Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku amma mín,
núna sit ég hér heima,
nýbúin að fá fréttirnar
að þú sért farin frá
okkur. Ég reyni eins
og ég get að vera sátt við það, því ég
veit að nú líður þér betur. Veit líka
að það var tekið vel á móti þér því
fyrir átti ég þrjá gullfallega engla á
himninum og í bænum mínum hef ég
beðið þau að taka vel á móti þér sem
ég er alveg pottþétt á að þau hafi
gert, elsku amma mín.
Það eru margar góðar minningar
sem koma upp í hugann á svona
stundu sem aldrei eiga eftir að
gleymast. Amma mín, alveg frá því
að ég man eftir mér hefur þú verið til
staðar fyrir mig og okkur öll. Alltaf
gat ég komið í Heiði, húsið ykkar afa
og síðustu ár í Kríulandið ef það var
eitthvað sem bjátaði á og alltaf
tókstu á móti mér með bros á vör.
Margar áttum við yndislegar
stundir í sumarbústaðnum, sem þú
og afi hafið verið að gera svo glæsi-
legan síðustu ár. Þegar ég var yngri
var ég heilu vikurnar í sumarbú-
staðnum yfir sumarið og leið alltaf
rosalega vel. Einu sinni man ég eftir
því að ég var að skrifa í gestabókina
þegar við vorum að fara heim og
langaði svo að semja ljóð til ykkar
afa. Þá komst þú og hjálpaðir mér og
ætla ég að leyfa ljóðinu að fylgja
með.
Hér sit ég og skrifa ljóð
fyrir ömmu og afa.
Hér er næði og ég er góð
og engum er til ama.
Eins og allir vita sem þekkja þig
varst þú snillingur í höndunm. Alla
tíð hefur þú saumað og föndrað og
haft rosalega gaman af. Þú hefur
Sigrún G.
Magnúsdóttir
✝ Sigrún Guð-munda Magn-
úsdóttir fæddist á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 26. ágúst
1934. Hún lést 14.
janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Keflavík-
urkirkju 22. janúar.
líka oft sagt okkur
barnabörnunum að þú
saumaðir alla kjólana í
gamla daga á prins-
essurnar þínar fjórar.
Amma, ég hef saumað
einn kjól og ég held að
þeir verði ekki fleiri
nema kannski með
góðri hjálp frá
mömmu. Eftir að þú
og afi hættuð að vinna
hafið þið föndrað mik-
ið saman. Oftast var
það þannig að afi sagði
spýturnar eða festi
saman steinana og svo dundaðir þú
þér við að mála á þetta allt sem ykk-
ur datt í hug. Útkoman var alltaf
mjög glæsileg. Við öll eigum orðið
nokkra hluti eftir þig sem verða vel
geymdir.
Núna í sumar þegar þú varst
nýbúin að greinast vorum við öll
saman í afmæli í Sandgerði. Ég ætl-
aði að reyna eins og ég gæti að láta
þér líða vel og njóta þess að vera
með okkur öllum. Það leið ekki á
löngu þar til varst þú farin að syngja
manna hæst og rugga þér í takt, þú
þurftir sko enga hjálp. Þetta lýsti
þér svo vel, amma mín, svona hef ég
alltaf munað eftir þér, svo lífsglaðri
og jákvæðri, þannig að öllum leið vel
í kringum þig. Ég ætla að gera mitt
besta til að lifa eftir þessu.
Elsku afi minn, ég vona að góður
guð eigi eftir að styrkja þig og okkur
öll í þessari miklu sorg sem við erum
að upplifa núna. Þú ert búinn að
standa þig svo vel og hefði amma
ekki getað verið heppnari með eig-
inmann, það vitum við öll og allra
best hún.
Elsku amma mín, ég gæti haldið
endalaust áfram en verð víst að
kveðja. Ég kveð þig með mikla sorg
og söknuð í hjartanu en einnig er ég
mjög ánægð með að hafa fengið að
kynnast þér og vil ég þakka þér fyrir
árin sem við höfum átt saman. Þau
eru mér mjög dýrmæt. Þú munt allt-
af eiga stóran hluta í hjarta mínu.
Guð geymi þig, amma mín.
Þín
Inga Lára.
