Morgunblaðið - 19.01.2008, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 55
Eigum við að fara í bíó í kvöld?er spurning sem heyristreglulega meðal fólks og
virðist oftast vera svarað játandi
a.m.k miðað við aðsóknartölur í
kvikmyndahús á Íslandi árið 2007
sem voru birtar nýlega.
Íslendingar eyddu 1.104.938.460
krónum árið 2007 í aðgangseyri í
kvikmyndahús landsins og 1.477.278
miðar voru seldir.
Flestir sáu myndina um Simp-
sons-fjölskylduna á síðasta ári eða
57.067 en Astrópía skilaði mestu í
kassann, 45,6 milljónum króna með
46.313 áhorfendur. Ástæðan fyrir
því að hún trónir efst á lista yfir
tekjuhæstu myndirnar en ekki
Simpsons er að það kostar meira inn
á íslenskar myndir en erlendar.
Simpsons skilaði hins vegar 41,6
milljónum króna í kassann.
Samkvæmt tilkynningu frá SMÁ-
ÍS, Samtökum myndrétthafa á Ís-
landi, jukust tekjur af miðasölu á
árinu 2007 um 2% frá árinu 2006 en
þá hafði hún aukist um 8,7 % frá
árinu 2005. Á seinasta ári minnkuðu
tekjur af miðasölu í Noregi um 10%,
jukust í Bretlandi um 8% og 5% í
Bandaríkjunum.
Kvikmyndahúsin hafa stundumbarmað sér yfir að niðurhal á
myndum af netinu taki frá þeim að-
sókn en svo virðist ekki vera hér á
landi. Íslendingar eru allra þjóða
duglegastir við að fara í bíó en hver
maður fer að meðaltali fimm sinnum
í bíó á ári.
Eins og búast má við voru banda-
rískar kvikmyndir vinsælastar hér í
fyrra með um 82 % hlutdeild af
markaðinum. Enda boðið upp á fátt
annað en bandarískar myndir nema
um sérstakar kvikmyndahátíðar sé
að ræða. Íslenskar myndir eru þó
með um 9% hlutdeild og ná þrjár inn
á topp 20.
Bíómenning Íslendinga kemstreglulega í umræðuna og þykir
neytendavitund þeirra dofin í þeim
efnum sem mörgum öðrum.
Það má til dæmis spyrja sig af
hverju það kostar jafn mikið inn á
ótextaða mynd, eins og I’m not there
sem er nú í sýningu, eins og textaða.
Ætti það sem sparast í þýðingarlaun
ekki að skila sér í lægra miðaverði?
Hvers vegna sættum við okkur við
langar auglýsingar fyrir hverja
mynd og hlé í hápunkti hennar?
Ætti ekki að vera ódýrara inn á
myndir með auglýsingum og hléi því
bíóhúsin fá auka tekjur af því. Hlé-
menningin hefur reyndar verið
lengi í umræðunni og finnst mér
persónulega að það ætti að vera val
um sýningar með eða án hlés. T.d
sýning kl. 20 er með hléi en ekki kl.
18 og 22, en bíóhúsin sjá líklega ekki
hag sinn í því að missa sjopputekj-
urnar. Ef við gerum ráð fyrir að
hver manneskja af þeim 1.477.278
sem fóru í bíó á seinasta ári hafi eytt
að meðaltali 500 kr. í sjoppunni í
hverri ferð fá bíóhúsin 738.639.000
kr. í kassann fyrir utan miðaverð,
dágóð upphæð það.
Sem háskólanemi í nokkur ár fór
ég ýmsar leiðir til að spara aurinn.
Meðal annars stóð ég í smygli í hvert
skipti sem ég fór í bíó. Var með
heimapoppað popp í tösku og vatn á
flösku. Bíófélagana setti oft rauða
þegar ég dró svo herlegheitin upp
inni í salnum og skildu ekkert í nísk-
unni í mér að vilja ekki láta bíóhúsin
fá meira af mínum peningum með
því að versla í okursjoppunni. Ég
hafði oft áhyggjur af því að vera
„tekin“ fyrir þetta athæfi mitt af bí-
ólöggunni og gert að greiða sekt
fyrir að þau græddu ekki meira á
mér.
Þó að margir vildu eflaust sjábreytingar í rekstri bíóhús-
anna, neytendum til góða, er
ánægjuefni að þeim gangi svona vel
og gaman að íslensk kvikmynd sé sú
tekjuhæsta annað árið í röð, en Mýr-
in trónaði á aðsóknartoppnum eftir
árið 2006.
Bíóþjóð með dofna neytendavitund
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
» Íslendingar eyddu1.104.938.460 krón-
um árið 2007 í aðgangs-
eyri í kvikmyndahús
landsins og 1.477.278
miðar voru seldir. 4
%
'
5(
.
67(
'
!
()
*)
+)
,)
-)
.)
/)
0)
1)
(2)
(()
(*)
(+)
(,)
(-)
(.)
(/)
(0)
(1)
*2)
3 4
!
!"
! 5
6
7!#8
9!
$
:4!
#
!!
'!$
,)2
#!
9 +22
9
);! <
$:
7
8!
!9
!8
!
83
;!= 7!;
!>88
? @#3
?
$
9!!7!?
#!
;!
A
:
'
'
'#
'
'
'#
'#
'
'
'
'#
'#
'
&1
'
'#
&1
'
'#
'
@8:
B
!
,.)+(+
-*).-*
-/)2./
-2)2(-
-2)+0.
++)0+-
+()2(/
+2)+1,
*1)(*-
*.),0.
*/)**1
(/)/.(
*2).1-
*+)0+/
*1)/./
(,)./.
(1)(-/
*2),22
(0)*,+
(0)-2-
9B3
3
,-C.
,*C.
,(C.
+0C,
+*C.
*/C(
*,C+
**C+
*2C1
*2C*
*2C*
(1C.
(1C+
(0C0
(/C-
(.C.
(,C.
(,C-
(+C0
(+C0
ingveldur@mbl.is
Skemmtileg Astrópía var tekjuhæsta myndin á Íslandi í fyrra.
BARNASTARF KIRKJUNNAR
ALLA SUNNUDAGA Í KIRKJUNNI ÞINNI
Fræðsla við hæfi
barna og foreldra
Söngur
gleði
gaman
Nánar í kirkjustarfsdálki
Morgunblaðsins á laugardögum.
Einnig á Kirkjan.is/barnastarf