Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 37

Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 37 ✝ Kristín Þór-lindsdóttir fæddist í Hvammi í Fáskrúðsfirði 16. febrúar 1923. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 15. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðlaug Sig- ríður Magnúsdóttir, f. 31. mars 1897, d. 2. júlí 1974, og Þór- lindur Jóhannsson, f. 10. júní 1896, d. 27. september 1958. Systkini Kristínar eru: 1) Jóhann, f. 5. apríl 1920, d. 13. október 1983, 2) Stef- án Júlíus, f. 12. júlí 1922, d. 29. desember 1978, 3) Lára, f. 1. maí 1924, d. 22. apríl 1991, 4) Dagrún Fjóla, f. 18. júlí 1925, d. 13. janúar 2000, 5) Hildur, f. 25. febrúar 1927, 6) Sigurbjörg Svava, f. 14. desember 1928, d. 2. apríl 1985, 7) Petra Fanney, f. 2. nóvember 1930, d. 3. júní 2004, og 8) Hjörleif- ur, f. 17. janúar 1937. Tvö systkini Kristínar létust kornung. Kristín giftist 25. desember 1945 Skafta Þóroddssyni, f. 6. jan- úar 1923. Foreldrar hans voru hjónin Anna Hildur Runólfsdóttir, f. 12. júlí 1900, d. 12. október 1985, og Þóroddur Magnússon, f. 6. nóv- ember 1895, d. 17. ágúst 1956. Börn Kristínar og Skafta eru: 1) Högni, f. 30. mars 1946, kvæntur Ingeborg Eide Hansdóttur, f. 14. júní 1947, börn þeirra eru: a) Kristín, f. 20. júní 1971, börn henn- ar og Garðars Grétarssonar eru Ingeborg, f. 1996, og Arnar, f. úar 1954, gift Sveini Sigurjóns- syni, f. 6. febrúar 1952, börn þeirra eru: a) Þorvarður, f. 28. nóvember 1977, sambýliskona Margrét Helga Ögmundsdóttir, f. 1981. b) Klara, f. 25. október 1982, sambýlismaður Hákon Steinsson, f. 1982. c) Skafti, f. 30. desember 1984. 5) Magnús Hafsteinn, f. 14. mars 1958, sambýliskona Sigríður Jónína Garðarsdóttir, f. 9. mars 1948. Börn Hafsteins og Aðal- bjargar Friðbjarnardóttur eru: a) Henrý Örn, f. 11. ágúst 1981, sam- býliskona Helga Bryndís Björns- dóttir, f. 1986, dóttir Henrýs og Erlu Torfadóttur er Sylvía Lind, f. 2003, b) Guðlaug Sigríður, f. 1. maí 1989, unnusti Rafnar Orri Gunnarsson. 6) Kristján Birgir, f. 14. febrúar 1965, kvæntur Haf- rúnu Traustadóttur, f. 20. október 1965, börn þeirra eru Andrea Sól, f. 23. júní 1990, Hildur Kristín, f. 28. ágúst 1996, og Hafþór Óskar, f. 21. febrúar 2004. Kristín ólst upp í Hvammi þar til árið 1942 er hún fluttist með for- eldrum sínum inn að Búðum. Árin 1941-43 stundaði hún nám í Eiða- skóla. Kristín og Skafti stofnuðu heimili á Bergþórshvoli í Fá- skrúðsfirði árið 1946 en árið 1956 fluttust þau í Sigtún þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Kristín tók virkan þátt í starfi kvennadeildar slysavarnafélagsins á Fáskrúðs- firði á sínum yngri árum, einnig söng hún með kirkjukór Fáskrúðs- fjarðarkirkju í 40 ár. Kristín vann ýmis störf á Fáskrúðsfirði, eins og í fiskvinnslu og við síldarsöltun, á meðan heilsan leyfði. Útför Kristínar fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Kolfreyju- staðarkirkjugarði. 2001. b) Elín, f. 30. júní 1973, gift Val- geiri Hilmarssyni, f. 1967, börn þeirra eru Natalía, f. 2001, og Kristey, f. 2003. c) Hjörvar Sæberg, f. 12. desember 1974, kvæntur Svövu Þór- isdóttur, f. 1974, börn þeirra eru Högni Sæberg, f. 2003, og Sandra Rós, f. 2005. d) Katrín, f. 2. apríl 1982, gift Björgvini Steinari Friðrikssyni, f. 1979, sonur þeirra er Daníel Friðrik, f. 2005. 