Morgunblaðið - 07.02.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 07.02.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG hef áður skrifað um mis- muninn á togveiðum og vistvænum veiðum. Ég furða mig á því, hversu fáir fjalla um þetta atriði, sem skiptir mjög miklu um framtíð fiskiveiða við Íslandsstrendur Takmörkun á aðgangi í auð- lindina á sínum tíma tel ég að hafi verið nauðsynleg, en sá óskapnað- ur sem hún er nú orðin vegna misvit- urra aðgerða tel ég að sé algerlega óvið- unandi. Lífríki hafsins er afskaplega viðkvæmt og röng veiðarfæri tel ég ráða mjög miklu um sjálfbæra framvindu þess. Tog- veiðar tel ég þar af- skaplega óheppilegar á ótrúlega margan máta og vil ég nefna án langs rökstuðn- ings helstu atriði þess gífurlega mis- munar, sem er á vistvænum fiskiveið- um og togveiðum. Togskip sem tekur eitt tonn af fiski úr sjó eyðir tíu sinnum meiri orku (olíu) til þess heldur en skip sem veiðir með vist- vænum veiðarfærum (línu, nót eða net- um). Þetta á aðeins við meðan skip er með veiðarfæri í sjó, þ.e. togskip sem dregur á eftir sér um 20 tonna veiðarfæri yfir botninn (botntroll) og togskip með flottroll af sömu stærð eða stærri í eftirdrægi. Fiskiskip sem veiðir með línu, nót eða netum notar sáralítinn vél- arkraft til að taka sitt veiðarfæri úr sjó, þannig að orkunotkun þess er tíu sinnum minni en togskipa, því þetta eru kyrrstæð veiðarfæri. Togskip mengar þar af leiðandi tíu sinnum meira en fiskiskip sem veiða með vistvænum veið- arfærum. Fiskiskipaflotinn notar um 15-17% af mengunarkvóta Ís- lands. Við stöðugt hækkandi olíuverð er olíunotkun að verða stærri og stærri kostnaðarliður í útgerð. All- an bolfiskafla, sem nú er leyft að veiða við Ísland, er mjög auðvelt að veiða á vistvænan hátt, þ.e. á línu, í net eða í nót. Fyrir andvirði togskips upp á 2 milljarða (nýi Vestmannaeyjatog- arinn smíðaður erlendis) væri hægt að kaupa 20 hraðfiskibáta, 15-18 tonn, smíðaða hér (gjaldeyr- issparnaður upp á 2 milljarða). Tveggja milljarða togskip veitir 15-20 sjómönnum atvinnu, en 20 fiskibátar veita 40-50 sjómönnum atvinnu. Þetta eru meðaltalstölur miðað við togskip og 15-18 tonna dag- róðrabáta. Togskipin veita hinum smáu sjávarbyggðum enga atvinnu, það gera aðeins dagróðrabátar, sem nota eingöngu vistvæn veiðarfæri (langmest línu). Í hinum mörgu minni sjávarbyggðum allt í kring- um landið eru engir togarar gerðir út og skapa því enga vinnu fyrir landverkafólk. Framsal aflaheimilda hefur vald- ið gífurlegri byggðarröskun í land- inu, og um leið efnahagslegum glundroða. Í hinum minni byggð- arlögum, sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarafla, hefur orðið mikill fólksflótti. Á mörgum stöð- um standa vönduð og vel byggð hús auð og óseljanleg vegna þessa, á markaðsverði langt undir kostnaðarvirði, og sveitarstjórnir eiga erfitt með að sinna brýnustu þjón- ustuskyldum sínum við íbúana vegna lélegra skatttekna. Framsal aflaheimilda er einhver mesta vit- leysa í þessu glóru- lausa fiskveiðikerfi og sannar það best, að Mannréttindanefnd SÞ telur það brjóta Mann- réttindasáttmála SÞ sem við erum aðilar að. Atvinnugreinin er nú gífurlega skuldsett vegna kerfisins, vegna þess að þegar aðilar þeir sem fengu út- hlutað aflamagni seldu aflamarksúthlutun sína, skapaðist fjár- magnsflótti frá at- vinnugreininni. Áætlað er að skuldir atvinnu- greinarinnar nú séu allt að 300 milljarðar kr. Í dag er vitleysan slík að menn sem ætla að fara í út- gerð fá engin lán til að kaupa at- vinnutækin, bátinn eða veið- arfærin, ef þeir hafa ekki aflaheimild. Að mati