Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 45
✝ Guðfinna Hann-esdóttir fæddist
í Hólum í Stokks-
eyrarhreppi 28.
desember 1906.
Hún andaðist á Ási
í Hveragerði 15.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hannes
Magnússon bóndi í
Hólum, f. 1858, d.
1937 og Þórdís
Grímsdóttir, 1866,
d. 1923, voru þau
bæði Árnesingar að
ætt og uppruna. Þau eignuðust 7
börn er upp komust og eru þau
nú öll látin.
Guðfinna ólst upp í foreldra-
húsum. Nam við húsmæðraskól-
ann að Staðarfelli 1933-34,
framhaldsnám í vefnaði við
sama skóla 1934-
35. Hafði vefstofu í
Reykjavík 1938-
1848. Kenndi við
húsmæðraskólann
að Hverabökkum í
Hveragerði 1950-
1952. Hélt vefn-
aðarnámskeið í
Hveragerði 1952-
54. Stundaði vefn-
að lengst af ævi
með margháttuðum
öðrum störfum. Bjó
í Hveragerði frá
1950 í Bláskógum
4, en dvaldi síðustu árin á hjúkr-
unarheimilinu Ási í Hveragerði.
Útför Guðfinnu verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Gaul-
verjabæ.
Látin er í hárri elli, 101 árs, Guð-
finna Hannesdóttir frá Hólum í
Stokkseyrarhreppi. Sem von er til
hafði hún margs að minnast frá
langri ævi en hún mundi við ævilok
full 90 ár aftur í tímann. Sem betur
fer skráði hún minningar sínar og
hefur hluti þeirra komist á prent.
Frásagnir hennar af fortíðinni ein-
kenndust af raunsæi en ekki af
glansmyndum um liðinn tíma. Í
æsku hafði hún sterka löngun til
skólagöngu og menntunar en til þess
voru þá fáir kostir, einkum fyrir
stúlkur. Hún stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli 1933-34
og framhaldsnám í vefnaði við sama
skóla 1934-35. Skólagangan var
henni gæfuráð því í þessu skólasam-
félagi batt hún vináttubönd sem ent-
ust henni alla ævi og auðguðu líf
hennar. Vefnaðarnámið varð að
hluta undirstaða ævistarfsins, því
vefnaðinn stundaði hún lengst af ævi
sinnar með fjölbreyttum öðrum
störfum og þróaði hann yfir til list-
greinar og prýða nú vefnaðargripir
hennar mörg heimili.
Guðfinna hafði einbeittan vilja til
að vera öðrum óháð og sjálfstæð í líf-
inu. Því markmiði náði hún er hún
um 1950 keypti húsið að Bláskógum
4 í Hveragerði þar sem hún átti
heima til elli. Húsinu fylgdi rúmgóð
lóð þar sem hún ræktaði upp fagran
skrúðgarð sem hún var verðlaunuð
fyrir og veitti henni margar yndis-
stundir. Þessi garður byggðist upp
fyrir mikla vinnu hennar sem hún
taldi sér holla og færði henni mikla
útivist að sumrinu. Miðaldra tók hún
bílpróf og keypti sér fólksbíl sem
hún ók óhappalaust sér til gagns og
gleði. Hún tók á yngri árum þátt í
mörgum hópferðum um landið og
festi sér í myndum og minni svipmót
þess, en hún var liðtækur áhugaljós-
myndari.
Skörp og raunsæ hugsun, ein-
beittur og sterkur vilji einkenndu
Guðfinnu. Þegar ellin sótti að henni
tók hún ein og ótilkvödd ákvörðun
um nauðsynlegar lífsháttabreyting-
ar, seldi húsið sitt og skrúðgarðinn
fagra, hætti akstri, seldi bifreið sína
og flutti á dvalarheimilið Ás og síðar
á hjúkrunardeild sama heimilis. Hún
hafði ferlivist þar til örfáum dögum
fyrir andlát sitt. Andlegum styrk
hélt hún til hinstu stundar en var
verulega böguð af heyrnardeyfu
mörg síðustu árin.