2) Arn- þór Atli, f. 30. júlí 1947, kvæntur Jónu Báru Jakobsdóttur, f. 9. ágúst 1947, Synir þeirra eru: a) Jakob Rúnar, f. 14. ágúst 1968, kvæntur Höllu Davíðsdóttur, f. 1979, dætur þeirra eru Særún Elma, f. 2000, Elsa Dögg og Krist- ín Erna, f. 2005. Dætur Jakobs Rúnars og Dýrunnar Pálu Skafta- dóttur eru Jóna Bára, f. 1990, og Aníta Eir, f. 1993. b) Skafti Krist- ján, f. 8. nóvember 1971, d. 14. ágúst 2006, börn hans og Þóreyjar Eiríksdóttur eru Arna, f. 2001, og Atli, f. 2003. c) Heiðar Ásberg, f. 26. apríl 1975, kvæntur Alek- söndru Hamely Ósk Kojic, f. 1974, synir þeirra eru Arnar Mílutin, f. 2003, og Kristján Atli, f. 2007. 3) Gunnþóra Arndís, f. 15. janúar 1950, gift Sveinbirni Sveinbjörns- syni, f. 13. ágúst 1950, dætur þeirra eru Bjarnfríður, f. 23. júlí 1977, og Jóna Dögg, f. 22. júní 1980, sambýlismaður Valur Sverr- isson, f. 1983. 4) Erla, f. 12. febr- Með trega í hjarta langar mig að minnast móður minnar. Móður sem sannarlega var ein af þessum dug- legu hversdagshetjum. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin þegar við vorum að alast upp, hún var heima í Sigtúni þegar við kom- um úr skóla og beið þá gjarnan með volgar kleinur eða annað bakkelsi. Hún var fórnfús og óeigingjörn kona sem bar hag fjölskyldunnar fyrir brjósti alla tíð, trúuð kona og bænheit. Það verður tómlegt að koma á Fáskrúðsfjörð nú þegar mamma er farin. Hún og pabbi bjuggu í Sigtúni í meira en hálfa öld og var yndislegt að koma þangað. Mikill gestagang- ur var ætíð hjá þeim, enda voru þau höfðingjar heim að sækja. Móðir mín var sérstaklega dugleg kona og féll henni sjaldan verk úr hendi. Handavinna var hennar yndi alla tíð og nú síðustu árin var aðdá- unarvert að sjá hversu miklu hún gat komið í verk þrátt fyrir skerta krafta. Hún var örlát á verkin sín og tel ég að allir í fjölskyldunni eigi verk eftir hana, hvort sem það eru sokkar, hekluð teppi, útsaumaðir dúkar, púðar eða annað. Hún átti alltaf eitthvað að gefa og hafði yndi af því að gleðja aðra. Móðir mín bar sig jafnan vel, kvartaði aldrei þann- ig að þegar ég var hjá henni og pabba í heimsókn fyrir nokkrum dögum datt mér ekki í hug að þetta væri okkar síðasti fundur. Við viss- um öll að hún var orðin léleg en ekki að komið væri að leiðarlokum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt með henni góðar stundir og glaðst með henni og pabba á 85 ára afmælinu hans. Við kvöddumst með þeim orðum að við sæjumst fljótlega aftur. Mamma og pabbi voru lánsöm hjón sem nutu þess að geta verið saman og haldið heimili í rúmlega 62 ár. Núna þegar hún er farin er söknuður pabba mikill, en ég veit að hann er þakklátur fyrir að hafa átt hana að svo lengi. Kallið kom óvænt þrátt fyrir allt. Ég trúi að mömmu líði vel með þeim sem hún hefur þurft að sjá á eftir. Elsku pabbi, megi Guð styrkja þig og blessa. Ég kveð móður mína með söknuði, þakklæti og virðingu. Erla. Kæra móðir. Nú þegar komið er að kveðjustund er margt sem renn- ur í gegnum hugann, minningarnar frá hinum ýmsu tímum hrannast upp og það er af mörgu að taka, en hvar á maður að byrja þegar móðir eins og þú átt í hlut? Eitt var það sem þú hafðir umfram marga aðra, þú máttir ekkert