7.4. 1982, í sambúð með Helgu
Jakobsdóttur, f. 23.9. 1983. d)
Gunnar, f. 10.10. 1988.
Eiríkur er í sambúð með Katr-
ínu Sigurðardóttur, f. 21.8. 1963.
2) Gunnar, f. 9.12. 1954, kvæntur
Rut Óskarsdóttur, f. 10.5. 1954.
Börn þeirra eru: a) Tómas, f.
13.6. 1973, kvæntur Kristínu B.
Ágústsdóttur, f. 23.8. 1976. Börn
Tómasar og Auðar G. Sigurð-
ardóttur, f. 2.7. 1974, eru Gunnar
Logi, f. 27.7. 1996, og Júlía Ósk, f
Mamma bjó fyrstu ár ævinnar að
Kjalvararstöðum í Reykholtsdal í
Borgarfirði og fluttist til Reykja-
víkur þegar hún var tíu ára.
Mamma kynntist pabba á dans-
leik í „Gúttó“ veturinn 1952. Í ævi-
minningum sínum segir pabbi: „Ár-
ið 1953 gjörbreytast hagir mínir –
til hins betra á allan máta. Þá má
segja, að ég hefji nýtt líf. Mesta
gæfuspor í lífi mínu er, þegar við
Hulda giftum okkur og hófum bú-
skap hér á Gnúpi“.
Fljótlega eftir að mamma fluttist
til Grindavíkur stofnuðu hún og
pabbi fyrirtækið Þorbjörn hf. ásamt
vinafólki sínu hér í Grindavík.
Mamma starfaði við fyrirtækið alla
sína starfsævi, fyrstu árin var skrif-
stofa fyrirtækisins við eldhúsborðið
og í stofunni á Gnúpi.
Pabbi tók að sér ýmis ábyrgðar-
störf fyrir utan rekstur fyrirtæk-
isins. Mamma þurfti því að fylgja
honum í ýmsar athafnir og boð sem
fylgdu störfum hans. Þannig kynnt-
ist mamma mjög náið mörgu góðu
fólki, innlendu og erlendu, þá átti
hún marga góða vini bæði frá skóla-
árum sínum í Reykholti og veru
sinni á Kjalvararstöðum og í
Reykjavík.
Haustið 1971 keyptu mamma og
pabbi kjarrivaxinn landskika í
Þrastaskógi við Álftavatn. Þar
byggðu þau sér sumarbústað. Þeim
líkaði alltaf betur og betur kyrrðin
og nálægðin við náttúruna í skóg-
inum. Strax og barnabörnin voru
orðin nógu stór til að vappa um í
sumarbústaðnum og í nágrenninu
fóru pabbi og mamma að taka þau
með sér í sveitasæluna.
Flest barnabarnanna byrjuðu
sína skólagöngu í Grunnskólanum í
Grindavík og þá kom sér vel að
amma og afi á Gnúpi voru ekki langt
undan, aðeins hinum megin við göt-
una. Þegar frímínútur voru í skól-
anum eða eitthvert annað hlé var
upplagt að heimsækja ömmu, því
hún hafði alltaf upp á eitthvað að
bjóða, annaðhvort eitthvað í svang-
inn, næði til að horfa á sjónvarp eða
bara elsku og hlýju. Þá var líka fínt
að fá að koma með vinina með sér,
því það var nóg pláss á Gnúpi.
Mamma var myndarleg húsmóðir
hafði alla hluti í röð og reglu, var
mjög hreinlát og dugleg hannyrða-
kona. Þegar við voru ung saumaði
hún flestar flíkur á okkur. Hún var
dugleg að baka og þótti mjög gest-
risin.
