Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur FadilaVilhelmsdóttir píanóleikari fæddist í Leipzig í Þýska- landi 22. janúar 1962. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans 27. janúar síðastliðinn, rétt 46 ára. Unnur var dótt- ir hjónanna dr. Ho- uari Mouffok frá Alsír, hagfræðings, f. 12. janúar 1937, og Ásgerðar Ágústs- dóttur frá Ísafirði, leiðsögumanns, f. 12. ágúst 1941, dóttur hjónanna Ágústs Elíassonar frá Æðey, kennara, kaupmanns og yfirfiskmatsmanns, f. 28. ág. 1895, d. 13. sep. 1969, og Valgerðar Kristjánsdóttur frá Súðavík, f. 21. nóv. 1900, d. 29. maí 1963. Seinni maður Ásgerðar var Vil- helm G. Kristinsson fréttamaður, f. í Reykjavík 14. desember 1947. Hann ættleiddi Unni og bróður hennar. Systkini Unnar eru þau Jón Gunnar hagfræðingur, f. 6. júní 1964, Sigurður Einar líffræð- ingur, f. 29. maí 1971, og Jóhanna María trúarbragðafræðingur, f. 9. apríl 1973, og í Alsír þær Amel læknir, Amina verkfræðingur og Assia nemi. Unnur Fadila lætur eftir sig Gunnar Má Óttarsson, f. 20. ág. 1997. Unnur hlaut ýmsa náms- styrki, m.a. frá The American Scandinavian Foundation, Univers- ity of Cincinnati og Námustyrk Landsbanka Íslands. Eftir að hún fluttist heim til Ís- lands frá Bandaríkjunum tók hún virkan þátt í íslensku tónlistarlífi bæði sem einleikari og í samleik með öðrum. Píanókennari við Tón- listarskóla Kópavogs var hún 1997- 2004. Unnur var um tíma formaður Íslandsdeildar EPTA, Evrópusam- taka píanókennara. Fyrsta Píanó- keppni EPTA hérlendis var haldin í hennar formannstíð. Á árinu 1997 hóf göngu sína tríó sem í léku Unn- ur á píanó, Eydís Franzdóttir á óbó og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fa- gott. Tríóið hélt 14 tónleika, þar af sex í Bandaríkjunum/Kanada, auk þess sem tríóið kom nokkrum sinn- um fram með öðrum á tónleikum. Unnur sótti tíma hjá virtum kenn- urum svo sem John Lill, Ann Schein og György Sobök. Frá 1998 hélt hún níu einleikstónleika. Á árinu 2003 gaf Unnur út geisla- diskinn Beethoven, Chopin, Proko- fiev. Píanóleikur Unnar var nokkrum sinnum hljóðritaður á vegum RÚV, t.a.m. var einleiksefnisskrá sem innihélt Etýðu eftir Rachmaninoff og Valsa eftir Ravel send út á páskadag árið 2000. Á árinu 2007 áformaði Unnur að halda tónleika sem ekki varð af vegna veikinda hennar, en á efnisskránni voru verk eftir Bach, Chopin, Debussy og Schumann. Útför Unnar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1986. Hann er sonur Unnar og fyrrverandi sambýlismanns henn- ar Óttars R. Svav- arssonar, f. 1965. Unnur Fadila gift- ist 3. júní 2006 Sveini Benediktssyni tölv- unarfræðingi, f. 16. jan. 1962. Hann er sonur hjónanna Bene- dikts Sveinssonar hrl., f. 31. júlí 1938, og Guðríðar Jóns- dóttur, f. 19. sept. 1938. Bræður Sveins eru Jón raf- magnsverkfræðingur, f. 1964, og Bjarni alþingismaður, f. 1970. Unnur hóf nám í píanóleik sjö ára gömul í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur hjá Málfríði Konráðs- dóttur og hóf að því loknu nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Stúdentsprófi lauk hún frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti haust- ið 1980. Unnur nam frönsku við Sorbonne-háskóla í París og lauk BA-prófi í frönsku og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1986. Hún lauk píanókennaraprófi 1990 og einleikaraprófi ári síðar. Aðal- kennari hennar var Halldór Har- aldsson. Þá hóf hún framhaldsnám