lánveitanda eru báturinn og veiðarfærin einsk- is virði án aflaheimilda. Með stöðvun á togveiðum í áföngum gætu sjávarbyggðirnar endurheimt auðlindarétt sinn, þ.e. strandveiðar með vistvænum veið- arfærum og þar með mætti skapa grundvöll fyrir uppbyggingu sjáv- arbyggðanna á ný. Þetta væri hægt að gera á margan máta, t.d. með að skilyrða hverja úthlutun aflaheimilda til ákveðinna veið- arfæra, þ.e. að ákveðinn hluta allra aflaheimilda skuli veiða á línu, í net eða á annan vistvænan máta. Það er margsannað að togveiðar eru mikill skaðvaldur lífríki sjávar, sérstaklega botnvörpuveiðar og snurvoð. Línu-, nóta- og netaveiðar eru það ekki. Nokkur líking á skaðsemi botnvörpuveiða væri ef stór traktor eða skriðdreki færi yf- ir land, móa, mela og kjarr, með 20 tonn af kúlum, vírum, netum og hlerum í eftirdragi. Hvernig halda menn að það land liti út eftir slíka yfirferð, eða lífríki þess? Öll þessi atriði er hægt að rök- styðja enn frekar á sannfærandi hátt og væri jafnvel efni í dokt- orsritgerð, svo margslungin áhrif hefur núverandi sjávarútvegs- stefna haft á þjóðlíf okkar. Stjórn- völd ættu að sjá sóma sinn í því að taka þetta mál til alvarlegrar at- hugunar, því ein er sú staðreynd, sem enginn getur hrakið, að stærstur hluti þess, sem okkar er í dag, er sjávarauðlind okkar að þakka. Vistvænar veiðar Hafsteinn Sigurbjörnsson skrif- ar um sjávarútvegsmál » Togskip sem tekur eitt tonn af fiski úr sjó eyðir tíu sinnum meiri orku til þess heldur en skip sem veiðir með vistvænum veið- arfærum. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari og fyrrver- andi sjómaður. ALDARMINNING Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur andaðist 26. febrúar 1976. Hann hafði lengst af ævinnar verið týhraustur, en hin síðustu ár hafði hann ekki gengið heill til skógar og fór honum berlega hrakandi. Fráfall hans, sem bar brátt að, kom þess vegna ekki óvænt. Með honum hvarf af sjónarsviðinu maður, sem margt var til lista lagt og ekki var við eina fjölina felldur. Hann var allt í senn sagnfræðingur og bókmenntamaður, orðræðumaður og rithöfundur, kommúnisti og fagurkeri, rómantí- ker og raunsæismaður, gleðimaður og þjóðfélagsgagnrýnandi, Hafnar- stúdent og Brandesarsinni. Og við þessa upptalningu er enn unnt að bæta, enda hafa ýmsir undrast margþættar gáfur hans og fjöllyndi. Sverrir Kristjánsson fæddist í Hjörleifshúsi við Hverfisgötu í Reykjavík 7. febrúar 1908. Foreldr- ar hans voru hjónin Bárður Kristján Guðmundsson verkamaður úr Aðal- vík vestra og Guðrún Vigdís Guð- mundsdóttir frá Ánanaustum í Reykjavík. Þegar Sverrir var á 12. ári missti hann föður sinn, en með atorku og tilstyrk móður sinnar braust hann til mennta og lauk stúd- entsprófi 1928. Þótt fjárráð væru af skornum skammti, lagði hann leið sína utan árið eftir og hóf nám í sagn- fræði við háskólann i Kaupmanna- höfn. Þar naut hann meðal annars kennslu og leiðsagnar eins fremsta sagnfræðings Dana, Eriks Arups prófessors, sem reyndist Sverri hinn ráðhollasti, enda minntist hann þess kennara síns ávallt síðan hlýlega, næstum með sonarlegri virðingu. Kjörsvið Sverris í sagnfræðinni var saga þýskrar verkalýðshreyfing- ar, en þá var nýlunda, að íslenskir fræðimenn hösluðu sér völl í fé- lagssögu. Stjórnmálaskoðanir Sverris munu hafa átt mikinn þátt í því að glæða áhuga hans á fé- lagssögu yfirleitt og verkalýðssögu sérstaklega. Hann hneigðist ungur til sósíalisma og gekk árið 1927 í Jafnaðarmannafélagið Spörtu, en þá var hann farinn að kynna sér fræði- rit sósíalista. Hann sagði frá því löngu síðar, að lestur Kommúnistaá- varpsins