Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Selfoss | Fyrsti hluti nýrrar viðbyggingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi var tekinn í notkun við athöfn sem fram fór sl. fimmtudag. Fanný Sigurðardóttir sem fagnaði 95 ára afmæli þann dag klippti á borða til merkis um opnun viðbyggingarinnar og naut við það aðstoðar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra og Magnúsar Skúlasonar, framkvæmdastjóra HSu. Nýbyggingin er þrjár hæðir, auk kjallara, samtals liðlega 5.200 fermetrar að stærð. Tvö- faldast húspláss sjúkrahússins með tilkomu nýju byggingarinnar. Í kjallara verður funda- aðstaða og kennslurými, kapella og tæknirými ásamt endurhæfingaraðstöðu. Á 1. hæð verður heilsugæslustöð og á 2. og 3. hæð verða tvær hjúkrunardeildir fyrir aldraða, samtals með um 40 rúm. Heimilisfólk á hjúkrunardeildinni Ljósheimum flyst yfir í nýju bygginguna um mánaðamótin. Nú verður hafist handa við annan áfanga sem felst í því að ljúka þriðju hæðinni en þá verður eftir að ljúka við kjallara og fyrstu hæð. Heildarkostnaður við nýbygginguna ásamt búnaði er áætlaður 1,5 milljarðar kr. Klippt á borða Guðlaugur Þór Þórðarson og Magnús Skúlason aðstoðuðu Fanný Sigurð- ardóttur við að opna nýbygginguna. Fyrsti áfangi tekinn í notkun Stokkseyri | Nýr hjúkrunarforstjóri tók til starfa á Kumbaravogi á Stokkseyri um ára- mótin. Anna Árdís Helgadóttir hjúkrunar- fræðingur tók við starfinu af Sigríði Kolbrúnu Guðjónsdóttur, sem gegnt hefur starfinu síð- ustu 13 ár og unnið hafði sem hjúkrunarfræð- ingur á heimilinu í þrjú ár þar á undan. Sig- ríður ætlar þó að halda áfram að vinna aðeins á Kumbaravogi, vildi bara minnka við sig og fara að njóta lífsins með sér og sínum. Anna Árdís er fædd og uppalin á Reyð- arfirði. Hún fór í í hjúkrun 1997 og útskrif- aðist 2001 og réð sig þá strax til vinnu á Kumbaravogi. Fyrst barnaheimili Á Kumbaravogi var starfrækt barnaheimili á vegum Reykjavíkurborgar um miðja síðustu öld. Þá eignuðust templarar jörðina og var rekið á staðnum í nokkur ár hæli fyrir drykkjumenn. Þegar Kristján Friðbergsson keypti jörðina 1964 var staðurinn búinn að standa auður og í niðurníðslu. Kristján settist að á staðnum og rak sitt eigið heimili og tók að sér börn, sem voru á stofnunum ríkis eða Reykjavíkurborgar. Fyrstu breytingar í átt til elliheimilis voru þegar eldri hjón fengu inni á því heimili til að aðstoða börnin við heimanámið. Eftir því sem börnin fóru og stofnuðu sitt eigið heimili losnuðu pláss en á sama tíma voru uppi raddir um þörf á úrbót- um fyrir aldraða. Upp úr 1975 kom eldra fólk á staðinn, sem sóttist eftir því sem þá var kallað elliheimili, en eftir því sem árin liðu var þörfin fyrir hjúkrunarheimili knýjandi. 1985 var tekin í notkun sérbyggð hjúkrunardeild. Eldri húsin læknisþjónustu tvisvar í viku frá Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, þess á milli getum við haft sambandi við lækni hvenær sem er eftir þörfum. Fjöldi heimilismanna er nú 45. Starfsfólk er um 50 talsins, sem sinna hjúkr- unarstörfum, þvottahúsi, eldhúsi og ræstingu. Nú eru starfandi þrír hjúkrunarfræðingar, þrír sjúkraliðar og fjórir starfsmenn okkar eru að klára sjúkraliðanám í vor. Meðalaldur heimilismanna er 80 ár og koma þeir alls staðar að af landinu. Við höfum þó alltaf reynt að hliðra til fyrir sveitungum hér í kring og einnig erum við í nánu samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands hvað varðar innlagnir,“ sagði Anna Árdís þegar hún var spurð út í starfsemina á Kumbaravogi í dag. Sem