Mamma var mjög næm kona og
viðkvæm. Hún þoldi aldrei ósætti
og misklíð. Hún sýndi öllum þeim
sem áttu erfitt eða áttu um sárt að
binda mikla hluttekningu og vildi
koma til hjálpar eða aðstoðar ef það
var mögulegt, þannig eignaðist hún
tryggan vinahóp. Hún hafði unun af
tónlist og átti marga uppáhalds tón-
listarmenn. Hún hafði góða söng-
rödd og naut þess að syngja í góðra
vina hópi.
Síðastliðið sumar fór hún í
skemmtiferð til Færeyja ásamt nær
50 kvenfélagskonum héðan úr
Grindavík. Því miður var mamma
þá farin að finna fyrir sjúkdómnum,
sem á stuttum tíma lagði hana að
velli, en hún naut ferðarinnar og
samvistanna við skemmtilegar vin-
konur og frábæra gestgjafa í Fær-
eyjum.
Nú við andlát mömmu er okkur
efst í huga þakklæti fyrir öll árin
sem við áttum saman og umhyggju
hennar fyrir pabba alla tíð.
Eiríkur, Gunnar, Stefán
og Gerður Sigríður.
Öllu lokið, mamma. Slokknað
ævi þinnar ljós.
Hjúfrar sig að barmi þínum
hvít og friðsæl rós.
Lémagna sú hönd, er þerrði
ljúfast vota kinn.
– Drjúpi hljótt og rótt mín tár
við dánarbeðinn þinn.
Blessuð sé hver tíð, er leið
á braut í fylgd með þér,
vongleðin og ástúð þín,
sem vakti yfir mér.
– Bið eg þess af hjarta nú
á bljúgri kveðjustund,
að bænir þínar leiði þig
sem barn á guðs þíns fund.
(Kristinn Reyr.)
Mamma mín, alltaf jafnglæsileg.
Alveg fram í andlátið.
Með mjúku húðina þína, sem var
svo gott að strjúka.
Hún var eins mjúk og yndisleg og
þú varst sjálf.
Mundu að gefa smáfuglunum,
varst þú vön að segja.
Það voru fleiri en smáfuglarnir
sem fengu góðmennsku þinnar not-
ið. Þeir sem minna máttu sín, áttu
við veikindi að stríða eða bara þeir
sem þér fannst þurfa á hjálparhönd
að halda. Ekki hvað síst barnabörn-
in og langömmubörnin, þau dáðu
þig. En þú fórst ekki hátt með
þetta, þú þurftir ekki á athygli að
halda.
Þú vildir alltaf vera að gefa.
Stundum voru töskurnar ótrúlega
þungar þegar þú komst úr ferðalög-
um enda varðst þú að kaupa á öll
barnabörnin fimmtán, og öll lang-
ömmubörnin. Eins og það væri ekki
nóg, nei, þú varðst að kaupa á börn-
in þín, tengdabörnin og svo nokkrar
vinkonur sem þú varðst að gleðja.
Við sem eftir erum eigum margs
að minnast og margt að þakka.
Síðustu árin varst þú mjög bund-
in við umönnun á öldruðum föður
okkar, kvartaðir lítið, en við fund-
um að þetta var að verða þér veru-
lega erfitt. Við gerðum okkur enga
grein fyrir því hve helsjúk þú varst
orðin. Enda kvartaðir þú aldrei,
þetta var bara smágigt.
Elsku mamma, ég þakka þér fyr-
ir allt sem þú hefur gefið mér í
gegnum lífið.
Þú munt alltaf vera með mér í
anda, að eilífu.
Þín elskandi dóttir
Gerður Sigríður (Gerða Sigga).
Tengdamóðir mín, Hulda Björns-
dóttir, er látin. Ekki hefði mig órað
fyrir því þó að heilsu hennar hefði
hrakað í vetur að sjúkdómurinn
legðist af svo miklu afli á hana í lok-
in og hefði sigur.
Ég man fyrsta skiptið sem ég sá
Huldu. Þá var ég 18 ára gömul og
kærastinn farinn að bjóða mér
heim. Tengdamamma var í falleg-
um síðkjól og ég man að ég sat í
stiganum á Gnúpi og hugsaði hvað
hann Gunnsi ætti glæsilega
mömmu.