í Bandaríkjunum undir handleiðslu Dr. William Black og lauk þaðan doktorsprófi í píanóleik haustið Það eru grimm örlög að lifa börnin sín. Hvers vegna hverfum við ekki héðan í réttri röð? Lífsgátan er óræð og líklega fáum við aldrei svar. Hvers vegna er ungt fólk hrifsað frá okkur, en við hin skilin eftir hærugrá og lúin; höfum lokið flestum þeim meginverkefnum sem lífið lagði okk- ur á herðar? Kjördóttir mín elskuleg var frá okkur tekin í blóma lífsins. Hún skein skært sólin á Bessa- stöðum, sumardaginn fagra, fyrir ekki tveimur árum, þegar ég leiddi hana brosandi upp að altarinu í kirkjunni, þar sem brúðguminn góði beið hennar. Þá var bjart úti sem inni; bjart yfir brúðhjónunum fal- legu; bjart yfir kirkjugestunum sem skynjuðu þá stóru hamingju og ást sem innsigluð var þennan eftirminni- lega dag. Nú er sorg okkar allra sem eftir stöndum þung og þjáningin dimm og dauðahljóð. Stríðinu stranga er lokið og brúðurin hefur kvatt okkur hinsta sinni. Eftir standa brúðguminn umhyggjusami, einkasonur, foreldrar, systkin og all- ir góðu vinirnir og spyrja: Af hverju? Af hverju? Unnur mín var hetja. Hún kaus aldrei að fara auðveldu leiðirnar, hún vildi glíma við verðug verkefni og gafst aldrei upp. Hún átti það til að ganga fram af föður sínum með atorkuseminni og það hvessti stund- um á milli okkar þegar mest gekk á, enda bæði skapstór og stundum vantaði svolítið upp á umburðarlynd- ið. En það lægði ávallt von bráðar og Unnur lauk með láði öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þá var fallist í faðma og glaðst yfir góðum verklok- um. Það var engu líkara en að hún skynjaði að henni væri úthlutað knöppum tíma til verka. Við vorum orðin vön því að hún legði í þrítugan hamarinn, kæmist jafnan alla leið upp á bjargbrún; leysti öll sín úr- lausnarefni með glæsibrag og án þess að blása úr nös. Einu gilti við hvað var glímt: tungumál, bók- menntir, píanókonserta, doktors- próf, eða bara daglegt basl einstæðr- ar móður við að ná endum saman; koma sér þaki yfir höfuðið, sjá um að einkasoninn skorti aldrei neitt – og að borga skuldir, sem var ein af hennar mörgu sérgreinum. Og það var ekki fyrr en í fulla hnefana að hún lét í minni pokann fyrir krabba- meininu. Sá hamar varð henni loks ókleifur. Í dag er hugur minn hjá Sveini, sem Unnur var svo lánsöm að eiga traustan og sterkan sér við hlið og Gunnari Má, einkasyninum, sem henni var svo hjartfólginn. Því miður var samvist þeirra Sveins og Unnar sorglega stutt. Í glímunni sem þessi litla fjölskylda háði á undanförnum misserum hefur mikil hetjudáð verið drýgð. Þar hefur Sveinn sýnt þá miklu og óvenjulegu mannkosti sem hann geymir. Annað eins göfug- menni er vandfundið. Við foreldrar og systkin Unnar Fadilu fáum aldrei fullþakkað hversu vel Sveinn reynd- ist konunni sinni í baráttu hennar við vágestinn. Þá er okkur ofarlega í huga þakklæti til þess góða fólks sem annaðist hana á Landspítala há- skólasjúkrahúsi, þar til yfir lauk. Ég hlaut Unni Fadilu í kaupbæti, fimm ára gamla, þegar ég kvæntist móður hennar. Það var mikil og góð gjöf, sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir. Ég kveð elsku dóttur mína og bið guð að geyma hetjuna okkar. Ég kveð hana með sömu orðunum og hún sjálf notaði þegar hún var lítil stúlka og bauð pabba sínum góða nótt með kossi, áður en hún fór að sofa: Bonne nuit. Vilhelm G. Kristinsson. Hún Unnur kom eins og sólar- geisli