Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRGUN ehf. hefur lagt fram til- lögu að matsáætlun vegna efnistöku af hafsbotni í sunnanverðum Faxa- flóa. Fyrirtækið hefur sótt möl og sand í Faxaflóann áratugum saman með leyfi frá iðnaðarráðuneytinu og hefur nú sótt um endurnýjun á leyf- inu. Þetta efni hefur verið notað við margs konar framkvæmdir á landi. Aðallega til fyllingar og framleiðslu steypu og malbiks, að því er fram kemur í tillögunni. Þegar lögum um eignarrétt ís- lenska ríkisins að auðlindum hafs- botnsins var breytt árið 2000 var ákveðið að við veitingu leyfa sam- kvæmt lögunum skyldi fara fram mat á umhverfisáhrifum. Unnið hefur verið að mati á um- hverfisáhrifum efnistökunnar í öll- um flóanum frá því seinni part árs 2006. Matinu var skipt í þrjá hluta varðandi efnistöku í Kollafirði, Hval- firði og sunnanverðum Faxaflóa. Tillagan sem nú er lögð fram fjallar um efnistöku á síðastnefnda svæðinu, það er í fjórum námum við Syðra-Hraun og þremur námum út af Hafnarfirði. Ætlunin er að stækka eina námuna við Syðra-Hraun veru- lega en ekki stefnt að því að opna nýja námur. Í sunnanverðum Faxa- flóa hefur Björgun tekið möl til fyll- ingar og skeljasand til sementsfram- leiðslu og notkunar sem áburðarkalk. Efnistakan fer fram með dælu- skipum sem dæla efninu af hafs- botni. Þannig fletta skipin smám saman efsta hluta setsins af botnin- um og á löngum tíma eykst sjávar- dýpi á vinnslusvæðinu. Hafstraumar eru svo harðir í sunnanverðum Faxaflóa að rásir eftir dælinguna hverfa og hafsbotninn sléttist á vinnslusvæðum oft á ári. Í tillögunni kemur m.a. fram að þess megi vænta að fyllingarefni til margvíslegra framkvæmda við sunnanverðan Faxaflóa verði í vaxandi mæli sótt í námur Björgunar í flóanum. „Ekki er unnt að spá fyrir um efnisþörfina með neinni nákvæmni, enda er hún m.a. háð stórum framkvæmdum, sem ekki hafa verið tímasettar. Í því skyni að geta brugðist við stórum verkefnum, sem upp kunna að koma á næsta leyfistímabili hyggst Björg- un ehf. sækja um leyfi til töku 25 milljóna rúmmetra efnis úr námun- um á árunum 2008-2018,“ segir m.a. í tillögunni. Tillagan er nú til kynn- ingar hjá Skipulagsstofnun og er frestur til að gera skriflegar athuga- semdir við hana til 11. febrúar nk. Björgun ehf. leggur fram tillögu að matsáætlun vegna efnistöku í sunnanverðum Faxaflóa 25 milljón rúmmetrar                                          Lexus Ísland Nýbýlavegi 2 200 Kópavogur Sími 570 5400 www.lexus.is RX 400h: 3,3 lítra V6 bensín/rafmagn Lexus Hybrid Drive, 272 hö • E-CVT sjálfskipting með handskiptimöguleika • Fjórhjóladrif (E-FOUR) • 8,1 l/100 km í blönduðum akstri • CO 2 192 g/km í blönduðum akstri. GS 450h: 3,5 lítra V6 bensín/rafmagn Lexus Hybrid Drive, 345 hö • E-CVT sjálfskipting með handskiptimöguleika • Afturhjóladrif • 7,9 l/100 km í blönduðum akstri • CO 2 185 g/km í blönduðum akstri. LS 600h: 5,0 lítra V8 bensín/rafmagn Lexus Hybrid Drive, 445 hö • 8 hraða sjálfvirkur gírkassi með E-CVT • Sítengt aldrif • 9,3 l/100 km í blönduðum akstri • CO 2 219 g/km í blönduðum akstri. Hvenær kemur að því að minni mengun Hefur í för með sér meiri afköst? straX í dag. RX 400h EINSTÖK AKSTURSUPPLIFUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.