Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 33
m þeir
enni upp-
kröfur til
m og vilja
angelsi.
okkur að
þessir
segir
onir við
Multi
a eigi í
f-
ð felst í
nnin og
velli.
ínu um-
þau
skóla,“
ld að með
ra og
mun fyrr
a stofn-
vera
fa um að
anfarna
araðir
álum.
r hann.
ð byrja í
ví í alvöru
ndu ein-
mál hér á
landi. Um það urðu harðar deilur.
Nú sjáum við að krakkar eru sífellt
yngri þegar þeir fara út í neyslu,
óþroskuð börn eru lengi í neyslu.
Þau skemmast mikið, verða hörð og
ofbeldi er algengara en það er fylgi-
fiskur eiturlyfjanna. En eftir sem
áður eru þetta börn, krakkar sem
eins og allir aðrir, vilja láta þykja
vænt um sig.“
Byggja þarf upp eftirmeðferð
Sveinn Allan bendir á að umsókn-
um um langtímameðferðir ung-
menna hafi fækkað undanfarin
misseri.
„Það virðist vera sem barna-
verndarnefndir á höfuðborgarsvæð-
inu hafi gefist upp á að glíma við
þennan erfiðasta hóp,“ segir hann.
„Það virðist vera ómeðvituð eða
meðvituð ákvörðun starfsfólks
barnaverndar að þegar börnin eru
orðin 16-17 og eru enn í erfiðleikum
eru þau látin í friði.“
Manna þurfi barnavernd-
arnefndir betur og bæta þurfi eft-
irmeðferð fyrir ungmenni sem lokið
hafi vist á meðferðarheimilum. „Það
þarf að byggja eftirmeðferðina upp
frá grunni, hún er algjörlega engin í
dag,“ segir Sveinn Allan. „Ef þetta
væri í lagi held ég að færri ungling-
ar færu eins langt af braut og raun
ber vitni.“
meðferð
sínu lífi
Teikning/Guðrún Marínósdóttir
a sem fá óskilorðsbundna dóma afplána annað
a fangelsið, þar sem þau telja frelsið meira.
heimilt að beita þessu úrræði í málum ung-
menna á aldrinum 15-21 árs, þó aðeins einu
sinni hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem
svo er samið við brjóta ekki af sér innan tilsetts
tíma. „Mér finnst þetta ágætis úrræði,“ segir
Jódís. „Þetta er frekar lítið inngrip, þarna er
ungum afbrotamönnum gefið tækifæri til að
bæta sig. Það má segja að þetta sé gula spjald-
ið.“ Hins vegar er ákærufrestun beitt æ sjaldn-
ar að sögn Jódísar. Árið 2003 voru ákærufrest-
anir 77, árið 2005 voru þær 50 og í fyrra aðeins
3. Telur hún að skýringin sé hugsanlega sú að
nýtt úrræði, svokölluð sáttamiðlun, var tekin
upp í tilraunaskyni fyrir rúmu ári. Að baki
sáttamiðlun býr sú grundvallarhugmynd að
fólk sé fært um að leysa sjálft úr ágreinings-
málum sínum. Hugmyndafræðin felur í sér
m.a. í sér að gerandi og brotaþoli geti sjálfir
unnið að lausn ágreiningsmála, náð sáttum og
bætt þann skaða sem brotið hefur valdið.
Ólafur Emilsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lagði í
sínu erindi til að rannsakað yrði hvernig
ákærufrestun hefði hingað til reynst og hvort
beita ætti henni í meira mæli.
öngum
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÚTBOÐSÞING 2008 varhaldið í gær. Þar gerðufulltrúar ýmissa opin-berra stofnana, sveitar-
félaga og fyrirtækja í opinberri eigu
grein fyrir áformum um verklegar
framkvæmdir í mannvirkjagerð
fyrir nær 130 milljarða á þessu ári.
Jón Steindór Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins, setti þetta tólfta Útboðsþing
og stýrði fyrra helmingi þess. Auk
SI stóðu Félag vinnuvélaeigenda og
Mannvirki, félag verktaka, að
þinginu.
Jón Steindór segir að rekja megi
um 10% verðmætasköpunar í land-
inu til mannvirkjagreinarinnar. Það
sé meira en fjármálaþjónusta og
tryggingastarfsemi skili samanlagt
og tvöfalt meira en sjávarútvegur
leggur til landsframleiðslunnar.
Stærstu einstökum framkvæmd-
um Íslandssögunnar er nú að ljúka
á Austurlandi. Jón Steindór sagði
nærri láta að hlutur íslenskra fyr-
irtækja í framkvæmdunum þar
hefði numið um 50 milljörðum. Á
sama tíma var unnið að stækkun ál-
vers Norðuráls í Hvalfirði og bygg-
ingu jarðvarmavirkjana á Hellis-
heiði og Reykjanesi. Sagði Jón
Steindór hlut íslenskra fyrirtækja í
þeim framkvæmdum einnig hafa
numið um 50 milljörðum. Íslensk
fyrirtæki hefðu því velt um 100
milljörðum í tengslum við þessar
framkvæmdir, sem samsvaraði um
8.000 mannárum.
