Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku amma, takk
fyrir allan tímann sem
þú gafst mér þegar ég
var að alast upp og dætrum mínum
eftir að ég átti þær. Þessi tími er al-
veg ómetanlegur og það eru ekki
margir eins heppnir og við.
Þegar ég var að alast upp hitti ég
ömmu næstum á hverjum degi. Ef
hún kom ekki í heimsókn til okkar þá
fór mamma til hennar. Mér þótti
þetta auðvitað bara hinn eðlilegasti
hlutur og gerði mér í raun ekki grein
fyrir hvað ég hafði lært mikið hjá
ömmu, fyrr en dætur mínar fóru að
vera mikið í kringum hana. Hún
kenndi þeim t.d. kvæði, sem hún
hafði lært þegar hún var ung og áttu
fóstrurnar á leikskólanum ekki orð
þegar þær fóru með þau.
Hún amma var alltaf ótrúlega
hjálpleg, og hún var líka mjög viljug.
Meðan hún var við góða heilsu fór
hún í sendiferðir fyrir vinkonur sínar
og okkur í fjölskyldunni út um allan
bæ. Hún ferðaðist alltaf með strætó
og sagði það væri nú ekki dónalegt
að hafa einkabílstjóra.
Þegar ég var í barnsburðarleyfi
kom amma til mín á morgnana og
var hjá mér þar til mamma kom úr
vinnunni. Hún hjálpaði mér við
heimilisstörfin og stytti mér stundir
því dagurinn getur verið langur þeg-
ar maður er einn heima og allir aðrir
í vinnunni. Það var alltaf hreint og
fínt hjá ömmu og hefði ég mátt erfa
það frá henni. Hún féll alveg fyrir
parketinu sem ég var með og fannst
moppan algjört galdratæki. Hún átti
ekki til orð yfir rykinu sem kom í
hana þó hún moppaði hjá mér gólfin
tvisvar á dag. Hún hefði viljað eiga
svona þegar hún fór að búa. Hún
gerði nú líka grín að mér þegar ég
var að dæsa yfir þvottinum þar sem
ég þyrfti nú ekki að þvo heldur setti
ég bara í þvottavélina og hún gerði
þetta fyrir mig. Amma kenndi mér
líka gott verklag við marga hluti og
bý ég vel af þeirri reynslu.
Amma var við góða heilsu meðan
dætur mínar voru litlar og hjálpaði
hún mér oft þegar þær voru veikar
eða þegar frí var á leikskólanum.
Hún sat yfir þeim svo ég kæmist í
vinnuna. Þær sögðu oft í vinnunni
hjá mér hvort ekki væri hægt að
klóna hana og mömmu mína því það
væri ekki til betra par af ömmum en
ég ætti.
Í starfinu dróstu þig hvergi í hlé
þín hugsun að geta mest látið í té
þar geislaði í gegnum vik hvert.
Að flýja af hólmi var fjarri þér æ
og fáum var stundunum kastað á glæ
og verkin þín votta það bert.
(Á.H.)
Elsku amma, þín er sárt saknað,
við getum þó huggað okkur við allar
góðar minningar sem við eigum um
þig og allar stundirnar sem við áttum
með þér.
Þín nafna og barnabarn
Svava Steina.
Elsku amma, nú hefur þú loksins
sofnað svefninum væra. Það er mikill
söknuður því það rifjast upp svo
margar góðar minningar sem ég
deili í dag með drengjunum mínum.
Ég var mjög lánsamur að eiga ömmu
eins og þig sem fór með mig í kirkju
á sunnudögum og bakaði bestu
pönnukökur í heimi. Á mínum yngri
árum gekk ég í Ísaksskóla og þangað
sótti amma mig oft og fórum við í
strætó, ég man að mér fannst það
mjög mikið sport, ég er ekki frá því
að ég hafi lært svolítið á strætó eftir
þennan tíma.
Ég minnist allra göngutúranna
sem við fórum í út á granda að skoða
Svava Stefánsdóttir
✝ Svava Stef-ánsdóttir fædd-
ist í Skálvík í Fá-
skrúðsfirði 15.
október 1916. Hún
lést á hjúkr-
unardeild Seljahlíð-
ar 11. janúar síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 22.
janúar.
bátana þar og við
eyddum miklum tíma í
að finna bát sem okkur
langaði að eiga. Það
voru ófáar næturnar
sem ég fékk að gista
hjá ömmu. Það var
mikil tilhlökkun því að
ég svaf á bedda við
hliðina á rúminu henn-
ar og fékk að nota
slökkviprikið sem
amma notaði til þess
að slökkva ljósið.