Elsku amma. Þú auðgaðir líf mitt
svo miklu meira en þú nokkurn tím-
ann vissir. Allt það sem við gerðum,
allar stundirnar sem við áttum sam-
an, eru yndislegar minningar sem
einkennast af gleði og hamingju.
Þú varst alltaf brosandi. Þú lýstir
upp allt í kringum þig, hvert sem þú
fórst og eins og sagt hefur verið hef-
ur brosið mátt, það gefur orku og líf-
inu gildi. Bros er besta gjöfin því
brosið segir svo margt. Með brosi
þínu sýndir þú, mér bros annarra.
Með brosi þínu sýndir þú, mér
hversu auðvelt var að gleyma því
erfiða þó það væri ekki nema í
augnablik. Með brosi þínu kenndir
þú, mér að meta lífið betur og njóta
hverrar mínútu því hún er jú, ekki
afturkræf, hún kemur aldrei til
baka. Með brosi þínu öðlaðist ég
betri skilning á orðunum, hamingja,
vellíðan og gleði.
Fólk sem veitir ástúð með brosi
eða vinsemd eða stjórnast af rödd
síns hjarta og hefur huga í hjörtu
annarra, er einstakt. Einstakur/Ein-
stök er orð sem á við um þá, sem eru
dáðir og dýrmætir og þeirra skarð
verður aldrei fyllt. Einstök er orð
sem lýsir þér best.
Elsku amma. Þú snertir hjörtu
svo margra og þín verður sárt sakn-
að. Litli engilinn okkar hefur eflaust
tekið á móti þér opnum örmum, með
bros á vör, ánægður að sjá ömmu
sína. Aron Ingi veit, að nú munu
englarnir passa hana löngu hans og
að þú og Ísak Freyr munuð vaka yfir
okkur. Við erum svo lánsöm að hafa
átt allan þennan tíma með þér. Ljós
þitt mun ávallt skína í minningunni
og lýsa um ókommna tíð. Hvíldu í
friði, elsku amma okkar, og eins og
Aron segir: Við elskum þig alla leið
til tunglsins og til baka.
Elsku afi.
Þó þung séu oft sporin á lífsins leið,
og ljósið svo skelfing lítið,
skaltu eiga þér von, sem þinn vin í neyð,
það virkar, en virðist skrýtið.
Því vonin hún vinnur gegn myrkri og kvíða,
og veitir þér styrk sinn, í stormi og byl,
sjá ljósið mun stækka, og þess skammt er
að bíða,
að sólskinið sjáir, ég veit það er til.
(SHL)
Megi hlý orð ylja þér á köldu
kvöldi og fullt tungl lýsa þér um
dimma nótt. Við elskum þig, afi.
Sigrún Helga og Aron Ingi.
Það er bjargföst
skoðun mín að fátt sé
hollara unglingum en
að alast upp í heimavist Mennta-
skólans á Akureyri. Þar eignast
maður vini fyrir lífstíð. Úlfur kom
með Evu systur sinni í 2. bekk MA
haustið 1938. Árið áður höfðum við
Margrét systir mín komið í 1. bekk
og tókust strax góð kynni með okk-
ur systkinunum, sem fljótlega þró-
uðust í vináttu, sem haldist hefur í
sjötíu ár. Við vorum heppin að kom-
ast í heimavistina og bjuggum við
Úlfur saman í sátt og samlyndi í
þrjá vetur. Fyrstu tvo veturna
bjuggum við saman fjórir ærsla-
fengnir strákar og það segir sig
sjálft að ekki var mikið næði til lest-
urs. En það truflaði ekki Úlf, hann
þurfti ekkert fyrir náminu að hafa
og gat leyft sér að lesa allt milli him-
ins og jarðar á meðan við hinir lág-
um yfir skruddunum. Hann var
mesti námsmaður sem ég hefi
kynnst, bráðgáfaður og fjölhæfur,
mjög listrænn, snillingur með
svartkrít og vatnsliti og ég á margar
myndir eftir hann frá skólaárunum.