hefði haft mikil áhrif á sig, hann hefði séð sögu mannsins í nýju ljósi. Þessi bæklingur Max og Eng- els var gefinn út á Akureyri 1924 í ís- lenskri þýðingu Einars Olgeirssonar og Stefáns Pjeturssonar. Árið 1937 tók Sverrir að setja saman meistara- prófs-ritgerð sína, Der social- demokratiske partis stilling til den Bismarckske socialpolitik. Til þess að afla heimilda um þetta efni hélt Sverrir til Berlínar, þar sem hann dvaldist um hálfs árs skeið. Þegar hann kom aftur til Hafnar, treysti hann sér ekki til að leggja fram rit- gerðina, en tók til við annað verkefni nátengt hinu fyrra, De borgerlige partiers holdning til den Bism- arckske socialpolitik, og að því vann hann 1938. En hér fór sem fyrr, hann lét undir höfuð leggjast að skila rit- gerðinni, en ástæðan til þessa mun hafa verið sú í bæði skiptin, að hann var ekki alls kostar ánægður með rit- gerðirnar og vantaði þó ekki annað en smiðshöggið. Hér kom fram sá ljóður á ráði Sverris, sem háði hon- um ævilangt, en það var úthaldsleysi við þau verk, sem kröfðust þaulsetu og mikillar elju. Sverrir dáðist þá mjög að vini sínum og kennara, Árna Pálssyni, andagift hans og lífsstíl, en vinnufílósófía hans var honum hvorki holl fyrirmynd né styrkur til bragarbóta. Á hinn bóginn var það kostur á Sverri, að hann þekkti tak- mörk sín og lét ekkert frá sér fara nema hann væri sæmilega ánægður með það. Eftir þessar misheppnuðu prófraunir hélt Sverrir alfarinn heim 1939, en Hafnardvölin hafði orðið honum mikill skóli. Hann hafði aflað sér víðtækrar þekkingar, lært fræði- leg vinnubrögð og strokið af sér svip heimalningsins, en allt þetta kom honum síðar að haldi við ritstörfin. Þótt kreppa og auraleysi hrjáði Kaupmannahöfn, meðan Sverrir dvaldist þar, tók hann ástfóstri við þá borg, borgarbrag hennar, menn- ingu og íslenskar söguslóðir. Í hvert skipti sem hann heim- sótti borgina við sund- ið síðar á ævinni, var hann eins og ástþyrst- ur unglingur, sem leit- ar á fund ástvinu sinn- ar. Eftir heimkomu sína frá Kaupmanna- höfn gerðist Sverrir kennari við Gagn- fræðaskóla Reykjavík- ur (síðar Vesturbæjar) og gegndi hann síðan kennslustörfum allt til 1974. Skóli sá, sem Sverrir starfaði við var einstakur að því leyti, hversu margir sögufróðir menn voru í kennaraliðinu, en meðal þeirra voru Ágúst H. Bjarnason, Knútur Arn- grímsson, Guðni Jónsson, Óskar Magnússon frá Tungunesi, Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson auk þess sem þar voru margfróðir menn á öðrum sviðum, t.a.m. Ingólf- ur Davíðsson, Jóhann Briem og Sveinn Bergsveinsson. Þótt Sverrir kynni vel við sig í þessum hópi, var gagnfræðaskólakennsla honum aldr- ei að skapi, því hann hneigðist til fræðiiðkana og ritstarfa og hefði helst kosið að helga sig þeim heill og óskiptur. En Sverrir var reyndar ekki einn á báti hvað þetta snerti, því að langflestir þeirra, sem sinna vildu húmanískum fræðum, urðu að verja til þeirra tómstundum sínum frá daglegu brauðstriti. Það er fyrst núna síðustu tíu til fimmtán árin sem aðstaðan til fræðimennsku hefur skánað að ráði. Það voru Sverri þess vegna bjartir dagar, er hann fékk or- lof frá kennslu 1956-1958 og hélt til Kaupmannahafnar, þar sem hann vann að því að skrá íslensk bréf í dönskum söfnum. Skrá þessi, sem gerð var í tvítaki og geymd er í Landsbókasafni og Konungsbók- hlöðu, hefur stórum auðveldað ís- lenskum fræðimönnum aðgang að þeim fróðleikssjó, sem bréfin búa yf- ir. Þótt hæfileikar Sverris væru mikl- ir, verður eigi sagt, að margt hafi verið gert til þess að hlynna svo að honum, að þeir gætu notið sín sem best, því að