Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ E ftir atburðarás und- anfarinna daga hefur varla farið framhjá neinum að nýr meiri- hluti F-listans og Sjálfstæðisflokks er tekinn við í Reykjavík. Ólafur F. Magnússon fékk lyklavöld á fimmtudag og varð fimmti borgarstjórinn á jafn- mörgum árum. Allt var dottið í dúnalogn í Ráð- húsinu á föstudag eftir hávær mót- mæli daginn áður. Nýi borg- arstjórinn tekur innilega í höndina á blaðamanni og vísar honum inn á skrifstofu sína. Ólafur er hagvanur þar, enda oft fundað þar sem odd- viti F-listans í fráfarandi meiri- hluta. Fyrir það hafði hann sjaldan komið þar inn og aldrei á meðan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri. „Það sýnir hvað leiðir hafði skilið rækilega,“ segir hann. „Endilega spurðu!“ bætir hann svo við einbeittur á meðan hann stillir sér upp fyrir ljósmyndara: „Ég er nefnilega ólíkur sumum læknaprófessorum. Ég get bæði talað og staðið í einu!“ Mér var misboðið Kannski er annasamasti dag- urinn í starfi borgarstjóra sá fyrsti. Heimsóknirnar eru ófáar inn á skrifstofuna meðan á viðtal- inu stendur og reglulega heyrist stefið úr Já ráðherra. Þannig eru hringitónarnir í farsímanum hans Ólafs. Fjölmiðlamenn eru á línunni að spyrja út í kaupin á húsunum við Laugaveg og einn hringir gagngert til að lýsa yfir stuðningi við hann vegna óvæginnar umræðu í fjölmiðlum. „Ég byrjaði daginn á því að kveðja Dag [B. Eggertsson] sem borgarstjóra ásamt öðru starfsfólki Ráðhússins. Frá þeim tíma hef ég varla vikið frá skrifstofunni vegna erinda, fyrirspurna og viðtala. Ég hef gefið mér tíma til að tala við blaðamenn, sem ég hef alls ekki getað gert frá því á þriðjudag vegna anna.“ – Hvernig leið þér undir hróp- unum í gær [á fimmtudag]? „Ég held að þetta hafi ekki vald- ið mér eins miklum óþægindum og ætla mætti vegna þess að mér var misboðið eins og fjölmörgum sjón- varpsáhorfendum vafalítið líka og öllum sem mættu í friðsamlegum tilgangi og höfðu ekki eins hátt og mótmælendurnir, sem og starfs- fólki borgarinnar.“ – Heilsa þín hefur verið mikið til umræðu síðustu daga – finnst þér að þér vegið? „Fimmtán ára sonur minn sagði tvennt við mig í gær. Hann sagði: „Pabbi, ég er stoltur af þér.“ Og svo nefndi hann jafnaldra sína á fyrsta ári í framhaldsskóla sem var hópum saman gefið frí í skólanum til að mæta í Ráðhúsið. Ekki endi- lega af pólitískum ástæðum, heldur af því að það er gaman að fá frí í skólanum og mæta á pallana til að hrópa og baula á stjórnmálamenn. Það var miður að fráfarandi meirihluti ýtti undir þetta með því að breyta röðun ræðumanna á fundinum. Oddvitar fráfarandi meirihluta báðu um orðið áður en ég var kjörinn og flutti mína inn- setningarræðu. Auðvitað hefði ver- ið eðlilegra að þeir kæmu á eftir. En þeir gerðu þetta til að koma í veg fyrir að ég fengi að byrja eðli- lega sem borgarstjóri. Mér finnst vont að kjör borg- arstjóra geti ekki farið fram með eðlilegum hætti, hann fái ekki að flytja sína innsetningarræðu strax í upphafi. Ég trúi því og treysti að svona ofbeldi gegn lýðræðinu verði ekki beitt aftur. Það var vísvitandi verið að skemma fundinn, ekki bara mótmæla. Þegar farið er svona langt yfir strikið, þá finnur maður að fólki er misboðið. Ég hef fengið mjög mörg skilaboð og skeyti, og það sýnir að margir hafa tekið okkar málstað. Hér sé of langt gengið í persónulegri aðför og truflun á fundarsköpum. Það er allt annað mál að ég virði rétt fólks til að mótmæla, en það er líka réttur kjörinna fulltrúa að fá að tjá sig á fundum óáreittir.“ – Geturðu sagt mér frá veik- indum þínum? „Ég hef litið svo á að persónu- legt líf og heilsufar mitt væru einkamál,“ segir Ólafur, lítur yfir tjörnina og velur hvert orð gaum- gæfilega. „Ég þekki engin önnur dæmi um stjórnmálamann sem hefur nánast verið lagður í einelti vegna veikinda. Ég lenti í miklu mótlæti og veikindum á síðastliðnu ári og var frá vinnu um skeið. En hef nú um nokkurra mánaða tíma sinnt störfum á ný. Ég hef verið niðurdreginn og leitað mér hjálpar við því. En ég vænti þess að ég og fjölskylda mín þurfum ekki að finna meir fyrir þeim rætnu árás- um, lygum og fordómum sem við höfum setið undir. Ég held að á undanförnum dögum hafi allt í senn gerst, að vegið hefur verið að Læknar og stjórnmálamenn þurfa að vera mannlegir Árvakur/Árni Sæberg Fyrsti dagur Ólafs F. Magnússonar í emb- ætti borgarstjóra var á föstudag. Það gekk mikið á þegar hann tók við embætti borg- arstjóra á fimmtudag, efnt var til mótmæla á pöllum Ráðhússins af ungliðahreyfingum frá- farandi meirihluta og varð að gera hlé á fund- inum áður en að inn- setningarræðu hans kom. Pétur Blöndal ræðir við Ólaf um póli- tíkina, mótmælin, rógs- herferðina, veikindin og fjölskylduna. Borgarstjórinn Ólafur F. Magnússon segir samstarf fyrri meirihluta hafa strandað á því að áherslumálum F-listans hafi ekki verið haldið nægilega á lofti í fjarveru sinni. »Mér finnst vont aðkjör borgarstjóra geti ekki farið fram með eðlilegum hætti, hann fái ekki að flytja sína innsetningarræðu strax í upphafi. Ég trúi því og treysti að svona ofbeldi gegn lýðræðinu verði ekki beitt aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.