Íslenskan lá honum létt á tungu
Úlfur Ragnarsson
✝ Úlfur Ragnars-son læknir
fæddist í Reykjavík
29. september 1923.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 10. janúar
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 18. jan-
úar.
hvort sem var í
bundnu eða óbundnu
máli. Vandaður til lík-
ama og sálar, prúður
og kurteis og hvers
manns hugljúfi, vel á
sig kominn, skíðamað-
ur góður og liðtækur í
áflogum en beitti aldr-
ei kröftum við minni-
máttar. Við bekkjar-
systkinin töldum fyrir
víst að Úlfur legði fyr-
ir sig æðri vísindi og
var hann teiknaður í
skopriti því (Carm-
ína), sem stúdentsefni MA gáfu út á
þeim árum, sitjandi við smásjá um-
luktur vísindaritum, jóga og heim-
speki, en hugurinn dreymandi.
Að loknu stúdentsprófi varð
læknisfræði fyrir valinu. Í því starfi
fékk hann útrás fyrir manngæsku
sína um leið og hann þjónaði lista-
mannseðli sínu. Hvort tveggja tókst
með ágætum. Hann gegndi fjöl-
breyttu læknisstarfi og sótti sér
menntun erlendis á þeim sviðum,
sem honum þóttu vanrækt. Hann
hélt margar málverkasýningar, orti
skínandi ljóð og var óþreytandi að
skrifa um hugðarefni sín og boða
betra mannlíf. Hann var gæfumað-
ur, átti góða konu og fimm dætur og
fjölda afa- og langafabarna og naut
gáfna sinna og listfengis fram á elli-
ár. Hvers getur maður óskað sér
betra? Stúdentar MA ’43 hafa haldið
vel hópinn og sakna nú vinar í stað.
Úlfur var góður drengur. Við vott-
um Ástu og dætrum og fjölskyldum
þeirra samúð okkar.
Jón Þorsteinsson.
Þegar ég sest niður
og hripa niður nokkur
minningabrot um
Katrínu Arndal vinkonu mína er mér
efst í huga síðasta samverustund
okkar. „Þú ert að fara í langt ferða-
lag vestur um haf og kemur ekki
heim aftur fyrr en eftir áramót,“
sagði Katrín við mig þegar ég heim-
sótti hana á Fjórðungssjúkrahúsið á
Ísafirði í endaðan nóvember sl. Þá
var hún nýkomin þangað með flugi
frá Reykjavík þar sem hún gekkst
undir aðgerð vegna lærbrots á Land-
spítalanum.
„Ekki spyr ég að, þú með allt á
hreinu, alltaf jafn skýr í kollinum
hvað sem yfir þig dynur og árin þín
orðin 87. Hvað, eru nema tveir sólar-
hringar síðan þú fórst héðan með
flugi og komin heim aftur?“ segi ég.
Þá brosti hún bara svo yfirveguð
og æðrulaus og sagði mér á gaman-
saman hátt frá hrakförum sínum,
flugi fram og til baka, aðgerðinni
sem gerð var í staðdeyfingu og öllu
því brölti og þeim hraða að koma
Katrín Ingibjörg
Arndal
✝ Katrín Ingi-björg Arndal
fæddist í Hafnar-
firði 15. febrúar
1920. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 29.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju 7. des-
ember.
henni heim aftur.
Þannig var Katrín
ekkert að fárast yfir
hlutunum. Tók á móti
því sem að höndum
bar af æðruleysi og
gamansemi.
Þarna áttum við
yndislega stund sam-
an sem verður mér
dýrmæt í minning-
unni. Við töluðum um
að hún kæmi að heim-
sækja mig í Lyngholt-
ið á nýju ári þegar ég
kæmi aftur vestur.
Ekki óraði mig fyrir því þá að
þetta yrði okkar síðasta samveru-
stund. En Katrínu minni auðnaðist
ekki að ná heilsu aftur og lést í kjöl-
far slyssins nokkrum dögum síðar.
En svona er lífið, enginn veit hvar
hann dansar næstu jól.
Ég minnist Katrínar í góðra vina
hópi. Hún var mjög músíkölsk, átti
það til að spila af fingrum fram á pí-
anó og virtist ekkert þurfa að hafa
fyrir því, þrátt fyrir að píanó væri
ekki lengur á hennar heimili.
Katrín var ljúf í viðmóti, hafði góð-
an húmor sem bjargaði henni í lífs-
baráttunni. Hún fór ekki varhluta af
sorginni, sá á eftir eiginmanni, syni
og barnabarni langt um aldur fram
sem létust af sama sjúkdómnum.