Ég, sem þessar línur rita, kom að
Hólum vorið 1929 þá ungbarn til
fósturforeldra minna Helgu Helga-
dóttur og Magnúsar Hannessonar
en hann var bróðir Guðfinnu sem þá
var þar til heimilis ung stúlka. Þarna
var stór fjölskylda er stóð að uppeldi
mínu af miklum kærleika. Þau
kenndu mér allt það besta er þau
kunnu. Guðfinna batt við mig miklar
tryggðir sem entust alla hennar
löngu ævi. Hún kveður nú síðust af
þessari fjölskyldu og nú er mitt að
flytja henni þakkir, en þá fyrst og
mest gjafara alls góðs. Guði sé lof
fyrir liðinn dag.
Helgi Ívarsson.
Við ferðalok er eðlilegt að líta yfir
farinn veg. Kynni þess, er hér ritar,
við Guðfinnu Hannesdóttur voru
ekki löng, aðeins um tíunda hluta ævi
hennar. Þau tengdust starfi mínu við
Héraðsskjalasafn Árnesinga og sam-
eiginlegum áhuga okkar Guðfinnu á
að varðveita sögu tuttugustu aldar.
Þar var Guðfinna góður bandamaður
með traust minni og hafði af mikilli
reglusemi skráð meginþætti ferils
síns í dagbækur og minnisgreinar.
Hún hafði snemma byrjað að taka
ljósmyndir og á síðasta fundi okkar
fyrir tæpu ári sagði hún frá því
hvernig fyrsta ljósmyndavélin komst
í hennar eigu fyrir sjö áratugum.
Hún var þá um vetrartíma í húsi í
Reykjavík eins og algengt var um
ungar konur úr sveit í þá daga. Í vist-
arlok spurði húsfrúin Guðfinnu hvort
hún gæti tekið myndavél upp í
vinnulaun í stað peninga. Þaðan í frá
var myndavélin oftast í för með Guð-
finnu. Með svipuðum hætti eignaðist
Guðfinna vefstól sem varð hennar
förunautur og vinnutæki á langri
ævi. Ljósmyndum sínum skilaði
Guðfinna vel frágengnum og merkt-
um. Þær munu því koma að góðum
notum við útgáfur heimildarita. Ævi-
ferill Guðfinnu er lýsandi dæmi um
einstakling sem ávallt var reiðubú-
inn að grípa þau störf sem buðust á
lífsbrautinni og vann þau af fag-
mennsku og alúð. Einstaklingar sem
Guðfinna eru ómetanlegir þeim sem
vilja þekkja sögu liðins tíma. Þeir
varða slóðir sinnar samtíðar með
verkum sínum og gera komandi kyn-
slóðum léttara að rata þar. Guðfinnu
þakka ég gott framlag á þessu sviði,
ágæt samskipti og sendi aðstand-
endum hennar og vinum samúðar-
kveðjur.
Björn Pálsson.
Látin er Guðfinna Hannesdóttir,
101 árs að aldri. Hún bjó við óbilað
minni til hinstu stundar. Hún lifði
tímana tvenna og með henni er horf-
inn hluti af fortíðinni.
Guðfinna Hannesdóttir var vin-
kona móður okkar frá fornu fari.
Þær kynntust í Húsmæðraskólanum
á Staðarfelli fyrir tæpum 80 árum og
héldu vinskap meðan báðar lifðu, en
móðir okkar lést fyrir 15 árum. Guð-
finna var einhleyp alla tíð og eign-
aðist ekki börn. Við systkinin nutum
góðs af alúð hennar og umhyggju
strax í bernsku og áttum ævinlega
góðu að mæta í hennar húsum og at-
hvarf stundum.
Guðfinna var sjálfstæð og sjálf-
bjarga kona. Þegar hún var nær fer-
tugu að aldri keypti hún sér hús í
Hveragerði og bjó sér þar heimili og
vinnuaðstöðu. Þar bjó hún í fimmtíu
ár. Hún rak þar eins manns vefstofu,
en stundaði jafnframt aðra vinnu eft-
ir því sem til féll. Sjálfstæði hennar
má líka marka af því, að hún eign-
aðist bíl, og bíla hvern fram af öðr-
um, þá komin vel yfir miðjan aldur
og lagði landið allt undir hjól.
Í lágsveitum Árnessýslu, einkum á
Stokkseyri og þar í grennd, hefur
lengi búið fólk með rótgróna list-
ræna hæfileika. Tónlist og myndlist
liggur þar í ættum og hefur þjóðin öll
notið snilligáfu sumra þeirra og má
nefna þar einn af mörgum, Pál Ís-
ólfsson. Á Stokkseyri hefur verið
sett upp safn til minningar um tón-
snillinga byggðarlagsins. Fyrir
tveimur árum sýndum við Guðfinnu
safnið og kom þá í ljós að snilling-
arnir flestir voru frændur hennar og
sumir náin skyldmenni.
