Morgunblaðið - 26.01.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 26.01.2008, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Árnasonfæddist á Kvísl- arhóli á Tjörnesi 22. febrúar 1915. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga hinn 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björg Sig- urpálsdóttir, f. 4. janúar 1869, d. 25. október 1944 og Árni Hemmert Sö- rensson, bóndi á Kvíslarhóli, f. 1. nóvember 1861, d. 6. júní 1915. Jón var yngstur í hópi 13 systk- ina, en hin voru: Guðný, f. 1889, d. 1985, Sigurpáll, f. 1891, dó ungur, Sigurður, f. 1894, d. 1897, Sören, f. 1895, d. 1973, Sigurður, f. 1897, d. 1990, Hólmgeir, f. 1899, d. 1980, Rósa, dó ung, Ólaf- ur, f. 1904, d. 2007, Rósa, f. 1906, d. 1977, Þorvaldur, f. 1908, d. 1975, Sigurpáll, f. 1911, d. 1932 og Guðrún Hólmfríður, f. 1913, d. 1996. Jón kvæntist 26. maí 1951 Aron Ingi, f. 22. september 2004. b) Jóna Björg, f. 8. ágúst 1978, sambýlismaður Kristján Gunnar Þorvarðarson, börn þeirra eru Arnar Pálmi, f. 11. júlí 2002 og Aníta Rakel f. 29. ágúst 2007. c) Helga Björg, f. 16. september 1981, sambýlismaður Brynjúlfur Sigurðsson, sonur þeirra Sig- urður Helgi, f. 29. júní 2006. Dótt- ir Brynjúlfs er Emelíana, f. 23. september 1999. d) Pálmi Rafn, f. 9. nóvember 1984. 3) Guðmundur Aðalsteinn, f. 24. nóvember 1954, kvæntur Sigríði Ingvarsdóttur. Synir þeirra eru Ingvar Kristinn, f. 20. júlí 1988 og Guðni Páll, f. 18. nóvember 1990. Dóttir Sigríð- ar er Björg Þórsdóttir, f. 25. nóv- ember 1984, sambýlismaður Brynjar Ýmir Birgisson. 4) Ásdís, f. 1. júlí 1962, gift Sigurgeiri Ágústi Stefánssyni. Synir þeirra eru Stefán Jón, f. 19. maí 1989, Haukur, f. 23. apríl 1992 og Ás- geir, f. 11. desember 1996. Jón bjó mestan hluta ævi sinnar á Húsavík þar sem hann var m.a. bifreiðarstjóri og ökukennari til fjölda ára auk þess að gegna margvíslegum öðrum störfum. Útför Jóns fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag OG hefst at- höfnin klukkan 11. Helgu Sigurgeirs- dóttur frá Húsavík, f. 1. október 1926, d. 8. desember 2005. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Að- alsteinsson, versl- unarmaður á Húsa- vík, f. í Haga í Aðaldal 5. mars. 1898, d. 25. mars 1938 og Kristín Að- alsteinsdóttir hús- freyja, f. 4. maí 1902, d. 22. desember 1964. Helga og Jón eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sigurgeir, f. 20. nóvember 1951, kvæntur Guðrúnu Sigurlaugu Óskarsdóttur. Synir þeirra eru Óskar, f. 27. apríl 1977, kvæntur Ragnheiði Þorkelsdóttur, dætur þeirra eru Harpa, f. 3. febrúar 2005 og Emma, f. 7. október 2007, og Arnar Jón, f. 14. september 1978. 2) Björg, f. 11. apríl 1953, gift Pálma Pálmasyni. Börn þeirra eru: a) Anný Björg, f. 10. nóvember 1975. Börn hennar eru Hugrún Lív, f. 27. júní 2001 og Ég kynntist Jóni tengdaföður mínum 1974, hæglátum, hávöxnum og hnarreistum manni. Jón vann til fjölda ára sem bifreiðarstjóri og ökukennari. Ekki þurfti langa sam- ferð með Jóni til þess að átta sig á mannkostum hans. Þegar ég sit og minnist hans kemur strax upp mynd í hugann af ljúfum manni sem mælti aldrei styggðaryrði til nokkurs manns. Í þau þrjátíu og þrjú ár sem ég þekkti hann sá ég hann