Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 51
Fánafrú Skrautlegur stuðningsmaður á fundi forseta- frambjóðandans John McCain í Flórída Busl Fílskálfur buslar í Bangkok á Tælandi. Glerblástur Bráðið gler mótað í Hvíta-Rússlandi. REUTERS-fréttastofan velur á degi hverjum úrval ljós- mynda sem teknar eru af ljósmyndurum á hennar veg- um. Af nógu er að taka og hér er aðeins lítið brot af þeim myndum sem birtust á vef fréttastofunnar í gær, en sýn- ir þó ágætlega hversu fjölbreyttar þær eru og teknar af miklu listfengi. Myndir segja oft meira en þúsund orð og orð fá sannarlega ekki alltaf lýst því sem fyrir augu ber. Reuters Dansmey Frá kjötkveðjuhátíð í Montevideo, Úrúgvæ. Segja meira en þúsund orð Leikarinn Stytta fægð fyrir afhendingu leiklistarverð- launanna SAG í Los Angeles sem fer fram á morgun. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga kl. 9-16.45. Alþjóðahúsið | Fjöltefli við Helga Ólafsson, skólastjóra Skákskóla Íslands og stórmeistara. Þátttak- endur komi með töfl. Tilkynnið þátttöku á helga@ahus.is fyrir kl. 12, á mánudag. Skákkvöld öll mánudagskvöld kl. 20 -22 í sam- starfi við Skákskóla Íslands. Bólstaðarhlíð 43 | Revía í Iðnó 5. febrúar kl. 14. Söngperlur úr ís- lenskum revíum. Rútuferð frá Bólstaðarhlíð kl. 13.10. Miðaverð kr. 2.500. og rútugjald kr. 500. Skráning í s. 535-2760. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Dag- ana 6.-10.feb. er menningar- og listahátíð eldri borgara í Breið- holti, m.a. íþróttahátíð á ösku- daginn, kynslóðir saman í ýmsum verkefnum, kynning á félagsstarfi í Breiðholti og dagskrá í Ráðhúsi, umsj. Þjónustumiðstöð Breið- holts. Hraunbær 105 | Í Árbæjarlaug er boðið upp á kennslu í sund- leikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12.05. Nánari upplýsingar í síma 411-5200. Fös- tud. 1. feb. Þorrablót, Þorramatur frá veisluþj. Lárusar Loftssonar. Þjóðlagasveit tónlistarsk. á Akra- nesi spilar. Þorvaldur Halldórs skemmtir. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730 fyrir 28. jan. Verð kr. 3.500,- Hæðargarður 31 | Listasmiðjan alltaf opin. Ganga alla daga nema sunnud. Leikfimi 3svar í viku. Fé- lagsvist og skapandi skrif mánud. Bör Börsson og Bónus á þriðjud. Þorrablót 1. feb. Revían 5. feb. Kíktu við í kaffi og skoðaðu alla dagskrána. U. 568-3132 Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund kl. 9.30. Upplýsingar í símum 564- 1490 og 554-5330. Kirkjustarf Dómkirkjan | Sunnudaginn 27. jan. kl. 14 er Kolaportsmessa á Kaffi Port. Fyrirbænum er safnað frá kl. 13:30 á meðan Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar leiða stundina. Allir velkomnir. 80ára afmæli. Átt-ræð er í dag, 26. janúar, Ragnhildur Ása Pálsdóttir. Hún býður vinum og vanda- mönnum í afmælisboð í Skógarseli 21 í Reykja- vík frá kl. 15 til 18. dagbók Í dag er laugardagur 26. janúar, 26. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Þegar sál mín örmagnaðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín, í þitt heilaga musteri. (Jónas 2, 8.) Vetrarfrí eru haldin í flestumgrunnskólum í febrúar. Ísumarbúðum KFUM ogKFUK í Vindáshlíð í Kjós, um 45 km frá Reykjavík, hafa um langt skeið verið haldnar vinsælar sumar- búðir fyrir stúlkur. Þar er nú í fyrsta sinn boðið upp á fræðandi námskeið fyrir foreldra og börn á vetrarfrítíma. Námskeiðið ber yfirskriftina Vellíð- an í Vindáshlíð og fjallar um uppeldi og samskipti, en boðið er upp á tvö nám- skeið: hið fyrra helgina 1. til 3. febrúar, og hið síðara helgina 15. til 17. febrúar. Fjölskyldan saman Hólmfríður Petersen er fram- kvæmdastjóri Vindáshlíðar: „Nám- skeiðinu er ætlað að skapa tækifæri fyrir fjölskylduna til að njóta skemmti- legrar samveru í vetrarfríinu. Dag- skránni er þannig hagað að foreldrar þurfa ekki að taka sér frí frá vinnu, og byggist á skemmtun, fyrirlestrum og ýmsum uppákomum,“ segir Hólm- fríður, sem skipuleggur námskeiðið í samstarfi við Hrund Þórarinsdóttur uppeldisfræðing og djákna. Fjör og fyrirlestrar „Mæting er í Vindáshlíð kl. 18.30 á föstudegi. Eftir kvöldmat er kvöldvaka og ýmiskonar skemmtun og fræðsla. Laugardagur hefst með fyrirlestri fyrir foreldra um uppeldishætti, og síðar um daginn fyrirlestur um úrlausn ágrein- ingsmála innan fjölskyldunnar,“ segir Hólmfríður. „Á meðan foreldrarnir hlýða á fyrirlestra er skemmtileg stund fyrir börnin og milli fyrirlestra er heil- mikið fjör fyrir alla fjölskylduna, fönd- ur, útivist og íþróttir,“ Náttfatateiti og kósýkvöld Dagskrá laugardagsins lýkur með náttfatateiti fyrir börnin, á meðan for- eldrarnir halda kósýkvöld. „Á sunnu- dag er helgistund í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð, og að loknum hádegismat halda fjölskyldurnar heim á leið.“ Þáttökugjald á námskeiðinu er 5.900 kr. á hvern gest, en ókeypis er fyrir börn yngri en þriggja ára og hámarks- verð 23.000 kr. á fjölskyldu. Innifalið er fæði og gisting. Nánari upplýsingar eru á slóðinni www.kfum.is og fer skráning fram í síma 588 8899. Fjölskyldan | Námskeið í vetrarfríi í Vindáshlíð fyrir foreldra og börn Samskipti og samvera  Hólmfríður Pet- ersen fæddist í Kópavogi 1966. Hún lauk stúdents- prófi frá Kvenna- skólanum í Reykja- vík 1986. BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1991 og viðbótarnámi í bókasafns- fræði fyrir skólasöfn frá sama skóla 1996. Hún stundar nú framhaldsnám við kennslu- og lýðheilsudeild Háskól- ans í Reykjavík. Hólmfríður starfar nú sem framkvæmdastjóri Vindáshlíðar. Tónlist Kjarvalsstaðir | Árlegir Mozart- tónleikar verða 27. janúar kl. 20. Flytjendur eru Krystyna Cortes, Val- gerður Andrésdóttir. Laufey Sigurð- ardóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Einar Jóhannesson. Helgi Jónsson mun spjalla um tónskáldið og tónlist- ina sem flutt verður. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð, sunnud. 27. janúar kl. 14. Annar dagur í þriggja daga keppni. Sjá nánar heimasíðu Breið- firðingafélagsins: www.bf.is KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í dag kl. 16 kvikmyndina Apocalypse Now (1979) eftir Francis Ford Cop- pola, í Bæjarbíói í Hafnarfirði, Strandgötu 6. Sögusvið mynd- arinnar er Víetnamstríðið frá sjón- arhorni Benjamins L. Willard höf- uðsmanns, sem sendur er inn í frumskóginn til að ráða af dögum ofursta í sérsveit bandaríska hers- ins, Walter E. Kurtz, sem álitið er að genginn sé af vitinu. Með helstu hlutverk í myndinni fara Martin Sheen, Marlon Brando, Robert Duvall og Dennis Hopper. Miðaverð er 500 kr. Miðasala verð- ur opnuð um hálftíma fyrir sýn- ingu. Apocalypse Now í bíó FRÉTTIR DR. JAMES A. Thurber, prófessor og forstöðumaður Center for Con- gressional and Presidential Studies við American University í Wash- ington D.C., heldur fyrirlestur þriðjudaginn 29. janúar í Hátíð- arsal Háskóla Íslands kl. 12-13, í fundaröð Alþjóðamálastofnunar og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, um forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum. Í íslenskri þýðingu ber fyr- irlestur dr. Thurber heitið Leiðin í Hvíta húsið: Innsýn í baráttuna um forseta- embætti Bandaríkjanna. Sendi- herra Bandaríkjanna, Carol Van Voorst, opnar fundinn. Vordagskrá Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands og Rann- sóknaseturs um smáríki er uppfærð á vefslóðinni www.hi.is/page/ ams_dagskra, en þar er ávallt að finna nýjustu upplýsingar um tíma- og staðsetningu á viðburðum. Fyrirlestur um forsetakosning- arnar í Banda- ríkjunum STJÓRN Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suð- ur, segir í ályktun, að það sé gríð- arlegt áfall fyrir Framsóknarflokk- inn að Björn Ingi Hrafnsson, leiðtogi flokksins í Reykjavík, hafi ákveðið að hætta í stjórnmálum. Í ályktun frá félaginu segir, að mikill uppgangur hafi verið í fé- lagsstarfinu og friður skapast und- ir öruggri forystu Björns Inga í borginni. Mörg góð verk liggi eftir hann, sem hafi lagt allan sinn metn- að í að vinna vel fyrir flokkinn sem og borgarbúa alla. „Það er með ólíkindum að ein- staklingar eins og Guðjón Ólafur Jónsson sem og ónefndur fyrrver- andi félagsmaður og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins geti lagst svo lágt til að skemma vísvitandi fyrir flokknum og flokksfólki öllu. Fólk sem er algjörlega rúið trausti og stuðningi innan flokksins, fólk sem hefur ítrekað reynt að beita svikum og óheilindum til að fá sínu fram- gengt. Stjórn Alfreðs fordæmir svona vinnubrögð afdráttarlaust og afgerandi,“ segir í ályktuninni. Mikið áfall fyrir Framsóknar- flokkinn BUGL bætist enn styrkur og nú nýverið bárust deildinni tveir ný- ir Renault-bílar að gjöf. Það er svokallað útiteymi barna- og ung- lingageðdeildarinnar sem fyrst og fremst mun njóta góðs af gjöf- inni en bílakostur teymisins er kominn nokkuð til ára sinna. Í fréttatilkynningu segir meðal annars að það hafi verið fyrir til- stilli Lionsklúbbsins Fjörgynjar að bílakostur útiteymisins var endurnýjaður. Bílarnir tveir eru af gerðunum Renault Clio og Re- nault Trafic og getur stærri bíll- inn tekið allt að átta farþega. BUGL mun ekki bera neinn kostnað af bílunum en B&L gaf eftir söluhagnað þeirra, Sjóvá gaf bílatryggingarnar, Glitnir fjár- mögnun og N1 útvegar eldsneyti. Merkjagerðin Frank og Jói merkti bílana BUGL-inu. Við sama tilefni var afhentur afrakst- ur árlegra aðventutónleika í Grafarvogskirkju upp á rúmlega eina og hálfa milljón króna. BUGL fær tvo Renault-bíla að gjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.