Elsku amma, ég
gæti haldið endalaust
áfram að rifja upp en ég þakka þér
fyrir yndislega vináttu og allar sam-
verustundirnar sem við áttum sam-
an, ég geymi þær í hjarta mínu um
alla ævi. Amma, megir þú hvíla í
friði.
Þinn alltaf,
Róbert.
Elsku langamma.
Takk fyrir það hvað þú varst alltaf
góð við okkur, passaðir okkur oft,
kenndir okkur margt og hafðir mikla
trú á okkur. Þó að þú hafir verið orð-
in mjög lasin þá mundir þú alltaf eft-
ir okkur og spurðir um okkur. Þú
gladdist þegar við komum og sögð-
um þér ef okkur gekk vel í íþróttum
eða námi.
Við söknum þín og hugsum til þín.
Hekla Rún og Kristborg Anna.
Elsku besta langamma, ég á eftir
að sakna þín endalaust mikið, ég
mun geyma allar mínar minningar í
hjarta mínu.
Eins og þegar ég, mamma, pabbi,
Gísli og Svavar komum til þín þegar
við komum í Reykjavík, ef við fórum
ekki til þín fannst mér þetta ekki
vera nein Reykjavíkurferð.
Svo alltaf þegar ég var lítil var ég
alltaf að leika mér í kubbunum hjá
þér og ef ég og Gísli vorum eitthvað
að rífast um kubbana, þá sagðirðu
alltaf að við ættum bara að skiptast á
eða þá að Gísli ætti að láta litla barn-
ið hafa dótið.
Og þegar við komum til þín í Mjó-
strætið þá gafst okkur alltaf ís en
þegar þú áttir ekki ís þá gafstu okk-
ur alltaf pening til að kaupa ís á leið-
inni heim.
Minningarnar eru svo margar að
ég gæti setið hér í allan dag að skrifa
upp minningar. En ég geymi þær í
hjarta mínu að eilífu..
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíli í friði, elsku amma mín.
Þórdís Guðnadóttir.
Elsku langamma (gánga),
mér hefði aldrei dottið það í hug að
á þessum föstudegi myndi hann
pabbi hringja í mig og segja mér
hvað hafði gerst.
Mig langar að þakka þér fyrir all-
ar þær minningar sem að ég hef og
allar þær sem eru þarna en skjótast
ekki alveg beint upp í kollinn. Það er
samt alltaf jafn gaman að hlusta á til
dæmis ömmu eða mömmu eða bara
hvern sem er segja mér allskonar
hluti sem að þú gerðir fyrir mig og
með mér.
Eins og til dæmis þegar þú söngst
alltaf fyrir mig vísur og ég man ekki
alveg 100% eftir því en mér er sagt
að mér hafi fundist það alveg frá-
bært. Síðan mun ég aldrei gleyma
því hvernig ég lék mér alltaf með
kubbana og bílana sem aðeins hún
gánga mín átti
og Guð sjálfur má vita það að ég, af
öllum, mun aldrei gleyma því hvern-
ig það beið alltaf ís eftir manni inni í
frysti.
Ég man líka að á 15 ára afmæl-
isdeginum mínum, þá sástu mig í
fyrsta skiptið eftir að ég kom frá
Bandaríkjunum og þá akkúrat sást
þú að ég hafði fengið mér gat í auga-
brúnina og þú varst nú ekki alveg
sátt með það og skammaðir mig svo-
lítið fyrir það, og sagðir að ég væri
búinn að skemma augabrúnirnar á
mér þannig að ég ætla að taka lokk-
inn úr bara fyrir þig á þriðjudaginn.
Ég mun alltaf muna eftir þér,
elsku gánga mín, og ég mun ávallt
bera hlýjar og góðar minningar um
þig í hjarta mér.
Ástarkveðja,
Gísli.
Elsku langamma, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum og
þakka fyrir allar góðu stundirnar
sem að ég átti með þér.
Ég á eftir að sakna þín.
Mér fannst alltaf svo gaman að
koma til þín og leika í kubbunum og
tala við þig og hlusta á þig segja sög-
ur.