aumt sjá, besta dæmið um það er þegar ég var að koma heim úr skólanum einn vetr- ardag og snjóþungt var eins og oft var á árum áður austur á fjörðum, þá mætti mér angandi bökunarlykt í dyrunum á Sigtúni eins og svo oft, en það var verið að baka tvær gerðir af brauðum, aðra handa mér og hina handa smáfuglunum. Þeir höfðu nefnilega ekkert að borða greyin. Síðast þegar við töluðum saman, eftir að þú varst flutt á sjúkrahús í Neskaupstað, baðstu mig um að hafa ekki áhyggjur af þér, þú hafðir meiri áhyggjur af pabba því hann var einn í Sigtúni, þetta segir allt sem segja þarf um þig. Þú settir alla aðra í fyrsta sæti og það var allt að lagast hjá þér. Þó að árin hafi næstum verið orð- in 85 þá var virkilega sárt að fá fréttina um að þú værir farin til for- feðranna, því mér finnst ég hafi ekki fengið að kveðja þig, þú varst að lagast þegar ég talaði við þig síðast. Það verður skrítið að koma aust- ur og þú ekki lengur í Sigtúni, engin mamma, engin amma Didda en svona er víst gangur lífsins. Kæri faðir, ég veit að það er stórt skarð skilið eftir í þínu lífi, en þú berð höfuðið hátt eins og alltaf. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig, mín kæra móðir. Þinn sonur, Kristján B. Skaftason, og fjölskylda. Elsku Didda amma. Allt tekur enda og meðal annars hvert og eitt mannslíf. Þínu lífi lauk eftir að þú lagðir þig að kvöldlagi og vaknaðir ekki upp til þessa lífs aft- ur. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur og að það sé engin amma í Sigtúni til að taka á móti manni í dyragættinni þegar ég kem heim á Fáskrúðsfjörð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þig sem ömmu og fyrir að hafa kynnst þér svona vel því þú varst einstök kona. Ég á óteljandi fallegar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mínu og mun aldrei gleyma. Eins og t.d. þegar mamma var í Fósturskólanum og ég var á meðan í pössun hjá ykkur afa í Sig- túni. Við spiluðum daginn út og dag- inn inn. Þú kenndir mér ótal kúnstir með spilin, saumaðir handa mér dúkkur, dúkkuföt og hvaðeina sem mér fannst svo gaman að leika mér með. Á kvöldin sagðir þú mér ótal sögur og kenndir mér allar þær bænir sem ég kann í dag. Uppáhaldsbænin okkar var: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég man þegar þú komst upp á Hlíðargötuna til okkar í heimsóknir, þá dró ég þig alltaf inn í stofu til að leyfa þér að heyra hvað ég væri dugleg að spila lög á orgelið þitt sem við Henrý bróðir fengum alltaf að hafa heima. Þér fannst það svo gaman. Þér fannst líka alltaf svo gaman að greiða á mér hárið með „tröllagreiðunni“ okkar, setja í mig fléttur og binda fyrir endana á hárinu mínu með allskyns sætum böndum sem þú útbjóst handa mér. Þú gerðir besta laufabrauðið, bestu flatkökurnar að ógleymdri kjötsúpunni sem þið afi elduðuð alltaf saman. Ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina. Þú varst alltaf svo dugleg í handavinnunni. Þótt þú hafir elst í gegnum árin varstu samt alltaf jafn dugleg við að sauma dúka, púða, hekla vögguteppi og dúlla þér við allskyns falleg verk sem þú gafst svo okkur fólkinu þínu. Gullituðu gifsenglarnir sem þú bjóst til handa mér og sagðir mér að þetta værum við tvær, ég og þú, þeir hanga fyrir ofan rúmið mitt og munu alltaf vera þar til minningar um þig. Það var alltaf svo gaman að tala við þig, þú hafðir alltaf svo mikið að segja og sagðir mér svo margt sem við tvær eigum bara saman, sem ég mun aldrei gleyma einu orði af. Mér fannst alltaf svo gott að taka utan um þig, knúsa þig og segja þér hvað þú værir góð amma og hvað mér þætti vænt um þig. Þér fannst það svo notalegt. Já, amma, ég gæti þulið upp endalaust af frábærum minningum um þig. Þegar ég hugsa um þig, amma mín, kemur gleði, bros, dugnaður og umhyggja mér í hug. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Ég vona að þér líði vel á þeim stað sem þú ert nú komin á. Ég hef alltaf hugsað mikið til þín og mun alltaf gera. Elsku Skafti afi í Sigtúni, pabbi, Atli, Högni, Erla, Gunnþóra og Kristján, ættingjar og vinir ömmu, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Amma, ég sakna þín meira en orð fá lýst. Þín Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir. Þær eru sólskinsbjartar minning- arnar sem ég á um hana ömmu mína sem nú hefur kvatt okkur eftir langt og farsælt æviskeið. Amma átti því láni að fagna að búa við góða and- lega heilsu allt fram á síðasta dag. Naut hún lífsins með afa, sem stóð ávallt við bak hennar með ást sinni og umhyggju. Heimili ömmu og afa í Sigtúni var alltaf hlýtt og notalegt. Þar tóku amma og afi ávallt á móti mér opn- um örmum. Allt frá minni fyrstu tíð var ég tíður gestur á heimili þeirra og þótti mér hvergi betra að vera. Amma var alltaf tilbúin með fullt borð af nýbökuðum kleinum og eftir að hafa borðað sig saddan var ekki langt í næstu sögu, klór á bakið eða einn spilaslag. Amma reyndist mér alltaf vel og á ég henni svo margt að þakka. Ég mun búa að því alla ævi að hafa fengið að njóta nærveru hennar í öll þessi ár. Hún kenndi mér svo margt og miðlaði til mín reynslu sinni. Amma hafði alltaf svör á reiðum höndum við hinum ýmsu spurning- um sem vöknuðu hjá mér á uppvaxt- arárunum. Spurningum um lífið og tilveruna sem hún hafði svo gaman af að svara. Hluti sem ég sjálfur hafði ekki upplifað og átti jafnvel erfitt með að skilja í fyrstu, en amma hafði alltaf lag á því að út- skýra þá fyrir mér. Ég kveð ömmu með þakklæti en söknuð í hjarta. Minningu hennar mun ég geyma um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Henrý Örn. Hugumkær mágkona og svilkona er af heimi gengin og þrátt fyrir há- an aldur kom kallið snöggt og óvænt. Minningamergð sækir huga okkar heim við harmafregn, sam- ofin um svo margt saga þeirra heið- urshjóna Kristínar og Skafta, bróð- ur og mágs, allt frá björtum bernskudögum minnst góðrar og svipfríðrar frænku og síðar vin- hlýrrar mágkonu, sólskinssaga allt til leiðarenda. Það sópaði að henni Diddu eins og hún var alltaf kölluð, röskleg var hún með sitt frjálslega fas, bar sig vel í hvívetna, harð- greind og naut þess vel í skólaver- unni á Eiðaskóla. Hún var kona sem hefði vissulega átt farsæla lang- skólagöngu, hefði hennar verið kostur. Hún Didda var glöð í bragði og spaugsöm, ákveðin og fylgin sér, orðið dugnaðarforkur átti sannar- lega við hana, hannnyrðasnillingur hinn mesti og fagurkeri á því sviði. Heimili þeirra hjóna í Sigtúni ein- stakur griðastaður öllum sem á þurftu að halda, þar beið manns ætíð opinn, hlýr faðmur húsmóður- innar