Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ýmsir hneykslast og býsnast yfirmeintum „skrílslátum“ semáttu sér stað á áhorf-endapöllum Ráðhússins í
fyrradag og kalla mótmælin „ólýðræð-
isleg“. En er það virkilega meinsemd
lýðræðisins að fólk mótmæli blekk-
ingum, valdabrölti og hagsmunapoti?
Eitthvað eru menn valdsins að mis-
skilja inntak lýðræðisins. Hið raunveru-
lega hneyksli er skrípaleikurinn sem
kjörnir fulltrúar Reykvíkinga bjóða al-
menningi upp á.
Hvers vegna mótmæli, hvers vegna
hróp, hvers vegna klapp og stapp, hvers
vegna tilfinningar? Hvers vegna er fólki
ofboðið? Hvað á að kalla það sem við höf-
um orðið vitni að í Ráðhúsi Reykjavíkur
- valdaskipti, valdarán?
Hver sá sem heldur því fram að um
sams konar atburð sé að ræða nú og átti
sér stað fyrir 3 mánuðum, þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum
- eftir baktjaldamakk, vanhæfi, ábyrgð-
arleysi, klúður og innbyrðis erjur - ætti
að rifja þá sögu alla örlítið betur upp.
Þá átti að pukrast með milljarða á
milljarða ofan af peningum borgarbúa
og rétta tilteknum vildarvinum á silf-
urfati. Ýmsum góðum Sjálfstæð-
ismönnum sem öðrum var gróflega mis-
boðið.
Sem betur var fólki þá misboðið, og
það mótmælti, það mótmælti svo hressi-
lega að hrikti í stoðum valdsins. Við-
brögð Svandísar Svavarsdóttur voru
hvorki angi af baktjaldamakki né valda-
brölti, enda datt engum í hug á þeim
tímapunkti að meirihlutinn mundi falla.
Þetta voru viðbrögð sem byggðu á heil-
indum og réttlætiskennd, sömu réttlæt-
iskennd og brennur í hjörtum ungs fólks
sem fyllir sali til að mótmæla stjórn-
málum baktjaldamakks og óheilinda.
Sjálfstæðismennirnir sem nú ganga
lengst í að fordæma og hamast á mót-
mælendum ættu ef til vill að staldra við.
Það skyldu þó aldrei vera kominn tími
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að spyrja um
lýðræðisleg vinnubrögð í eigin ranni í
stað þess að kasta hnjóðsyrðum í fólk á
áhorfendapöllum? Finnst góðu Sjálf-
stæðisfólki þetta í lagi?
Svo lengi má brýna deigt járn að bíti.
Gæti það nú gerst að hið þrældeiga járn,
hinn íslenski kjósandi sem fæðst hefur
inn í flokkinn, sé nú að gera sér grein
fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
sá flokkur sem hann einu sinni var, ekki
sá flokkur sem hann segist vera, ekki sá
flokkur sem stendur fyrir "stétt með
stétt", ekki sá flokkur sem ýtir undir
sjálfstæði og frumkvæði hins smáa, ekki
flokkur frelsisins, lýðræðisins, fólksins?
Völd spilla, og veldi stjórnmálaafla
sem ítrekað misbeita völdum sínum
hnignar um síðir. Það eru til línur sem
ekki skal fara yfir, ekki einu sinni þótt
deigt járn hins íslenska Sjálfstæð-
ismanns sé seinþreytt til breyttrar af-
stöðu í kjörklefanum.
Í stað þess að gagnrýna hin meintu
skrílslæti þarf hver og einn að leita inn í
innviði eigin flokks og spyrja spurninga.
Getur verið að framganga þeirra eigin
afla grafi undan tiltrú fólks á stjórn-
málamönnum, byggi upp efasemdir um
að nokkuð sé til sem heitir heiðarleiki og
hugsjón í hinu pólitíska litrófi? Hversu
alvarleg er framganga sem fælir hæft og
gott fólk frá þeirri hugmynd að vilja
vinna samfélagi sínu gagn með þátttöku
í stjórnmálum?
„VG eru ekki stjórntæk,“ sagði Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir í Silfri Eg-
ils um áramótin þegar frumvarpið um
breytt þingsköp bar á góma. Vinnuferl-
inu, valdbeitingunni, hrokanum, kaup-
unum og blekkingunum við það frum-
varp allt er einmitt einn lítill angi af
yfirgangi hinna stjórnlyndu og hvernig
þeir reyna að kaupa fólk og flokka til liðs
við sig.