hjúkrunarforstjóri ber Anna Árdís ábyrgð á allri hjúkrun heimilismanna svo og umsjón með starfsfólki í aðhlynningu. Hún segir að með fjölgun á fagfólki sé möguleiki á meiri fagmennsku og gaman væri að virkja félagslega þáttinn meira með auknu tóm- stundastarfi og þjálfun hugar og handa. „Það er mikil breyting fyrir aldraða einstaklinga að flytjast á stofnun. Því er mikilvægt að hlúa vel að hverjum einstaklingi því eins og allir vita eru þarfir, vonir og væntingar einstak- linga eins mismunandi og þeir eru margir,“ bætti hún við. Halda áfram umbótum „Ég sé fram á áframhaldandi uppbyggingu á þeirri starfsemi sem þegar er fyrir á Kumb- aravogi, þörfin á hjúkrunarrýmum er mjög mikil. Það er markmið okkar að halda áfram að bæta okkur, bæði hvað varðar húsnæði, aðstæður og aðstoð við okkar heimilismenn. Þá ætlum við að leggja áherslu á endur- menntun starfsfólks svo að markmið stað- arins verði að bæta lífi við árin,“ sagði Anna Árdís. hafa öll verið tekin undir þessa starfsemi og jafnan hafa verið á Kumbaravogi 55 til 60 vistmenn. Þar, eins og annars staðar, hafa kröfur breyst og nú á síðustu 3 árum hefur verið unnið að breytingum og stækkunum á byggingu með alls 12 herbergjum. Þar er ver- ið að breyta fjölbýli í einbýli, bæta hreinlæt- isaðstöðuna og aðstöðu fyrir starfsfólk. „Við höfum leyfi fyrir 42 hjúkrunarrýmum. Einnig eru nýtt 10 dvalarrými. Við fáum Mikilvægt að hlúa vel að hverjum einstaklingi Nýr hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi Nýtt starf Anna Árdís Helgadóttir stýrir hjúkrun á Kumbaravogi. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Æskulýðskór Glerárkirkju kemur fram á tvennum tónleikum ásamt góðum gestum á morgun, sunnudag, kl. 14 og 16. Þar verða flutt lög úr Disney-myndum og barnasöng- leikjum. Fram koma, auk kórsins, Birgitta Haukdal, Ína Valgerður og Barnakór Glerárkirkju. Stjórnandi er Ásta Magnúsdóttir og í hljóm- sveit sem leikur með eru Valmar Valjaots, Stefán Ingólfsson og Ingvi Rafn Ingvason. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og eru miðar seldir í Kirkjubæ við Ráðhústorg og í Gler- árkirkju. Ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð Æskulýðskórsins sem stefnir á söngför til Þýskalands.    Málverkasýning Ólafs Sveins- sonar í húsnæðisdeild Pennans við Hafnarstræti hefur verið framlengd til 2. febrúar, en þar sýnir hann 67 verk, þar af 20 frá síðasta ári. Marg- vísleg verk eru á sýningunni.    Skáldaspíran hefur göngu sína á ný á morgun kl. 15 í verslun Ey- mundsson á Akureyri. Þar kynnir Benedikt S. Lafleur hugleiðslutækni Sahaja yoga og leyfir fólki að finna áhrif hennar. Benedikt mun m.a. fjalla um það hvernig virkja má lífs- orkuna í sjálfum sér. Eins og aðra sunnudagsmorgna er líka Barna- stund í búðinni þar sem nemar af leikskólabraut kennaradeildar HA lesa fyrir börn. Birgitta syngur Disneylög Birgitta Haukdal Ína Valgerður BARÁTTAN við fíkniefni er því miður líklega endalaus, segir Gunnar Jóhannsson lögreglu- fulltrúi á Akureyri. „Þetta er eins og að berjast við vindinn. Og tal um fíkniefnalaust Ísland er því miður bara eins og brandari,“ seg- ir hann. Ekki nema rannsóknarlög- reglumönnum og fíkniefnahundum verði fjölgað mjög mikið. Vitað mál er að um allan heim hefur það lengi verið skipulögð starfsemi að rækta, smygla og selja fíkniefni, og það er mjög ábata- samt, segir Gunnar. „Það eru gíf- urlegir peningar í fíkniefnaheim- inum og vitað mál að þetta myndi teygja anga sína hingað til lands.