Morgunblaðið - 07.02.2008, Síða 21
helgartilboðin
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 21
Bónus
Gildir 7. - 10. feb. verð núverð áð-
ur
mælie. verð
Ali ferskur svínabógur .................... 498 659 498 kr. kg
Ali ferskar svínakótilettur................ 1.019 1.528 1.019 kr. kg
Bónus ferskir kjúklingabitar ............ 315 404 315 kr. kg
KS ferskt lambaprime.................... 1.499 1.998 1.499 kr. kg
KS ferskur lambabógur .................. 499 639 499 kr. kg
KS frosið lambalæri í sneiðum ........ 999 1399 999 kr. kg
KS lambafillet ............................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg
KS lambalæri frosið ....................... 879 1.098 879 kr. kg
KS frosin lambasvið ...................... 299 399 299 kr. kg
KS frosið lambasúpukjöt, 1 fl. ........ 474 499 474 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 7. - 9. feb. verð núverð áður mælie. verð
Nautahakk, 2,5 kg........................... 998 1.173 998 kr. kg
FK bayonneskinka............................ 998 1.598 998 kr. kg
Svínabógur úr kjötborði .................... 498 698 498 kr. kg
Svínahnakki, úrb. sneiddur ............... 898 898 898 kr. kg
Svínalundir, úr kjötborði ................... 1.498 1.998 1.498 kr. kg
Kjúklingur læri/leggur ...................... 454 699 454 kr. kg
Hagkaup
Gildir 7. - 10. feb. verð núverð áður mælie. verð
Íslandsgrís reyktar kótilettur .............. 1.319 2.199 1.319 kr. kg
Óðals svínahelgarsteik ..................... 1.079 1.798 1.079 kr. kg
Partý kjúklingavængir ....................... 377 539 377 kr. kg
Holta kjúklinga wok réttur ................. 1.259 1.799 1.259 kr. kg
Kjúklingasteik m/ sólþ. tóm.............. 531 759 531 kr. kg
BBQ kjúklingasteik, læri m/ legg ....... 531 759 531 kr. kg
Kjötb.lambalæri .............................. 998 1.595 998 kr. kg
Kjötb. bláberjal. lambainnralæri........ 2.198 3.281 2.198 kr. kg
Krónan
Gildir 7. - 10. feb. verð núverð áður mælie. verð
Ungnautahakk................................. 889 1.389 889 kr. kg
Móa kjúklingabitar, 9 stk. ................. 298 599 298 kr. kg
Dönsk purusteik hryggur................... 1.498 2.337 1.498 kr. kg
Naggalínan grísasnitsel, 300 g ......... 375 469 1.250 kr. kg
Grísakótilettur.................................. 979 1.398 979 kr. kg
Nesquik kakómalt áfylling, 500 g ...... 198 229 396 kr. kg
Góu tvenna, 2 pk. ............................ 369 399 185 kr. pk.
Capri Sonne epla/sólb. safai. ........... 149 209 30 kr. stk.
Capri Sonne appels/multivit. ............ 149 198 30 kr. stk.
Omo þvottaefni, 8,2 kíló................... 1.999 2.499 244 kr. kg
Nóatún
Gildir 7. - 10. feb. verð núverð áður mælie. verð
Ungnauta Rib Eye ............................ 2.398 3.698 2.398 kr. kg
Lambagúllas m/ eplum og karrý ....... 1.298 1.798 1.298 kr. kg
Grísalundir m/ sælkerafyllingu .......... 2.398 2.798 2.398 kr. kg
Laxasteik með hvítlauk..................... 1.098 1.498 1.098 kr. kg
Klaustursbleikja flök ........................ 1.398 1.598 1.398 kr. kg
Nóatúns salöt, 4 teg., 200 g............. 195 279 975 kr. kg
Sammys couscous, 3 teg., 200 g...... 241 285 1.205 kr. kg
MySmoothie, 6 teg., 250 ml............. 129 155 516 kr. ltr
Ota Havre Fras, 500 g ...................... 542 638 1.084 kr. kg
Egils Kristall m/sítrónu, 6 pk. ............ 399 599 67 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 7. - 10. feb. verð núverð áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði ............ 999 1.579 999 kr. kg
Goða grísahnakkasneiðar ................. 1.199 1.746 1.199 kr. kg
Lamba innralæri úr kjötborði............. 2.388 3.096 2.388 kr. kg
Goða dönsk lifrarkæfa, 380 g ........... 178 299 178 kr. stk.
