Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GIORGIO Napolitano, forseti Ítalíu, hóf í gær fimm daga samráðsfundi með leiðtogum stjórnmálaflokk- anna um hvort boða ætti til kosn- inga eða mynda bráðabirgðastjórn eftir að Romano Prodi forsætisráð- herra sagði af sér. Forystumenn ítalskra hægri- manna, þeirra á meðal Silvio Ber- lusconi, fyrrverandi forsætisráð- herra, kröfðust þess að boðað yrði til þingkosninga þegar í stað. Þrjár nýlegar skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkarnir séu með rúmlega tíu prósentustiga forskot á vinstri- og miðflokkana. Margir stjórnmálaskýrendur telja þó ólíklegt að Napolitano boði til kosninga áður en kosningalög- gjöfinni verði breytt til að draga úr vægi smáflokka og auðvelda stóru flokkunum að mynda sterkar ríkisstjórnir. Napolitano hóf samráðið með því að ræða við Franco Marini, forseta öldungadeildar þingsins, og Fausto Bertinotti, forseta neðri deildarinnar. Marini er á meðal þeirra sem taldir eru koma til greina í stól forsætisráðherra ákveði forsetinn að mynda bráða- birgðastjórn. Forseti Ítalíu ræðir hvort mynda eigi bráðabirgðastjórn Giorgio Napolitano NÝ skoðanakönnun bendir til þess að Barack Obama sé sigurstrang- legastur í forkosningum demókrata í Suður-Karólínu í dag. Obama er með 39% fylgi í ríkinu og Hillary Clinton 24% ef marka má könnun- ina. John Edwards, sem sigraði í forkosningum demókrata í Suður- Karólínu fyrir fjórum árum, er nú í þriðja sæti, með 19% fylgi, sam- kvæmt könnuninni. Um 50% kjósenda demókrata í Suður-Karolínu eru blökkumenn og stuðningurinn við Barack Obama stórjókst í ríkinu eftir sigur hans í Iowa 3. janúar. Obama spáð sigri í forkosn- ingum í Suður-Karólínu Í sókn Barack Obama á kosninga- fundi í Suður-Karólínu. Reuters KONUR í Mexíkóborg hafa orðið fyrir svo mikilli áreitni karlmanna í strætisvögnum borgarinnar að yf- irvöld hafa ákveðið að bjóða upp á vagna sem aðeins verða ætlaðir konum. Ákvörðunin hefur vakið mikla ánægju meðal kvenna en reiði meðal karlmanna sem þurfa að bíða nokkrum mínútum lengur eftir strætisvagni. Áður höfðu borgaryfirvöldin komið upp sér- stökum jarðlestavögnum fyrir kon- ur til að þær gætu forðast ágenga karlmenn. Boðið hefur verið upp á sérstaka strætis- eða jarðlesta- vagna fyrir konur á Indlandi, í Brasilíu, Japan og fleiri löndum. Strætisvagnar fyrir konur AP Enga áreitni Kvennavagn í Mexíkó. RÆNINGJAR á bifhjóli réðust á konu, drógu upp sveðju og skáru af henni sítt hár, sem hún hafði safnað í tvo áratugi, að sögn lögreglunnar í borginni Aracaju í norðaust- anverðri Brasilíu. Lögreglumaður í borginni sagði að konan hefði verið á leið í kirkju þegar ræningjarnir réðust á hana. Konan hefði ekki látið klippa hárið í 20 ár og það hefði verið um það bil 150 sentímetra sítt. Hann taldi að ræningjarnir hygðust selja hárið sem yrði síðan notað í hárkollu. Hann sagði að svo sítt hár myndi kosta sem svarar 35.000 krónum. Rændu hári STJÓRNVÖLD í Zimbabve til- kynntu í gær að þing- og forseta- kosningar yrðu haldnar í land- inu 29. mars. Robert Mugabe forseti, sem er 83 ára og hefur stjórnað landinu frá því að það fékk sjálfstæði árið 1980, ætlar að sækjast eftir endur- kjöri. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins hefur hótað að taka ekki þátt í kosningunum ef Mugabe og flokkur hans reyna að hafa rangt við. Samkvæmt opinberum hagtöl- um er verðbólgan í Zimbabve nær 8.000% en hagfræðingar telja að hún sé í raun u.