“ Hann bendir á að á meðan fólk geti keypt fíkniefni fyrir 500 þúsund og selt fyrir þrjár milljónir (svo hann nefni dæmi) þá séu alltaf einhverjir tilbúnir til þess – því miður. Gunnar segir lögregluna á Ak- ureyri ekki geta sinnt fíkniefna- málum eins vel og hún vilji. „Til þess höfum við einfaldlega ekki nægilegan mannskap.“ Fimm manns eru í rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri, þar af einn sem sinnir eingöngu forvörnum. Þær hafa reyndar skil- að mjög góðum árangri og kann- anir sýna að ástandið er betra á Akureyri en annars staðar. Fjórir starfsmenn á Akureyri eru sem sagt í rannsóknum mála, en enginn bara á sviði fíkniefna, og Akureyringarnir sinna öllu Norð- urlandi, því þeir aðstoða önnur embætti á svæðinu í stærri málum. „Fyrir ári síðan var bætt á okkur talsverðum verkefnum en engum mannskap eða tækjum,“ segir Gunnar. Of fáir við rannsókn afbrota Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „FÍKNIEFNIN eru mesta mein- semdin í íslensku samfélagi,“ segir Gunnar Jóhannsson fulltrúi í rann- sóknardeild lögreglunnar á Akur- eyri. Fíkniefnamálum fækkaði tölu- vert á Akureyri á síðasta ári, en ástandið í bænum er samt ekkert skárra en áður, segir Gunnar. „Sumir vilja fegra fíkniefnavand- ann og ekki viðurkenna hversu víð- tækur hann er. Mér hefur því miður stundum fundist bera á því innan lögreglunnar hér á Íslandi en mér finnst engin ástæða til þess,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Margir neytendur Fíkniefnamál voru mun færri á Akureyri árið 2007 en árið á undan, sem fyrr greinir. Helsta ástæðan er sú að ekki var samskonar hátíð í bænum um verslunarmannahelgina og áður „en líka vegna þess að lög- reglan sinnti þessum málaflokki eins og við hefðum viljað. Við höfðum ekki mannskap í það,“ segir Gunnar. „Við eigum við sama vanda að etja og margar aðrar stofnanir. Ef við sinn- um einu verkefni þarf annað að sitja á hakanum vegna þess að við höfum ekki mannskap í allt sem þarf að gera.“ Gunnar segir það ekki fjölmennan hóp sem sé virkur í innbrotum og sölu fíkniefna í höfuðstað Norður- lands; 15-25 manns. Neytendur í bænum skipti hins vegar mörgum hundruðum. Um 100 manns neyti líklega fíkniefna daglega en mun fleiri um helgar. „Þetta er miklu meiri fjöldi en nokkrum dettur í hug,“ sagði hann. Lögreglan á Ak- ureyri verður aðallega vör við hass og amfetamín. Einnig svolítið af kók- aíni, og LSD sést einstaka sinnum. Og eins og annars staðar eru það ekki bara fíkniefni sem valda vand- ræðum, einnig læknalyf. Gunnar segir ótrúlegt hve ungt fólk á Íslandi getur auðveldlega út- vegað sér mikla peninga um þessar mundir. Reyndar hafi verið auðvelt að fá lánsfé síðustu misseri, og sjálf- sagt ekki erfiðara að flytja inn eit- urlyf en bifreiðar, en „maður sér 18 ára strák, sem á ekki neitt, með yf- irdráttarheimild upp á 400 þúsund krónur – og allur sá peningur hefur farið í fikniefni.“ Afbrot – fíkniefni „Yfirgnæfandi hluti afbrota hér á Akureyri er tengdur fíkniefnum; þeir sem brjótast inn í hús, brjótast inn í bíla, stela í verslunum tengjast nánast allir fíkniefnaheiminum.“ Og það er undantekning ef lög- reglan leggur ekki hald á einhvers konar vopn þegar hún finnur fíkni- efni; t.d. hafnaboltakylfur, hnífa og sveðjur. Nánast öll afbrot tengjast fíkniefnum Árvakur/Kristinn Leit Nokkrir fíkniefnahundar eru hérlendis og verkefni þeirra eru ærin. Í HNOTSKURN »Um 100 manns neyta fíkni-efna daglega á Akureyri, að mati lögreglunnar en mun fleiri um helgar. Miklu fleiri en fólk grunar, líklega mörg hundruð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.