Íslandsfugl kjúklingabringur .............. 1.998 2.799 1.998 kr. kg
Egils mix, 2 ltr.................................. 99 187 49 kr. ltr
Toppur, 1/2 ltr ................................. 65 113 130 kr. ltr
Burtons Homeblest, 50% meira ........ 99 169 99 kr. stk.
Orville örbylgjupopp fjölsk.pk. ........... 179 287 179 kr. stk.
Coop ávaxtasafar, 1 ltr ..................... 99 149 99 kr. ltr
Þín Verslun
Gildir 7. - 13. feb. verð núverð áður mælie. verð
Coke/Coke light, 1 ltr ....................... 129 157 129 kr. ltr
Pepsi, 2 ltr ...................................... 119 185 60 kr. ltr
Campells aspassúpa, 295 g............. 135 159 458 kr. kg
Hatting ostabrauð, 2 stk. .................. 229 289 115 kr. stk.
Knorr Lasagne ................................. 249 329 249 kr. pk.
Tilda hrísgrjón, 250 g, 7 teg.............. 279 355 1160 kr. kg
Wasa Knackis, 150 g, 3 teg. ............. 175 239 1167 kr. kg
Delba brauð, 250 g, 4. teg. .............. 139 179 556 kr. kg
Kelloggs Special K, 500 g ................ 329 419 658 kr. kg
Neutral HD þvottaefni 2 kg ............... 499 635 250 kr. kg
Þvottaefni og svínakjöt
Morgunblaðið/Kristinn.
Svavar Alfreð Jónsson, sókn-
arprestur í Akureyrarkirkju, blogg-
ar oft skemmtilega. Ég má til með
að fá eftirfarandi lánað hjá honum:
„Við vorum að vigta okkur í búnings-
klefum Sundlaugar Akureyrar,
bosmamiklir alvörukarlmenn, ekki
skornir við öxl eftir jólaát, þorrablót
og bolludag, loksins þegar við drött-
uðumst í sundið eftir þær tarnir –
enda kominn sprengidagur.
Menn heyrðust taka andköf þegar
stafræn vogin birti þeim nöturlegan
sannleikann.
Einn vildi ekki á vigtina. Kvaðst
ekkert hafa með það að gera. Hann
væri ánægður með sig eins og hann
væri.
„Þegar ég var lítill sagði mamma
mín mér að ég væri fallegur dreng-
ur. Ég sé enga ástæðu til að draga
það í efa. Mamma sagði alltaf satt og
hafði alltaf rétt fyrir sér,“ sagði hann
skælbrosandi og smellti teygjunni á
nærhaldinu yfir neðstu ístruna á sér.
Og tilfellið var að maðurinn var
miklu myndarlegri en við hinir sem
þræddum á okkur larfana, nið-
urbrotnir og eyðilagðir og vorum að
íhuga hvort við ættum að þora að
lúskrast út á meðal fólks.“
Talandi um meint aukakíló. Vinur
minn greip (að sögn) til nýstárlegs
bragðs á dögunum þegar hann nálg-
aðist 100 kílóin ískyggilega. Þegar
hann var búinn að láta raka af sér
allt hárið og snyrta táneglurnar, en
var samt of þungur, lét hann draga
úr sér tvo endajaxla! Geri aðrir bet-
ur. Þess ber þó að geta að sagan er
líklega ósönn …
Kona sem ég hitti hafði fengið að sjá
æfingu á farsanum Fló á skinni, sem
Leikfélag Akureyrar frumsýnir á
morgun, og segist íhuga að fara á
mál við félagið. Hún sé helaum í
kinnunum vegna þess hversu mikið
hún hló!