Eitt af því sem þú sagðir alltaf ef
ég kom í uppáhalds gallabuxunum
mínum til þín var; hvers vegna ertu
eins og niðursetningur í gatslitnum
buxum, er þetta nú móðins núna, og
skildir bara ekkert í því hvernig ég
gæti verið í þessu svona. Elsku
amma, mikið er gott að kúra með
púðann sem ég gaf þér í afmælisgjöf
í október.
Svo vildirðu alltaf að ég færi að
sækja töskuna þína til að gefa mér
smá vasapening og ég sagði alltaf að
það væri óþarfi, ég þyrfti ekkert og
að þú ættir bara að eiga þetta sjálf en
þú tókst það aldrei í mál af því að ég
væri kominn alla leið úr Sandgerði
og þyrfti að hafa einhverja aura í
vasanum þannig að það endaði alltaf
með því að ég tók við aurunum en ef
þú lagðir töskuna frá þér þá laumaði
ég peningnum aftur til baka sem að
vísu gerðist ekki oft.
Ég veit amma mín að nú líður þér
vel og allir hafa tekið rosalega vel á
móti þér. Ég geymi allar mínar
minningar um þig í hjarta mér.
Minning þín er ljós í lífi mínu…
Kveðja,
Svavar Steinn.
Hún var rík hún Svava Stefáns-
dóttir, ekki af veraldlegum gæðum
heldur af börnum, barnabörnum og
börnunum þeirra, hún lifði langa ævi
og sá tímana tvenna, varði starfsævi
sinni í fjölskylduna, vini og ættingja,
ala upp börnin sín og sjá til þess að
heimilið væri þeirra athvarf.
Hún kynntist ung Aðalsteini Snæ-
björnssyni og þau ákváðu að eigast.
Lífsbarátta ungu hjónanna með
börnin sjö var erfið og þau leigðu
litla tveggja herbergja íbúð. Fjöl-
skylda okkar deildi með þeim bað-
herberginu í sambýli fjölskyldnanna
að Laugavegi 81 í Reykjavík. Þar bar
aldrei skugga á þó barnaskarinn
væri mikill fyrir sér og margar hend-
ur á lofti í senn. Í húsnæðishraki
fluttu þau á einni kvöldstund í Mjó-
stræti 4, í lítið timburhús sem stóð
við stíginn sem skáldin gengu til að
heimsækja Erlend í Unuhúsi. Þeim
fannst þau vera flutt í höll. Þar leið
þeim vel saman í tvo áratugi, end-
urbættu húsið og lagfærðu og rækt-
uðu garðinn sinn.
Í Grjótaþorpinu bjó hún í hartnær
hálfa öld, vakin og sofin yfir fjöl-
skyldunni sinni. Börnin fluttu að
heiman eitt af öðru og hún og Alli
hennar sáu fram á að geta átt rólegri
stundir. Þau hófu að ferðast um land-
ið á sumrin en skjótt skipast veður í
loft, Aðalsteinn varð bráðkvaddur á
fallegum haustdegi í faðmi fjölskyldu
sinnar. Höggið var mikið og sökn-
uðurinn sár. Allt stóð hún það af sér
og flíkaði ekki tilfinningum sínum og
bjó áfram ein í húsinu í 30 ár til við-
bótar.
Fjölskyldur Svövu og okkar áttu
mikil og margháttuð samskipti.
Svava og Aðalsteinn aðstoðuðu fjöl-
skyldur okkar þegar á þurfti að
halda, skipti þá engu hvort að mála
þyrfti eins og eina íbúð, flytja búslóð
milli borgarhverfa eða sinna andleg-
um þörfum. Í æskuminningunum
eru allar ferðirnar á stóra bílnum
sem Alli ók fyrir Trésmiðjuna Víði.
Sunnudagsbíltúrarnir voru ótal-
margir og farið var um allt nágrenni
Reykjavíkur. Ein varð þó minnis-
stæðari en aðrar þegar eldur braust
út þegar bíllinn var á ferð. Þá stóð
Alli inni í miðju reykjakófinu til að
afstýra stórslysi. Snarræði hans og
elstu sona hans kom í veg fyrir það
með því að rýma bílinn og slökkva
eldinn.
Svava var heiðarleg kona sem vildi
öllum vel, einstaklega vinsamleg öll-
um sem til hennar leituðu. Það var
skemmtilegt að spjalla við hana og
hún gerði sér engan mannamun þeg-
ar ræða þurfti málin. Greiðvikni
hennar og góð nærvera gerðu það að
verkum að fólk sóttist eftir fé-
lagsskap hennar Við þökkum henni
skemmtilega samfylgd, einlæga vin-
áttu og góða liðveislu þegar erfiðleik-
ar steðjuðu að. Hún er kvödd með
virðingu og þökk fyrir allt sem hún
var okkur og fyrir að vera eins og
hún var. Megi hæsti höfuðsmiður
leiða hana inn á veg ljóssins hjá
austrinu eilífa.
