Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2008 23 SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Mér fannst leiðinlegt að geta ekki þakkað fyrir gistinguna og matinn á ís- lensku svo ég hét því að ég skyldi læra þetta tungumál,“ sagði Englendingurinn Sarah Bo- wen í samtali við Morgunblaðið, en hún er nú stödd hér á landi sem skiptinemi við Háskóla Íslands og nemur íslensku. Hún býr í nem- endaíbúð á Vallarheiði. Íslenskuáhugi Söruh Bowen er um margt sérstakur. Hann kviknaði þegar hún var að- eins 12 ára gömul og þremur árum síðar hafði hún samband við Háskóla Íslands í því skyni að nema íslensku. Henni var hins vegar tjáð að hún þyrfti að klára framhaldsskóla og grunn- nám í háskóla áður en hún gæti sótt um inn- göngu. Það dró ekki úr henni og nú 35 árum síðar er draumurinn að stórum hluta orðinn að veruleika. Hvernig er hægt að búa þarna? „Þegar ég var 12 ára las ég bók sem heitir Avalon og er eftir bresku skáldkonuna Anya Seton. Sagan gerist að hluta til á Englandi og að hluta til á Íslandi. Ég varð forvitinn um þetta land sem ég vissi ekkert um. Ég náði í landakort og sá að það var lengst í norðri. Ég hugsaði með mér, hvernig getur einhver búið þarna? Pabbi sagði mér að hringja í sendiráð Íslands í London og þar fékk ég ýmsar upplýs- ingar.“ Sarah óskaði í framhaldi eftir pennavinum í gegnum Morgunblaðið og fékk svör frá 22 börnum á Íslandi. Hún sagði hafa valið tvö úr hópnum, dreng sem átti foreldra sem áttu slát- urhús og Sarah fannst spennandi og stúlku, Sigrúnu Magnúsdóttur, Sissí sem hún er enn í sambandi við. Pennavináttan við drenginn varði hins vegar stutt. Sissí heimsótti Söruh til Englands og heimsóknina endurgalt Sarah þegar hún var 15 ára. „Ég man að flugferðin var mjög dýr og mamma var lengi að vinna fyrir henni.“ Dvölin líkaði henni vel sem og gestrisni Sissíar og foreldra hennar. Þegar kom að kveðjustund og þökkum fyrir við- urgjörninginn fannst Söruh leiðinlegt að geta ekki þakkað fyrir sig á tungumáli heimamanna en varð staðráðin í að það skyldi hún læra, í þakklætisskyni fyrir allt. Kurteisin kom á óvart Eftir að hafa fengið þær upplýsingar frá Há- skóla Íslands að hún þyrfti að ná sér í Bache- lor-gráðu gekk Sarah menntaveginn i New- castle og útskrifaðist með BA-gráðu í málvísindum. Tungumálin sem Sarah nam voru norska og rússneska, auk ensku. Hún sagði í samtali við blaðamann að ekki hefði verið byrjað að kenna nútímaíslensku á Eng- landi fyrr en á 10. áratug síðustu aldar. „Eftir háskólanámið kynntist ég manninum mínum. Ég vissi strax að þetta yrði maðurinn sem ég myndi giftast. Við eignuðumst síðan 3 dætur og allar áætlanir mínar með íslenskuna fóru út um gluggann. Samhliða uppeldinu lærði ég táknmálsfræði og útskrifaðist árið 2000. Nokkrum árum síðar þegar yngsta dótt- ir mín var orðin 11 ára og mátti ganga ein í skólann fór ég að hugsa, hvað var það sem ég ætlaði að gera? Jú, læra íslensku.“ Sarah innritaði sig í University College í London í íslenskufræði. Auk íslenskunnar hef- ur hún lært forníslensku, norsku og færeysku. Námið hefur hún stundað með vinnu og er nú nemi á þriðja ári. Dvöl hennar hér er í gegnum Erasmus-samstarf og hún býr í nemendaíbúð á Vallarheiði í Reykjanesbæ. „Þetta er skyldu- ár og ég verð að standa mig. Mér finnst það frábært og sjaldgæft tækifæri fyrir konu á mínum aldri að geta gert svona.“ Söruh líkar dvölin á Íslandi vel og segir fólk vingjarnlegt og hjálpfúst, meira að segja full- trúa ríkisins. „Það sem kom mér á óvart er að fólk er ekki mjög brosmilt og kannski alvar- legra í framan en við erum en maður á ekki að láta það trufla sig. Lífið á höfuðborgarsvæðinu er á enn hraðari braut en í London og mér sýn- ist fólk kannski ekki hafa nægan tíma fyrir sig sjálft – nákvæmlega eins og heima hjá mér!“ Eftir að hafa hrósað landinu fyrir fegurð hrós- aði hún líka íslenskum unglingum, sem hún segir mun kurteisari en þá bresku. Hún hafði hins vegar heyrt að Íslendingar væru ekki mjög kurteisir. „Mér finnst það líka kostur að landið er lítið og mér sýnist allir vera mik- ilvægir hér. Lífið er ekki ópersónulegt á Ís- landi – þú ert einhver hér.