Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.01.2008, Qupperneq 47
veruna“ er sýndur á Ómega á þriðjudögum kl. 20. www.kristur.is. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10 (á latínu). Laugardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Texti dagsins fjallar um sáðmanninn sem hélt út á akurinn. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar. Barnastarfið undir stjórn Erlu, Helgu og Hjördísar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffi að messu lokinni. KFUM og KFUK | Lofgjörðarvaka kl. 20 á Holtavegi 28. Hrönn Sigurðardóttir flytur hugleiðingu. Lofgjörð og fyrirbæn. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11, alt- arisganga. Prestur sr. Auður Inga Ein- arsdóttir. Organisti Lenka Mátéová, kór Kópavogskirkju syngur. Einsöngvari Hulda Jónsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 12.30 í umsjón Sigríðar Stefánsdóttur. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landspít- ala Landakoti kl. 14 á stigapalli á 2. hæð. Prestur Kjartan Örn Sigurbjörnsson, org- anisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Biblíudagurinn. Sr. María Ágústsdóttir messar. Organisti Lára Bryn- dís Eggertsdóttir. Drífa Hansen og Karen Björg Thorbjörnsdóttir, nemendur í Söng- skólanum í Reykjavík, syngja. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börn- in í safnaðarheimilið. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugarnes- kirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með- hjálpara og hópi sjálfboðaliða. Messu- kaffi. Guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu kl. 13. LINDASÓKN í Kópavogi | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keiths Reeds. Guðmundur Karl Brynjarsson þjón- ar. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Biblíudagurinn. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þórir. Prestur sr. Jón Þor- steinsson. Tekið á móti framlögum til Bibl- íufélagsins. Sunnudagaskóli í Lágafells- kirkju kl. 13. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Einsöngur Hildigunnur Einarsdóttir. Kór Neskirkju. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkj- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Um- sjón Sigurvin, Björg og Ari. Kaffi, súpa og brauð eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Almennur söngur undir stjórn Dagmar Kunakovu org- anista. Meðhjálpari Gyða Minný Sigfús- dóttir. Aðalsafnaðarfundur Innri- Njarðvíkursóknar haldinn að lokinni guðs- þjónustunni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Sunnudagskóli kl. 11. Um- sjón Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta kl. 14 Barnastarfið í höndum Elíasar og Hörpu á sama tíma og eru börn hvött til að koma með foreldrum/forráðamönnum sínum. Maul eftir messu. SALT kristið samfélag | Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Samkoma kl. 17. Bæn fyrir átakinu 40 tilgangsríkum dögum sem hefst eftir viku. Vitnisburðir, lofgjörð og fyr- irbæn. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- samkoma kl. 11, í umsjá Eyglóar djákna og Jóhönnu Ýrar guðfræðinema. Barna- kórar kirkjunnar syngja undir stjórn Edítar Molnár. Organisti Jörg E. Sondermann. Orgelstund í kirkjunni kl. 17. Jörg E. Son- dermann leikur á orgel kirkjunnar. SELJAKIRKJA | Biblíudagur. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. Guðsþjónusta kl. 16 í Skógarbæ. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir almennan safnaðarsöng við athafnirnar undir stjórn Jóns Bjarnasonar tónlistarstjóra. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir tónlistarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Einsöngur Pétur O. Heimisson, nemandi í Söngskól- anum. Sunnudagaskólinn er á sama tíma og eru börnin hvött til að mæta. Prestur er Hans Markús Hafsteinsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur ann- ast prestsþjónustuna. Organisti er Glúm- ur Gylfason. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Ester Ólafs- dóttir. Lokabæn flytur Úlfhildur Stef- ánsdóttir. Meðhjálparar eru Eyþór Jó- hannsson og Erla Thomsen. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 11 á Smiðjuvegi 5. Kennsla fyrir alla ald- urshópa. Jón G. Sigurjónsson kennir. Létt máltíð að samkomu lokinni. Samkoma kl. 19, Michael Fitzgerald prédikar. Lof- gjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. www.vegurinn.is. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt djáknunum Nönnu Guð- rúnu og Lilju Hallgrímsdóttur. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Kvöldvaka kl. 20. Gospelkór Jóns Vídalíns leiðir tónlistina ásamt hljómsveitinni Xodus. Freyja Har- aldsdóttir predikar og sr. Jóna Hrönn þjónar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Messa kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úl- riks Ólasonar. Einsöngur: Hreiðar Ingi Þorsteinsson söngnemi. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Hanna Vilhjálmsdóttir, Ástríður Helga Sigurðardóttir og María Rut Baldursdóttir. ÞORLÁKSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra eru hvött til að mæta. Ferm- ingarbörn lesa ritningarlestra. Sirrí tekur börnin fram. Nýtt efni, þau lita og leika sér. Morgunblaðið/ÁsdísHáteigskirkja MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 47 Kvikmyndasýning í Landakoti KVIKMYNDIN „Níundi dagurinn“ (2004, 97 mín.) verður sýnd í Landa- koti mánudaginn 28. janúar kl. 20. Grundvöllur myndarinnar sem Volker Schlöndorff stjórnaði er sjálfsævisaga prestsins Jean Bern- ard frá Lúxemborg, sem var einn af 2.800 prestum frá ýmsum Evrópu- löndum sem voru fangar í Dachau og voru þar pyntaðir og drepnir á hrikalegan hátt. Myndin er sýnd á þýsku með enskum texta. Aðgangur er ókeypis. Kvöldvaka í Vídalínskirkju Á MORGUN, sunnudag, kl. 20 verð- ur kvöldvaka í Vídalínskirkju. Gospelkór Jóns Vídalíns mun leiða tónlistina undir stjórn Þóru Gísla- dóttur. Einnig mun unglingahljóm- sveitin Xodus koma fram en sú hljómsveit er önnur af tveimur hljómsveitum sem eru starfræktar við söfnuðinn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari en Garðbæingurinn og kona ársins, Freyja Haraldsdóttir, mun hugleiða spurninguna „Ögurstund í lífi mínu“. Hressing í safnaðarheimil- inu að lokinni samveru. Sjá.www.gardasokn.is. Sorg og sorgarviðbrögð í Árbæjarkirkju ÁRBÆJARSÖFNUÐUR býður upp á samverustundir með syrgjendum. Fyrsti fundur verður þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30-21 í Árbæjar- kirkju. Líkt og undanfarin ár verð- ur syrgjendum boðið að koma og vinna saman úr sorg eftir ástvina- missi. Námskeiðið stendur yfir í fimm vikur á þriðjudagskvöldum. Prestar safnaðarins leiða stund- irnar. Upplýsingar í síma 587 2405. Helgihald í Kolaportinu HELGIHALD verður á morgun, sunnudag, í Kolaportinu í „Kaffi Port“ kl. 14. Um leið og gengið er um og bænarefnum safnað eða frá kl. 13.30 syngur Þorvaldur Hall- dórsson og spilar. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni prédikar og sr. Þorvaldur Víðisson leiðir samveruna ásamt fleirum. Boðið er upp á að leggja fram fyrir- bænarefni og verður beðið með og fyrir þeim sem þess óska. Siðmennt heimsækir Laugarneskirkju Á HVERJU þriðjudagskvöldi kl. 20 hefst mannræktarkvöld Laugar- neskirkju á kvöldsöng með Þor- valdi Halldórssyni. Í beinu fram- haldi, kl. 20.30, býður sóknarprest- urinn sr. Bjarni Karlsson upp á trúfræðslutíma í safnaðarheimilinu um leið og 12 spora hóparnir, Vinir í bata, ganga til sinna verka í smáum hópum. Á þriðjudags- kvöldið næsta, 29. janúar, er fyrsti trúfræðslutíminn á nýju ári. Þá munu fulltrúar Siðmenntar koma til samtals um spurninguna: „Hver er munurinn á veraldlegum og trúarlegum húmanisma?“ Það verða þau Jóhann Björnsson, heim- spekingur og kennari, Bjarni Jóns- son sölumaður, Hope Knútsson iðjuþjálfi og Svanur Sigurbjörnsson læknir sem tala fyrir hönd Sið- menntar, en sóknarprestur mun einnig flytja stutt erindi. Næstu trúfræðslutímar verða helgaðir spurningunni: „Hvert er erindi kirkjunnar í fjölhyggjusamfélag- inu?