Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristjana Em-ilía Vigfúsdóttir fæddist á Þorvalds- stöðum í Suður- Þingeyjarsýslu 23. desember 1919. Hún lést á heimili sínu í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, 15. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Vigfúsar Vigfús- sonar, f. 22.3. 1870, d. 23.1. 1956, og Helgu Sigríðar Þór- arinsdóttur, f. 19.11. 1875, d. 11.5. 1957. Alsystkini Kristjönu eru Þórarinn Örbekk, Guðbjartur Vil- berg, Engilbert Valdimar og Laufey Þóra. Hálfsystkini Krist- jönu, samfeðra, voru Guðjón, Guðbjörg Helga og Indriði Árni. Laufey lifir systkini sín. Kristjana giftist 20. október 1938 Þormóði Kristjánssyni sjó- manni, f. 20.10. 1916, d. 27.9. 1988. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Baldvinssonar, f. 1.2. 1884, d. 24.12. 1970, og Guðleifar Magnúsdóttur, f. 30.8. 1877, d. 18.4. 1956. Kristjana og Þor- móður eignuðust þrjá syni, þeir Kvæntist Jónasínu Arnbjörns- dóttur, f. 25.1. 1945. Þau skildu. Sonur Aðalbjörns og Margrétar Guðlaugsdóttur, f. 6.4. 1946, er a) Steinar Birgir, f. 22.8. 1970. Kvæntur Carolu Frank Aðal- björnsson, f. 17.10. 1969. Börn þeirra eru Alana Elín, f. 11.11. 1996, og Daníel Ísak, f. 4.7. 2000. Börn Aðalbjörns og Jónasínu Arn- björnsdóttur eru: b) Arnbjörn Elvar Elíasson, f. 18.4. 1968 (son- ur Jónasínu). c) Þormóður Krist- ján, f. 12.3. 1973. Sambýliskona Björg Aradóttir, f. 20.1. 1976. Þau eiga tvo syni, Daða, f. 31.3. 2003, og Atla, f. 11.5. 2005. d) Helga Vigdís, f. 1.5. 1974. Sambýlis- maður Kristinn Jóhann Ásgríms- son, f. 25.8. 1972. Börn Helgu Vig- dísar og fyrrverandi sambýlis- manns, Antony Vernhard Aguilar, f. 3.9. 1974, eru Mikael Elí, f. 27.6. 1995, og Evíta Marín, f. 23.10. 1996. Börn Helgu Vigdís- ar og Kristins eru Karítas Embla, f. 2.1. 2006, Herdís Mist, f. 2.1. 2006, og Birkir Leví, f. 29.10. 2007. 3) Leifur Kristján, f. 22.8. 1960. Kvæntur Maríu Aðalsteins- dóttur, f. 10.7. 1970. Synir þeirra eru Aðalsteinn, f. 9.7. 1998, og Aðalbjörn, f. 21.7. 2003. Kristjana flutti níu ára gömul frá Þorvaldsstöðum til Húsavíkur og bjó þar alla tíð síðan, lengst af í Túngötu 6. Kristjana verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eru: 1) Guðbjartur Vilberg, f. 30.4. 1940, kvæntur Auði Guðjónsdóttur, f. 2.5. 1943. Dóttir Guð- bjarts og Guðrúnar Flosadóttur, f. 10.11. 1940, er Kristjana Emilía, f. 14.5. 1959. Giftist Skúla Mar- teinssynir, f. 7.2. 1952. Þau skildu. Dætur þeirra eru Gígja, f. 5.3. 1984, sonur hennar er Skúli Örn, f. 15.4. 2003, Brynja, f. 5.3. 1984, og Guð- rún Ýr, f. 7.4. 1987. Sambýlis- maður Kristjönu er Guðmundur Símonarson, f. 19.11. 1955. Börn Guðbjarts og Auðar eru: a) Katr- ín, f. 17.12. 1963, gift Skúla Skúla- syni, f. 21.12. 1964, dætur þeirra eru Auður Björt, f. 27.2. 1991, og Ásta Steina, f. 10.3. 1993. b) Þor- móður, f. 21.3. 1969. Kvæntist Kristínu Gunnarsdóttur, f. 21.5. 1970. Þau skildu. Börn þeirra eru Hera Björk, f. 4.8. 1995, Anna Þóra, f. 23.6. 1997, Aron og Breki, f. 6.11. 2001, d. 6.11. 2001, og Tara Líf, f. 11.8. 2003. 2) Að- albjörn, f. 11.3. 1949, d. 6.3. 2002. Kristjana Vigfúsdóttir, eða gamla amma eins og strákarnir mínir köll- uðu hana alltaf, er fallin frá. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég kynntist Krist- jönu skömmu eftir að ég kynntist Leifi syni hennar. Kristjana tók mér opnum örmum. Hún lét mig alltaf finna að ég var velkomin í fjölskyld- una. Kristjana var mjög lagin í hönd- unum og féll aldrei verk úr hendi. Hún prjónaði og heklaði óteljandi dúka. Dúkarnir hennar eru bæði fal- legir og vel gerðir. Hún prjónað líka mikið af leistum og vettlingum sem að við notum daglega. Handverkið ber vott um natni og góðan smekk. Hún gerði líka falleg milliverk sem sett voru í rúmföt sem aðeins eru notuð á jólum. Allt