Sprengjuhöllin, ein vinsælasta
hljómsveit landsins, verður með tón-
leika á Græna hattinum annað kvöld
í tilefni frumsýningar LA sama
kvöld á áðurnefndum farsa, Fló á
skinni. Sprengjuhöllin samdi lag sér-
staklega fyrir sýninguna.
Slökkviliðið á Akureyri hafði nóg
fyrir stafni í gær, en þá var farið
fjórum sinnum í sjúkraflug. Sam-
kvæmt upplýsingum Þorbjarnar
Haraldssonar slökkviliðsstjóra var
farið í 37 sjúkraflug í janúar og í
þeim ferðum var fluttur 41 sjúkling-
ur. Slökkvilið Akureyrar hefur sinnt
sjúkraflugi í 10 ár og hafa liðsmenn
farið í 2.355 sjúkraflug á því tímabili.
Bæjarfulltrúar VG, Baldvin H. Sig-
urðsson og Kristín Sigfúsdóttir, vilja
að góð höfn verði í hjarta bæjarins.
„Það að reka niður stálþil við Torfu-
nef þar sem stór skip, skútur og
bátar geta legið gefur mörg framtíð-
artækifæri tengd atvinnu- og tóm-
stundalífi. Jafnvel er hægt að byggja
bryggjur sem þjóna sem viðlegu-
kantar fyrir menningarminjar og
ferðaþjónustufley, svo sem Húna II
og gömul sögufræg skip Landhelg-
isgæslunnar, flotans og Slysavarna-
félagsins,“ segir í bókun þeirra frá
bæjarstjórnarfundi á þriðjudag.
Ökumanni hjólaskóflu frá VG gröf-
um brá heldur betur í brún þar sem
hann ók suður Drottningarbrautina
síðdegis á þriðjudaginn. Hann tók
allt í einu eftir því að eldur hafði
kviknað í vélarrúminu, aftan við öku-
mannshúsið, og dreif sig út, rétt áð-
ur en eldurinn blossaði upp. Slökkvi-
liðið kom á vettvang og slökkti
eldinn en ökumanninum varð sem
betur fer ekki meint af.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Árvakur/Skapti
Reddaðist Slökkviliðsmaður réð
niðurlögum eldsins í hjólaskóflunni.
Af húsum og verði
Ólafur F. Magnússon borg-arstjóri sagði í fréttum að
kaupin á húsunum við Laugaveg 4
og 6 hefðu verið hagstæð:
Við borgarstjórn Ólafur byrjar í plús,
brilliant samning hann gerði
þegar af Kaupangi kumbaldahús
keypti á hagstæðu verði.
Hjálmar Freysteinsson segir ekki
laust við að hann öfundi þá sem búa
í sveitarfélagi sem hafi efni á
svonalöguðu:
Ólafur veskið opnar fús
auðveld sýnist völin,
þegar bjóðast honum hús
á hálfa milljón fjölin.
Hreiðar Karlsson bætir við:
Öll með brosi verk sín vann,
vanur í göt að stagla.
Því næst borga þurfti hann
þúsundkall per nagla.
Hreiðar segir reyndar fleiri hafa
verið rausnarlega í Reykjavík:
Skuli heilög varin vé
verður nokkru að fórna.
Það er sjaldan þurrð á fé,
þegar læknar stjórna.
Loks Friðrik Steingrímsson
í Mývatnssveit:
Gott er að hann geti nýtt
gæðaprísa slíka,
ef bárujárnið fylgir frítt
og flestir gluggar líka.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
bæjarlífið