“ Tónlistarmessa í Hjallakirkju Í MESSU á morgun kl. 11 verður frumflutt nýtt tónverk eftir séra Hauk Ágústsson. Verkið, sem nefn- ist Litla biblían, er byggt á Jóh. 3:16 og er fyrir sópran, kór og orgel. Einnig syngur Ólöf Ólafsdóttir, nemi í Söngskólanum í Reykjavík, aríuna How beautiful are the feet of them úr 10. kafla Rómverjabréfs- ins, 16. versi – Hversu fagurt er fótatak þeirra sem boða fagnaðar- erindið um hið góða. Þema dagsins er Biblían og orð- ið, enda er Biblíudagurinn, og verð- ur önnur tónlist og sálmar í sam- ræmi við það. Séra Íris Kristjáns- dóttir þjónar, Hjörtur Pálsson rithöfundur les lestra, félagar úr Kór Hjallakirkju syngja og leiða al- mennan söng. Organisti og söng- stjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Biblíulestrar í Jónshúsi LILJA Hallgrímsdóttir djákni mun fara af stað með biblíulestra í Jóns- húsi mánudaginn 28. janúar. Boðið verður upp á slíkar stundir alla mánudaga kl. 14-14.50 fram að páskum. Kl. 15 er hægt að kaupa sér kaffi í Jónshúsi og halda áfram að njóta samfélagsins þar. Einnig munu sr. Bragi Friðriksson, fyrr- verandi sóknarprestur í Garða- prestakalli, og sr. Gísli Kolbeins miðla af þekkingu sinni á biblíu- lestrunum. Þá verður Nýja testa- mentið frá Gídeonfélaginu á staðn- um fyrir þá sem vilja. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fyrstu messunnar á þessu ári í Breiðholts- kirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 27. janúar kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tíu árin. Framkvæmd- araðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skóla- hreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, áhersla er lögð á fyrirbænaþjón- ustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og fram- kvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við aukaferð til Costa del Sol um páskana 14. mars í 9 nætur. Bjóðum einnig frábærar vorferðir í apríl og maí á þennan einstaka áfangastað á frábærum kjörum. Margar brottfarardagsetningar í boði og hægt er að velja um mismunandi lengd ferða eftir því hvers óskað er. Vorið er yndislegur tími á Costa del Sol. Hitinn þægilegur og einstakt að dvelja á þessum fallega stað. Costa del Sol er tvímælalaust vin- sælasti áfangastaður Íslendinga á sólarströndum, enda býður eng- inn annar áfangastaður á Spáni jafn glæsilegt úrval gististaða, veit- ingastaða og skemmtunar. Örstutt er að skreppa yfir til Afríku og Gí- braltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast. Þar er flamenkótónlistin upprunnin, spænska matargerð- in, nautaatið og byggingarlistin. Þar finnur þú hvítu þorpin, fegurstu strendur Spánar, frægustu golfvelli Evrópu, klaustur, hallir og kastala. Gríptu tækifærið og tryggðu þér ferð til þessara frábæra staðar á einstökum árstíma. Flogið er í beinu leiguflugi Heimsferða til Jerez í Andalúsíu og ekið í rútu frá flugvelli til Costa del Sol (liðlega 2,5 klst. akstur). Rútuferð er innifalin í verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Costa del Sol Páska- og vorferðir frá kr. 39.990 Aðeins 50 sæti í páskaferðina Verð kr. 59.895 - páskaferð 9 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í 9 nætur á Castle Beach. Innifalið er flug, skattar, gisting og rútuferð milli Jerez flugvallar og hótels (báðar leiðir) og íslensk fararstjórn. Verð kr. 39.990 - vorferð 7 eða 8 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í 7 nætur í ferð 26. apríl eða 8 nætur í ferð 18. apríl á Timor Sol. Innifalið er flug, skattar, gisting og rútuferð milli Jerez flugvallar og hótels (báðar leiðir) og íslensk fararstjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina 14. mars Aukaferð um páska - vegna mikillar eftirspurnar Vorferðir á ótrúlegu verði 8. apríl 18. apríl 26. apríl 3. maí 10. maí Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.