eru þetta dýr- gripir sem okkur finnst gaman að eiga. Flestar minningar mínar um tengdamóður mína eru tengdar jól- um. Þá kom Kristjana oftast til okk- ar á Þorláksmessu, en þá átti hún af- mæli. Við héldu upp á daginn og síðan var hún hjá okkur á aðfanga- dag og oft nokkra daga til viðbótar. Fyrstu jólin okkar saman, kom hún með okkur á æskuheimili mitt í Bárðardal og síðar á heimili okkar Leifs á Akureyri. Þetta voru alltaf ánægjulegir dagar. Hún var mjög hrifin af strákunum og lét það ekki á sig fá þó að mikið gengi á. Hún var þeim góð amma. Hún spilaði við þá, horfið á sjónvarp- ið með þeim og oft sá ég hana horfa á þá með gleði og stolti. Það gladdi mig og ég fann hvað henni þótt vænt um þá. Hún sparaði ekki hlýju orðin og það þótti okkur vænt um. Strákun- um þótti líka mjög vænt um hana. Þeir voru alltaf tilbúnir að fara til Húsavíkur að hitta gömlu ömmu og einu sinni gisti annar þeirra hjá henni á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Við töluðum oft saman í síma. Hún fylgdist vel með öllu og ræddi for- dómalaust um flesta hluti. Ég sagði henni af aflabrögðum, hvar Leifur væri að veiða og hvenær von væri á honum í land. Hún fylgdist líka vel með strákunum, hvernig þeim vegn- aði og hvort allri væru frískir. Ég kveð tengdamóður mín með virðingu og þökk. Einnig vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, fyrir ómetanlega umönnun. María Aðalsteinsdóttir. Það er erfitt að kveðja þó að ég viti að þú ert hvíldinni fegin, elsku amma mín. Frá því að ég man eftir mér hef- ur það verið fastur punktur í lífi mínu að fara að minnsta kosti einu sinni á ári norður á Húsavík til ömmu og afa á Túngötunni, fyrst með mömmu, pabba og litla bróður, síðar með mína eigin fjölskyldu. Nú verður skrítið að koma til Húsavíkur og engin amma þar lengur. Frá ömmu Stjönu hef ég erft handavinnuáhugann og af henni lærði ég að sitja ekki auðum hönd- um, ekki einu sinni fyrir framan sjónvarpið. Mér er það minnisstætt frá því að ég dvaldi yfir sumartíma hjá þeim, þegar amma Stjana sat og prjónaði eða heklaði fyrir framan sjónvarpið og afi Manni las textann fyrir hana, í miklu uppáhaldi hjá þeim var hann Derriss (þ.e. þýsku lögregluþættirnir um Derrick). Ég kveð þig með sömu orðum og þú varst vön að kveðja mig þegar ég hringdi í þig; Ég bið að heilsa og Guð blessi þig. Þín Katrín. Elsku amma mín, með þessum orðum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Alla umhyggjuna og hlýjuna, allar stundirnar í eldhúsinu og allan fjársjóðinn í búrinu þínu, sem þraut aldrei. Ég veit að þú vildir ekki að það yrði haldin um þig lof- ræða en í mínum augum varstu hetja og ég gleymi þér aldrei og á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þú ert komin til afa og ert glöð og ánægð. Í fjarska varst þú en samt svo nálæg þó svo söknuðurinn sé sár með þér er sá sem var þér allt veit ég að þú hvílir í friði og sátt. Í fjarska varst þú en alltaf í mínu hjarta minningar með mér ferðast um þig í huga mér þú átt þér stað og sá sem þér var allt. Í fjarska ert þú nú en samt alltaf hér þó svo ég felli tár eru þau í sátt með trega ég þig kveð eins og þann sem var þér allt. Í fjarska er ég en samt svo nálægt þér þó svo ég viti að þér líður vel gleymast seint allar þær stundir með þér því þú og sá sem þér var allt eruð í hjarta mér. (Þ.Vilberg) Elsu amma og langamma, takk fyrir allt. Þormóður Guðbjartsson, Hera Björk, Anna Þóra og Tara Líf. Þriðjudagurinn 15. janúar sl. mun seint líða mér úr minni. Dagurinn var ósköp fallegur. Það var kalt en stillt veður og Stjana mín valdi þenn- an dag til að kveðja þetta líf. Við Stjana höfum átt mikil og góð sam- skipti öll þau ár sem ég hef búið á Húsavík. Hún hefur verið Margréti minni sem besta amma og sjálfri mér ekki síður, auk þess að vera góð vinkona mín. Við Stjönu gat ég talað um allt og þó að áratugir skildu okkur að í aldri ríkti mikill og góður skilningur okk- ar í milli. Hún bar alltaf hag allra í fjölskyldunni fyrir brjósti og spurði frétta af öllu og öllum. Það var henni erfitt fyrir tæpum 6 árum þegar hún fékk af því fréttir að einn sona henn- ar, hann Addi, hefði orðið bráð- kvaddur. En áfram hélt hún og sinnti því sem henni fannst vera sín vinna, nefnilega handavinnunni. Handa- vinnan fylgdi henni allt þar til hún í raun varð rúmföst u.