Skamma stund er hönd höggi fegin.
Héðan í frá munu það vonandi verða
flokkar spillingarinnar og valdhrokans
sem ekki eru stjórntækir í íslensku sam-
félagi.
Það er þungur ábyrgðarhluti, níð-
þungur, að halda hinum stjórnlyndu við
völd, og þyngist enn. Þau taka það til sín
sem eiga.
PISTILL » Sjálfstæðismennirnir
sem nú ganga lengst í
að fordæma og hamast á
mótmælendum ættu ef til
vill að staldra við.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Hvenær má mótmæla?
Megi fólk fjölmenna á pallana sem oft-
ast, og megi sinnuleysið deyja drottni
sínum, því að sinnuleysi og þögn hins
venjulega borgarbúa eru sterkasta
vopnið í höndum valdhafa pukursins.
Það eru mótmælin sem ergja.
Megi það í framtíðinni verða leyfilegt
að klappa á lýðræðislegum fundum og
almenningur allur hvattur til að láta
skoðanir sínar í ljós. Hluti af hinum
meintu skrílslátum eru nefnilega við-
brögð við stöðugri þöggun. Það er
stingandi staðreynd að heil 70 ár eru lið-
in frá því að svo hörð mótmæli hafa átt
sér stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það ber
þess merki að alltof, alltof lengi höfum
við látið það líðast að verða sinnuleysinu
að bráð. Nú er mál að linni.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
SUÐVESTANHRÍÐ og skafrenn-
ingur ollu því að samgöngur fóru úr
skorðum sunnanlands í gær og var
annríki hjá björgunarsveitum í gær-
morgun vegna ófærðar. Ökumenn
lentu víða í vandræðum og þurfti að
ganga svo langt að loka Reykjanes-
braut um tíma.
Björgunarsveitir frá Borgarnesi
og Akranesi voru einnig kallaðir út
til aðstoðar ökumönnum undir Hafn-
arfjalli og í Melasveit.
Í Árnessýslu voru björg-
unarsveitir einnig kallaðar út vegna
ófærðar á Selfossi, í Þrengslunum
og á Hellisheiði. Að sögn lögregl-
unnar á Selfossi var lögð áhersla á
að halda Suðurlandsvegi opnum á
láglendinu, þ.e. í Þrengslunum, en
Hellisheiðin höfð lokuð. Fjölmargir
ökumenn voru þar fastir á bílum sín-
um og þáðu aðstoð björgunarsveit-
armanna á sérútbúnum ökutækjum
við að komast niður af heiðinni. Ekki
var mikið um að menn þyrftu að
skilja bíla sína eftir á heiðinni.
Erfitt færi við
Þingvallaafleggjarann
Þá sinntu björgunarsveitir á höf-
uðborgarsvæðinu hjálparbeiðnum,
mest í Mosfellsbæ og á Vesturlands-
vegi við vegamót Þingvallaafleggj-
ara þar sem töluverð snjóþyngsli
voru.
Mesta álagið var þó hjá björg-
unarsveitum á Suðurnesjum en í
Sandgerðishöfn losnaði skip frá
bryggju og vandræðaástand skap-
aðist á Reykjanesbrautinni þegar
mikill fjöldi bíla festist þar á kafl-
anum frá Grindavíkurafleggjara,
sem einnig var lokaður, að Keflavík.
Var Reykjanesbrautinni lokað fram
að hádegi.
Að sögn Gunnars Stefánssonar
hjá björgunarsveitinni Suðurnesjum
skapaðist versta ástandið í kringum
vinnusvæðin þar sem unnið er að
breikkun Reykjanesbrautarinnar.
Segir hann að björgunarsveit-
armenn hafi vart orðið vitni að eins
mikilli snjósöfnun á vegum eins og
þarna var. Allt að 100 bílar voru fast-
ir þvers og kruss á veginum og kom
að litlu haldi að vera jeppum nema
þeir væru mikið breyttir. Mjög blint
var á veginum og þegar fólksbílar
óku fyrirvaralaust út í snjóskafla,
skóf samstundis að þeim og þannig
hertist hnúturinn sífellt.
Urðu að skapa pláss
fyrir ruðningstækin
Um 50 björgunarsveitamenn voru
að aðstoða ökumenn og notuðu til
þess 15 björgunarsveitabíla. Lauk
aðgerðum ekki fyrr en um kl. 16.
