Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 44

Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hættir með námskeiðahald á Íslandi Frá Guðjóni Bergmann: „ÞEGAR að ég söðlaði um og lok- aði Jógamiðstöðinni um mitt ár 2006 til að hefja fyrirlestra- og nám- skeiðahald undir fyrirsögninni „Þú ert það sem þú hugsar“ þá var konan mín þegar farin að huga að fram- haldsnámi í Bandaríkjunum að loknu viðskiptanámi í HR. Því má segja að námskeiðahaldi mínu undir þessum formerkjum á Íslandi hafi ekki verið ætlað lengra líf en tvö ár frá upphafi. Ofangreind námskeið hafa fengið frábærar viðtökur, sömuleiðis sam- nefnd bók, afleiddir fyrirlestrar og önnur námskeið. Fyrir það er ég mjög þakklátur. En við hjónin ætl- um að standa við áður nefndar áætl- anir og munum því fara af landi brott í haust þar sem konan mín, Jó- hanna Bóel, mun hefja framhalds- nám í Bandaríkjunum. Við eigum að auki von á okkar öðru barni í júní og því mun ég bregða mér í hlutverk heimavinnandi föður fyrstu eitt til tvö árin á erlendri grund og hlakka mikið til að sinna börnunum mínum og styðja konuna mína til dáða í námi. Þessi umskipti hafa þá merkingu að ég mun hætta öllu nám- skeiðahaldi hér á landi í júní á þessu ári. Þeir sem hafa haft hug á að nýta sér námskeiðið „Þú ert það sem þú hugsar“ hafa til þess þrjá möguleika í Reykjavík, í febrúar, apríl og maí, auk þess sem ég verð með námskeið á Ísafirði, Egilsstöðum og í Vest- mannaeyjum í mars og apríl. Á vef- síðunni www.gbergmann.is er kom- inn listi yfir námkvæmar dagssetningar og önnur námskeið sem verða í boði fram til 7. júní. Í Bandaríkjunum mun ég vænt- anlega halda áfram einhverjum rit- störfum þegar hægist á bleiu- skiptum og mun að sjálfsögðu halda sambandi við Íslendinga í gegnum fréttabréfin mín, bloggsíðu og jafn- vel einhver önnur fjölmiðlatengsl.“ Ég veiti nánari upplýsingar í síma 690-1818 og í gegnum tölvupóst gud- jon@gbergmann.is. Óvirðing við landann VIÐ erum fjölmörg sem rjúkum ekki út og sprengjum rakettur rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld, held- ur njótum þess að sitja í ró og næði fyrir framan sjónvarpið og njótum hátíðlegrar stundar er nýja árið gengur í garð. Ekki spillir þá að hafa gott menningarlegt efni í sjónvarp- inu eins og hefur verið undanfarin ár, og þá sérstaklega meðan Markús Örn var við stjórnvölinn. En í ár var þetta til skammar og sýndar gamlar lummur sem voru látnar rúlla við- stöðulaust, öllum til ama er á horfðu. Ég skora á Pál útvarpsstjóra að kippa þessu í liðinn. Guðrún. NÓGU erfitt er að hlaupa á eftir strætó – töskulaus. Hvað þá ef maður er hlaðinn pinklum, eða töskum eins og þessi unga hressa kona á myndinni. Hún lætur ekki snjóinn trufla sig og skeiðar einbeitt í átt að strætó. Morgunblaðið/Ómar Hlaupið eftir strætó í Vonarstræti Húsanaust sími 530 7200 kynnir í einkasölu:Glæsilegt, einnar hæðar einbýlishús á ein- um eftirsóttasta stað borgarinnar, Fossvogsdal (neðsta gata): Sunnan hússins er óbyggt svæði, útsýni yfir dalinn er því óhindrað. Húsinu hefur verið vel við haldið og er ástand þess ytra sem innra mjög gott. GRUNDARLAND - FOSSVOGI Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand PASSAÐU ÞIG! EKKI VERA HRÆDDUR... ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ EIGNAST MARGA VINI HÉR ÉG BÝÐ ÖLL LAUFIN VELKOMIN! LAUFIN ÞURFA Á MÉR AÐ HALDA! ÉG HJÁLPA ÞEIM Í GEGNUM ERFIÐAN TÍMA Í ÞEIRRA LÍFI ÞEGAR LAUFIÐ FELLUR ÚR TRÉNU ER ÞAÐ EITT... EINS OG MANNESKJA SEM ER NÝFLUTT Í NÝJA BORG HOBBES, HVAÐ ERTU AÐ GERA? EKKERT ALLS EKKI NEITT? NEIBB VILTU HJÁLP? ÞAÐ VÆRI FÍNT PABBI, SKIPTA BORÐSIÐIR MIKLU MÁLI? JÁ, MAÐUR VEIT ALDREI HVENÆR MANNI VERÐUR BOÐIÐ Í MAT HJÁ ENGLANDSDROTTNINGU ERTU SEM SAGT AÐ SEGJA AÐ ÞEIR SKIPTI MJÖG LITLU MÁLI? KANNSKI... EN EKKI SEGJA MÖMMU ÞINNI FRÁ ÞVÍ SLÖKKTU Á FARSÍMANUM ÞÍNUM! AFSAKIÐ ÉG VEIT AÐ VIÐ ÆTLUÐUM EKKI AÐ EYÐA PENING Í AÐ KAUPA HLUT Í HÓTELINU. SÉRSTAKLEGA EKKI SVONA MIKLU... EN NÚNA ÞEGAR VIÐ ERUM BÚIN AÐ ÞVÍ ÞÁ HELD ÉG AÐ ÞETTA VERÐI ALVEG FRÁBÆRT! Í ALVÖRUNNI! Í SMÁA LETRINU STENDUR AÐ VIÐ GETUM HÆTT VIÐ KAUPIN INNAN ÞRIGGJA DAGA! ÉG ER ALLS EKKI HRIFIN AF MARY JANE PARKER... EN ÉG MUNDI ALDREI GERA HENNI ILLT EF ÞÚ GERÐIR ÞAÐ EKKI, HVER GERÐI ÞAÐ ÞÁ? HNHH! ÞAÐ VAR ÉG, LITLA PADDAN ÞÍN! HÚGÓ! dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.