sem eins og töfraði fram í skjótri svipan ilmandi kaffi og veg- leg veizluföng. En öllu framar var þó gott að mega eiga við hana orð- ræðu um hvaðeina, hún fylgdist með öllu hvort sem var í hinni al- mennu umræðu samfélagsins eða þá um málefni líðandi stundar. Kát- brosleg atvik hversdagsins léku henni létt á tungu, hún sagði ein- staklega skemmtilega frá, enda fróð hið bezta. Didda lagði gott til allra, greiddi glöð götu þeirra er til hennar leit- uðu. Hún lét árin í engu buga sig, heldur naut tómstundastarfs, ferða- laga og skemmtana með eldri borg- urum. Þau hjón fóru á efri árum oft til sólarlanda og undu hag sínum þar vel, enda einstaklega samstiga um allt. Barnalán þeirra var mikið og gjöfult og jafnt hjá börnum sem barnabörnum var Sigtún miðdepill- inn, þar sem öllum var hinn bezti beini búinn, yljaður gefandi kær- leika. Heimilið og fólkið hennar var líka sú auðlegð sem hún hlúði að af kostgæfni og ástúð. Það ljóma í hug okkar geislabrot frá lífsgöngunni hennar Diddu. Það verður ekki eins að sækja Fá- skrúðsfjörð heim að henni genginni. Mikil og hjartahlý þökk er henni færð nú við endadægur, allar hug- ljúfu og góðu stundirnar sem við áttum með henni alla tíð, tryggð hennar og elskusemi ómetanleg. Við sendum hugheilar saknaðar- kveðjur til hjartkærs bróður og mágs, barna þeirra hjóna og alls þeirra fólks, börnin okkar senda einlægar samúðarkveðjur og þakka liðnar stundir. Megi minningarnar mörgu og góðu milda og blessa í sárri sorg. Hún Didda var trúuð kona og nú óskum við þess að á ljóssins leiðum megi hún verðskuld- aða blessun hljóta. Blessuð sé björt og hjartkær minning Kristínar Þórlindsdóttur. Hanna og Helgi Seljan. Okkur langar til að minnast vin- konu okkar Kristínar Þórlindsdótt- ur, eða Diddu eins og hún var oftast kölluð. Við kynntumst henni og Skafta manni hennar þegar við fór- um í sömu ferð til Kanaríeyja. Eftir þá ferð hittum við þau oft þar suður frá. Oft var tekið í spil, engum duld- ist samhugur þeirra, þau unnu oftar en ekki í spilunum. Umhyggja Skafta fyrir henni Diddu sinni var einstök og aðdáunarverð. Alltaf var hún með hannyrðir með í för, dúka sem hún saumaði af vandvirkni, þar var listakona á ferð. Eftir að við kynntumst Diddu og Skafta mættu þau hjón ávallt fyrir jólin með sína fínu ullarsokka handa okkur og sýndu þannig hlýhug sinn. Þau voru orðin 65 ára þegar þau fóru í sína fyrstu ferð til Kanaríeyja, alls 11 ferðir, sú síðasta var farin árið 2006. Við dáumst enn að dugnaði þeirra til að ferðast til framandi lands og spjara sig vel þar. Með þökk fyrir ánægjulega samveru. Við sendum Skafta og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Guðríður og Jón, Hveragerði. Kristín Þórlindsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis að Drafnarstíg 2, lést mánudaginn 21. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. janúar kl. 13.00. Magnús Ingi Ingvarsson, Aðalheiður Alexandersdóttir, Guðjón Magnússon, Anna Björk Eðvarðsdóttir, Ingvar Magnússon, Bryndís Björk Karlsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Ingólfur Garðarsson, Anna Ingvarsdóttir, Sigríður María Torfadóttir, Arinbjörn V. Clausen, Tómas Torfason, Karen Bjarnhéðinsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.