Frá því að ég kom í fjölskylduna
hefur hún verið mér afskaplega góð
tengdamóðir.
Tala nú ekki um þegar hún vissi
að fyrsta barnabarnið hennar væri
á leiðinni. Hún keypti og lét sauma
á mig föt og færði okkur bunkana af
barnafötum og vöggusettum. Hún
Hulda var sérlega örlát kona.
Barnabörnin hennar nutu þess svo
sannarlega og ekki síður börnin
hennar og tengdabörnin. Þau Tóm-
as fóru oft til útlanda og komu svo
færandi hendi heim. Allir skyldu fá
gjafir.
Enn á ég brúðarkjólinn minn og
kápuna sem þau færðu mér haustið
1974.
Ég hefði ekki getað hugsað mér
fallegri kjól.
Ótal fallegar minningar á ég um
tengdamóður mína enda árin orðin
35 sem ég og börnin okkar Gunnsa
hafa notið hennar við.
Í morgun tók ég mér bók í hönd,
sem ber heitið „Snert hörpu mína“
og er ævisaga Davíðs Stefánssonar,
skálds frá Fagraskógi. Þessa bók
fengum við hjónin í jólagjöf frá
Huldu og Tómasi. Er ég opnaði
bókina blasti við mér þetta fallega
ljóð sem Davíð hafði ort til móður
sinnar:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
Hvenær sem barn þitt fer úr föðurgarði,
fylgir því alltaf móðurhugur þinn.
Hann var sú bjarta brynja, sem mig varði,
minn besti skjöldur, verndarengill minn.
Hann flýgur víða, vakir, er þú sefur.
Hann veit hvað mig á ferðum mínum tefur
við syðsta haf og ysta ál.
Hann skiptir aldrei skapi, fyrirgefur,
Og skilur hjartans þagnarmál.
Elskulegur tengdafaðir minn hef-
ur misst sinn trausta lífsförunaut.
Ég óska honum allrar blessunar
og Guð styrki hann og börnin hans.
Rut.
Hvernig er hægt að kveðja þig,
kæra tengdamóðir, eftir 34 ára
kynni? Ég var aðeins 17 ára þegar
ég kynntist honum Stebba þínum
og kom fyrst inn á fallega heimilið
þitt. Þér fannst við svo ósköp mikil
börn Hulda mín og þú fylgdist vel
með okkur þótt lítið bæri á. Þegar
við vorum að byggja fyrsta heimilið
okkar, þá vorum við velkomin á
Gnúp hvenær sem var og alltaf
varstu tilbúin með góðan mat og
meðlæti. Og oftar en ekki voru það
uppáhaldskökurnar og maturinn
hans Stebba, sem voru á borðum,
því engin þekkti eins vel matarvenj-
urnar hjá litla mömmudrengnum
þínum. Þegar við eignuðumst fyrsta
barnið okkar, hana Huldu Maríu, þá
varstu boðin og búin að passa hana
á meðan við Stebbi unnum dag og
nótt í húsinu okkar.
Kveðjustundin var þungbær þeg-
ar við héldum til náms til Kaliforníu
með Huldu Maríu og Gunnar. En
gleðin var mikil þegar þið Tómas
komuð og heimsóttuð okkur í litlu
íbúðina sem við leigðum. Í þessum
heimsóknum fórum við víða og
heimsóttum fallega staði. Við hjól-
uðum um fallega garða, og gengum
á fallegum ströndum. En mesta
gleðin þín í þessum heimsóknum
var þegar þú gekkst með Gunnar
son okkar í skólabílinn að morgni og
enn var gleðin meiri þegar þú beiðst
eftir skólabílnum síðla dags, og þið
Gunnar komuð labbandi hönd í
hönd heim til okkar.