aldrei reiðast. Ekki var það að Jón væri geðlaus maður því stefnufastur var hann en hann þurfti ekki yfirlýs- ingar eða gauragang til þess að halda stefnunni. Hann vann sín verk af einstakri trúmennsku og á sinn hljóðláta hátt. Í mínum huga er genginn einstakur mannkostamað- ur. Jón hafði mjög sterka og hlýja nærveru og ekki var það fyrir það að hann talaði svo mikið, nei hann var frekar fámáll og lagði inn orð og orð en glettnina vantaði ekki því hann var mikill húmoristi. Það var gaman að sjá hve fullorðnir og þó sérstaklega börn löðuðust að honum enda var hann mjög elskur að börn- um. Jón var algjör bindindismaður á áfengi og tóbak, hann hafði þörf fyr- ir að hreyfa sig og hélt sér alltaf í góðu líkamlegu ástandi. Mér er það minnisstætt haustið 1977 þegar ég flutti til Húsavíkur, ætlunin var að ganga til rjúpna með mági mínum Gumma. Gummi sagði mér að tengdapabbi ætlaði með sem mér fannst dálítið vafasamt því ég hélt að sá gamli myndi jafnvel eiga í erf- iðleikum að fylgja okkur eftir. Ég gleymi þeirri sjón ekki þegar við gengum af stað og ég horfði á eftir tengdapabba skunda til fjalla og ég hugsaði: hann verður búinn að sprengja sig innan nokkurra mín- útna. Nei, þegar við snérum til baka seinna um daginn var Jón jafntein- réttur og sprækur og í upphafi ferð- ar. Við áttum eftir að fara fleiri ferðir til rjúpna, efinn sótti ekki aft- ur að mér, betra var að hafa Jón með. Nú hefur þú fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Þér verður vafalaust tekið fagnandi á nýjum slóðum, samfylgd þín í öll þessi ár segir mér það. Ég vil þakka fyrir allt það sem þú hefur kennt mér og alla hjálpina í gegnum árin sem er mér ómetan- legt. Þinn tengdasonur, Pálmi Pálmason. Elsku afi. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum þig í hinsta sinn. Upp í hugann koma ótal minningar um all- ar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu og finna ástina og hlýjuna frá ykkur. Okkur eru mjög minnisstæðar all- ar ferðirnar í kartöflugarðana sem við biðum ávallt spennt eftir. Við fór- um með þér að taka upp kartöflur og svo enduðu allir í eldhúsinu í Laug- arbrekkunni þar sem amma beið með kræsingarnar. Ekki var síður gaman þegar þú tókst okkur með þér í kríueggin, það var alveg sama hversu mikið þær gogguðu í þig, þú kipptir þér ekkert upp við það. Það sem upp úr stendur eru nú samt spilin, þið amma voruð ævin- lega tilbúin að taka í spil og þá var sko gaman. Við vorum ávallt stolt af að eiga þig sem afa og fannst þú allt- af svo flottur þar sem þú, áttræður karlinn labbaðir um brekkurnar og barst út Moggann. Við kveðjum þig, afi, með söknuði og þökkum fyrir allan þann tíma sem við fengum með þér. Minningar okk- ar um stundirnar með þér ylja okkur um hjartarætur. Við viljum láta fylgja þessa vísu sem Guðmundur Halldórsson samdi fyrir okkur öll barnabörnin þín og við gáfum þér á áttræðisafmæli þínu. Í dag við hugsum til þín, elsku afi, og allt sem fyrir okkur hefur gert. Þú hefur verið okkar gleðigjafi gjöfum miðlað, hönd þín leiddi hvert sem vegur lá til þroska guðs í geimi um götu sem að reynist mörgum hál svo farnast megi vel í hörðum heimi og heiðarleikann rækta í barnsins sál. Við