Engum gat blandast hugur um, að
Guðfinna hafði hlotið í vöggugjöf ríf-
legan skammt af listhneigð ættar
sinnar. Í Hveragerði bjó hún sér um-
hverfi, sem bar góðum smekk henn-
ar vitni. Hún gerði garð við hús sitt
og lagði við hann alla sína alúð, enda
varð hann garða fegurstur og augna-
yndi gesta. Suma tíma hafði Guð-
finna atvinnu af vefnaði og óf þá listi-
lega dúka, stundum starfaði hún við
annað, en ævinlega stóð vefstóllinn
uppi í suðurherberginu og í honum
voð í vinnslu.
Á efri árum skráði Guðfinna end-
urminningar sínar eftir hvatningu
frá þjóðháttadeild Þjóðminjasafns-
ins. Auk þess virðingarverða verks
að bjarga gömlum heimi frá
gleymsku, þá kom í ljós, að Guðfinna
var ritfær í besta lagi og var hluti
endurminninganna lesinn í útvarp á
níunda áratugi aldarinnar liðnu.
Við kveðjum Guðfinnu Hannes-
dóttur með þökk fyrir löng og
ánægjuleg kynni.
Systkinin frá Galtalæk.
Guðfinna var vinkona hennar
ömmu. Guðfinna leyfði mér alltaf að
spila á orgelið sitt. Ég hef örugglega
verið óþolandi, man hvernig ég ham-
aðist á pedölunum og togaði í alla
takka.
Guðfinna var með lengsta hár í
heimi. Ég veit það nú bara af því að
það var mynd í húsinu hennar þar
sem hún hélt hárinu út og það náði
samt niður á gólf. Hún gaf mér besta
bananabrauð sem ég hef smakkað
hingað til (bananarnir voru skornir
vitlaust, það er langsum en ekki
þversum). Hún átti fallegasta garð í
heimi og gerði voðalega fallega muni
í vefstólnum. Það er nú það sem
amma og hún áttu sameiginlegt.
Ég hitti hana fyrir tveimur árum.
Þá var hún hress og kát, tiltölulega
nýbúin að láta laga sjónina. Þá
spurði ég hana út í leyndardóma lífs-
ins, hvað hún skildi sem aðrir skildu
ekki. Eiginlega spurði ég hana bara
hvernig hún færi að því að vera 99
ára og svona hress. Hún hélt að aðal-
atriðið væri að lifa heilsusamlega,
ekki drekka og ekki reykja. Held
líka, að það að eiga ekki eiginmann
geti nú gert lífið mun rólegra.
Mér þótti afskaplega vænt um
Guðfinnu og þykir sárt að sjá þessi
bönd slitna, þar sem hún var ein eft-
irlifandi af þeim, sem virkilega
þekktu ömmu.
Blessuð sé minning hennar.
Erla.
Guðfinna
Hannesdóttir
✝ Helgi Sigurðs-son fæddist í
Vestmannaeyjum
11. júní 1925. Hann
andaðist á Sjúkra-
húsi Siglufjarðar að
morgni fimmtu-
dagsins 17. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurður Helgason,
f. 11.12.1888, d.
24.7.1935 og El-
ínborg Guðný
Ólafsdóttir, f. 8.
11.1893, d.
15.12.1944. Helgi var yngstur í
hópi fjögurra systkina. Hin eru
Oddný Ólafía, f. í Vestmanna-
eyjum 15.8.1916, d. 7.12.2003,
Guðni Pétur, f. í Vestmannaeyjum
30.7.1921 og Unnur Lea, f. í Vest-
mannaeyjum 9.8.1922, d.
30.5.1998.
Helgi kvæntist 4.12.1948 Söru
Símonardóttur frá Siglufirði, f.
30.8.1923, d. 27.8.2004. Foreldrar
hennar voru Símon Sveinsson, f.