Kristrún Skúladóttir,
Skúli Eggert Þórðarson.
Gengin er stórbrotin hversdags-
hetja, Svava Stefánsdóttir.
Kornung var hún flutt til vanda-
lausra, úr foreldrahúsum, þegar fað-
ir hennar lést. Afi Sveinn og Krist-
borg amma mín gengu henni í
foreldra stað. Henni þótti undur-
vænt um þau og heiðraði minningu
þeirra á ýmsa lund alla tíð. Án efa
var væntumþykjan gagnkvæm. Á
myndum má sjá að hún var afar fal-
legt barn, með mikið, liðað hár og
stór augu. Raunar dofnaði fegurð
hennar aldrei, en breyttist og þrosk-
aðist.
Mín fyrsta minning um Svövu er
frá Laugavegi 81. Þar bjó hún ásamt
eiginmanni og fimm börnum í tveim
herbergjum og litlu eldhúsi, sem
jafnframt var inngangur í íbúðina.
Þó að þröngt væri setinn bekkurinn
ilmaði íbúðin af hreinlæti, snyrti-
mennsku – og nýbökuðum pönnu-
kökum.
Þarna kom ég oft, ævinlega vel
tekið, krakkanum, sem nóg var þó
fyrir af á heimilinu.
Þegar yngstu stelpurnar, Sesselja
og Anna, bættust í barnahópinn
flutti fjölskyldan í Mjóstræti 4. Lítið
hús með mikla sál og garði í kring,
sem Svava nostraði við. Sólarhring-
ur Svövu var áreiðanlega lengri en
gerist og gengur. Ekki veit ég stærð
hússins að flatarmáli, en allt var það
smátt í sniðum. Herbergin fleiri en á
Laugavegi, þó sum væru undir súð,
og stigar brattir upp á loft og niður í
kjallara. Og þó að fólkið væri ekki
smátt í sniðum var makalaust hvern-
ig allir komust fyrir auk þess sem
þar var afar gestkvæmt.
Í Mjóstræti var ég um fermingu,
„vinnukona“ hluta úr sumri og
kynntist þá vel vandvirkni Svövu við
hvaðeina sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Þvottur var þveginn í kjallaran-
um, tæpast manngengum, þó allt
gert eftir kúnstarinnar reglum.
Mikill og kjarngóður matur var
ævinlega á borðum og er mér minn-
isstætt þegar ég var send eftir tveim
kílóum af skyri, og rjóma, sem var
spónamaturinn á eftir saltkjöti og
jafningi, einn daginn. Þá borðaði fólk
heima hjá sér í flest mál.
Svava var hagleikskona, heklaði,
saumaði og skrifaði listavel. Hún var
afar minnug, sagði skemmtilega frá
og kunni fjöldann allan af vísum og
kvæðum sem hún þuldi áreynslulítið.
Hún hafði fallega söngrödd og var
góð eftirherma. Svövu þótti gaman
að tala, var hreinskiptin, heiðarleg
og sjálfri sér samkvæm.
En þó að hún þekkti marga og
hefði gaman af fólki, naut hún sín
ekki í fjölmenni og forðaðist sam-
komur. Vildi ekki gera veður út af
eigin tyllidögum en mundi ævinlega
eftir góðvinum og ættingjum, sendi
gjafir og kveðjur – þó að lengst af
hafi hún haft úr litlum efnum að
spila.
Sorgin gekk sannarlega ekki hjá
garði Svövu, sem brotnaði ekki, held-
ur laut höfði um stund, syrgði og hélt
áfram.
Jarðvist Svövu varð alllöng –
kannski lengri en hún kærði sig um.
Þrátt fyrir það held ég að með-
fædd lífsgleðin hafi ekki sleppt af
henni hendi fyrr en í fulla hnefana.
Hversdaghetjan Svava hefur flutt
sig um set. Á nýjum stað verðskuld-
ar hún vegleg híbýli, þar sem vítt er
til veggja og hátt til lofts. Trúi ég þar
bíði hennar vinafjöld, sem hún hefur
margt að segja.
Ég bið að heilsa – í guðs friði.