Mörgum árum síðar þegar Re-
bekka Sif og Arnar Kristinn voru
fædd þá heimsóttum við þig og
Tómas í íbúðina ykkar í Flórída.
Þar voruð þið ánægð og sæl og nut-
uð þess að sýna okkur umhverfið og
þá staði sem ykkur þótti vænt um.
Hápunkturinn í þessari ferð var
þegar þú fórst með okkur í Disney
World og sýndir litlu ömmubörnun-
um þínum allar prinsessurnar og
prinsana úr ævintýrunum sem þú
varst margbúin að segja þeim frá.
Elsku Hulda, ég þakka þér sam-
fylgdina og við börnin biðjum Guð
að geyma þig og varðveita.
Þín tengdadóttir,
Erla.
Það eru liðin rúm 25 ár síðan við
Gerða Sigga giftumst og ég varð
hluti af fjölskyldunni á Gnúpi. Nán-
ast alla ævi hafði ég þó þekkt
Huldu, verandi einn af strákunum í
nágrenninu og bekkjarbróðir eigin-
konu minnar allan barna- og ungl-
ingaskólann.
Hulda var í mínum huga einstök
kona. Hún var af kynslóð þeirra
kvenna sem voru fyrst og fremst
eiginkonur og mæður. Hún hugsaði
af myndarskap og festu um heimili
og börn á meðan Toddi var á þeyt-
ingi í kringum fyrirtæki þeirra og
síðar um allan heiminn, seljandi
saltfisk.
Það er gjarnan að leiðarlokum
sem litið er til baka og mat lagt á
ævistarfið. Það er þó oftast verið að
horfa á þær vegtyllur sem áunnist
hafa, en síður á þá hluti sem meira
máli skipta og skilja meira eftir.
Þ.e. þær manneskjur sem mótaðar
hafa verið og undirbúnar fyrir lífið.
Hulda ól börn sín upp í því að tak-
ast á við lífið af dugnaði og heið-
arleika. Bera ekki sorgir sínar á
torg heldur takast á við það sem að
höndum ber af festu.
Mér þykir að Huldu hafi tekist
vel til. Af Huldu er kominn stór
hópur. Hópur einstaklinga sem sett
hefur mark sitt á umhverfi sitt.
Hópur sem mun minnast hennar
með hlýju og ástúð og getur kallað
fram minningar um hlýjan faðm,
opið hjarta og endalausa gestrisni á
Gnúpi eða Selhól.
Hulda lagði alltaf áherslu á að
maður skyldi bera virðingu fyrir
uppruna sínum og umhverfi. Hún
var virkur þátttakandi í samfélagi
því sem hún bjó í og var ávallt tilbú-
in til að rétta hjálparhönd þar sem
þess var þörf. Hún kallaði aldrei
eftir athygli og lagði áherslu á að
hennar nafn kæmi hvergi fram.
Vegna þessa eru það því helst þeir
sem nutu sem vita um hennar hljóð-
láta hjálparstarf.
Ég þakka fyrir þau ár sem ég
fékk að eiga með Huldu. Ég hef
lært mikið af okkar kynnum og tel
mig betri mann fyrir vikið.
Jón Emil.
Hulda Björnsdóttir
Elsku langamma mín.
Mér fannst gaman á Flór-
ída með þér og afa.
Sandra Ýrr.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Huldu
Björnsdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu á næstu dögum.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR S. JÚLÍUSSON
(á Bakka),
síðast til heimilis að Hagaflöt 11,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn
17. janúar.
Sigrún Gunnarsdóttir, Gísli V. Jónsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Björgvin Ó. Eyþórsson,
Viðar Gunnarsson, Hafdís Sigurþórsdóttir,
Daníel Gunnarsson, Sigríður Ingvarsdóttir,
Dröfn Gunnarsdóttir, Magnús Þráinsson,
Ívar Gunnarsson, Bjarney Pálsdóttir
og afabörn.
✝
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hraunvangi 7,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 16.12. 2007.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.