biðjum þess að ævikvöld þitt megi aðeins birtu og gleði færa þér. Sól á lofti sem á sumardegi sem morgunroði líði dagur hver. Eins og löngum alltaf sæll og glaður eigir í vændum mörg ógengin spor. Hjartans þakkir, heill þér heiðursmaður, um hugans lendur birtist sól og vor. Barnabörnin. Guðný og Sören systkin blíðu, Sigurður, Hólmgeir, Ólafur, Rósa og Þorvaldur þegnin fríðu, því næst Sigurpáll ágætur, Hólmfríður ung og hygginn Jón þar sem Kvíslarhóll prýðir Frón. Þetta er gömul vísa um systkinin frá Kvíslarhóli á Tjörnesi frá því snemma á síðustu öld og er hlýleg og skemmtileg lýsing á stórum systk- inahópi. Nú hafa þau öll kvatt þenn- an heim og var Jón tengdafaðir okk- ar yngstur þeirra. Jón var mikið ljúfmenni. Hann hafði einstakt lag á börnum, gekk um gólf með þau yngstu og raulaði fyrir munni sér. Hann kenndi þeim að spila á spil og mátti vart á milli sjá hvort hafði meiri unun af, kenn- arinn eða börnin. Þá var oft hlegið og gantast. Auk þess að gefa sér mikinn tíma til að spila við börnin og barnabörnin var hann keppnismaður í bridge og heiðursfélagi í Bridge- félagi Húsavíkur. Jón var afar iðjusamur, ósérhlíf- inn og vandvirkur. Á sinni löngu ævi vann hann við margvísleg störf. Hann þurfti ungur að vinna fyrir sér. Meðal annars fór hann á vertíð í Vestmannaeyjum og var vinnumað- ur í sveit. Þótti hann góður sláttu- maður. Lengstum var hann bifreiða- stjóri, ók fólksflutningabílum og sjúkrabíl, vann á vélaverkstæðinu Fossi á Húsavík við hlið Þorvaldar bróður síns og var ökukennari til margra ára. Hann var alltaf að, fór til rjúpna og berja og var ósínkur á fenginn. Á efri árum tók hann að sér að bera út Morgunblaðið og gerði það fram á níræðisaldur, enda með ein- dæmum heilsuhraustur. Það var alltaf gott að koma til þeirra Helgu og Jóns á Laugar- brekkuna og síðar Vallholtsveg. Þar var okkur alltaf tekið opnum örmum. Það var mikill missir fyrir Jón þegar Helga lést fyrir rúmum tveimur ár- um og fór heilsu hans hrakandi upp frá því. Síðustu árin dvaldi hann á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga þar sem hann naut alúðar og umönnunar frá- bærs starfsfólks auk þess sem dætur hans, Dísa og Bogga, og þeirra fjöl- skyldur á Húsavík voru daglega samvistum við hann. Færum við þeim öllum ómældar þakkir fyrir það. Guð blessi minningu Jóns Árna- sonar. Sigríður Ingvarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir. Jón Árnason Okkar kæra vin- kona Ingibjörg hefur lokið sinni jarðvist á styttri tíma en okkur sem eftir stöndum finnst eðlilegt, eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm sem hafði betur. Það var síðla sumars árið 1981 að við kynntumst Ingibjörgu og hennar fjölskyldu þegar þau fluttu til Hveragerðis. Með okkur tókst vinátta sem æ síðan hefur haldist. Þarna var komin fjölskylda sem virti og treysti vináttuböndin, við smullum saman strax á fyrstu mánuðunum. Frá þessum tíma höfum við notið hvatningar og stuðnings til góðra verka, náms og starfa, auk skilnings og velvildar traustrar vinkonu. Ingibjörg hafði mörg skemmtileg áhugamál og var leiðtogi í eðli sínu, hafði ekki hátt né þurfti mikið rými, komst á leið- arenda með seiglu og vandvirkni. Í mörg ár spiluðum við vinkonurnar bridge, Ingibjörg átti frumkvæði að þeim félagsskap, gerðum að auki margt annað til skemmtunar. Svo var líka með sælkerahópinn sem hún átti frumkvæði að. Ingibjörg kom þannig fyrir að eftir henni var tekið, hún var glæsileg og framkoman einkennd- Ingibjörg Árnadóttir ✝ Ingibjörg Árna-dóttir fæddist í Reykjavík 2. desem- ber 1951. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. jan- úar síðstliðinn og var jarðsungin frá Hveragerðiskirkju 19. janúar. ist af prúðmennsku og velvild. Hesta- mennska var hennar mesta skemmtun síð- ustu æviárin, þau hjónin helltu sér í það sport og á stutt- um tíma komu þau sér upp góðum hesta- hóp, hesthúsi og öllu tilheyrandi. Þau gengu í hestamanna- félagið Ljúf, fóru bæði í löng og stutt ferðalög með félögum í þeim góða fé- lagsskap og höfðu mikla ánægju af. Ingibjörg og Guðmundur ferð- uðust mikið í gegnum tíðina innan- lands sem utan, hún hafði áhuga á innihaldsríkum ferðalögum. Heimili Ingibjargar og Guð- mundar ber vitni um smekkvísi og listhneigð Ingibjargar, málverk eftir hana prýða veggi en það var eitt af hennar áhugamálum að mála og stundaði hún nám í mál- aralist í nokkur ár með góðum ár- angri. Í lok síðustu aldar réðust þau hjónin í byggingu myndarlegs húss á hæstu hæðum Hveragerð- isbæjar, við bygginguna mátti sjá samheldni fjölskyldunnar, allir lögðu hönd á plóg og eftir stendur eitt reisulegasta hús bæjarins, fal- legt og vandað í alla staði. Það er komið að leiðarlokum, Ingibjörg hefur kvatt, eftir sitjum við með spurningar um tilgang lífsins, hvers vegna var hún kölluð burt frá elskandi eiginmanni, börnum, móður og öðrum aðstand- endum. Eftir stendur þakklæti til hennar og minning um trausta og góða vinkonu sem var æðrulaus í erfiðum veikindum, hugsaði um framtíð fjölskyldunnar og vina sinna þegar hún sjálf var við dauð- ans dyr. Þannig manneskja var Ingibjörg, stöðugt umhugað um velferð annarra. Við þökkum fyrir samfylgdina, elsku Ingibjörg. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn. Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín. Hugsandi um engla ég hugsa til þín. Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er. Að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK – þýð. ÓGK) Elsku Guðmundur, Rósi, Edda, Heiða, Valdi, Enea, Mía, Halla og aðrir aðstandendur, megi algóður Guð vaka yfir ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Viktor Sigurbjörnsson, Júlíana Hilmisdóttir. Í minningunni er haustið 1964 eftirminnilegur tími vegna þess að þá mætti árgangur 1951 í fyrsta sinn í hátíðarsal Hagaskólans. Árni Þórðarson skólastjóri setti skólann, síðan var raðað niður í bekki. Þarna hitti ég Ingibjörgu fyrst, við lentum í sama bekk. Þetta var upphafið að langvarandi vináttu, fræi sem óx og þroskaðist. Árin í gaggó voru skemmtilegur tími fyrir okkur stelpurnar sem komnar vorum á gelgjuna og farn- ar að skoða strákana og hugsa um rómantík og ástir. Ingibjörg var afskaplega listræn og hafði gaman af því að teikna. Hún bjó gjarnan til texta við myndirnar og stundum teiknaði hún heilu myndasögurnar. Það má segja að það hafi verið teikning og hárgreiðsla sem áttu hug hennar á þessum árum, en