Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 35 ✝ Þórey Jóns-dóttir fæddist í Ytra-Kálfskinni á Árskógsströnd 30. ágúst 1927. Hún lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Ytra- Kálfskinni, f. 12. okt. 1892, d. 21. nóv 1981 og Rósa El- ísabet Stefánsdóttir, f. 12. júlí 1888, d. 2. feb. 1929. Seinni kona Jóns var Jó- hanna Margrét Sveinbjarn- ardóttir, f. 4. des. 1893, d. 16. des 1971. Gekk hún börnum Jóns í móðurstað. Þórey ólst upp í stórum systkinahópi í Ytra- Kálfskinni. Alsystkini Þóreyjar eru Brynhildur, f. 1916, Gunn- hildur, f. 1916, d. 2001, Helga og Brynjar Þór, f. 1991. 2) Jón Stefán f, 11. apríl 1958. 3) Kolbrún, f. 30. jan. 1963. 4) Dagmar Kristjáns- dóttir, f. 7. maí 1967, gift Hall- grími Hreiðarssyni, f. 1969. Börn þeirra eru Snorri, f. 1997, Egill f. 1999, og Bragi, f. 2002. 5) Þorvald- ur Eyfjörð, f. 1. sept. 1971, sam- býliskona Helena Ragna Frí- mannsdóttir, f. 1971. Börn þeirra eru Júlía Ýr, f. 1995, og Kristján, f. 1999. Uppeldissonur Þóreyjar og Kristjáns er Þorvaldur Baldvins- son, f. 29. júlí 1940, kvæntur Ingi- gerði Jónsdóttur, þau eiga 6 börn. Þórey tók landspróf í Hvera- gerði 1949 og stundaði nám og kennslu í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal á árunum 1950-1952. Þórey var fyrst og fremst hús- móðir en einnig starfaði hún við kennslu og fiskvinnslu. Hún var einnig mjög virk í félagsmálum og garðrækt var hennar aðaláhuga- mál. Útför Þóreyjar fer fram frá Stærri-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bergrós, f. 1921, og Einar, f. 1922, d. 2006, og samfeðra er Sveinn Elías, f. 1932. Þórey giftist 22. júlí 1956 Kristjáni Þorvaldssyni útgerð- armanni frá Gils- bakka, f. 11. feb. 1912, d. 17. maí 1991. Þau bjuggu alla sína búskapartíð í Gils- bakka á Hauganesi. Börn þeirra eru: 1) Margrét Soffía, f. 20. des. 1956, gift Gunn- ari Jakobssyni, f. 1957. Börn þeirra eru: a) Haukur Bergmann, f. 1977, maki Berghildur Ösp Jósa- vinsdóttir, f. 1978, börn þeirra eru Mikael Bergmann, f. 2002 og Klara Bergmann, f. 2005, b) Sandra Mjöll, f. 1983, maki Jóhann Ívar Óskarsson, f. 1982, dóttir þeirra er Rebekka Nótt, f. 2007. c) Með fáum orðum vil ég minnast Þóreyjar systur minnar, sem við systkinin kölluðum Tótu og aðrir gerðu það einnig á hennar bernsku- heimili. Nú er lokið áralangri áþján Alzheimers-sjúkdómsins sem hefur verið henni og aðstandendum erf- iður tími. Við Tóta systir vorum yngst af systkinahópnum og því fengum við gjarnan að leysa ýmiss konar verkefni í búskapnum sameig- inlega. Það kom í hennar hlut að rogast með mig á bakinu, eða snúast í kring um fé, sækja hesta og reka kýr, meðan ég var svo lítill að ég gat ekki fylgt henni eftir. Öllum á heim- ilinu voru ætluð margs konar verk- efni eftir getu og þroska. Linkind og leti voru ekki liðin. Þá kom sér vel jafnlyndi hennar, ósérhlífni og atorka að leysa öll verk af vand- virkni og trúmennsku. Þessa eigin- leika tamdi hún sér í öllu sínu lífs- hlaupi. Hún var ekki að trana sér fram til metorða, en lagði mörgum málum lið með hógværð og útsjón- arsemi í félagsmálastörfum eða á vettvangi atvinnulífsins. Ung tók hún þátt í störfun stúkunnar Bald- ursbrár, seinna í ungmennafélaginu Reyni, var þar í stjórn um árabil. Hún fór í framhaldsskólanám í Hveragerði í tvo vetur og lauk þar landsprófi, dvaldi þar hjá Binnu systur. Eftir það fór hún í Hús- mæðraskólann á Laugum og næsta vetur þar á eftir var henni falin kennsla í þeim sama skóla og þar með hófst hennar kennaraferill, sem síðar var um margra ára skeið henn- ar starf við Árskógarskóla. Tóta var mikið náttúrubarn. Hún átti létt með að læra, hvort sem var í skólum landsins eða skóla lífsins. Hún var ljóðelsk og hafði yndi af lestri góðra bóka. Á fyrri árum var minna um dægradvöl en nú er og því bókalestur kærkominn. Hún kunni utanbókar vísur og þulur, sem kom