Sveitarfélögin stórtæk
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri
Framkvæmdasviðs Reykjavíkur,
greindi frá áformum um fram-
kvæmdir upp á tæpa 15,9 milljarða
á þessu ári. Þar af er stofnkostn-
aður fasteigna upp á 4.660 milljónir
og fara rúmir tveir milljarðar til
nýrra skóla og um fjórðungur til
íþróttamannvirkja. Rúmir sjö millj-
arðar eru áætlaðir til stofnkostnað-
ar gatna og 2,9 milljarðar til við-
halds gatnakerfisins. Til viðhalds
fasteigna borgarinnar verður varið
1,3 milljörðum. Alls ætlar Fram-
kvæmdasvið að framkvæma fyrir
tæpa 16 milljarða á árinu.
Gunnar Birgisson bæjarstjóri
gerði grein fyrir nýframkvæmdum
Kópavogsbæjar 2008. Alls á að
framkvæma fyrir 6.554 milljónir og
vega gatnaframkvæmdir upp á
tæpa 2,8 milljarða þar þyngst. Skól-
ar verða byggðir fyrir um 960 millj-
ónir, íþróttamannvirki fyrir 1,3
milljarða og önnur mannvirki fyrir
milljarð. Til veituframkvæmda fara
283 milljónir og 240 milljónir í við-
hald mannvirkja.
Árið í ár verður mesta fram-
kvæmdaár í 100 ára sögu Hafnar-
fjarðarkaupstaðar, að sögn Lúðvíks
Geirssonar bæjarstjóra. Alls á að
verja 6,7 milljörðum til fram-
kvæmda. Þar af rúmum þremur
milljörðum til nýbygginga, 3,5 millj-
örðum til gatnaframkvæmda og 200
milljónum í viðhald.
Aukning um 9,4 milljarða
Óskar Valdimarsson forstjóri
gerði grein fyrir framkvæmdum á
vegum Framkvæmdasýslu ríkisins.
Stofnunin annast framkvæmdir fyr-
ir Alþingi og ráðuneytin.
Alls er verkefnamagn ársins 2008
upp á um 11 milljarða króna en í
fyrra var ýmsu slegið á frest til að
slá á þenslu og aðeins framkvæmt
fyrir 1,6 milljarða. Verði öll verkefni
ársins að veruleika mun aukningin
milli ára því verða um 9,4 milljarðar
króna.
Í ár vega þyngst framkvæmdir
fyrir félags- og tryggingamálaráðu-
neyti upp á tæpa þrjá milljarða en
Þjórsá. Framkvæmdir vegna einn-
ar þessara virkjana upp á 7-8 millj-
arða verða væntanlega boðnar út í
vor. Ekki er búið að ákveða hvort
það verður Búðarhálsvirkjun eða
Hvammsvirkjun.
Ákvarðanir um væntanlegar
virkjanir á Norðausturlandi vegna
álvers á Húsavík verða líklega tekn-
ar í lok ársins. Í vor verða boðnar út
vinnsluboranir 20 borholna á árun-
um 2009-2012.
Ingólfur Eyfells, sérfræðingur
hjá eignastýringu Landsnets, gerði
grein fyrir framkvæmdaáætlun árs-
ins 2008. Þar eru bæði verkefni
tengd stóriðju sem ýmist eru í und-
irbúningi eða hafa þegar verið sam-
þykkt og vegna tengivirkja. Hann
gerði grein fyrir áætlun um kostnað
Landsnets við uppbyggingu flutn-
ingsvirkja vegna álvera í Helguvík
og við Húsavík en um þau ríkir
óvissa. Kostnaður þeirra vegna á
þessu ári gæti orðið 1.150 milljónir
og þar af gætu verkefni fyrir 850
milljónir verið boðin út.
Mikil aukning hjá OR
Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðs-
stjóri tæknimála hjá Orkuveitu
Reykjavíkur (OR), sagði að heildar-
fjárfesting fyrirtækisins í ár yrði
32,5 milljarðar samanborið við 20
milljarða í fyrra. Í þessari tölu felst
fleira en verklegar framkvæmdir.
Þar vegur kostnaður vegna nýrra
virkjana og rannsókna upp á 21
milljarð langþyngst og er kostnaður
vegna Hellisheiðarvirkjunar 15,2
milljarðar. Önnur verkefni tengd
virkjunum upp á 5,8 milljarða eru
m.a. vegna rannsókna og undirbún-
ings á nýjum virkjunarsvæðum á
Hellisheiði. Gert er ráð fyrir mikilli
uppbyggingu á Hellisheiði allt til
ársins 2011.
Árið í ár verður 10. starfsár OR
og nær nú þjónustan til 19 sveitarfé-
laga. Áfram verður mikil uppbygg-
ing á veitukerfum og einnig í orku-
framleiðslu. Í fyrra efndi OR til 56
verkútboða og var það stærsta upp
á sjö milljarða. Á þessu ári stefnir í
að útboðin verði fleiri en í fyrra.
Um 70% aukning í vegagerð
Rögnvaldur Gunnarsson, for-
stöðumaður framkvæmdadeildar
Vegagerðarinnar, sagði að á þessu
ári myndi stofnunin hafa 30.740
milljónir til ráðstöfunar en til sam-
anburðar var ráðstöfunarféð 18.150
milljónir í fyrra. Munar þar mestu
um aukningu á framlagi úr ríkis-
sjóði upp á rúma 8,7 milljarða.
Markaðar tekjur stofnunarinnar
munu og aukast um rúma tvo millj-
arða á þessu ári.
Rögnvaldur gerði grein fyrir
ýmsum framkvæmdum, sem búið er
að bjóða út eða áætlað er að bjóða út
fljótlega, þ.á m. vegi um Horna-
fjarðarfljót sem ætlunin er að bjóða
út í haust. Bakkafjöruvegi sem boð-
inn verður út með Bakkafjöruhöfn,
Suðurstrandarvegi sem boðinn
verður út í tveim áföngum í vor og
sumar, ýmsum framkvæmdum við
Reykjanesbraut, m.a. tvöföldun of-
an við Hafnarfjörð, og mislægum
gatnamótum við Arnarnesveg og
Vífilsstaðaveg. Þá er ætlunin að
bjóða út Vestfjarðaveg í Gufudals-
sveit á þessu ári og eru fjárveitingar
til þess verkefnis tæplega 1,9 millj-
arðar á þriggja ára tímabili.
Sigurður Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri við byggingu Tónlist-
ar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík,
sagði á þinginu að ekki væri búið að
ráðstafa öllu fé til byggingarinnar.
Nú væri verið að bjóða út ýmsa
þætti varðandi búnað og innrétting-
ar hússins upp á 3-4 milljarða
króna.
bygging hjúkrunarheimila eru nú á
vegum þess ráðuneytis. Næst kem-
ur umhverfisráðuneytið með fram-
kvæmdir upp á rúma 2,6 milljarða.
Það helgast m.a. af snjóflóðavarna-
mannvirkjum í Bíldudal, Bolungar-
vík, á Ólafsfirði og Neskaupstað
sem líklega verða öll boðin út á
þessu ári.
Hafnargerð á Bakkafjöru
Sigurður Áss Grétarsson, for-
stöðumaður hafnasviðs Siglinga-
stofnunar, kynnti framkvæmdir í
hafnagerð og sjóvörnum upp á tæpa
fjóra milljarða í ár.
Verið er að vinna að ýmsum verk-
efnum upp á um 720 milljónir. Áætl-
að er að bjóða út á þessu ári
bryggjugerð fyrir um 1,2 milljarða
og vinnu við þekju, lagnir og lýsingu
við hafnir upp á 380 milljónir, ýmsar
framkvæmdir og sjóvarnir fyrir
tæpar 300 milljónir og dýpkanir og
grjótgarða fyrir tæplega 1,4 millj-
arða. Þar af er milljarður vegna
Bakkafjöruhafnar.
Virkjanir í undirbúningi
Björn Stefánsson, framkvæmda-
stjóri virkjunardeildar Landsvirkj-
unar, sagði að enn væru í gangi
tveir stórir verksamningar vegna
Kárahnjúkavirkjunar og útgjöld
hennar vegna áætluð 14,5 milljarð-
ar á þessu ári. Nýlega var auglýst
útboð vegna gerðar lítillar stíflu
neðan við stóru stífluna.
Búðarhálsvirkjun, Hvammsvirkj-
un, Holtavirkjun og Urriðafoss-
virkjun í Þjórsá hafa lengi verið í
undirbúningi. Búið er að gera ýms-
ar ráðstafanir til að draga úr stærð
áformaðra lóna við neðanverða
Framkvæmdir fyrir 130
milljarða á árinu 2008
Verkefni ársins voru kynnt á Útboðsþingi 2008 í gær
Árvakur/Kristinn
Útboð Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, var á meðal þeirra sem gerðu grein fyrir
áætluðum verkefnum ársins hjá sveitarfélögum og opinberum stofnunum og fyrirtækjum.
Árvakur/Halldór Kolbeins
Verktakar Á Útboðsþingi var gerð grein fyrir verkefnum upp á um 130
milljarða og líklegt að áfram verði mikil umsvif í mannvirkjagerð.
Í HNOTSKURN
»Störfum í mannvirkjagrein-inni hefur fjölgað um 60% á
síðustu tíu árum og starfa nú um
16.000 manns við mann-
virkjagerð.
»Konur eru um 6% af þeimhópi og hefur það hlutfall
tvöfaldast á 15 árum.
»Árið 2000 var hafin byggingá 1.643 íbúðum en 4.393 íbúð-
um 2005. Í fyrra var byrjað á
3.970 íbúðum og gert er ráð fyrir
álíka mörgum í ár.