Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 55 Síðustu nætur höfum við gistá heimili útgefenda okkar íJapan, hjá hjónunum Taka og Kyoko og fimm ára syni þeirra. Hjónin stofnuðu útgáfuna Afterhours fyrir tæpum áratug en áður störfuðu þau við japönsk tónlistartímarit. Fyrir utan tón- listarútgáfu standa þau einnig að útgáfu tónlistar- og menningar- tímaritsins Afterhours en síðasta tölublað var einmitt tileinkað lista- og menningarlífinu í Reykjavík. Þau búa í huggulegu og líflegu hverfi sem nefnist Shimo Kita- sawa sem einhverjir hafa viljað kalla „bóhemhverfi“ Tókýó- borgar. Sú nafngift er alls ekki út í hött en þarna má finna alls kyns „secondhand“-verslanir og áhugaverð veitingahús. Þarna er maður jafnframt nokkuð laus við hamagang stærri hverfanna eins og Shibuya þar sem lætin, mann- hafið og ljósríkið draga fljótt úr manni máttinn. Það er því mjög gott að vera í Shimo Kitasawa. Morgunstund gefur gull í mund Við sofum á örþunnum dýnum, einhverju sem heimamenn kalla „futon“, en þessar dýnur eru eng- an veginn gerðar fyrir dekraða vestræna líkama. Maður vaknar því eldsnemma og með verki í beinum sem er vissulega ergilegt en þó gefur morgunstund alltaf á einhvern hátt gull í mund. Fimm ára sonur hjónanna, Siuski, hefur átt stóran þátt í að auðvelda okkur morgunrisuna en þegar við skjögrum á lappir tek- ur hann yfirleitt á móti okkur með nýlöguðu kaffi og með því. Hann hefur nefnilega sérstakan áhuga á því að þjónusta okkur og leggur gífurlegan metnað í það. Eitt skiptið þegar við fórum út að borða í hverfinu tók hann um- svifalaust að sér að hella bjór í glösin okkar. Í einni áfyllingunni fóru nokkrir dropar út fyrir, sem enginn gaf í rauninni gaum, en hann skammaðist sín rosalega yf- ir óhappinu og sýndi fram á iðr- un sína með því að krjúpa heil- lengi með höfuðið í gólfið. Þessi uppákoma þótti okkur mjög und- arleg og það má segja að hún sé helsta menningarsjokkið sem við höfum orðið fyrir í ferðinni. Útgáfutónleikar og karókí Annars hefur ýmislegt drifið á daga okkar hér í Tókýó. Rússí- banaferð situr nokkuð ofurlega og eins áttatíu metra hár fallturn sem ég og bassaleikarinn reynd- um. Þá heimsóttum við íslenska sendiherrann í Japan, Þórð Ægi Óskarsson, og hitt starfsfólkið við íslenska sendiráðið. Þar var tekið vel á móti okkur og þau end- urguldu síðan heimsóknina með því að mæta á tvenna tónleika okkar í Shibuya, annars vegar á sjö hundruð manna stað sem nefnist Duo Music Exchange, en þar hituðum við upp í annað sinn fyrir múm, og hins vegar á út- gáfutónleika okkar sem haldnir voru á tvö hundruð manna staðn- um O-Nest. Karókí í fimm tíma Fyrri tónleikarnir, á Duo Music Exchange, voru gífurlega vel heppnaðir. Í lok síðasta lagsins hjá okkur var söngvarinn, Svavar Pétur Eysteinsson, lagstur löðr- andi sveittur á sviðið með gít- arinn á bakinu og míkrafóninn einhvers staðar kraumandi undir sér. Þegar síðasti tónninn dó út stökk hann brosandi á lappir með blóðuga neðri vör. Áhorfendur brugðust við að venju með hnit- miðuðu og stuttu lófaklappi. Útgáfutónleikarnir voru sömu- leiðis sérstaklega vel lukkaðir. Að þeim loknum var haldið í ka- rókí á nálægum stað en þangað mætti öll hjörðin og skiptist á um að syngja næstu fimm tímana. Ég hef sjaldan skemmt mér betur. Nú er Japansdvölinni aftur á móti lokið og ég held að hljóm- sveitin geti verið nokkuð sátt við frammistöðu sína á þessu sér- staka tónleikaferðalagi. Og von- andi eigum við eftir að endurtaka leikinn. Blóðugar varir og karókí SKAKKAMANAGE Í JAPAN Þormóður Dagsson » Þegar síðasti tónn-inn dó út stökk hann brosandi á lappir með blóðuga neðri vör. Áhorfendur brugðust við að venju með hnitmiðuðu og stuttu lófaklappi. Ljósmynd/Svavar Örn Eysteinsson Kræsingar Matarmenning Japana er afskaplega litrík og skemmtileg. Íslendingarnir reyna sig á prjónunum á japönskum veitingastað í Tókýó. thorri@mbl.is LEIKKONUNNI Scarlett Joh- ansson er margt til lista lagt eins og sannaðist þegar hún kom fram með hljómsveitinni Jesus & Mary Chain á Coachella-tónlistarhátíðinni í fyrra. Nú hafa þær fregnir verið staðfestar að í burðarliðnum sé hljómplata þar sem Scarlett syngur nokkur vel valin lög eftir banda- ríska tónlistarmanninn Tom Waits. Platan mun heita eftir einu laga Waits, „Anywhere I Lay My Head“ og upptökum stjórnar Dave Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio. Einnig kemur að gerð plötunnar Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeah’s. Áætlað er að platan komi út í vor á vegum plötufyr- irtækisins Atco sem er í eigu Rhino Entertainment. Tom Waits Scarlett Johansson Scarlett túlk- ar Tom Waits
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.