Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARMAÐURINN, mynd- listarmaðurinn og rithöfundurinn Philip Corner er meðal upphafs- manna Fluxus-hreyfingarinnar og hélt fyrir skemmstu merkilega uppákomu með Nýlókórnum á Ný- listasafninu. Þessi óhefðbundni kór hefur á undanförnum 5 árum verið virkur við flutning ýmissa óhefð- bundinna tónverka og gjörninga og er einn sinnar tegundar hér á landi, ef ekki víðar. Flutt voru gömul og ný verk eftir Philip Corner sem hann og Hörður Bragason skiptust á að stjórna. Fyrsta verk á efnisskrá, „PeopleVoi- ceSpace“ frá árinu 1962, skapaði strax gott andrúmsloft þar sem Nýlókórinn andaði djúpt og blés og andvarpaði og lét almennt vel að sér, áhorfendum og -heyrendum til mik- illar fróunar. Að loknum þeim stemmara tók við stórskemmtilegt riflildi milli kynjahópa kórsins. Þeg- ar hér var komið við sögu furðaði undirrituð sig á því að svona uppá- komur skyldu ekki vera tíðari hér á landi, einkum sé mið tekið af núver- andi framboði listviðburða miðað við títtrædda höfðatölu. Fluxus-hreyfingin mætti í stuttu máli útleggjast sem list hins daglega lífs. Flókin og innblásin list, runnin af einum einstökum höfundi, telst ekki til Fluxus. Fluxus-list skal vera einföld og skemmtileg og allt að því verðlaus, en til þessarar hreyfingar teljast fjölmargir listamenn út um allan heim, m. a. Viðeyjarvinkonan Yoko Ono. Aðdráttaraflið var mikið á umræddu kvöldi, enda var pláss- gott rými Nýlistasafnsins, sem fagn- ar nú 30 ára afmæli, þétt pakkað af gestum. Meðal verka sem stóðu upp úr þessa kvöldstund voru „frjálsari 12-tóna ruglingur“ fyrir hljóð- færahóp. Þar mátti heyra nokkurs- konar skopstælingu af 12– tónaverkum frumkvöðulsins Anton Webern, eða léttúðugt afbrigði af rígbundnu kerfi sem átti þó upp- haflega að frelsa eyru okkar frá staðnaðri díatóník og tóntegunda- miðju. Nýjasta verkið á efnisskránni, „Edda“, kom firnavel út hjá Nýló- kórnum, en um var að ræða hljóð- klasa, æpta og hvíslaða á víxl, þar sem gerð voru skil þremur völdum erindum úr Eddunni. Hugleiðingin „Peace, Be Still“ keyrði áfram á ein- um fallegum frasa, en eftir mínútu fór þessi kanón að hafa allt annað en tilætluð áhrif, a. m. k. hjá undirrit- aðri, og snerist eftir rest upp í nokk- uð þreytt og órólegt stagl sem minnti helst á örþreytta foreldra sem reyna að sefa æst börn sín eftir erfiðan vinnudag. Með þjálfaðri kór hefði útkoman ef til vill orðið betri, en þá hefðu önnur frumstæð og skemmtileg verk áreiðanlega ekki heppnast jafn vel, til að mynda ofan- greint rifrildi og Eddan. En hvað sem öllu líður er Fluxus klárlega ljós í tilverunni. Fleiri tón- leikar með Nýlókórnum eru til- hlökkunarefni. Fínn Fluxus TÓNLIST Nýlistasafnið Nýlókórinn og hljóðfæraleikarar fluttu tónverk eftir Philip Corner. Stjórnendur: Philip Corner og Hörður Bragason. Laug- ardaginn 19. janúar 2008. Philip Corner og Nýlókórinnbbbnn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nýlókórinn og Philip Corner „Með þjálfaðri kór hefði útkoman e. t. v. orðið betri, en þá hefðu önnur frumstæð og skemmtileg verk áreiðanlega ekki heppnast jafn vel, [...].“ segir í dómi Alexöndru Kjeld . Alexandra Kjeld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.