„Aðgerðir snerust aðallega um að
losa bíla af brautinni til að skapa
pláss fyrir snjóruðningstæki,“ segir
Gunnar Stefánsson. „Stærsta vanda-
málið snerist um staðina þar sem
unnið er að breikkun brautarinnar.
Við þrengingar, þar sem skipt er yfir
á einfaldan veg, eru snjógildrur og ef
þær hefðu ekki verið, þá hefði vand-
inn ekki verið nærri eins mikill og
raunin var í [gær]morgun. Það skóf
að hindrunum við skiptingarnar og
um leið og einn bíll stöðvast í skafli
þar skefur að honum og fleiri skaflar
myndast.“ Hann tekur þó fram að
þetta verði úr sögunni þegar vega-
vinnumannvirki verða fjarlægð.
Flugsamgöngur röskuðust
Veðrið setti ekki síður strik í
reikninginn í flugsamgöngum og
neyddust flugvélar í millilandaflugi
til að lenda á Reykjavíkurflugvelli
og Egilsstaðaflugvelli vegna óveð-
ursins. Tveim Boeing 757-þotum á
leið frá Bandaríkjunum var snúið til
Reykjavíkur og lenti sú fyrri kl. 6.42
og sú seinni kl. 6.48 í gærmorgun.
Slæm bremsuskilyrði voru á Kefla-
víkurflugvelli auk óhagstæðra hlið-
arvinda en á Reykjavíkurflugvelli
voru hins vegar mun hagstæðari
skilyrði og tókust lendingar flugvél-
anna án vandkvæða
Þriðju vélinni sem einnig var af
sömu gerð og á leið frá Bandaríkj-
unum var hins vegar snúið til Egils-
staða og komst til Keflavíkur eftir
hádegið.
Vegfarendur á höfuðborgarsvæð-
inu fóru heldur ekki varhluta af
ástandinu þegar morgunumferðin
hófst og urðu miklar tafir á umferð.
Að sögn lögreglunnar gekk þó allt
vel miðað við aðstæður. Fimmtán
umferðaróhöpp voru tilkynnt frá
klukkan sjö í gærmorgun til klukkan
14. Ekki urðu slys á fólki að und-
anskildum minniháttar meiðslum.
Lögreglan sá ástæðu til að senda út
viðvörun til fólks um að vera ekki á
ferli á illa búnum bílum eða að
óþörfu og höfðu starfsmenn fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar
ekki undan við að ryðja götur.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur
fór aðeins eina ferð í gær og flugi til
Eyja var aflýst. Að öðru leyti var
flogið á alla staði í innanlandsflugi
þótt gærdagurinn hefði byrjað með
víðtækum seinkunum. Gekk mjög
brösuglega að halda áætlun sam-
kvæmt upplýsingum frá Flugfélagi
Íslands.
Talsverð hætta getur skapast á
vegum í blindhríð þegar fólk fer út
úr bílum sínum til að huga að þeim
en verður síðan fyrir aðvífandi bílum
þar sem ökumenn sjá ekki fyrirstöð-
una vegna sortans. Ekki kom til
slíkra slysa í gær en miðað við allan
þann mannfjölda sem átti hlut að
máli í bílaþvögum á helstu veg-
arköflum þjóðvegakerfisins má telja
vel sloppið að ekki urðu slæm slys.
Hellisheiðin og Reykjanesbrautin undirlagðar snjóþyngslum og föstum bílum í tugatali
Gripið til lok-
ana á helstu
vegunum
Ljósmyndir: Víkurfréttir
Hríð Tugir björgunarsveitamanna veittu aðstoð í gær og það var ekkert grín að fóta sig í óveðursskotinu á Suð-
urnesjum í gærmorgun og líklega hefur það vakið litla hrifningu fólks þegar von var á öðru hríðarskoti.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Snjómokstur Þessir veitingahúsaeigendur á Laugarveginum sópuðu
snjónum af tröppunum svo að hungraðir gestir gætu stigið inn.
Í HNOTSKURN
» Sögur gengu af því ofan úrBorgarfirði að 10 mínútna
akstur frá Borg niður í Borg-
arnes hefði tekið hátt í klukku-
tíma á stórum og breyttum jepp-
um.
» Flugfarþegar á leið til Kefla-víkurflugvallar urðu margir
hverjir veðurtepptir á Reykja-
nesbrautinni. Björgunarsveit-
armenn á jeppum voru margar
klukkustundir að greiða úr
flækjunni við mjög erfiðar að-
stæður.