Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árvakur/G.Rúnar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HÚSAFRIÐUNARNEFND ákvað í gær að falla frá tillögu sinni um friðun húsanna við Laugaveg 4 og 6 í ljósi þess að samkomulag hafði náðst um kaup Reykjavíkurborgar á um- ræddum eignum með það að mark- miði að standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar. Sökum þessa kom ekki til þess að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra, þyrfti að taka afstöðu til friðunar húsanna. „Ég er mjög ánægð með þessar lyktir og tel þær vera í samræmi við það sem maður var að vonast til allan tímann,“ sagði Þorgerður Katrín á fundi með blaðamönnum í ráðuneyt- inu síðdegis í gær þegar kaupsam- komulagið lá fyrir sem og afturköll- un húsafriðunarnefndar. Menn eiga að læra af málinu „Hins vegar verð ég að segja að menn eiga að læra af svona málum. Ég segi þetta vegna þess að stjórn- sýslan í þessu máli hefur ekki verið nægjanlega góð, ekki verið nægjan- lega gegnsæ og skýr og ferlið allt ekki nægjanlega fyrirsjáanlegt. Þannig að allir þeir sem komið hafa að málinu gætu séð hvernig myndin ætti að vera,“ sagði ráðherra og vís- aði þar bæði til eigenda, verktaka og friðunarsinna. „Ég beini því eindreg- ið til skipulagsyfirvalda í hverju sveitarfélagi að vinna betur að húsa- friðunarmálum. Sem betur fer er vakning núna varðandi menningar- arfinn okkar. Menn verða að taka sig saman í andlitinu og reyna að móta heildarmyndina varðandi uppbygg- ingu menningararfsins,“ sagði Þor- gerður Katrín og vísaði þar til þess að væntanlegur væri inn á hennar borð nokkur fjöldi tillagna um friðun fleiri húsa við Laugaveg. „Mér finnst það algjörlega óásættanlegt ef ég á að standa frammi fyrir því að vera í einhverjum bútasaumi varðandi uppbyggingu og verndun menning- ararfsins.“ Bestu lyktirnar að mati menntamálaráðherra Gagnrýndi stjórnsýsluna Ráðherra beindi því til skipulagsyfirvalda að vinna betur að húsafriðunarmálum. Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „VIÐ fáum engin stór fyrirtæki hing- að á Laugaveginn á meðan uppbygg- ingin er svona,“ segir Borghildur Símonardóttir, kaupmaður í Vinnu- fatabúðinni á Laugavegi 76. Kaup- menn og rekstraraðilar í nágrenni Laugavegar 74 eru orðnir lang- þreyttir á því sem þeir segja aðgerð- ar- og framtaksleysi borgaryfirvalda í málefnum Laugavegarins í heild. Á Laugavegi 74 hefur verið opinn hús- grunnur frá því að húsið þar var fjar- lægt fyrir tveimur og hálfu ári. Grunnurinn er sagður hættulegur og djúpur skurður. Í gær afhentu Borghildur og Gunnar Guðjónsson, kaupmaður í Gleraugnamiðstöðinni á Laugavegi 24, bréf sem beint var til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra og Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, formanns skipulags- og byggingarsviðs, um málefni göt- unnar. Bréfinu fylgdu undirskriftir um 140 aðila sem hagsmuna eiga að gæta á Laugaveginum. „Og nú er komin áskorun frá okkur,“ segir Borghildur. Hún er harðorð um þau vinnubrögð að flytja húsið nr. 74 í burtu og skilja eftir „grafhýsi“, eins og hún orðar það. „Við hliðina á stóru og virðulegu húsi beint á móti aðal- banka landsmanna, Landsbank- anum,“ segir hún. Borghildur er ekki sátt við sína næstu nágranna. „Á aðra hönd erum við með rónabæli og á hina er Móna- kó,“ segir hún. Hluti vandamálsins er reykingar gesta Mónakó, en Borg- hildur gerði samkomulag við eiganda þess staðar um að hann hleypti fólki út baka til til að reykja þar í sundinu. Það segir hún vera til að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks standi úti á Laugavegi reykjandi. Markaðsvirðið hrynur Borghildur segir að sér þyki það skrítið af borginni að leyfa flutning á húsi og láta svo lóðina vera „… svona eins og hún er. Er þetta boðlegt?“ spyr hún og bætir við að markaðs- virði annarra eigna hrynji við þessar aðstæður. „Mér skildist á konunni, sem tók við bréfinu fyrir hönd Hönnu Birnu, að við yrðum boðuð til fundar,“ segir Borghildur spurð um framhaldið. „Ég sé það reyndar ekkert í hendi mér frekar en allt annað sem við höf- um beðið um eða kvartað yfir,“ segir hún. Borghildur segist vilja sjá að sett verði skilyrt sektarákvæði á þann hátt að ef ekki er haldið við íbúðar- eða verslunarhúsnæði fái eigendur eina aðvörun og háa sekt. „Lauga- vegurinn væri ekki svona tannlaus ef þetta hefði verið gert.“ „Grafhýsi“ skilið eftir og skurðurinn hættulega djúpur Árvakur/Árni Sæberg Við grunninn „Er þetta boðlegt?