Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 17
ALÞJÓÐLEGI verkfæraframleið-
andinn DeWalt hélt nýverið ráð-
stefnu og sýningu hér á landi þar
sem ríflega 350 viðskiptavinum frá
Norðurlöndunum var boðið til Ís-
lands. Til viðbótar var um 50 við-
skiptavinum Sindra, umboðsaðila
DeWalt á Íslandi, boðið en Ísland
varð fyrir valinu þar sem hvergi í
heiminum er meira selt af verkfær-
um DeWalt, miðað við höfðatölu.
Samkvæmt upplýsingum frá Sindra
var þetta stærsta ráðstefna á veg-
um DeWalt fram að þessu. Kynnt
var ný vörulína af verkfærum og
fylgihlutum sem hefur verið þróuð.
DeWalt
valdi Ísland
Árvakur/Golli
Sýning Fjölmargir fulltrúar byggingarfyrirtækja á Norðurlöndunum og
Íslandi lögðu leið sína á Grand hótel og kynntu sér nýjungar frá DeWalt.
ÍSLENSKA auglýsingastofan Ó fékk
á nýliðnu ári alls tíu gullverðlaun í
auglýsinga- og hönnunarkeppni
Graphis, sem er
útgáfufyrirtæki í
New York, upp-
runalega stofnað í
Sviss. Að sögn
Einars Gylfason-
ar hjá Ó hefur
Graphis frá árinu
1944 gefið út bæk-
ur og tímarit um það besta sem er að
gerast í auglýsingum og hönnun í
heiminum. Meðal þess sem Ó hefur
verið verðlaunað fyrir eru bréfsefni,
auglýsingar og plaköt fyrir aðila eins
og Mjólku, Casting, Square One
Films, Öskju og Bláfjöll. Sjá má nán-
ari upplýsingar um Graphis og verð-
launin á vefnum www.graphis.com.
Ó með tíu
verðlaun
FUNDAÐ verður um viðskiptasér-
leyfi (e. franchising) á Grand hóteli á
mánudag á vegum Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands og bandaríska sendi-
ráðsins á Íslandi. Tilefnið er kynning
á alþjóðlegri ráðstefnu um viðskipta-
sérleyfi sem fram fer í Washington
11.-13. apríl næstkomandi en verið
er að undirbúa för sendinefndar ís-
lenskra fyrirtækja og áhugafólks um
sérleyfi á þá ráðstefnu, er nefnist á
frummálinu International Franchise
Expo 2008.
Í tilkynningu frá Nýsköpunarmið-
stöðinni kemur fram að hér á landi
séu um 100 aðilar með rekstur sem
byggi á viðskiptasérleyfi, en slíkt
leyfi er skilgreint sem nokkurs kon-
ar leiga á viðskiptahugmynd eða
vörumerki fyrirtækja. Sérleyfi megi
nota í næstum hvaða geira atvinnu-
lífsins sem er, þegar um sé að ræða
sölu á vörum og/eða þjónustu.
Fundað um
sérleyfi
NÝR stjórnarformaður hefur tekið
við hjá bandaríska álfélaginu Cent-
ury Aluminium, sem m.a. rekur ál-
verið á Grundartanga.
Hefur Craig Davis sagt af sér
stjórnarformennsku en John
O’Brien tekið við.
O’Brien er forstjóri fjárfestingar-
félagsins Inglewood Associates og
hefur setið í stjórn Century síðan ár-
ið 2000, meðal annars sem formaður
endurskoðunarnefndar stjórnarinn-
ar.
Eins og á við um mörg önnur félög
á markaði hefur gengi bréfa Century
lækkað umtalsvert á undanförnum
vikum og hefur það lækkað um rúm
18% frá 24. desember í fyrra.
Auk álversins á Grundartanga á
Century álver í Bandaríkjunum og á
hlut í súrálsvinnslufélögum í Banda-
ríkjunum og á Jamaíka.
Nýr stjórn-
arformaður
♦♦♦
♦♦♦
Fréttir í tölvupósti
Með Lífsvali, viðbótarlífeyrissparnaði Sparisjóðsins, átt þú góða möguleika á að safna myndarlegum sjóði og gera það sem
þig langar til á efri árum. Lífsval er traust leið til að tryggja afkomu á eftirlaunaárunum, auk þess að vera mikilvægur bakhjarl
ef slys eða langvinnan sjúkdóm ber að höndum.
Komdu í Sparisjóðinn og fáðu frekari ráðgjöf hjá þjónustufulltrúum
okkar eða farðu inn á spar.is
Hæsta einkunn í ánægjuvog fjármálafyrirtækja
DÚX
Eigðu von á góðu
F
í
t
o
n
/
S
Í
A