sér vel í veikindum hennar síðustu árin, þá mundi hún gömlu lögin og texta betur en margt annað. Hún var ætíð boðin og búin fyrir hin ýmsu félög sem störfuðu hér í sveit svo sem kvenfélag, ungmennafélag, slysavarnafélag, ungmennafélag og skógræktarfélag. Hún var í sókn- arnefnd kirkjunnar um skeið. Hún lærði snemma að fara vel með það litla sem hún hafði úr að spila, gerði litlar kröfur til sjálfs sín, kunni betur að láta aðra njóta þess sem hún gat látið í té. Kunni vel til hannyrða og prjónaði og saumaði á sína fjöl- skyldu. Hún undi sér löngum við ræktun blóma og gagnjurta fyrir heimilið. Mættu margir læra af lífs- hlaupi hennar til að forðast afleið- ingar eyðslusemi og óvarkárni, sem viðgengst í dag. Systir mín dáði skáldskap Davíðs frá Fagraskógi og lýk ég þessu með eftirfrandi erindi: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Að lokum vil ég senda starfsfólki Dalbæjar bestu þakkir fyrir frábæra aðhlynningu og nærgætni í garð Þór- eyjar og við Ása sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur á þessari kveðjustundu. Sveinn Jónsson. Þórey Jónsdóttir Það er margs að minnast og margar góðar minningar sem leita upp í hugann þegar við hugsum um hana ömmu Lilju. Amma var einstaklega ljúf og notaleg kona. Hún var alltaf í góðu skapi og á hlátur hennar eftir að sitja fast í minningu okkar, enda gat hún yfirleitt séð spaugilegu hliðarn- ar á lífinu. Þegar við lítum til baka þá er töluboxið hennar ömmu það fyrsta sem okkur dettur í hug. Við syst- urnar sátum tímunum saman á Dalbrautinni og þræddum tölur upp á band. Að komast í töluboxið hennar var eins og að komast í fjársjóð því þvílíkan fjölda af alls- kyns tölum höfðum við aldrei séð. Með tölur í annarri hendi og rúg- brauð með kæfu í hinni vorum við alsælar. Þegar við urðum eldri og fórum sjálfar að búa kom það ósjaldan fyr- ir að amma og afi kæmu í heimsókn en þá var sú gamla alltaf með eitt- hvað handa okkur. Oft var það eitt- hvað úr frystikistunni, kleinur eða kæfa. Kæfan og kleinurnar hennar ömmu hafa alltaf verið borðaðar með bestu lyst og hefur enginn í okkar fjölskyldu getað gert eins og hún amma þó að uppskriftin sé frá henni. Það vantar einfaldlega öm- muhendur til að þetta sé eins og það á að vera. Amma ólst upp í Ytri-Tungu á Snæfellsnesi og var sveitin henni hugleikin. Henni þótti ákaflega gott að geta rætt við Togga um sveitina þeirra eins og hún orðaði það og þegar við fórum vestur þá var það eitt af skylduverkefnunum að taka smá ölkelduvatn fyrir hana heim. Hafði hún þá oft á orði að hún hresstist til muna þegar hún fengi vatnið sitt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Lilja Halldórsdóttir ✝ Lilja Halldórs-dóttir fæddist að Ytri-Tungu í Staðarsveit 14. mars 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 13. janúar síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Akraneskirkju 18. janúar. Elsku afi, megi Guð veita þér styrk í sorg- inni. Aðalheiður, Berglind, Harpa og fjölskyldur. Elsku amma og tengdaamma, það er erfitt að trúa því að þú sért farin í aðra heima. En svona er lífsins gangur og við huggum okkur við það að nú líður þér vel. Þú varst svo einlæg, hlý og gestrisin. Það var svo gaman að koma til ykk- ar afa Óla í heimsókn, þá var sko ýmislegt skemmtilegt spjallað. Og á kaffiborðinu var dýrindis kaffibrauð sem við eigum alltaf eftir að sakna, fjallakökurnar frægu sem allir elsk- uðu og heimsins bestu kleinur og heimabakað brauð með kæfu. Fríða leit alltaf svo mikið upp til þín, henni fannst þú alltaf vera svo fín, alltaf með fallegu eyrnalokkana sem henni fannst svo gaman að skoða. Og Hafþóri leið svo vel hjá þér þeg- ar þú sast með hann og ruggaðir með hann í fanginu. Alltaf fannstu eitthvað sem vakti kátínu og lukku meðal barnanna, tölurnar sem svo mörg börn þræddu á tvinna við eld- húsborðið upp úr boxinu