Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 27
Gamla kamínan Sú sem þjónaði í Sandey og nýr spegill frá Ítalíu. islegt að hafa svona stóran garð, það er framlenging á stofunni.“ Í garð- inum kennir margra grasa og þar hanga meðal annars listaverk sem hörður málaði með skipalakki og þak- málningu svo þau þola snjóa og veðr- un. Þar er líka stórmerkileg maðkétin vonarspýta sem var það fyrsta sem foreldrar hans fundu þegar heimili þeirra var grafið upp úr öskunni eftir gosið í Eyjum en Hörður er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Á spýtunni hangir gömul fata sem þjón- aði sem ljósakróna í herbergi hans þegar hann og Marentza kynntust. Og fatan er fest með tindi úr rakstr- arvél frá ömmu hans sem bjó í Skaftafellssýslu og flýði Kötlugosið á sínum tíma. Skepnurnar í kjallaranum Marentza og Hörður fluttu í risið í litla Skerjó á gamla heimili Marentzu þegar mamma hennar dó árið 1978 og bjuggu þar í eitt ár með pabba henn- ar. Ári síðar keyptu þau hluta af aðal- hæðinni og fluttu þangað niður en pabbi hennar var áfram uppi í risinu. „Árið 1985 keyptum við svo restina af hæðinni og höfum verið að breyta og bæta alla tíð síðan. Við höfum alltaf unnið mikið og þess vegna gátum við smátt og smátt eignast allt húsið og breytt og bætt.“ Þau hafa klætt það að utan, skipt og breytt gluggum og skipt um þak. Nú stendur til að opna og stækka eldhúsið og þá þarf gull- fallega eldavélin, sem hefur verið í húsinu frá upphafi, að víkja, en hún er frá 1943 og þau nota hana enn. Marentza og Hörður eru skapandi hjón og mikið fyrir myndlist, enda prýða mörg verk veggi heimilisins. Tvö stór verk eru eftir dóttur þeirra Fríðu sem er lærður grafíklistamað- ur. Svo eru auðvitað verk eftir fær- eyska málara og ein stór mynd af þorpinu þar sem Marentza ólst upp en það var á eyjunni Sandey, sem er næstsyðsta eyjan í Færeyjum. „Þetta var ólíkt því lífi sem við þekkjum í dag, við vorum með sjálfsþurft- arbúskap, kýr, kindur og hænsni og allt saman í kjallaranum. Og það kom ekki rafmagn í mitt þorp fyrr en ég var sjö ára.“ Það gat verið mikið líf og fjör í risinu okkar og eitt sinn bankaði leigubílstjóri hér uppá og spurði hvort þetta væri ekki færeyska sjómannaheimilið. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 27 Myrkrið víkur smám saman fyrir birtunni og þorrinn er genginn í garð. Í kvöld munu Blönduósingar og gestir halda á þorrablót kven- félagsins Vöku í félagsheimilinu. Síð- an rekur hvert blótið annað uns þorrinn víkur fyrir góu. Þorrablótin eru skemmtileg hefð og góðra vina fagnaður. Á svona samkomunum brúast kynslóðabilið, árið er gert upp og menn fá góðlátlega á bauk- inn. Á þorrablótum líðst að skemmta sér dálítið á kostnað annarra án nokkurra eftirmála. Þorramatur er sælgæti með nokkrum undantekn- ingum og að syngja þorra- og þjóð- legu lögin með samborgurum sínum er dásamleg tilfinning því of oft syngjum við hvert í sínu horni.    Undirritaður hefur verið vaxtar- samningur fyrir Norðurland vestra, en hann hefur verið í undirbúningi og vinnslu í rúm tvö ár. Er hann byggður á tveimur meginviðfangs- efnum þ.e. menningu og ferðaþjón- ustu og svo menntun og rannsóknum og mun ríkið leggja til 90 milljónir kr. á næstu þremur árum en heima- menn 60 milljónir. Ljóst er að þeim sem skipta þessum fjármunum á milli verkefna og héraða er mikill vandi á höndum.    Þeir sem þurfa að fara um Blön- dubrú komast ekki hjá því að sjá að betur má standa að snjómokstri. Um snjómokstur á brúnni sér Vegagerð- in samkvæmt reglum um snjómokst- ur en með svo stórum tækjum ná menn ekki að hreinsa brúna svo við- unandi sé. Brúin var þrengd á sínum tíma með gerð göngubrautar og þarf því aðgæslu er stærri bifreiðar mæt- ast á brúnni við bestu aðstæður. Eins og nú er háttað er snjór úti við kantana og hallast því stærri bílar hver að öðrum er þeir mætast og er því mikil mildi að ekki hafi stórslys hlotist af.    Lífið gengur sinn vanagang þessa fyrstu daga ársins en vert er þó að geta þess að matvælafyrirtækið Vilkó hefur keypt kryddverksmiðju til bæjarins og þannig rennt traust- ari stoðum undir atvinnulífið. Einnig er ljúft að geta þess að fyrirtækið Léttitækni er að stækka við sig vegna vaxandi starfsemi.    Það er ekki svo galið að minna á það svona í byrjun þorra að gamla Blöndubrúin stendur tilbúin rétt sunnan við bæinn og gegnir einungis minningarhlutverki um liðna tíð. Það er margra álit að brúin geti komið að góðu gagni með því að tengja saman byggð við ós Blöndu. Með þessu skapast skemmtileg gönguleið með bökkum Blöndu og eins er það að söfnin sem nú eru starfandi á Blönduósi og speglast í Blöndu hvort á sínum bakkanum mundu tengjast mun betur og styrkja hvort annað. BLÖNDUÓS Eftir Jón Sigurðsson Árvakur/Jón Sigurðsson Vetrarsýn Brekkubyggðin á Blöndu- ósi með Spákonufellið í baksýn. Kristján Bersi Ólafsson yrkir umóvænta atburðarás í Ráð- húsinu: Framsóknarmaður á förum er fylginu búinn að týna með bakið útsteypt í örum eftir félaga sína. Hann yrkir einnig: Ef kunnáttumenn í klækjum og prettum komast til valda hækkar verðið á hnífasettum! Erlendur Hansen á Sauðárkróki sendir vísu undir yfirskriftinni: „Fötin skapa flokkinn“: Fínan mann í Framsókn þekki fataðan gegn kuldatrekki af honum stafar geislaglans. Kastar hnífum, kurlar hlekki kraftajötna hræðist ekki grét í faðmi frelsarans. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Fötin skapa flokkinn frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila                      !"     #!$ %   á www.klmiceland.is    "    " &&'   " &       #  $ (  &      !  $ klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.