“ Íslenskunám í laun fyrir sjálfboðavinnu Eftir að blaðamaður hefur hælt Söruh fyrir góða íslensku segir hún tungumálið búa yfir góðum kosti sem auðveldi námið. Hún við- urkenndi þó að orðaforði íslenskunnar væri mjög erfiður. „Kosturinn við íslenskuna er að orðin eru svo gagnsæ. Þegar maður hefur náð sér í grunnþekkingu, og það tekur langan tíma, þá er þetta ekki svo erfitt,“ sagði Sarah og nefndi sem dæmi orð eins og tannlæknir og víðáttufælni. Hún segir orðin „dentist“ og „agoraphobia“ ekki búa yfir þessu gagnsæi. Hún sagðist líka nota hvert tækifæri til þess að æfa sig í íslenskunni. „Ég les íslenskan texta, hlusta á útvarp og tek þátt í félagslífinu í Reykjanesbæ. Ég fer á bókaspjall á Bókasafni Reykjanesbæjar einu sinni í mánuði, prjóna- klúbb hjá Katrínu Sigurðardóttur á Prjóna- stofu Katrínar á miðvikudögum sem er mjög skemmtilegt og orðið að hápunkti vikunnar, ég hjálpa til í Hjálpræðishernum sem er nýbúið að stofna og er heimsóknarvinur hjá Rauða krossinum.“ Eins og sönnum Breta sæmir langar hana nú að komast í sjálfboðavinnu í maímánuði, þar sem hún hefur náð ects-markmiðum námsins og þarf því ekki í próf í vor. „Það myndi hjálpa mér svo mikið í að tala íslensku ef ég gæti unn- ið innan um Íslendinga í einn mánuð. Auðvitað gæti ég alveg farið heim til Englands en mig langar að vera hér og læra meira,“ sagði Sarah að lokum vongóð um að vinnuframlag hennar yrði þegið og launin betri íslenska. Þú ert einhver hér á Íslandi Í HNOTSKURN »Sarah Bowen vildi geta þakkað fyrirmatinn og gistinguna á máli heima- manna og hét því að læra íslensku. » Íslenskuáhuginn kviknaði við lesturbókarinnar Avalon eftir Anya Seton en þá var Sarah 12 ára. Síðan eru liðin tæp fjörutíu ár. »Sarah vill komast í sjálfboðavinnu í maítil að æfa sig í að tala íslensku. Íslenskunámið hafði fjörutíu ára aðdrag- anda hjá Söruh Bowen Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Íslenskunemi Sarah Bowen lét drauminn um íslenskunám rætast. Það hafði verið á stefnuskrá hennar frá fimmtán ára aldri. Hornafjörður | Í Hafnarskóla á Höfn í Hornafirði eru meiri hreysti- menni en víðast annars staðar. Í gærmorgun buðu þeir þorra vel- kominn í garð með hefðbundnum hætti. Strákarnir hlupu í kringum skól- ann berleggjaðir og sumir berfætt- ir og berir að ofan. Sumir fóru úr annarri buxnaskálminni og drógu hana á eftir sér að fornum sið en flestir voru þó á nærbrókum. Þessi siður hefur verið við lýði í Hafn- arskóla á bóndadaginn. Morgunblaðið/Sigurður Mar Fagna þorra berleggjaðir Sandgerði | Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt bókun þar sem eig- endur fasteigna í bæjarfélaginu eru beðnir um að hafa varann á þegar þeir leigja eða selja fasteignir og gæta þess að óæskilegir hópar flytji ekki starfsemi sína þangað með þeim hætti. Tilefnið er fréttir um að mótorhjólaklúbburinn Fáfnir MC sé á leiðinni til Sandgerðisbæjar. Í bókun bæjarráðs er vitnað til varnaðarorða löggæslumanna á Suðurnesjum vegna umrædds fé- lags og bæjarbúar beðnir um að hafa þau í huga. „Bæjarráð telur eðlilegt að vara við hvers konar starfsemi sem getur haft neikvæð áhrif á þá byggðaþróun og upp- byggingu sem er í samfélaginu en Sandgerðisbær leggur áherslu á góða samfélagslega þjónustu við bæjarbúa sem og heilbrigt umhverfi fyrir börn og unglinga,“ segir í bók- uninni. Biðja húseigendur að selja ekki Fáfni LANDIÐ Styrkir úr Forvarnasjóði 2008 Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna og eru styrkir veittir til verkefna eða afmarkaðra rannsókna. Sérstök áhersla er lögð á að verkefnin séu samstarfsverkefni og að þau tengist börnum og ungmennum á mismunandi skólastigum eða ungu fólki utan skóla. Að þessu sinni er auglýst sérstaklega eftir verkefnum sem taka til forvarna í framhaldsskólum. Mikilvægt er að í umsókninni sé gert grein fyrir mati á verkefninu. Lýðheilsustöð metur umsóknirnar í samstarfi við áfengis- og vímuvarnaráð. Áskilinn er réttur til að senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila, óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. Einnig áskilja styrkveitendur sér rétt til að skilyrða styrkveitingar og ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu verkefnis. Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2008 og skal sótt um á eyðublöðum sem eru á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is. Styrkir, sem veittir eru á árinu, skulu sóttir fyrir 31. desember 2008. Nánari upplýsingar fást í síma 5 800 900, johann@lydheilsustod.is eða á heimasíðunni www.lydheilsustod.is en þar er sótt rafrænt um styrkinn. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið johann@lydheilsustod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.