þínu sem þú hafðir safnað tölum í og varð- veittir svo vel. Og lopinn sem maður hjálpaði þér að vinda í hnykil þegar þú varst að byrja að prjóna sokka eða vettlinga sem þú laumaðir með í jólapakkann handa öllum börnunum þínum. Okkar sameiginlega áhugamál voru kindurnar okkar sem þú hafðir svo gaman af. Þú hafðir svo mikinn áhuga á sauðburðinum og lömbun- um. Og svo þegar farið var fram á Grafardal á vorin til að athuga gróð- urinn sagði afi Óli alltaf að þú værir búin að setja upp grænu gleraugun því þér fannst svo gaman að koma fénu fram eftir í frjálsræðið og feg- urðina upp til fjalla. Og svo á haust- in, þegar farið var í göngur, var þér alltaf kappsmál að menn hefðu nóg í sig og á. Alltaf tókstu til nestið í smaladunkinn og hugsaði maður sér gott til glóðarinnar að þegar maður kæmi niður af fjallinu biði manns heita súkkulaðið, hangikjötið, smur- brauðið og terturnar sem þú hafðir alltaf útbúið. Svo var þinn drauma- staður sumarbústaðurinn Ytri Tunga í Ölveri, þar leið þér alltaf vel. Og bauðst okkur oft upp eftir í sunnu- dagssteik, lambalæri eða hrygg með brúnni sósu, sem var alltaf svo sér- staklega góð með nýjum kartöflum sem þú og afi höfðuð ræktað.Og svo var stundum skellt sér í pottinn, það líkaði þér vel. Varst varla komin upp úr pottinum þegar þú skelltir í rjómapönnukökur. Þú vildir alltaf vera með fullt borð af alls kyns kræsingum. Elsku amma, það var gæfa og forréttindi að hafa kynnst og alast upp í kringum þig. Og fyrir okkur varst þú ímynd hins göfuga og góða. Allar góðu minningarnar um þig munum við varðveita vel í hjört- um okkar að eilífu. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Atli Viðar, María, Fríða Sif og Hafþór Kári. Okkur bræðurna langar að minn- ast ömmu okkar með nokkrum orð- um. Þegar við förum að hugsa, þá koma óteljandi minningar upp í hugann. Alltaf gátum við komið til þín þegar við vorum svangir, alltaf áttir þú eitthvað gott handa okkur, þótt við komum pakksaddir til þín og afa, þá fórum við ennþá saddari út. Við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar í sumarbústaðnum. Þeg- ar við vorum yngri, þá var ekki komið sumar fyrr en við fórum upp í Ölver til ömmu og afa. Alltaf varstu svo glöð og okkur leið alltaf svo vel hjá þér. Sama hvað við gerðum af okkur, þá skammaðir þú okkur aldr- ei. Núna þegar þú ert farin, sjáum við hvað allt er tómlegt án þín, elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur hjálpað og gefið okkur. Við minnumst þín sem bestu ömmu sem við gátum hugsað okkur. Hvíldu í friði, elsku amma. Kveðja Ólafur Helgi og Kristinn Halldórssynir. Amma Lilja er látin eftir mjög stutta sjúkdómslegu. Það kom okk- ur öllum mjög á óvart og ekki síður henni sjálfri að hún fengi krabba- mein, því amma lifði mjög heilsu- samlegu lífi og var nokkuð heilsu- hraust kona sem aldrei hafði lifað óheilbrigðu lífi. Hún tókst á við þennan sjúkdóm með því rólyndi og jafnaðargeði sem ávallt einkenndi hana. Ef hugsað er til baka rekur okkur ekki minni til að hafa heyrt hana ömmu okkar skamma ein- hvern eða hækka róminn þó að henni mislíkaði eitthvað, enda sagði hún eitt sinn að það hefði bara slæm áhrif að vera með læti eða garga á fólk. Amma var mjög félagslynd og hafði gaman af því að mæta í veislur og annan mannfagnað, því þá gat hún klætt sig upp á og hitt annað fólk. Hún var alltaf mjög hugguleg til fara og hugsað þónokkuð um út- litið. Einnig var amma með mjög fallega og slétta húð og höfum við stundum talað um það systurnar að þegar við eltumst myndum við vilja líta eins vel út og hún gerði. Segja má að amma hafi haldið fólkinu sínu vel upplýstu um það hvað var að gerast innan stórfjöl- skyldunnar því hún var í góðum samskiptum við allt sitt fólk og lét alltaf vita af viðburðum t.d. ef ein- hver átti von á barni o.