Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 29 opið í dag 11–16 lokað sunnudag MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 www.mirale.is Opið mánud.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 afsláttur 15–70% húsgögn gjafavara ljós heiðri mínum sem einstaklings, læknis og stjórnmálamanns. Að- standendum mínum hefur ekki verið hlíft í þessari aðför. Þeim finnst illskan í þessu máli keyra um þverbak og ótrúleg ósannindi borin á borð fyrir fólk. Mér finnst tími til kominn að ég njóti skiln- ings og fordómaleysis vegna veik- inda minna. Læknar og stjórn- málamenn þurfa að vera mannlegir. Aðalatriðið er að ég sinni störfum mínum af alúð og heilindum og láti hagsmuni al- mennings ganga fyrir mínum eig- in.“ Gerðist of snöggt – Stendur yfir rógsherferð gegn þér? „Ég hef orðið var við hugmynda- flug og illkvittni sem ég hélt að væri ekki til hjá fólki. Ég set spurningamerki við mannlegar til- finningar slíks fólks og starfs- heiður þeirra fjölmiðlamanna sem lengst hafa gengið í aðförinni gegn mér. Ég hefði ekki tekið við borg- arstjórastarfinu nema í þeirri trú að ég gæti staðið mig vel og komið fram stefnumálum mínum og hug- sjónum. Enda hef ég miklu að tapa, því ég lít ekki sjálfur framhjá þeirri staðreynd, að ég hef náð miklum árangri í stjórnmálum á átján ára ferli. Mér er annt um mannorð mitt og ljóst að ég gæti skemmt það ef væntingar and- stæðinga minna rættust.“ – Hvað var það sem gerði út- slagið um að síðasti meirihluti sprakk? „Sú staðreynd að F-listinn var ekki að ná fram sínum stefnu- málum eða áhrifum í ráðum og nefndum með viðunandi hætti. Hluti skýringarinnar er einnig sá að áður en ég kom aftur til starfa sem oddviti var ekki haldið á þess- um málum af nægilegri festu enda tengsl staðgengils míns í oddvita- hlutverkinu önnur en mín við gras- rótina í F-listanum. Afstaðan í flugvallarmálinu hefur ekki verið jafnskýr hjá Margréti [Sverr- isdóttur] eins og mér, sem hefur komið fram í atkvæðagreiðslu í borgarstjórn. Miðað við hvernig Margrét talar um mig í nýlegu opnuviðtali í Morgunblaðinu, hefur komið fram trúnaðarbrestur á milli okkar. Okkur Margréti hefur einn- ig greint á um það hverjir geti starfað með F-listanum. Undir minni forystu er fólk velkomið til starfa fyrir F-listann, hvort sem það er í Frjálslynda flokknum, Ís- landshreyfingunni eða telst til óháðra. Nefndakjör á borg- arstjórnarfundi í gær ber skýran vott um það. Allir sem sitja nú í nefndum og ráðum fyrir hönd F- listans styðja oddvitann og nær allir sem tóku sæti á listanum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar gera það.“ – Hefðirðu ekki þurft að tala við Margréti fyrr? „Í ljósi þess sem gerðist hefði það vissulega verið æskilegt, en aðstæður leyfðu það ekki vegna þess hve hröð atburðarásin var. Margréti var hinsvegar fullkunn- ugt um að þreifingar af hálfu Sjálf- stæðisflokksins höfðu átt sér stað við oddvita fyrrverandi meirihluta, ef undan er skilin Samfylkingin.“ – Hvaða málefni vógu þyngst? „Í málefnaskrá nýs meirihluta náum við fram öllum helstu áherslum F-listans, sérstaklega í samgöngu- og skipulagsmálum, en þó einkum í flugvallarmálinu. Ég hefði vart getað trúað því fyrr að við næðum svo langt sem raun ber vitni. Ég hef áður rakið það að áhersluatriðum F-listans var ekki haldið nægilega vel á lofti í fjar- veru minni. Og að áhrif okkar í nefndum og ráðum voru of lítil. Fráfarandi meirihluti var mynd- aður um almannahagsmuni í orku- málum, mál sem ég hef lengi bar- ist fyrir og ber fyrir brjósti. Mér virðist sem þverpólitísk sátt sé að nást í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og eignarhald al- mennings á fyrirtækinu og orku- lindum þess er tryggt hjá nýja meirihlutanum.“ – Fannst þér þú njóta sann- mælis í síðasta meirihluta? „Af ástæðum sem ég hef þegar rakið átti ég nokkuð erfitt upp- dráttar í fráfarandi meirihluta sem oddviti F-listans og helsti tals- maður málefna hans um árabil. Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, var undantekningin í þeim efnum.“ – Stóð ekkert í þér hvernig síð- ustu viðræður höfðu farið við sjálf- stæðismenn? „Jú, svo sannarlega. En þegar upp er staðið skiptir trúnaður við kjósendur mína mestu máli. Hann verður best sýndur með þeim mál- efnum og verkum sem ég stend fyrir.“ Friðrikarnir fjórir – Kæmi til greina að ganga aft- ur í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég hef ekkert verið að hugleiða það, enda önnum kafinn við að byggja aftur upp grasrót F- listans.“ – Þú ert nýorðinn afi! „Það má kallast skemmtileg til- viljun að annað barnabarnið mitt skuli fæðast sama dag og tilkynnt var að ég yrði næsti borgarstjóri í Reykjavík, en dóttir mín Anna Sig- ríður fæddi dóttur þann dag, 21. janúar síðastliðinn. Það er jafn- framt fyrsta stúlkan í fjölskyldunni frá því að Anna Sigríður fæddist fyrir tæplega 34 árum, hún eign- aðist soninn Jakob Yngva fyrir þremur árum. Svo á ég þrjá syni, tvíburabræðurna Magnús Friðrik og Kjartan Friðrik, sem eru 28 ára gamlir, og Egil Friðrik, sem er 15 ára. Ég var og er ákaflega stoltur af fjölskyldu minni.“ – Millinafn þitt er Friðrik – það nafn virðist vera þér kært. „Móðir þeirra ákvað Friðriks- nafnið og vildi með því tengja tví- burasynina saman innbyrðis og við föður sinn. Og auðvitað varð yngsti sonurinn að fá þetta nafn líka, enda ljón eins og allir Friðrikarnir fjórir.“ »Ég lenti í miklu mót-læti og veikindum á síðastliðnu ári og var frá vinnu um skeið. En hef nú um nokkurra mán- aða tíma sinnt störfum á ný. Ég hef verið nið- urdreginn og leitað mér hjálpar við því. En ég vænti þess að ég og fjöl- skylda mín þurfum ekki að finna meir fyrir þeim rætnu árásum, lygum og fordómum sem við höfum setið undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.