ekki þurrt námsefni sem oftast var skrifað af gömlum körlum um ennþá eldri karla, það var allt ann- að sem heillaði unga og listræna unglingsstúlku. Tvisvar kom mynd af okkur í blöðunum. Fyrst tókum við á móti bítlahljómsveit á Reykjavíkurflug- velli með borða á lofti sem á stóð „Welcome to Iceland the Swinging Blue Jeans“. Síðar sungum við í Neskirkju á aðfangadagskvöld undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Af því tilefni fengum við forsíðu Lesbókar Morgunblaðsins undir okkur. Haustið sem sjónvarpið hóf út- sendingar byrjuðum við í þriðja bekk, stelpubekk. Hópurinn náði svo vel saman að í dag eru enn tveir starfandi saumaklúbbar úr þessum bekk. Eftir gagnfræðapróf vorið 1968 vann hún í prentsmiðju föður síns, Árna Valdimarssonar, en árið eftir fór hún til Svíþjóðar. Í bréfum þaðan sagði hún mér að hún væri búin að hitta strák sem héti Guðmundur, og hafa þau verið saman síðan. Þrátt fyrir allt of fáar samveru- stundir á fullorðinsárum þá dafn- aði og óx sú vinátta sem skapaðist á gelgjunni. Ég kveð vinkonu mína með djúpum söknuði. Guðmundi, börn- um, barnabörnum og Höllu móður hennar færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Jónsdóttir (Didda). Víponinn öslar vötnin. Skaðræð- isfljótin að baki. Fyrir framan er síðasta ófæran og áfangastaðurinn blasir við í allri sinni dýrð. Þannig bar fundum okkar Ingibjargar fyrst saman, fyrir hartnær ald- arfjórðungi, í skemmtilegri ferð með góðum hópi í Mörkina. Leiðir okkar lágu svo aftur sam- an mörgum árum síðar, er Ingi- björg hóf störf á þeim vinnustað er ég starfaði. Hún sá um færslu bók- halds, sem hún gerði af mikilli ná- kvæmni og samviskusemi. Það var hennar venja að fylgja því eftir við mig að ég skilaði af mér nótum og upplýsti hana um það sem skýr- ingar vantaði við. Hún var ekki alltaf ánægð með mig, en ég held að það hafi aldrei rist djúpt. Ingibjörg var glæsileg kona og skemmtilegur samstarfsmaður og bauð af sér góðan þokka. Það var líka gott að umgangast Ingibjörgu, jafnvel þó að hún ætti hjá manni óuppgerð loforð. Hún hafði gott skopskyn og var reglulegur þátt- takandi í líflegum umræðum á vinnustað. Ingibjörgu kynntist ég lítið utan vinnustaðarins, en vissi að hún var mjög listhneigð og að þau Guðmundur höfðu búið sér fal- legt heimili í Hveragerði. Það var ekki fyrr en núna í vet- ur sem ég frétti af því að Ingi- björg hefði greinst með þann sjúkdóm sem bar hana ofurliði. Það hryggði mig að heyra að hún ætti í þessari baráttu og ég von- aði svo innilega að hún hefði bet- ur. En andstæðingurinn er óút- reiknanlegur, dregur á augabragði upp nýja víglínu, hörfar eða sækir, þannig að ný vörn og ný vígstaða má sín lítils fyrir yfirburðum hans. Andstæð- ingur, sem kannski er ekki ósvip- aður þeim vötnum sem við ferð- uðumst yfir í okkar góða hópi. Sjáanleg en óútreiknanleg. Vöðin þekkt en ekki alltaf fær. Þó að hún hafi ekki náð að sigrast á for- dæðu þessa heims er ég viss um að vaðið sem henni var ætlað hef- ur leitt hana á áfangastað sem hefur ekki minni dýrð en Mörkin forðum. Ég votta Guðmundi og fjöl- skyldu samúð mína við fráfall Ingi- bjargar. Óli Rúnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.