þ.b. 50.000%. Atvinnuleysið er um 80%. Kosið í mars í Zimbabve Robert Mugabe ÖFLUG bílsprengja varð hátt- settum rannsóknarlögreglumanni og þremur öðrum að bana í Beirút í Líbanon í gær, tugir að auki særð- ust. Lögreglumaðurinn vann m.a. að rannsókn á mörgum sprengju- tilræðum gegn andstæðingum Sýr- lendinga síðustu árin í Líbanon. Sprengjutilræði HJÓNASKILNUÐUM fjölgaði í 1,4 milljónir í Kína á síðasta ári, eða um 18,2% frá árinu áður. Kínverska fréttastofan Xinhua hafði eftir embættis- mönnum að nýjar reglur, sem auðvelda fólki að fá skilnað, hefðu stuðlað að fjölgun hjónaskilnaða. Aukið vinnuálag er einnig talið hafa stuðlað að þess- ari þróun. Xu Anqi, fræðimaður við félagsvísindaháskóla í Sjanghæ, sagði að Kínverjar væru auk þess ólíklegri en áður til að sætta sig við hjóna- bandsvandamál á borð við framhjáhald. Um 9,5 milljónir para gengu í hjónaband í Kína á síðasta ári, um 11,8% fleiri en árið áður. Skilnuðum fjölgar í Kína STUTT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EGYPTUM virðist vera að mistakast að stöðva ferðir Gaza-búa yfir landa- mærin til að ná þar í ýmsar nauðsynj- ar. Stóðu óeirðalögreglumenn að lok- um aðgerðalausir hjá í gær þegar herskáir liðsmenn Hamas-samtak- anna óku stórri, gulri jarðýtu á landamæramúrinn við borgina Rafah og rufu með því enn eitt gatið á hann. Lögreglumennirnir yfirgáfu að lok- um staðinn enda rauf fólkið stöðugt ný göt á múrinn. Áður hafði lögreglan beitt rafbyssum og háþrýstivatnsdæl- um til að reyna að stöðva fólkið og fluttar voru gaddavírsrúllur og öflug- ar keðjur að landamærunum. Byssu- skot heyrðust og mun egypskur landamæravörður hafa særst lítillega. Tilkynnt var loks með gjallarhornum að landamærunum yrði endanlega lokað þegar liði á kvöldið í gær. Geysilegur skortur er á flestum brýnum nauðsynjum á Gaza vegna þess að Ísraelar banna aðdrætti vegna flugskeytaárása herskárra Pal- estínumanna frá Gaza á Ísrael. Talið er að um 700 þúsund manns eða nær helmingur Gaza-búa hafi nú nýtt sér tækifærið eftir að múrinn var fyrst rofinn á miðvikudag og farið yfir til Egyptalands til að birgja sig upp af mat, eldsneyti og fleiri nauðsynjum. Hamas-menn segjast styðja við- leitni Egypta til að halda uppi lögum og reglu á landamærunum. Þeir segja einnig að þegar múrinn var rofinn á miðvikudag hafi verið um að ræða „sjálfsprottna“ aðgerð, yfirvöld hafi ekki haft þar hönd í bagga. „Stjórn okkar átti ekki hlut að máli, þetta voru aðgerðir fólksins,“ sagði Taher al-Nunu, talsmaður ríkisstjórnar Ha- mas á Gaza. Stjórn Hamas nýtur hvergi alþjóðlegrar viðurkenningar, ríki heims viðurkenna aðeins stjórn Mahmouds Abbas Palestínuforseta sem ræður yfir Vesturbakkanum. Ísraelar segja mikla hættu á að herskáir Palestínumenn noti tæki- færið til að smygla vopnum frá Egyptalandi inn á Gaza en herská öfl hafa oft grafið jarðgöng undir landa- mærin í þessu skyni. Ísraelar segja fjölda hryðjuverkamanna hafa yfir- gefið Gaza síðustu daga og að mark- mið þeirra sé að komast til Ísraels til að stunda þar hryðjuverk. Reuters Mótmæli Jórdanir fordæma Ísrael í gær og halda á mynd af Saddam Hussein, fyrrv. Íraksforseta. Gengur illa að loka landamærunum Enn brjótast Palestínumenn í gegnum múr við landamæra- borgina Rafah og ná í nauðsynjavöru í Egyptalandi KÍNVERSKAR stúlkur taka hér þátt í klappstýru- keppni í Peking í tengslum við Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni síðar á árinu. Klappstýruhóp- ar frá öllum héruðum Kína tóku þátt í keppninni í von um að fá tækifæri til að sýna listir sínar á leikunum sem verða í Peking í ágúst. AP Klappstýrur keppa í Peking Sérlega vönduð dönsk timbureiningahús byggð og hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Einingarnar eru samsettar í verksmiðju í Danmörku fluttar hingað heim og svo eru h ú s i n r e i s t a f í s l e n s k u m byggingameistara. Allt byggingarlag húsanna er eins og best verður á kosið m.a er lerki í utanhús- klæðningunni sem þykir sérlega endingargott. Gluggar eru úr mahogany harðviði og gólfplötur steyptar með hitaspíral. Einangrun er meiri en gengur og gerist en 8” er í útveggjum og 9” í þaki (Steinull) Hægt er að fá húsin allt frá óuppsettum einingum, eða á einhverju því byggingarstigi sem þér hentar best. Sjá má margar skemmtilegar útfærslur á heimasíðu Hiin-Husin www.hiin.eu en að auki bjóða Hiin-Husin upp á aðstoð við hönnun á þínu draumahúsi. Hiin-Husin hafa þegar reist 2 sýningarhús í skipulögðu sumarhúsahverfi úr landi Leirubakka í Landsveit—við Rangá skammt frá Heklu Hiin-Husin: Uppl. Í síma 899-5466 og rgt@hiin.eu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.