Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Þar fór góður biti í hundskjaft.“ VEÐUR Dagur B. Eggertsson, ei meirborgarstjóri, brá ekki út af venju þegar hann ávarpaði borg- arstjórn í síðasta skipti sem borg- arstjóri í fyrradag.     Dagur flutti ótrúlega langa oginnihaldsrýra ræðu. Orðaleng- ingar, málskrúð og endurtekningar einkenndu málflutning hans, en það er ekkert nýtt.     Orðrétt sagði Dagur m.a.: „Veriðer að misbjóða lýðræðinu, mis- bjóða umboði og misbjóða valdi.“     Bíðum við! Mis-bjóða hverju?     Þessi orð komuúr munni kjörins borg- arfulltrúa, sem gerðist sekur um ná- kvæmlega það athæfi sem hann sak- ar aðra um.     Hann sýndi öll merki velþóknunar,þegar skrílslætin brutust út á áhorfendapöllum borgarstjórnar.     Hann beinlínis stjórnaði áheyr-endum með bendingum, þegar dónaskapurinn og skrílslætin keyrðu um þverbak, eins og glöggt mátti sjá í beinum sjónvarpsútsend- ingum frá fundinum og sést einnig á forsíðumynd Fréttablaðsins í gær.     Hinn kjörni fulltrúi lét sér í létturúmi liggja að fólk á hans veg- um hefði uppi hróp og köll og lítils- virtu þannig borgarstjórn og lýð- ræðislegan vettvang hennar.     Enda hafði títtnefndur Dagur ekk-ert við framkomu pallagesta að athuga þegar fjölmiðlar ræddu við hann. Virtist raunar hæstánægður með að skrílslæti hefðu tímabundið tekið völdin í ráðhúsinu. Eru þetta ekki kölluð hamskipti? STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Dagur ei meir! SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                              *(!  + ,- .  & / 0    + -            !! "!  "       # #!! "!  "     $% &' 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  (   !! "!  "  %'! !#         %'   #&   %'     # #!! "!  " :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? (" "   "   (" ( ( "(  "(      "(  "                               *$BC !!                           !"  #$ % & '    '  $  (       !   $ )   "*     + *! $$ B *! ) * +!'  !* !'    &'  , & <2 <! <2 <! <2 ) '+ # !-  .!/% #&0  CD2 E                   6 2  '  #, $    -      (  .  /   B  %   .         0  ,   )              *    .    ,      1 1   "*  ),    2+  $         (      ), $ % & '    3  1 1##!!&22 #&'! !3 & %&!-  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ TómasHa | 25. janúar 2008 Að tala upp fjöldann Það er merkilegt einnig að heyra í viðtölum að menn eru að reyna að fullyrða að þetta hafi ekki verið skipulagt, heldur hafi þetta verið fyrst og fremst upp- sprottin gremja. … þar sem send var út í gær sam- eiginleg ályktun þar sem fólk var hvatt til þess að mæta. Einnig var farið í framhaldsskóla með gjallarhorn og fólk hvatt til þess að fjölmenna. Meira: tomasha.blog.is Anna Pála Sverrisdóttir | 24. janúar Takk Reykvíkingar Þetta gekk allt vel fyrir sig og á endanum fylkt- um við liði og gengum saman út úr húsinu. Ungliðahreyfingar Tjarnarkvartettsins áttu góða samvinnu um að boða okkar fólk á svæðið, en vænst þótti mér um að meðal þeirra mörg hundruð manna sem lögðu leið sína að Ráðhúsinu var alls konar fólk; gamalt og ungt; fólk sem lætur ekki bjóða sér ruglið sem átti sér stað í dag. Meira: annapala.blog.is Steingerður Steinarsdóttir | 25. janúar Meistarar í ambögusmíð Ég hef ákaflega gaman af ambögum. Hér má sjá nokkrar óborganlegar: … þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg. Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér. Ég er svo þreyttur að ég henti mér undir rúm. Hann sat bara eft- ir með súrt eplið. Og, nú, góðir farþeg- ar, er einmitt fengitími melóna. … Það er ég sem ríð rækjum hér … Meira: steingerdur.blog.is Jóna Á. Gísladóttir | 25. janúar 2008 Foreldraviðtal og fitusog Ég er brjálæðislega ábyrgt foreldri. Sem sannaðist best með símtali sem ég fékk í gærmorgun um kl. 10. Ætlaðir þú ekki að vera í foreldraviðtali hér kl. 9:30, sagði umburðarlynd rödd í símann. Þetta var kennari Þess einhverfa. Og eins og alltaf þegar ég gleymi einhverju sem ég ætlaði alls ekki að gleyma fór hjartað á yfirsnúning og ég gat bara sagt ómægod ómægod, sorry sorry sorry. Hún hló bara að mér. Við gátum fundið annan tíma. Ákváðum að hittast í hádeginu. Það er alltaf gaman að fara í for- eldraviðtal í Öskjuhlíðarskóla. Hin besta skemmtun. Mikið hlegið. Ég fæ að heyra um hliðar á Þeim einhverfa sem við sjáum ekki endilega heima. Í gær sögðu kennararnir mér að Sá einhverfi biður ekki um hjálp í skól- anum. Ef hann til dæmis vantar hjálp til að klæða sig. Hann þiggur hjálpina ef honum er boðin hún en hann ber sig ekki eftir björginni. Halla kennari segir að hann setji upp sérstakan armæðusvip sem hún er farin að þekkja úr mílufjarlægð. „Aha, Ian þarf hjálp.“ Ég fékk líka að skoða myndir af honum, teknar í skólanum. Á einni sat hann við verkefnaborðið sitt með hvíta plastkörfu (sem venjulega geym- ir eitthvert verkefnið) á höfðinu. „Jæja,“ sagði ég. „Svo hann leikur líka Emil með súpuskálina á hausn- um í skólanum!“ Ég gat líka sagt þeim að þegar hann tekur dramaatriðið: hjálp, hjálp, hjálp (örlítil kaldhæðni í því, ekki satt?), þá er hann að leika atriði úr Kalla Blómkvist. Og að þegar hann horfir á Mary Poppins og sér litlu ensku systkinin á náttsloppunum sínum, þá fer hann í sinn slopp og sprangar hreykinn um í honum. – – – Föstudagurinn hjá mér fer í und- irbúning að árshátíð á milli þess sem ég hamast við að bóka frakt. Litun, plokkun, fitusog … nei ég er víst of sein í það. Allavega fyrir laugardag. En HB-búðin á Strandgötunni verður heimsótt og fjárfest í vafningi sem kemur í stað fitusogs. Eitthvað svipað og múmíurnar klæðast. Meira: jonaa.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ómerk ummæli Guðmundar Gunn- arssonar, formanns Rafiðnaðarsam- bands Íslands, sem hann lét falla í garð pólskrar eiginkonu forsvars- manns starfsmannaleigunnar 2b ehf. í fréttatímum Stöðvar 2 og RÚV í október 2005. Ummælin voru látin falla í kjölfar umræðu um kjör erlendra starfsmanna hér á landi. Hæstiréttur sýknaði hins vegar Guðmund af kröfum eiginmanns konunnar. Ummælin sem dæmd voru ómerk voru þessi: „Eiginkona þessa manns, sem er samlandi þessara manna, það er að segja pólsk kona, hún er að hóta því að ef þeir séu ekki þægir og góðir þessir menn þá verði þeir fluttir til Reykjavíkur og settir í alls konar skítadjobb og þeir verði látnir borga 80 þúsund kall í kostnað og fyrir einn dollara á tím- ann.“ „Og hún gengur á milli verkstjór- anna austur á Kárahnjúkasvæði og segir að ef þeir eru ekki þægir og góðir þessir Pólverjar að þá skuli þeir bara ganga í skrokk á þeim.“ „Já, konan, pólska konan, sem er annar eigandi þessa fyrirtækis, hún fór og sagði við verkstjórann, einn af verkstjórunum þarna upp frá, að ef að þeir væru með eitthvert múð- ur þessir Pólverjar þá ætti bara að lemja þá, þeir væru vanir því úr sínu heimalandi.“ Var Guðmundur dæmdur til að greiða konunni 250 þúsund krónur í bætur. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur dóm héraðsdóms yfir Guðmundi sem hafði dæmt hann til að greiða konunni 500 þúsund kr. í bætur og manni hennar að auki 300 þúsund kr. vegna ummæla í garð forsvarsmanna 2b. Í Hæstarétti var Guðmundur sýknaður af kröfum mannsins. Um þau ummæli Guðmundar í garð konunnar sem dæmd voru ómerk sagði Hæstiréttur að hann hefði drýgt ólögmæta meingerð gegn æru hennar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti málið fyrir Guðmund og Sveinn Andri Sveinsson hrl. fyrir hjónin. Ummæli í garð pólskrar konu dæmd ómerk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.