Hólmarsdóttur, dóttir þeirra Júlía
Sól. d) Heiða, á þrjú börn, Ósk,
Hafstein Pétur og Lindu Björk . e)
Esther Judidth, sonur hennar Óð-
inn Máni. 3) Elínborg, f. 26.8.1955,
gift Guðmundi Þór Kristjánssyni,
þau eiga fimm börn, þau eru Sara,
Rakel, dóttir hennar Jóna Lára
Ármannsdóttir, Helga Kristín, í
sambúð með Elmari Jens Davíðs-
syni, þau eiga Ásgeir Þór og Vikt-
oríu Ýr, Þórey, lést í umferðar-
slysi 19. janúar 2006, og Þórir. 4)
Símon, f. 29.1.1963, kvæntur Hel-
en Svölu Meyers, börn þeirra eru
Eyjólfur Bragi Guðmundsson, í
sambúð með Sigrúnu Þorleifs-
dóttur, dóttir þeirra Kolbrún
Kara, Edda Henný Símonardóttir
og Hilmar Símonarson.
Helgi ólst upp í Vestmanna-
eyjum, en fluttist til Siglufjarðar
árið 1948. Hann stundaði lengst af
sjómennsku á skipum, bátum og
togurum bæði frá Vestmanna-
eyjum og Siglufirði. Eftir að sjó-
mennskuferlinum lauk, starfaði
hann í nokkur ár hjá Húsein-
ingum hf. á Siglufirði.
Útför Helga verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
12.8.1884, d.
26.11.1960 og Pálína
Sumarrós Pálsdóttir,
f. 22.4.1881, d.
19.10.1952. Helgi og
Sara eignuðust fjög-
ur börn, þau eru: 1)
Sigurður, f.
24.6.1946, fórst í sjó-
slysi 12.6. 1968, var
kvæntur Jóhönnu A.
Sigsteinsdóttur, börn
þeirra eru Sigsteinn,
kvæntur Höllu Páls-
dóttur, þau eiga Har-
ald Boga og Jóhönnu
Antoníu, og Sigríður Sara, gift
Guðmundi Björnssyni, þau eiga
Alexander, Anton og Erlu. 2) Jó-
hanna, f. 24.3.1950, gift Guð-
mundi Magnússyni, var áður gift
Torfa Steinsson, þau eiga fimm
börn, þau eru: a) Helgi Aage,
kvæntur Hrafnhildi Báru Erlings-
dóttur, þau eiga Jóhönnu Hrönn,
Erling Hrafn og Söru Líf. b) Anna
María, á soninn Ríkharð. c) Sig-
urður, í sambúð með Svövu Júlíu
Í dag verður tengdafaðir minn,
Helgi Sigurðsson eða Helgi hennar
Söru eins og Siglfirðingar hafa
þekkt hann gegnum árin, kvaddur í
hinsta sinn við útför í Siglufjarðar-
kirkju.
Helgi var fæddur og uppalinn í
Vestmannaeyjum, hann missti föður
sinn þegar hann var aðeins tíu ára
gamall, yngstur í hópi fjögurra
systkina. Hann byrjaði snemma að
stunda vinnu og varð sjómennskan
hans ævistarf. Helgi réðst í skiprúm
með mági sínum Helga Berg-
vinssyni, skipstjóra á mb. Stíganda
frá Vestmannaeyjum, og stunduðu
þeir m.a. síldveiðar fyrir Norður-
landi. Það var í Siglufirði sem leiðir
þeirra Helga og Söru lágu fyrst
saman. Þau hófu búskap fyrst í Eyj-
um í tvö ár en fluttust síðan til
Siglufjarðar 1948 og bjuggu þar alla
sína búskapartíð. Helgi stundaði
sjómennsku meðan honum entist
heilsa til, fyrstu árin á bátum en eft-
ir að togarar komu til sögunnar varð
það hans starfsvettvangur; Hafliði,
Elliði, Dagný og Sigurey, allt tog-
arar gerðir út frá Siglufirði.
Helgi og Sara eignuðust fjögur
börn, Sigurð, Jóhönnu, Elinborgu
og Símon.
Þegar Sigurður var 22 ára, nýgift-
ur stoltur faðir lítils drengs og verð-
andi faðir annars barns, fór hann í
sjóróður með félaga sínum og vini
Helga V. Jónssyni á trillu frá Siglu-
firði, þeir komu ekki aftur úr þeim
róðri.
Grun hef ég um að þetta hörmu-
lega sjóslys og áfallið því tengt hafi
sett sitt mark á þau hjón Helga og
Söru alla tíð síðan.