Það er sárt að hafa ekki getað
fylgt henni síðasta spölinn, en ég
sendi henni kveðju mína héðan frá
Washington.
Börnum hennar þeim Helga, Sig-
ríði, Kristínu, Haraldi og fjölskyld-
um þeirra, Gunnhildi tengdadóttur
hennar og Katrínu nöfnu hennar
sendi ég og fjölskylda mín innilegar
samúðarkveðjur.
Það er huggun harmi gegn að vita
að hinn látni lifir.
Nú er það hún Katrín mín sem
komin er í það ferðalag sem við hin
eigum eftir að fara, komin yfir móð-
una miklu, komin þangað sem engar
þjáningar eru, komin í fang ástvina
sinna sem farnir eru á undan henni,
og nú finnst mér eins og hún brosi
við mér.
Far þú í guðs friði, elsku Katrín.
Arndís Ólafsdóttir.
Elskulegur mágur
minn.
Mig langar kveðja
þig með nokkrum
orðum. Við hittumst fyrst fyrir
löngu síðan þegar ég var nýkomin
til bróður þíns Stefáns. Þegar lífið
virtist brosa við okkur man ég svo
vel ykkur saman við eldhúsborðið í
Framnesi á heimili foreldra ykkar,
sólin skein eins og mér finnst
reyndar alltaf hafi verið þar. Þið
hlóguð og voruð svo glaðir, svo
ámóta þótt þið væruð ekki aldir upp
saman. Ég held að þú hafir verið
eins og Stefán minn, ætíð séð
björtu hliðarnar á lífinu. Ég sé ykk-
ur fara saman að flytja mjólkina á
brúsapallinn og mikið hlóguð þið
þegar þið komuð heim vegna þess
Guðgeir Ásgeirsson
✝ Guðgeir Ás-geirsson fæddist
á Sólheimum í V-
Skaftafellssýslu 26.
nóvember 1932.
Hann andaðist á
heimili sínu 30.
desember síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn í kyrrþey 10.
janúar.
að þið misstuð brús-
ann og allt fór í
handaskolum. Eins
man ég að einhvern
tímann var mikið grín
í gangi þegar að þú
ætlaðir að lána Stef-
áni jakka og hann
stríddi þér með því að
hann væri alltof lítill.
En skjótt dró ský fyr-
ir sólu, Stefán minn
var burtkallaður svo
skyndilega og eftir
það hefur fundum
okkar ekki borið oft
saman. Samt hef ég ætíð litið á þig
sem mág minn og vin. Hugur minn
hefur verið hjá þér nú þegar þú
fórst svo skyndilega úr þessum
heimi án þess að ónáða neinn. Trú-
lega verið líkur mömmu þinni sem
vann sín verk æðrulaust, gerði það
sem gera þurfti án þess að hugsa
um sjálfa sig.
Elsku Guðgeir, í dag vona ég að
þið bræðurnir hlæið saman í landi
sólarinnar.
Innileg þökk fyrir ómetanlegar
minningar.
Þín mágkona
Áslaug Kjartansdóttir.
Elsku afi, nú kveðj-
um við þig með sökn-
uði og sorg. Þó svo að
við höfum ekki verið
hjá þér og ömmu eins mikið og eins
oft og hin barnabörnin þá eigum við
minningar sem við munum aldrei
gleyma. Lúdókeppnirnar og vídeó-
spólurnar eru ofarlega í huganum og
Arnþór Kristjánsson
✝ Arnþór Krist-jánsson fæddist
á Hjallkárseyri í
Arnarfirði 28. júlí
1931. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 29.
desember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð í kyrr-
þey.
afa-ís sem var auðvit-
að ekki eins og neinn
annar ís. Það var aldr-
ei neitt mál hjá þér að
hlaupa niður í
geymslu og ná í dóta-
kassann og ísinn, þó
svo að hinu fullorðna
fólkinu þætti það rosa-
legt mál.
Elsku afi, minning-
arnar eru margar og
munu lifa með okkur
alltaf. Vonandi líður
þér betur núna.
Elsku afi, guð
geymi þig ávallt.
Baldvin Þór,
Birna Dögg,
Þorbjörg og
Bergþóra Hrund.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar