Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 39
MINNINGAR
Kveðja frá Lúðrasveit
Reykjavíkur
Árið 1972 varð Lúðrasveit
Reykjavíkur hálfrar aldar, og af því
tilefni efndi sveitin til tónleikaferðar
um byggðir Íslendinga í Vestur-
heimi. Hópferðir héðan á þessar
slóðir voru fátíðar þegar hér var
komið sögu og þurfti sveitin því að
Stefan J.
Stefanson
✝ Stefan J. Stef-anson fæddist á
Gimli í Manitoba í
Kanada 13. febrúar
1915. Hann lést á
sjúkrahúsinu á
Gimli 2. janúar síð-
astliðinn. Hann var
af íslenskum ættum
í báðar ættir og
einnig eiginkona
hans, Olla Ein-
arsson, sem and-
aðist 20. janúar
2000. Þau voru gift í
64 ár. Börn þeirra
eru Lorna, Ernst, María, Valdi-
mar og Eric. Barnabörnin eru tólf
og barnabarnabörn fjögur.
Stefán var sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu 1989.
Minningarathöfn verður á
Gimli í dag.
vinna alla undirbún-
ingsvinnu, því ferðin
var alveg á hennar
vegum. Þegar leitað
var hófanna vestra um
móttökur var enginn
vafi hvar bera ætti
niður. Þarna á ég að
sjálfsögðu við tvenn
heiðurshjón, Stefan og
Ollu Stefanson og Ted
og Marjorie Árnason.
Áhrifafólk í þjóð-
ræknimálum Íslend-
inga, með mikinn
áhuga á auknum
tengslum milli þjóðarbrotanna. Eft-
ir þetta urðu hópferðir vestur mjög
tíðar því þetta ágæta fólk nýtti sér
þessa reynslu til að standa fyrir slík-
um ferðum í báðar áttir árum sam-
an. Ferðir LR á þessar slóðir urðu
þrjár, og segir það nokkuð um
hvernig til tókst í upphafi, og ekki
síður þá vináttu sem til var stofnað
og efldist þegar árin liðu.
Stefan J. Stefanson á stóran hlut í
að efla samskipti þjóðarbrotanna og
eiga margir honum þakkarskuld að
gjalda fyrir óþreytandi hjálpsemi og
elju þegar til hans var leitað á þeim
vettvangi. Ekki síst sem fararstjóri
beggja vegna hafsins.
Þetta var honum eðlilegt, því auk
áhuga hans á þjóðræknimálum var
maðurinn starfsamur með afbrigð-
um og vanur að láta verkin tala.
Stefani uxu engin verkefni í augum,
en hann var einnig þeirrar gerðar að
ekkert vandamál var það smátt í
sniðum að ekki nyti það athygli hans
og málið var leyst.
Stefan var traustur maður og
heilsteyptur. Við fyrstu kynni var
hann hógvær og lét lítið yfir sér, lág-
vaxinn, grannur, en þegar skyldan
kallaði fór saman hjá honum ákafi
og seigla. Umfam allt; hann var góð-
ur maður. Hann var fljótur að
ávinna sér ómælda virðingu og
traust og þá kom í ljós að í honum
bjó allt það besta sem getið hefur Ís-
lendingum það góða orðspor sem af
þeim fer á heimaslóðum hans: Heið-
arleiki, samviskusemi og tryggð,
samfara óþreytandi vinnugleði.
Jafnhliða búskap nálægt Gimli
starfaði Stefan sem fógeti. Yfirfóg-
eti í Manitoba í þrjá áratugi. Hann
lét af búskap um 1970, en meðan
störfin voru tvö var vinnudagurinn
oft æði langur, því á Stefan hlóðust
mörg verkefni vegna áhugamála
hans og félagsþroska.
Félagar í Lúðrasveit Reykjavíkur
fengu mjög oft notið aðstoðar og
gestrisni Stefans og Ollu konu hans
vestra, og við nutum þeirrar gæfu
og ánægju að eiga vináttu þeirra í
áratugi; töldum það mikinn heiður
og reyndum að endurgjalda.
Stefan er heiðursfélagi Lúðra-
sveitar Reykjavíkur. Þökk sé þeim
og blessuð minning heiðurshjónanna
Ollu og Stefans Stefansonar.
Sverrir Sveinsson.
„Ertu í gati?“
Þessi orð koma
mér í hug þegar ég
minnist ömmu minn-
ar. Þessi orð voru
upphafið að djúpri og innilegri vin-
áttu. Amma tók á móti mér á
Hrísateig einmitt þegar ég var í
„gati“, þ.e. átti stund milli stríða í
námi mínu við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Í hvert skipti var tekið
á móti mér eins og höfðingja. Alltaf
var til með kaffinu, hvernig sem á
stóð og hjá ömmu minni byrjaði ég
að drekka kaffi, þá 17 ára gömul.
Gott var að geta dreift huganum og
hlýtt á ýmislegt, sem amma og afi
höfðu fram að færa. Seinna lá leiðin
hjá mér til frekara náms erlendis
en sambandið við ömmu hélt áfram,
þótt í annarri mynd væri. Bréfa-
skriftir tóku við þar sem mér voru
færðar fréttir að heiman af fjöl-
skyldunni. Í heimsóknum mínum til
Íslands reyndi ég að eyða eins
miklum tíma og ég gat á Hrísateig
og voru það góðar stundir. Fyrir
um 6 árum flutti ég heim og varð
mér þá ljóst eftir mikla fjarveru
hversu mikilvægt er að rækta vin-
áttu við aðra. Það var mér ljóst að
ekkert varir að eilífu og tímann
sem við höfum verður að nota.
Áhugi ömmu minnar á sínu nán-
asta umhverfi og hversdagsleikan-
um var óumdeilanlegur. Hún fylgdi
manni í gegnum allt sem maður tók
sér fyrir hendur og tók þátt í gleði
manns og sorg. Nú vantar sárlega
þennan þátt í lífinu. Ég sakna þess
að geta ekki lengur hringt og deilt
öllu með ömmu og fundið fyrir
hennar áhuga og stuðningi í öllu.
Látið henni í té upplýsingar um
líðan allra í fjölskyldunni, sem
henni fannst svo mikilvægt að vita
um. Það var einstaklega gott að
ræða öll heimsins mál við ömmu.
Hún var góður hlustandi og studdi
mig bæði og gagnrýndi líka tæpi-
tungulaust ef henni mislíkaði eitt-
hvað í mín fari eða lífi. Það þótti
Erla
Sigurjónsdóttir
✝ Erla Sigurjóns-dóttir fæddist á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 16. maí 1928.
Hún lést á Landspít-
alanum 10. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Laugarnes-
kirkju 22. janúar.
mér vænt um. Sá að
þarna var heiðarleg
manneskja á ferð.
Síðustu misseri fór
heilsu ömmu hægt að
hraka. Ég ásamt
fleirum reyndi að að-
stoða hana eftir bestu
getu. Bónus- og „nið-
ur Laugaveginn“-
ferðirnar eru mér eft-
irminnilegastar. Aldr-
ei fannst mér ég vera
þá að aðstoða gamla
konu, þvert á móti
vorum við tvær perlu-
vinkonur, sem eiginlega virtist ekki
vera neinn aldursmunur á, í bæjar-
og verslunarferðum. Ég sá hvað ég
átti góða vinkonu í ömmu minni.
Við flissuðum og gerðum grín eins
og unglingsstúlkur eða bölsótuð-
umst út í verðbólguna og tíðina
eins og verstu kellingar. Við kennd-
um hvor annarri að elda, hún
fræddi mig um „hefðbundna“ mat-
argerð en ég benti henni á „nýjar“
leiðir. Ég veit ekki hvernig veislur
á mínu heimili hefðu orðið ef henn-
ar hjálpar hefði ekki notið við.
Hefð var hjá okkur vinkonum að
ylja okkur yfir kaffisopa eftir versl-
unarleiðangrana. Þá sátum við í
eldhúsinu og skröfuðum um allt frá
karlmönnum og fatatísku yfir í
pólitík og heimsmál. Amma var
mjög sterkur persónuleiki og hafði
ákveðnar skoðanir. Hún var gædd
einstökum húmor og tókst að gera
stólpagrín að sjálfri sér þegar flest-
um öðrum hefði sennilega verið
grátur í huga. Hún hafði jákvæðni
og lífsgleði að leiðarljósi.
Ég kveð ömmu mína með mikl-
um söknuði og sorg í hjarta en er
um leið glöð og ánægð yfir því að
hafa fengið tækifæri til að njóta
vináttu og tryggðar þessarar stór-
kostlegu konu. Ég er þakklát fyrir
það veganesti sem hún færði mér
fyrir lífið. Á því mun ég lifa og
koma áfram til afkomenda minna.
Blessuð sé minning Erlu ömmu.
Afa og öllum aðstandendum votta
ég samúð mína.
Hlín Erlendsdóttir.
Elsku amma, þegar ég hugsa til
þín þá minnist ég allra skemmti-
legu stundanna í sumarbústaðnum
og afa á sundskýlunni í sólbaði. Hjá
þér var aldrei skortur á neinu og
alltaf hugsað svo vel um mann,
enda leiddist þér það ekki.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín, amma mín. Þú hafðir
einstakt lag á að segja okkur
barnabörnunum skemmtilegar sög-
ur af barnæsku okkar. Ég er svo
þakklátur fyrir að þú fékkst að
hitta Egil Flóka og hefði ég helst
viljað að hann fengi meiri tíma með
þér.
Nú kveð ég þig með söknuð í
hjarta, elsku amma mín. Þinn
Elvar.
Elsku amma, það tekur okkur
sárt að þurfa að kveðja í hinsta
sinn. Þegar dauðann ber að svona
óvænt og ófyrirséð gefst ekki tími
til þess, maður fær engar síðustu
stundir né síðustu orð. Það sem
stendur eftir eru þær góðu minn-
ingar sem við eigum um þig.
Ógleymanlegar stundir í sumarbú-
staðnum við Þingvallavatn, þegar
þú eldaðir uppáhaldsmatinn okkar,
sagðir okkur kisusögurnar og við
trítluðum út á verönd í náttfötum
með sippuband, svona var þetta
bara hjá ömmu. Þú varst svona
amma sem skammaðir mann aldrei,
hvernig svo sem það gat gengið
upp. Síðan áttum við okkar eigin
orð; pippi pipp, lúllumpúll sem bara
við notuðum, það þótti manni flott.
Alltaf var manni tekið opnum örm-
um, kökur á boðstólum og bros á
vör. Þú varst alveg frábær amma
og það gleymist aldrei. Það er allt-
af erfitt að þurfa að setjast niður
og líta yfir farinn veg í þeim til-
gangi að skrifa minningargrein um
ástvin en brosin læðast fram og
minningarnar streyma. Hugurinn á
alltaf eftir að leita til þín.
Elsku amma, þín er sárt saknað.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær,
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Þínar
Sandra og Lilja.
Erla, systir mín, hefur verið köll-
uð heim. Heim þangað sem
Upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Við Erla vorum ekki bara systur,
heldur líka fermingarsystur. Þegar
foreldrar okkar bjuggu í Lauga-
brekku í Reykjavík kynntist Erla
prestinum í Laugarnessókn, sr.
Garðari Svavarssyni. Fórum við þá
um „langan“ veg frá Bergstaða-
stræti 54 í Laugarnesskólann til
spurninga, sem fermingarfræðslan
var þá kölluð. Við fermdumst í
Dómkirkjunni því engin var kirkjan
komin í Laugarnesið.
Þar sem faðir okkar hafði komið
mér í fóstur vegna veikinda móður
okkar höfðum við Erla ekki sést
fyrr en ég kom suður 13 ára til að
fara í gagnfræðaskóla. Þó að aftur
kæmi til aðskilnaðar um tíma urð-
um við því nánari þegar við stofn-
uðum heimili og eignuðumst börn.
Heimili Erlu og Egils (oftast nefnd
bæði þó að talað væri um annað
þeirra) mátti oft líkja við umferð-
armiðstöð, svo vinsæl og vinmörg
voru þau, ekki að ástæðulausu. Fal-
lega lagt á dúkað borð og allur við-
urgerningur eftir því. Bakstur lék í
höndum Erlu. Gestrisni og hlýtt,
glaðlegt viðmót fylgdi þeim alla tíð.
Ég bið góðan guð að gefa Agli
mínum, börnum og fjölskyldum
þeirra styrk og von. Mína dýpstu
samúð votta ég ykkur öllum. Sam-
úð mína eiga líka vinkonur Erlu í
saumaklúbbnum, „Fimmurnar“
sem höfðu haldið hópinn frá ung-
lingsárum. Haldið því áfram, elsku
vinkonur, og minnist saman góðu,
dýrmætu stundanna.
Við ferðalok Erlu: Síðasta erindi
úr norskum sálmi, „Eg er á lang-
ferð um lífsins haf“, þýðandi Valdi-
mar V. Snævarr.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
Far í friði. Fagni þér englar og
almætti guðs.
Svanhildur Árný Sigurjóns-
dóttir (Svana systir).
Elsku Erla mín, það kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti að þú vær-
ir komin veik inn á spítala því
hressari konu þekkti ég varla.
Þennan stutta en dýrmæta tíma
sem ég fékk með þér met ég mikils.
Alltaf var gaman að koma í heim-
sókn til ykkar Egils, sást þó stund-
um minna í þig fyrri hluta heim-
sóknarinnar vegna anna við að
koma kræsingum á borðið. Þú
varst svo einstaklega hjartahlý, góð
og sjálfstæð kona með mikinn húm-
or. Þú kunnir svo sannarlega að
gera annars leiðinlegan dag hjá
þreyttri húsmóður skemmtilegan
með einni símhringingu. Og við
gátum nú blaðrað. Við Elvar eigum
eftir að segja Agli Flóka frá því
hvað þú varst yndisleg amma, því
skal ég lofa þér. Mikið á ég eftir að
sakna þín, elsku Erla mín, og minn-
ing þín á eftir að lifa vel og lengi í
hjarta mínu.
Ég votta Agli, Hrefnu, Dagnýju,
Ásdísi og öllum þeim stóra hópi
sem næst þér stóð mína dýpstu
samúð.
Megi guð varðveita sál þína. Þín
vinkona
Anna Margrét Óskarsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja þig. Ég þekkti þig ekki mik-
ið en nóg til þess að mig langar að
minnast þín því þú varst að mínu
mati einstaklega jákvæð og
skemmtileg kona og það var svo
gott og notalegt að vera í návist
þinni. Ég hitti þig ekki oft og þau
skipti sem það var, var í boðum hjá
dóttur minni sem voru haldin í til-
efni afmælis eða skírnar. Það sem
var svo eftirtektarvert við þig var
til dæmis það hvað þú varst mann-
glögg og alltaf sagðir þú nafnið
mitt í veislunum og ég furðaði mig
oft á því að þú skyldir muna það.
Ég man sérstaklega eftir þegar ég
hélt á barnabarninu mínu undir
skírn (langömmubarninu þínu) og
presturinn spurði hvað á barnið að
heita, „Egill Flóki,“ sagði ég og þú
brast í grát. Þú varst svo ánægð og
hafðir beðið eftir þessu nafni í
mörg ár þar sem maðurinn þinn
heitir Egill. Þú sagðir við mig inni í
eldhúsi, ekki átti ég nú von á þessu
og lái ég þér það ekki þar sem báð-
ir feður foreldranna heita Óskar,
svo þú hefur verið viss um að það
yrði nafnið.
Maður var alltaf með bros á vör í
þinni návist, þú sagðir svo
skemmtilega frá. Ég grenjaði úr
hlátri í nóvember síðastliðinn í árs
afmælinu hans Egils. Þú varst að
segja frá því þegar barnabarn þitt
sagði við mömmu sína, dóttur þína.
„Heyrðu mamma, þetta er ekkert
mál, hún amma gerir allt sem mað-
ur segir henni að gera,“ og bara
hvernig þú sagðir það var hreint út
sagt frábært. Það eitt að dóttir mín
sagði „O, mamma ég á eftir að
sakna hennar svo mikið, við vorum
svo miklar vinkonur,“ segir svo
mikið um þig, þú að verða áttræð
og hún rúmlega tvítug. Ég hugsa
til þess með miklum söknuði að
hitta þig ekki aftur á þessari jörð.
Egill maðurinn þinn, dætur þínar,
Hrefna, Dagný og Ásdís, makar
þeirra, börn og barnabörn eiga um
sárt að binda. Ég samhryggist ykk-
ur öllum innilega.
Ég veit að ef hægt er þá fylgist
þú vel með Agli litla, englinum sem
hefði dýrkað þig ef hann hefði
fengið að kynnast þér, nákvæmlega
eins og pabbi hans gerði.
Ég kveð þig Erla, þú varst algjör
perla.
María Haralds.
Fjörutíu ár. Svo agnarlítið brot
af eilífðinni, en oft svo stórt brot af
mannsævinni. Í lífi Erlu voru þau
rúmu fjörutíu ár sem ég þekkti
hana rúmlega helmingur af ævi
hennar. Ég er þakklát fyrir þau ár,
þau góðu kynni og þær góðu stund-
ir sem við áttum saman. Þótt síð-
ustu árin hafi samskiptin að mestu
leyti verið í formi jólakveðja, þá
voru það dýrmæt og ómetanleg
samskipti. Takk fyrir allt.
Elsku Dagný, kæri Egill, Hrefna
og Ásdís og fjölskyldur. Megi góð-
ur Guð styrkja ykkur á þessum erf-
iðu tímum.
Birna Jóhannesdóttir.
Alveg frá því ég man eftir mér
hefur amma verið til staðar, spyrj-
andi hvernig ég hafi það og hvað sé
að frétta. Það er erfitt að fá ekki
lengur svoleiðis símtal. Og ég
sakna þess að geta ekki komið í
heimsókn til hennar. Ég man að
hún gægðist alltaf út um gluggann
til að athuga hver væri kominn og
ef enginn gægðist út um gluggann
grunaði mann að hún væri ekki
heima. Svo tók hún alltaf brosandi
á móti manni. Búin að finna til
kræsingar á borðið. Ég fann alltaf
fyrir svo mikilli hlýju frá henni
ömmu og við öll fjölskyldan.
Ömmu þótti einstaklega gaman
að gefa og það í orðum og gjöfum.
Hún var alltaf að reyna að gleðja
mann og tókst henni alltaf vel til.
Amma var iðin við að halda boð
sem voru á 17. júní, bollukaffi á
bolludag og svo jólaboð annan í jól-
um og var alltaf gaman að koma í
boð til hennar, enda var hún svo
mikill gestgjafi í sér. Hún var svo
hress og jákvæð kona með mikla
útgeislun. Mér hefur fundist hún
hafa einstaka hæfileika félagslega
séð. Sumarbústaðarferðirnar með
ömmu og afa eru mér ógleyman-
legar og dýrmætar minningar. Þá
fóru amma og afi oft með okkur
Lilju frænku um helgar í sumarbú-
staðinn á sumrin. Það var alltaf
mjög gaman, við fórum í sund með
afa og svo þegar við komum aftur í
bústaðinn var amma búin að hafa
til mat og vissi nákvæmlega hvað
okkur fannst gott. Þegar ég minn-
ist ömmu sé ég hana fyrir mér
brosandi, hún var heillandi kona
með stórt hjarta.
Nú er engill sem var á jörðu
kominn til himna. Hennar verður
sárt saknað.
Erla Dögg Sigurðardóttir.