Áslaug Benediktsdóttir.
Kvatt hefur þennan heim merkis-
konan Svava Stefánsdóttir á 92. ald-
ursári.
Gekk hún ávallt undir nafninu
amma Svava á mínu heimili. Við átt-
um samleið í um 47 ár. Hófust kynni
okkar með því að ég fór að venja
komur mínar í Mjóstræti 1961, er við
Bogga dóttir hennar urðum vinkon-
ur rétt eftir fermingu.
Mikið var ávallt um að vera í Mjó-
stræti, stelpurnar Dódý, Bogga,
Daddý og Anna heima auk Dedda, en
Labbi og Svenni farnir að búa. Mér
fannst mikið til þess koma að fá að
koma inn í fjölskylduna, vera svo vel
tekið að mér fannst ég vera ein af
þeim. Það var ekki allra að komast
inn á gafl hjá húsmóðurinni sem
hafði nóg á sinni könnu.
Þarna stóð hún í litla eldhúsinu
sínu með allt svo fínpússað og hreint,
gat ég aldrei skilið hvernig hún fór
að þessu. Minnisstætt er mér hvern-
ig eldavélarhellurnar á gömlu Rafha-
vélinni glönsuðu, þær voru pússaðar
með töppunum af mjólkurflöskunum
á milli þess sem var eldað og bakað.
Einnig kemur upp í hugann allur sá
aragrúi af sálmum og kvæðum sem
hún kunni og vitnaði oft í. Þá hversu
léttfætt hún hljóp upp og niður stig-
ana alla tíð meðan hún bjó í Mjó-
stræti. Þegar ég minnist Svövu get
ég ekki látið hjá líða að minnast Alla
en hann var, eins og frúin, í miklu
uppáhaldi hjá mér. Þær voru ófáar
bíóferðirnar, dansiböllin og annað er
við Bogga fórum á á hans kostnað.
Með bestu minningum unglingsár-
anna eru minningar um kynni mín
við þau hjón. Hændust börnin mín að
ömmu Svövu og minnast nú strák-
arnir mínir hennar af virðingu.
Á seinni árum er mér minnisstætt
er hún kom í strætó til mín upp í
Breiðholt til að sauma sláturkeppi
eða líta eftir yngsta stráknum. Þá má
ekki gleyma öllum heimsóknunum
og símtölunum sem við báðar höfð-
um ánægju af. Árið 2001 flutti hún úr
Mjóstræti í Seljahlíð en taugarnar
voru ávallt sterkar til miðbæjarins.
En þarna var hún komin nær Boggu
og hennar fjölskyldu, gat labbað til
þeirra meðan heilsan leyfði. Mikil ást
og virðing var á milli þeirra mæðgna
alla tíð. Svava átti mörg góð ár í
Seljahlíð. Þegar hallaði undan fæti
fékk hún þar mjög góða umönnun,
var hún ávallt þakklát fyrir allt sem
fyrir hana var gert.
Komið er að kveðjustund, fjöl-
skylda mín þakkar fyrir að hafa átt
hana að.
Sendum við öllum afkomendum
hennar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku amma Svava.
Þín Guðríður
Guðbjartsdóttir (Gauja).
Nú þegar ég sest niður og skrifa
þessa minningargrein um hana
ömmu mína flæða minningarnar um
hana í kollinum á mér.
Hún amma Svava var einstök kona
sem ekkert nema gott bjó í. Hún var
alltaf tilbúin til að hjálpa öllum og
gera allt fyrir alla, alveg sama hvern-
ig stóð á hjá henni. Þær eru mér allt-
af minnisstæðar ferðirnar niður í
Mjóstræti þar sem tryggt var að
maður fengi kók í gleri og prins póló
með því. Allar veiðiferðir sem við
feðgar fórum í, þá var undantekn-
ingalaust farið til ömmu og tínd heil
ósköp af ánamöðkum af stærstu gerð
og oftast var hún sjálf búin að tína
heilan helling áður en við komum.
Það var mjög sérstakt hversu gaman
hún hafði af börnum. Það sást best á
því þegar maður kom til hennar og
skoðaði allar myndirnar af barna-
börnunum sem mörg voru og börn-
um þeirra, þá gat hún alltaf munað
nöfn þeirra þrátt fyrir háan aldur.
Minningarnar um hana munu
ávallt lifa í huga mér þótt hún sé far-
in.
Pabbi, Bogga, Labbi, Anna og
Þórdís, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Óli Geir.