Morgunblaðið - 26.01.2008, Side 52
52 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
GARÐABÆR
VINNUSTAÐUR HEIMA – LISTAMENN
Höfum fengið til sölu einbýlis-
húsið að Garðaflöt 25 í Garða-
bæ sem er steinsnar frá ráð-
húsinu og nýja miðbænum. Í
húsinu sem er um 247 fm er 50
fm viðbyggð vinnustofa með
mestu lofthæð 3,5 m og með
góðri ofanbirtu. Innangengt er
úr vinnustofunni í stofuna og
einnig eru tveir inngangar utanfrá. Húsið sem er ein hæð hentar
mjög vel fyrir þá sem þurfa rúmgott og bjart rými. Í húsinu eru auk
þess 2 baðherbergi, stórt eldhús, þvottahús, 3 svefnherbergi, góð-
ar stofur og sérstæður bílskúr. Verð 59 milljónir.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÆTLI ÉG ÞURFI EKKI AÐ HORFAST
Í AUGU VIÐ STAÐREYNDIR...
ÉG Á ALDREI EFTIR AÐ
VERÐA EINS GÓÐUR OG ÉG
HEFÐI GETA ORÐIÐ
AF HVERJU ER ÞAÐ
SVONA FYNDIÐ?!?
EF ÞÚ HÆTTIR EKKI AÐ
GANGA UM MEÐ ÞETTA TEPPI
ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ VERÐA
EITTHVAÐ SKRÍTINN
TENNURNAR
ÞÍNAR VERÐA
SKAKKAR EF ÞÚ
HÆTTIR EKKI
AÐ SJÚGA
PUTTANN
OG
HVAÐ? EKKERT
FANNST ÞÉR
ÞETTA NÓG?
VIÐ VERÐUM
MIKLU
FLJÓTARI AÐ
TAKA TIL EF
VIÐ VINNUM
BÁÐIR
ÞÚ ÞARFT BARA
AÐ GERA ÞAÐ SEM
ÉG SEGI ÞÉR AÐ
GERA!
ÉG SAGÐI ÞÉR
ALDREI AÐ
TAKA MIG UPP!
FARÐU BURT FRÁ
RUSLA-
TUNNUNNI!
ÉG SKAL SITJA HÉRNA OG
SJÁ UM ALLA HRÆÐILEGU,
ÓGEÐSLEGU OG ERFIÐU
SKIPULAGNINGUNA Á
VERKINU... ÉG SKAL
TAKA ALLAR ERFIÐU
ÁKVARÐANIRNAR. ÞÚ ÞARFT
EKKI AÐ KOMA NÁLÆGT ÞVÍ!
TAKK KÆRLEGA
FYRIR AÐ LEYFA
MÉR AÐ SOFA Í
HLÖÐUNNI YKKAR
EKKI EIGIÐ
ÞIÐ
VEKJARA-
KLUKKU
TIL AÐ
LÁNA MÉR?
ÞÚ ÁTT EKKI
EFTIR AÐ ÞURFA
Á HENNI AÐ
HALDA
AF HVERJU
GETUR ÞÚ EKKI
BARA STOPPAÐ
OG SPURT TIL
VEGAR?
HÖGNI ER AÐ VERÐA
GAMALL. VIÐ ÆTTUM
AÐ HAFA HANN INNI
ALLTAF? ÉG
MUNDI EKKI
ÞOLA ÞAÐ!
ÞEGAR ÉG ER FASTUR INNI Á
SKRIFSTOFU Á SÓLRÍKUM DEGI
FINNST MÉR GOTT AÐ GETA
HUGSAÐ TIL ÞESS AÐ HÖGNI SÉ
ÚTI AÐ NJÓTA LÍFSINS
VILTU Í ALVÖRUNNI
VERA MAÐUR SEM LIFIR
LÍFINU Í GEGNUM
KÖTTINN SINN? EEE..
NEI
ALLT SEM ÉG
GERÐI... GERÐI
ÉG FYRIR ÞIG
ÉG
ELSKA
ÞIG!