ekki getur það talist til slíkrar viðleitni, að hann naut lög- fullra réttinda kennarastéttarinnar til orlofs og eftirlauna. Þeir voru líka, ófáir, sem töldu, að hann ætti enga umbun skilið vegna syndugs lífernis og róttækra stjórnmálaskoðana. Til að sannfærast um að eitthvað sé í þessu hæft er handhægast að skoða fjárúthlutun úr opinberum sjóðum til rithöfunda og fræðimanna. Vert er þó að geta þess, að Jónas Jónsson frá Hriflu beitti sér fyrir því, að Sverrir fékk launalaust leyfi frá kennslustörfum 1959-1961 til þess að safna og gefa út á vegum Menning- arsjóðs blaðagreinar Jóns Sigurðs- sonar. Í sagnfræði skrifaði Sverrir margt og sótti á mörg mið, en áhugi hans beindist einkum að nútímasögu með upphaf í frönsku byltingunni. Við- fangsefni Sverris voru sérstaklega myndun og þróun nútímaþjóðfélaga, sem félagslega ein- kenndust af vexti og framsókn borgarastétt- ar og verkalýðsstéttar. Þótt söguskoðun marx- ismans væri Sverri skært ljós um myrkviði og fléttugróður sögunn- ar, biðu ráðgáturnar við hvert fótmál. Í áritun á eitt eintak Kommúnis- taávarpsins kveðst hann líka „hafa ratað á hina erfiðu leið marxískrar söguhyggju“. Sverrir var með fróðustu mönn- um hérlendra í fræðirit- um sósíalismans, og rit þeirra Marx og Engels voru honum sífelld ný opinberun allt til æviloka. Sverrir samdi margar ritgerðir og greinar um bókmenntalegt efni, en hann hafði yndi af skáldbókmennt- um og bar á þær gott skynbragð, enda var hann bæði víðlesinn og vel- lesinn í verkum margra höfunda ís- lenskra og erlendra frá síðari öldum. Listrænt eðlisfar og hrifnæmi leiddu hann inn í heim skáldbókmenntanna og gerðu hann þar hagvanan. Þar þótti honum rýmra um sig en í þröngum kufli sagnfræðingsins, strengirnir fleiri, viðjarnar færri. En Sverrir mat þó ekki skáldverk ein- ungis frá bókmenntalegu eða fagur- fræðilegu sjónarmiði, því að það var ríkt í honum að skoða þau einnig af sjónarhóli sagnfræðingsins og tengja þau náið tíma sínum og um- hverfi. Þessi sjónvídd gerði hann skyggnari mörgum öðrum fremur á ýmsa staði í heimi bókmenntanna. Sverrir hafði dálæti á mörgum rit- höfundum og voru þeir af ýmsu tagi og sniði, en í öndvegi skipaði hann þeim, sem voru uppreisnarsinnaðir og nýjungagjarnir (Heine, Brandes), voru gæddir næmu sögulegu þróun- arskyni (Thomas Mann, Johannes V. Jensen) og ætluðu alþýðustéttum að rétta hlut sinn og héldu fram nýrri þjóðfélagsskipan (Gorki, Nordahl Grieg, Stehpan G. Stephansson, Halldór Laxness). Annars kunni Sverrir að meta góða frásagnarlist hvar sem hún birtist, einnig í svo- nefndum skemmtibókmenntum (Jack London, Agatha Christie). Ekki skal láta ógetið þeirrar bókar, sem honum þótti guðdómleg, þótt klædd væri í búning fáránleikans og hálfvitans, en það var Ævintýri góða dátans Svejk eftir Jaroslav Hasek, ein naprasta háð- og ádeildusaga, sem rituð hefur verið. Allar ritsmíðar Sverris eru á góðu máli, vandaðar að orðfæri og stíl. Það var honum bæði eðlislægt og metnaðarmál að skrifa læsilegt mál, beita blæbrigðum tungunnar, hnit- miða orðavalið og meitla efnið, en stjarfur stíll og flatur var honum leiður, enda ein af meinsemdunum í andlegri fóðurgjöf. Alúð sú, sem Sverrir lagði við stílíþrótt sína, staf- aði ekki af tómri skrautgirni, heldur af vilja til þess að gæða efnið lífi. Stíllinn var honum aðferð til þess að skýra frá skoðunum sínum á sem fyllstan hátt og um leið aðferð til að ná taki á lesendum. „Til hvers er ver- Sverrir Kristjánsson Sverrir með dótturdætrum sínum, Ragnheiði og Ernu árið 1974. Jón Guðnason Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.