Morgunblaðið - 26.01.2008, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BJÖRGUN ehf. hefur lagt fram til-
lögu að matsáætlun vegna efnistöku
af hafsbotni í sunnanverðum Faxa-
flóa. Fyrirtækið hefur sótt möl og
sand í Faxaflóann áratugum saman
með leyfi frá iðnaðarráðuneytinu og
hefur nú sótt um endurnýjun á leyf-
inu. Þetta efni hefur verið notað við
margs konar framkvæmdir á landi.
Aðallega til fyllingar og framleiðslu
steypu og malbiks, að því er fram
kemur í tillögunni.
Þegar lögum um eignarrétt ís-
lenska ríkisins að auðlindum hafs-
botnsins var breytt árið 2000 var
ákveðið að við veitingu leyfa sam-
kvæmt lögunum skyldi fara fram
mat á umhverfisáhrifum.
Unnið hefur verið að mati á um-
hverfisáhrifum efnistökunnar í öll-
um flóanum frá því seinni part árs
2006. Matinu var skipt í þrjá hluta
varðandi efnistöku í Kollafirði, Hval-
firði og sunnanverðum Faxaflóa.
Tillagan sem nú er lögð fram
fjallar um efnistöku á síðastnefnda
svæðinu, það er í fjórum námum við
Syðra-Hraun og þremur námum út
af Hafnarfirði. Ætlunin er að stækka
eina námuna við Syðra-Hraun veru-
lega en ekki stefnt að því að opna
nýja námur. Í sunnanverðum Faxa-
flóa hefur Björgun tekið möl til fyll-
ingar og skeljasand til sementsfram-
leiðslu og notkunar sem
áburðarkalk.
Efnistakan fer fram með dælu-
skipum sem dæla efninu af hafs-
botni. Þannig fletta skipin smám
saman efsta hluta setsins af botnin-
um og á löngum tíma eykst sjávar-
dýpi á vinnslusvæðinu. Hafstraumar
eru svo harðir í sunnanverðum
Faxaflóa að rásir eftir dælinguna
hverfa og hafsbotninn sléttist á
vinnslusvæðum oft á ári. Í tillögunni
kemur m.a. fram að þess megi vænta
að fyllingarefni til margvíslegra
framkvæmda við sunnanverðan
Faxaflóa verði í vaxandi mæli sótt í
námur Björgunar í flóanum. „Ekki
er unnt að spá fyrir um efnisþörfina
með neinni nákvæmni, enda er hún
m.a. háð stórum framkvæmdum,
sem ekki hafa verið tímasettar. Í því
skyni að geta brugðist við stórum
verkefnum, sem upp kunna að koma
á næsta leyfistímabili hyggst Björg-
un ehf. sækja um leyfi til töku 25
milljóna rúmmetra efnis úr námun-
um á árunum 2008-2018,“ segir m.a. í
tillögunni. Tillagan er nú til kynn-
ingar hjá Skipulagsstofnun og er
frestur til að gera skriflegar athuga-
semdir við hana til 11. febrúar nk.
Björgun ehf. leggur fram tillögu að matsáætlun vegna efnistöku í sunnanverðum Faxaflóa
25 milljón rúmmetrar
Lexus Ísland
Nýbýlavegi 2
200 Kópavogur
Sími 570 5400
www.lexus.is
RX 400h: 3,3 lítra V6 bensín/rafmagn Lexus Hybrid Drive, 272 hö • E-CVT sjálfskipting með handskiptimöguleika • Fjórhjóladrif (E-FOUR) • 8,1 l/100 km í blönduðum akstri • CO
2
192 g/km í blönduðum akstri. GS 450h: 3,5 lítra V6 bensín/rafmagn Lexus Hybrid Drive, 345 hö • E-CVT sjálfskipting með handskiptimöguleika • Afturhjóladrif • 7,9 l/100 km í blönduðum
akstri • CO
2
185 g/km í blönduðum akstri. LS 600h: 5,0 lítra V8 bensín/rafmagn Lexus Hybrid Drive, 445 hö • 8 hraða sjálfvirkur gírkassi með E-CVT • Sítengt aldrif • 9,3 l/100 km í blönduðum akstri • CO
2
219 g/km í blönduðum akstri.
Hvenær kemur að því að minni mengun
Hefur í för með sér meiri afköst?
straX í dag.
RX 400h
EINSTÖK
AKSTURSUPPLIFUN