BURT MEÐ ÞIG,
MORÐINGINN ÞINN!
EF ÞÚ VILT MIG
EKKI ÞÁ FÆR ÞIG
ENGINN
ÞÚ HLÝTUR
SÖMU ÖRLÖG OG
VINUR ÞINN!
dagbók|velvakandi
Ættargripur í óskilum
Á LANDSPÍTALA er í óskilum
gamall göngustafur með handsmíð-
uðu silfurhandfangi, sennilega ætt-
argripur, á stafinn er grafið fanga-
mark og ártal. Þeir sem kannast við
þennan grip og vita hver á hann
endilega hafið samband í síma 543-
2050.
RÚV í Vestmannaeyjum
MIG langar til að þakka fyrir frá-
bærlega vel heppnaða og vandaða
útsendingu Ríkissjónvarpsins frá
Vestmannaeyjum 23. janúar síðast-
liðinn. Sýnt var beint frá þakk-
argjörðarhátíð sem haldin var til að
minnast þess að 35 ár eru liðin frá
eldgosi á Heimaey. Ég upplifði sjálf
þessa gosnótt og varð djúpt snortin
við að rifja upp þennan atburð og
glöð í hjartanu að fá að fylgjast með
lágstemmdum „hátíðahöldum“ í
Eyjum. Mér fannst ótrúlega vel
staðið að þessu Kastljósi og augsjá-
anlega mikið lagt í útsendinguna og
vandað til verksins. Þátturinn var
mjög vel unninn og greinilegt að
starfsfólk RÚV hefur unnið heima-
vinnuna sína.
Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir
Mótmæli, mismæli
og stjórnviska
MÉR þykir að mótmælendur á
áheyrendapöllum hafi sett blett á
lýðræðið með skrílslátum á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur 24. jan-
úar 2008.
Í fyrsta lagi var komið þangað
fólk, sem vildi nota rétt sinn til að
fylgjast með því sem fram færi, og í
öðru lagi kemst meirihluti Reykvík-
inga ekki fyrir á áheyrendapöll-
unum, þannig að þessi skrílslæti
gátu á engan hátt endurspeglað
óánægju meirihluta Reykvíkinga.
Því miður er alltaf til fólk, sem veit
ekki að það er við kjörborðið sem
það nýtir sér lýðræðislegan rétt
sinn. Þótt svo að kosnir fulltrúar
standi ekki undir væntingum, og
taki sér ýmis bessaleyfi, verður hinn
almenni kjósandi að bíða til kjör-
dags, ef hann vill í alvöru breyta ein-
hverju.
Auðvitað ríkir hér rit- og mál-
frelsi, en það leyfir mönnum ekki að
baula á fundum, þar sem þeir hafa
ekki málfrelsi. Þeir sem skipulögðu
og stjórnuðu þessum mótmælum eru
e.t.v. svo ánægðir með að borginni
skuli stjórnað úr bakherbergjum að
þeir vilji stuðla að því að borg-
arstjórnarfundir verði framvegis
haldnir fyrir luktum dyrum.
Það var ekki að undra, þótt nýi
borgarstjórinn mismælti sig í Kast-
ljósinu 24. janúar eftir móttökur
þær, sem hann fékk af áheyr-
endapöllum ráðhússins, en hann
sagði: „Við förum ekki fram úr því,
sem við treystum okkur ekki til.“
Ef þetta eru ekki mismæli, þá er
þetta mikil stjórnviska.
Að lokum er hér gömul vísa:
Er furða þó að nálgist ragnarök,
þá ruglast saman reitur svika og
efnda.
Sá heimski er jafnan viss í sinni
sök,
en sá hinn spaki fullur efasemda.
Þórhallur Hróðmarsson
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞESSI unga kona með flotta hattinn talar hér í farsímann á göngu sinni um
Laugaveginn. Eitthvað virðist viðmælandi hennar segja skemmtilegt því
greinilega liggur vel á stúlkunni.
Árvakur/Ómar
Talað í farsíma á Laugaveginum