þ.h. Amma var mjög mikil húsmóðir og var heimili hennar og afa alltaf hreint og fallegt. Hún var bæði góður kokkur og bakari. Varla var maður kominn inn úr dyrunum þegar byrj- að var að raða á borðið ýmsum kræsingum eins og pönnukökum, kleinum og fjallatertunni frægu. Mikið dálæti var á eldamennsku ömmu en þó stendur upp úr buffið góða sem sumum finnst leitt að hafa ekki fengið uppskrift að. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að okkur systkinunum yrði kalt á höndum og fótum, því amma sá um að prjóna á okkur ullarsokka og vettlinga. Á árum áður áttu amma og afi hjólhýsi sem þau fóru með um land- ið en svo endaði með því að þau lögðu því við Seleyrina í Hafnar- skógi og þangað var alltaf gaman að koma. Mesta sportið þótti þó að fara út í skóg með stunguskóflu og kló- settpappír, enda sést afrakstur þess á því hve fallegur skógurinn er orð- inn í dag. Á Seleyrinni var líka hægt að veiða í sjónum, gera stíflu í lækj- unum eða bara láta dekra við sig að hætti ömmu og afa. Amma var fædd og uppalin í sveit og var ætíð mikið náttúrubarn enda þótti henni fátt betra en að vera í sumarbústaðnum þeirra afa í Ölveri, Ytri-Tungu. Þar vildi hún helst vera og þar eyddu þau nánast öllum sumrum sínum seinni árin. Ekki er hægt að láta staðar numið án þess að minnast á þann mikla spenning sem var alltaf á okkar heimili á gamlársdag, því amma og afi komu til okkar í mat. Áður en þau komu þurfti nefnilega að koma fyrir hurðarsprengju því alltaf gerði amma okkur þann greiða að bregðast jafn skemmti- lega við þegar hún sprakk. Elsku amma Lilja, við viljum þakka fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem við höfum átt með þér og afa Óla. Minningarnar sem við eigum um þig munu lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku afi, við vottum þér samúð okkar og megi allt það góða styðja þig og styrkja. Ólöf Lilja, Sigurbjörn, Vilborg, Heiðar Þór og Gyða. Kæra mágkona. Nú er komið að kveðjustund og mig langar til að skrifa til þín nokk- ur orð. Leiðir okkar lágu saman er þú kynntist honum Óla bróður mín- um, og allt frá því vorum við góðar vinkonur. Það var mikill samgangur á milli okkar hjónanna og þín og Óla þegar við vorum á Skaganum og vorum við barnshafandi af okkar fyrstu börnum á sama tíma. Að- stæður breyttust, og samskipti okk- ar urðu slitróttari eftir að ég flutti í annað byggðarlag. Það var alltaf gaman hjá okkur, mér og Jóhanni, þegar við vorum með ykkur hjónunum og minnist ég helst Ölvers í Hafnarlandi þar sem oft voru haldnir dansleikir. Mörgum árum seinna eignuðust þið Óli bróðir sumarbústað á þess- um stað og þar áttuð þið yndislegar stundir saman, ein og sér í róleg- heitum eða með ykkar fjölskyldum. Þangað var ætíð gott að koma og þar, eins og allstaðar þar sem Lilja mín kom við, voru veitingarnar ætíð heimagerðar og í hæsta gæðaflokki og á íslenskan máta. Þú varst einstök kona, ljúf og góð við alla, jákvæð, og umfram allt hafðirðu alveg einstakt jafnaðargeð. Þitt blíða bros sem allir fengu að njóta og skorti ekki brosið þó að veikindin væru farin að segja mikið til sín. Þú og Óli bróðir eigið heiður skil- inn fyrir hversu vel þið hafið haldið utan um börnin ykkar og hefur sam- heldni ykkar átt sterkan þátt í að mynda þennan góða kjarna sem ykkar stórfjölskylda er í dag. Það var gott að vita að börnin ykkar skyldu vaka yfir þér og vera hjá þér er þú kvaddir þennan heim. Það er erfitt að missa, og sökn- uðurinn er mikill, en þegar heilsan og þrekið brestur og aldurinn færist yfir, þá er hvíldin tekin fegins hendi og hinsta ferðalagið verður sú lausn sem losar okkur undan þjáningum. Elsku Lilja, minningin um þig lif- ir, gæðakona hefur kvatt en hún hefur gert okkur að betri mann- eskjum. Elsku Óli minn, þér, börnunum og fjölskyldum þeirra sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja ykkur. Margrét Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.