Ég kynntist Helga og Söru fyrst
fyrir rúmlega þrjátíu og þremur ár-
um, kom í heimsókn til Siglufjarðar
með unnustu minni til að hitta til-
vonandi tengdaforeldra. Ég þurfti
að aka frá Reykjavík, svo ekki
komst ég nú hjá því að hafa nægan
tíma til að kvíða fyrir komunni á
Sigló og fyrstu viðkynningunni.
Þegar komið var á Háveginn, þar
sem þau bjuggu, var ég drifinn inn
og upp í eldhúsið þar sem þau hjónin
sátu við eldhúsborðið við dauft ljós.
Ég, skjálfandi af geðshræringu, gat
ekki stunið upp einu orði, stóð þarna
eins og illa gerður hlutur, varla hef
ég nú litið út sem frambærilegt
mannsefni fyrir dótturina, en hvað
um það. „Blessaður, velkominn,“
sagði Helgi, einfalt og hnitmiðað,
ekkert óþarfa orðskrúð.
Kannski eru þessi fyrstu kynni
okkar Helga lýsandi fyrir hann,
hann var einbeittur og ákveðinn,
mjög metnaðarfullur og umhyggju-
samur gagnvart fjölskyldunni sinni.
Ég þakka fyrir það að börnin mín
fimm skuli öll hafa erft þessa eig-
inleika afa síns.
Þegar kemur að kveðjustund
koma oft upp hugsanir um lífið og
tilveruna, hver sé tilgangurinn með
þessu öllu saman. Þegar okkur tekst
að skila börnunum okkar til manns
getum við stolt litið yfir farinn veg
og þakkað þeim sem öllu ræður fyr-
ir.
Helgi og Sara þurftu eins og svo
margir aðrir að taka áföllum, en
nutu þess líka að sjá stóran barna-
hóp komast til manns.
Við sem áttum þau að þökkum
fyrir fylgdina.
Fyrir tæpu ári flutti Helgi inn á
dvalarheimilið Skálarhlíð á Siglu-
firði, þar leið honum vel, var í góð-
um félagsskap. Fjölskylda hans
þakkar öllum íbúum Skálarhlíðar
innilega.
Guðmundur Þór Kristjánsson.
Mig langar til að minnast fyrrver-
andi tengdaföður míns með nokkr-
um orðum. Fyrsta minningin sem
kemur upp í hugann er þar sem
Helgi stendur við eldavélina og er
að steikja kjöt á pönnu og sósan var
svo góð. Að sjá karlmann vera að
elda í þá daga var eins sjaldséð og
hvítir hrafnar. Hornið fyrir framan
kaupfélagið er einnig minnisstætt
þar sem sjómennirnir stóðu og
röbbuðu saman í landlegum. Helgi
ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann
fór ungur að stunda sjóinn til að
hjálpa móður sinni. Föður sinn
missti hann um 11 ára aldur en hann
hrapaði við bjargsig. Sigurður
Helgason, sonur Helga og minn
fyrrverandi maður, hét í höfuðið á
honum afa sínum og lést einnig ung-
ur í sjóslysi. Helgi bjó mestan sinn
aldur á Siglufirði með Söru. Þar hélt
sjómennskan áfram. Hann var harð-
duglegur og eftirsóttur starfskraft-
ur. Myndarlegur og svipsterkur og
er gaman að sjá hvað margir afkom-
endur hans bera svipeinkenni hans.
Hress var hann og þorði að segja
sína meiningu og þurfti ekki vín til
því að hann var reglumaður. Heyrði
ég sagt að gott hefði verið að hafa
Helga þegar siglt var út með fisk-
inn. Þá var gjarnan slett úr klauf-
unum eins og ungra manna er siður.
Var þá gott að hafa Helga til að líta
eftir. Já hann Helgi var sannkall-
aður sjómaður og dáðadrengur.
Hann var heimilismaður og hugsaði
vel um sína og síðustu ár. Söru
heimsótti hann á hverjum degi í
veikindum hennar þar til yfir lauk.
Í dag verður Helgi jarðsettur
sama dag og dótturdóttir hans var
jarðsett, Þórey, ung og efnileg
stúlka sem lést í bílslysi. Er það til-
viljun eða eins konar ábending til
okkar frá æðri mætti?
Ég á margar góðar minningar um
Söru og Helga og afkomendur
þeirra. Siglufjörður verður þó aldrei
samur í mínum huga að þeim horfn-
um.
Innilegar þakkir fyrir allt.
Guð veri með ykkur öllum.
Jóhanna Antonía
Sigsteinsdóttir.
Helgi Sigurðsson