þ.b. 10 dögum áður en hún kvaddi okkur og mörg listaverk sem hún gerði í höndunum prýða heimili okkar, hendur og fæt- ur. Ég sat mikið hjá henni síðustu dagana og sem fyrr fór okkur margt í milli. Stjana var ákveðin kona, þó að hún hafi að mínu viti verið alltof góð fyrir þennan heim. Hún vildi alltaf allt fyrir alla gera þó að ekki fengi hún það alltaf endurgoldið í sömu mynt. Að lokum vil ég óska Stjönu minni góðrar ferðar, ég veit að Manni og Addi taka vel á móti henni. Ég þakka þér, Stjana mín kær, fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við, sem þekktum þig erum ríkari eftir þó að söknuðurinn sé til staðar og tómarúm skapist í lífum okkar við fráfall þitt. Það munar um liðsstyrk þinn til allra góðra í þínum nýju heimkynnum og það veit ég að þú ert sátt. Mig langar til að kveðja þig með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi minningu Kristjönu Vigfúsdóttur og veiti fjölskyldu hennar styrk í sorginni. Soffía Anna Steinarsdóttir. Kristjana Emilía Vigfúsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og vinur, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Vesturgötu 14, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 28. janúar kl. 13:00. Unnur Birna Þórhallsdóttir, Eðvarð Felix Vilhjálmsson, Jón Þór Harðarson, Ólafur Jóhann Harðarson, Anna Marie Kjærnested, Þorleifur K. Sigurþórsson, Anna Kristín Friðriksdóttir, Björn K. Sigurþórsson, Ásdís Björk Þorvaldsdóttir, Ingimundur Óskarsson, Sigurður Björnsson, Helgi Ólafsson, Árni Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GISSURARSON prentari, Hlíðarhúsum 3, sem andaðist aðfararnótt föstudagsins 18. janúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 28. janúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag einstakra barna, sími 568 2661. Guðný Helgadóttir, Rannveig Gunnarsdóttir, Björn H. Jóhannesson, Ásta Gunnarsdóttir, Guðmundur R. Bragason, Kristín Gunnarsdóttir, Haraldur Þ. Gunnarsson, barnabörn og langafabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR JÓHÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR Ránargötu 2, Akureyri, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstudaginn 11. janúar. Sérstakar þakkir til starfsstúlkna í Hlíð og heimaþjónustu Akureyrarbæjar fyrir alla umönnun og aðhlynningu. Jónas R. Franzson, Guðrún K. Guðmundsdóttir, Ívar Baldursson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigrún Á. Franzdóttir,Guðmundur Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNÞÓR GUÐMUNDSSON, rithöfundur og fyrrverandi bóndi frá Dæli, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 29. janúar kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga. Helga Gunnþórsdóttir, Guðmundur Leifsson, Sæmundur Gunnþórsson, Nanna Ólafsdóttir, Róberta Gunnþórsdóttir, Garðar Guðmundsson, Víglundur Gunnþórsson, Sigrún Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLL ÓSKAR HAFLIÐASON, Búð, Þykkvabæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, þriðjudaginn 15. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Steinunn Adolfsdóttir, Harald Kulp, María S. Finnsdóttir, Georg Kulp, Hafdís Jónsdóttir, Adolf Hauksson, Aðalheiður Hauksdóttir, Ingi T. Guðjónsson, Hafliði Pálsson, Margrét B. Svavarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.