“ spyr Borghildur Símonardóttir kaupmaður í Vinnufatabúðinni. Hagsmunaaðilar á Laugavegi orðnir langþreyttir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ teljum að þetta sé farsæl nið- urstaða fyrir borgina,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, en Reykjavíkurborg og Kaupangur ehf. náðu í gær sam- komulagi um kaup borgarinnar á fasteignunum Laugavegi 4 og 6 sem og Skólavörðustíg 1A af Kaupangi. Í samtali við Morgunblaðið segir Hanna Birna kaupverðið ekki verða gefið upp fyrr en að loknum fundi borgarráðs nk. fimmtudag þar sem fjallað verður um samninginn, en það helgast af því að hann er gerður með fyrirvara um samþykki borgarráðs. „Við teljum að þessi samningur nái þeim markmiðum sem við stefndum að. Hann er í fullu samræmi við til- löguna sem samþykkt var í borgar- ráði sl. fimmtudag og tekur mið af þeim vilja okkar að varðveita þessa götumynd sem og færa skipulags- valdið aftur í hendur á borginni og eyða þeirri óvissu sem var í málinu.“ Að sögn Hönnu Birnu verður strax farið í skipulagsferli á umræddum reit við Laugaveginn í náinni sam- vinnu við húsafriðunarnefnd, Minja- vernd og borgarminjavörð, enda þurfi að breyta deiliskipulagi svæð- isins í samræmi við breytta framtíð- arsýn þess. Segist hún vonast til þess að uppbygging á reitnum geti hafist næsta sumar. Aðspurð hvort borgin hyggist eiga húsin til frambúðar svarar Hanna Birna því neitandi og tekur fram að eins og staðan sé í dag sé stefnt að því að selja húsin og tryggja þannig að þau geti nýst undir verslun og þjónustu. „Við teljum að þegar búið verði að gera húsin upp og selja þau, þá þurfi borgin ekki að bera af þessu meiri kostnað umfram það sem vænta mátti miðað við aðstæður. Við vorum öll meðvit- uð um að borgin myndi bera af þessu einhvern kostnað hvernig svo sem þetta mál hefði farið. Það ræðst af því að skipulagsferlið og tafir á verkinu hafa verið með þeim hætti að borgin hefði alltaf borið af því einhvern fjárhagslegan kostnað.“ Á að vera á ábyrgð borgarinnar „Mér líst vel á þetta, enda er ekki ástæða til annars en að fagna því sem gott er ef þessi gömlu hús fá að standa. Það er jákvætt ef ástandinu á þessari lóð getur farið að linna, þann- ig að þetta svæði geti farið að njóta sín,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfusamtakanna, um kaup borgarinnar á húsunum. „Vonandi verður þessi breytta af- staða borgarinnar í garð gamalla húsa fordæmi fyrir því með hvaða hætti unnið verður annars staðar við Laugaveginn,“ segir Snorri og vísar þar til boðaðrar endurskoðunar á að- alskipulagi Reykjavíkurborgar. „Það er mjög skrýtið að Laugavegurinn skuli hafa verið skipulagður þannig að lungann af öllum húsum byggðum fyrir 1918 ætti að rífa, þrátt fyrir lög frá Alþingi sem gefa húsum frá þess- um tíma ákveðinn sess. Það er mjög óeðlilegt að það sé menntamálaráðu- neytisins og húsafriðunarnefndar að tryggja það að verulegar skemmdir séu ekki unnar á götum, götumynd- um og þessum menningarverðmæt- um. Þetta á að vera á ábyrgð borg- arinnar.“ Borgin kaupir eignirnar Hanna Birna Kristjánsdóttir Borgaryfirvöld ætla sér ekki að eiga húsin á Laugavegi 4 og 6 til frambúðar TVÖ og hálft ár er liðið síðan húsið á Laugavegi 74 var fjarlægt af grunni sínum sem hefur verið opinn síðan. Samkvæmt upplýsingum Þórðar Búasonar, yfirverkfræðings hjá embætti byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, eru tafir til komnar vegna fjárhagsvandræða byggingaraðilans. Borgin hefur beitt úrræðum eins og dagsektum til að hvetja til að hafist verði handa á reitnum en ekki er útlit fyrir að svo verði í bráð þrátt fyrir sektirnar. Hefur ekki uppfyllt þau skilyrði sem sett eru „Byggingaraðilinn sem hefur lóð- ina fær greinilega ekki fé til að byggja,“ segir Þórður. „Hann hefur lent í ýmsum hremmingum, en hann hefur ekki uppfyllt skilyrði sem honum hafa verið sett.“ Samþykktar voru teikningar fyrir fjöleignarhús með íbúðum og að- stöðu fyrir viðskipti. „Í svipuðum dúr og það sem var fyrir,“ segir Þórður, „svo ásýnd Laugavegarins myndi ekki breyt- ast.“ Hluti útskýringar á töfunum var að lóðin reyndist minni en bygging- araðili hafði keypt og þess vegna þurfti að teikna upp á nýtt. Lóðin er einkalóð og handhafi byggingarleyfis er Laugavegur 74 ehf. Grunnurinn opinn í tvö og hálft ár Lóðin minni og því þurfti að teikna á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.