Morgunblaðið - 19.01.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 47
- kemur þér við
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Landsvirkjun greiðir
framhjá Landsbanka
Bráðatæknar vel
menntaðir
Jólasveinar og
karlkyns húsmóðir
í símaskránni
Kaupmenn með mikil
völd en litla starfsemi
Elísabet Ómarsdóttir
er tískufrík vikunnar
Tækifæri í íslenskri
hönnun
EINSTAKT TILBOÐ FYRIR HANDHAFA
MASTERCARD-KREDITKORTA:
MIÐINN Í FORSÖLU Á 1.990 KR.!
(ALMENNT VERÐ 3.500 KR.)
Fim 7/2 kl. 20 UPPSELT
Fös 8/2 kl. 20 UPPSELT
Lau 9/2 kl. 19 UPPSELT
Lau 9/2 kl. 22.30 Ný aukasýn.
Sun 10/2 kl. 20 UPPSELT
Fim 14/2 kl. 20 UPPSELT
Fös 15/2 kl. 19 UPPSELT
Lau 16/2 kl. 19 UPPSELT
Lau 16/2 kl. 22.30 Ný aukasýn.
Sun 17/2 kl. 20 UPPSELT
Fim 21/2 kl. 20 UPPSELT
Fös 22/2 kl. 19 UPPSELT
Lau 23/2 kl. 19 UPPSELT
Lau 23/2 kl. 22.30 Ný aukasýn.
Sun 24/2 kl. 20 UPPSELT
Fim 28/2 kl. 20 UPPSELT
Fös 29/2 kl. 19 UPPSELT
Lau 1/3 kl. 19 UPPSELT
Sun 2/3 kl. 20 örfá sæti laus
SALA Í FULLUM GANGI
Næstu sýn: 6., 7., 8., 9., 13., 14., 15., 16., 19. mars
Miðasölusími 4 600 200
GESTIR í spurningaleiknum Orð
skulu standa í dag eru Guðmundur
Þórhallsson kennslustjóri og Hreinn
Sigmarsson flotastjóri. Á milli þess
sem þeir velta fyrir sér m.a. orð-
unum „saurljótur“ og „hispurslaus“
botna þeir fyrripart um ný vinnu-
brögð á Alþingi:
Upphefst núna aftur mas,
þó öllu styttra en forðum.
Um nýliðna helgi var fyrripart-
urinn þessi:
Búin gleði og gaman er,
gráminn tekur völdin.
Í þættinum botnaði Hlín Agnars-
dóttir:
Vænt er þegar vora fer
vini að gleðja á kvöldin.
Sigrún Valbergsdóttir var í miklu
stuði:
Við aringlæður orna mér
allra næstu kvöldin.
Maginn eftir situr sver,
syrgir veisluhöldin.
Hagkerfið nú hitar mér,
hækka komugjöldin.
Nályktina leggur hér
leikhúss bak við tjöldin.
Davíð Þór Jónsson:
Þá er gott að gamna sér
með góðri frú á kvöldin.
Úr hópi hlustenda sendi Þorvald-
ur Óskarsson þennan:
Til Kanarí nú kem ég mér
og konan sér um gjöldin.
Jón Helgason á Hellu:
Viskístaup því væri hér
velkomið á kvöldin.
Sigurður Einarsson í Reykjavík:
En bráðum líka bæta fer
í birtuna á kvöldin.
Magnús Halldórsson á Hvolsvelli:
Spikfeit þjóð í sporthús fer
og spásserar á kvöldin.
Sigurlín Hermannsdóttir:
Drjúgt var keypt í desember;
nú dembast yfir gjöldin.
Guðlaug Freyja Löve:
Björninn útbýr heilan her
sem hefur tögl og höldin.
Hallberg Hallmundsson:
Þá er ljúft að leika sér
við ljóðastef á kvöldin.
Auðunn Bragi Sveinsson orti m.a.:
Þar til aftur elda fer
og eyðast skuggatjöldin.
Ingólfur Ármannsson:
Þá í bólið feginn fer
með frúnni snemma á kvöldin.
Daníel Viðarsson:
Seint á fætur sólin fer
og syfjuð er á kvöldin.
Jónas Frímannsson hugsaði til
friðarsúlunnar:
Lampi Jóku lýsir mér
lengur ekki á kvöldin.
Orð skulu standa
Nú er hún Snorrabúð stekkur
Morgunblaðið/Ómar
Orðavaðall „Voðalega getur mað-
urinn talað,“ gæti Guðlaugur Þór
verið að hugsa.
Hlustendur geta sent sína botna á
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Rík-
isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.