Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 24
Hátíska Það standast fáir Galliano snúning. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Pífur, pallíettur, silki, satín, siffon og línur sem minna stund- um meira á skúlptúr en fatnað settu að venju svip á há- tískusýningarnar fyrir vor og sumar 2008, sem haldnar voru í París nú í vikunni. Sýningar hönnuða á borð við Jean Paul Gaul- tier, John Galliano og Karl Lagerfeld reyndust sannkölluð veisla fyrir augað og staðfesting þess að hátískan í París er jú tískuiðnaðurinn í sinni öfga- kenndustu og íburðarmestu mynd. Það er líka hér sem verð á hátískukvöldkjól getur farið vel yfir 10 milljónir króna. Verð- miði sem – meira að segja í íslensku góðæri – er langt ofar fjár- hagsgetu flestra landsmanna. Verk úr listasögunni reyndust breska fatahönnuðinum John Galliano innblástur, en hann hefur farið fyrir Dior-tískuhúsinu sl. áratug. Tilvísanir í Salome Gustavs Klimts og Madame X Johns Singers Sargents voru sjáanlegar í sýningu þar sem grunntónninn var tæling í ríkmannlegum stíl upphafsára tutt- ugustu aldarinnar. Það er heldur ekki hægt að segja annað en að klæðin í sterkum rauðum, bleikum, grænum og gulum litum hafi skapað skemmtilegt mótvægi við drungalegan dökkan bak- grunninn. Jean-Paul Gaultier olli heldur ekki vonbrigðum með línu sem sýndi bæði hugmyndaauðgi og hnyttni. Gaultier leitaði að þessu sinni á mið hafsins – löguleg buxnadragt var t.d. í sæbláum og gráum litum sjávarins, á meðan kórallar, þari og skeljar áttu sína fulltrúa í fínlegum útsaumi og framandlegum litum. Stuttur kjóll prýddur ljósgrænum og gylltum perlum hæfði sænum ekki síður vel og meira að segja brúðarkjóllinn var ætlaður haf- meyju. Gaultier var þó ekki einn um að horfa til sjávar, því Karl Lag- erfeld leitaði þangað einnig með hönnun sem er sú mýksta og kvenlegasta sem hann hefur til þessa unnið fyrir Chanel- tískuhúsið. Hafstraumarnir birtust hér í viðkvæmnislegum hringmynstrum, vafningum og perlumóðurlitrófi og er kom að kvöldkjólunum tók þemað á sig allt að því fantasíukenndan blæ. Kristöllum prýddir silkikjólar með vísunum í skeljar og kóralla sem og handofin hringmynstruð strútsfjaðrapils féllu vel að straumum Ægis ekki síður en þeim munaðaranda sem hátísk- una einkennir. Giorgio Armani var líka í góðum gír, þótt vissulega hafi nytja- stefnan að venju sett svip sinn á klæðin. „Það þarf að hrista að- eins upp í hátískunni, ekki satt?“ hafði blaðamaður Daily Tele- graph eftir Armani baksviðs áður en hann sendi fyrirsætur sínar niður sýningarpallinn í kjólum sem sumir kölluðu hraun- glóð og eldfjöll fram í hugann. Appelsínurauður kvöldkjóll féll þannig eldheita pífu eftir pífu frá mitti niður í gólf að aftan á meðan síddinni var haldið ofan við hné að framan og hvelfd, blöðrulaga pils í hnésídd fengu hið skemmtilega viðurnefni „gígur“. Útgangspunktur Armanis að þessu sinni var þó ekki eld- fjallið Etna heldur súrrealismi. Ekki þó súrrealismi hins spænska Dalís, heldur sú meðvitaða ákvörðun að stilla saman flíkum og fylgihlutum sem við fyrstu sýn kunna að virðast eiga lítið sameiginlegt en sem í höndum eins af þekktustu núlifandi fatahönnuðunum öðlast nýtt líf. Hafmeyja Óvenjulegur brúðar- kjóll frá Jean-Paul Gaultier. Hafmeyjar hátískunnar Mósaík Skemmtilega mynstruð buxnadragt frá Gaultier. Reuters Listaverk Innblástur sinn fékk John Galliano m.a. úr verki listamannsins Gustavs Klimts. Öldurót og kóralrif Hafstraumarnir voru líka áberandi í hönnun Karl Lagerfelds fyrir Chanel tískuhúsið. Smáatriðin Það er mikið lagt í hönnunina hjá Galliano. Grunntónninn var tæling í ríkmannlegum stíl upphafsára 20. aldarinnar |laugardagur|26. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.