inn í líf okkar allra. Öll fjöl- skylda okkar var himinlifandi að Sveinn sonur okkar væri ástfanginn. Ástin hafði búið um sig í hjörtum þeirra Unnar og Sveins. Þegar við kynntumst Unni var hún búin að af- reka svo margt. Hún var búin að eignast fallegan son, Gunnar Má Óttarsson, sem henni þótti undur vænt um. Hún hafði viljað læra frönsku, og það gerði hún. Tónlistin var hennar ástríða og þá var bara að ná doktorsgráðu. Það var skemmti- legt að fylgjast með er Unnur, Sveinn og Gunnar Már voru að hreiðra um sig í nýja húsinu að Hraunási 5 í Garðabæ. Þar naut sköpunargleði Unnar sín vel. Allt átti að vera fallegt og vandað úti sem inni og þannig varð það. Við glöddumst mjög yfir tónleik- um sem hún hélt fyrir fjölskyldu- meðlimi í nýja húsinu þeirra. Hvílík undraverð leikni. Öll umgjörðin var svo falleg, tónlistin, heimilið, flygill- inn, útsýnið. Allt sem eitt ógleym- anlegt listaverk. Þetta var stór gjöf til okkar allra, sem var gefin með mikilli gleði. Sköpunargleði og lífs- gleði einkenndu Unni svo sannar- lega. Við fráfall okkar kæru tengda- dóttur sækir mikil sorg að okkur og fjölskyldu okkar. Þó að okkur hafi verið fullkunnugt um hin alvarlegu mein sem að henni sóttu undanfarin ár var ávallt reynt að halda í vonina um að lækning fyndist, en smám saman varð ljóst hvert stefndi þrátt fyrir hetjulega baráttu Unnar með Svein sér við hlið við hvert fótmál. Ráð bestu lækna beggja vegna Atl- antshafsins dugðu aðeins til að fresta vandanum. Hinn dimmi skuggi sem nú hvílir yfir kallar fram hina miklu birtu sem Unnur heitin færði inn í líf fjölskyldu okkar, þegar leiðir hennar og Sveins ófust saman um aldamótin. Dugnaður hennar og röskleiki alla ævi hafði fleytt henni í gegnum glæsilegan námsferil bæði í frönsku og bókmenntum og ekki síður í gegn- um tónlistarnámið sem leiddi hana til doktorsgráðu í píanóleik frá há- skóla í Cincinnati í Ohio í Bandaríkj- unum. Hún nýtti sína miklu hæfi- leika af aðdáunarverðum kjarki og dugnaði. Ráðdeild var henni í blóð borin, og sem húsmóðir naut hún sín frábærlega í nýja húsinu. Ósjaldan vorum við hjónin boðin til heimilis þeirra Sveins þar sem Unnur reiddi fram fjölbreytta rétti og þá ekki síst heimalöguð brauð úr bökunarofnin- um. Minningar streyma fram um ham- ingjustundir eins og brúðkaup þeirra Unnar og Sveins í Bessa- staðakirkju í júní 2006 þar sem þau geisluðu af hamingju. Geisladiskur- inn sem Unnur gaf út árið 2003 var mikill gleðigjafi og merki um stór- hug hennar og er nú minning um af- bragðs árangur hennar í píanóleik. Sveinn og Unnur nutu þess að ferðast saman bæði innanlands og utan. Þau heimsóttu föðurfólk henn- ar á sl. ári til Alsír, og ferðuðust hin síðari ár bæði til Bandaríkjanna og Evrópu. Við eigum yndislegar minningar um Unni og þær munu hlýja okkur um hjartarætur það sem eftir er. Við kveðjum Unni með djúpri virðingu og þakklæti. Við færum Sveini, Gunnari Má, foreldrum Unnar og öllum ástvinum innilegar samúðaróskir. Guð blessi elsku Unni. Benedikt Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir. Það var svo gott að eiga stóra syst- ur. Systur sem reyndi oft að stjórna yngri systkinunum, vissi af því og gerði grín að því sjálf. Þú varst stóra systir sem kunnir svo margt. Lærðir í útlöndum, talaðir frönsku, spilaðir á píanó og eldaðir mat af innlifun. Komst með föt frá Frakklandi handa Hansínu litlu systur, leyfðir mér stundum að passa Gunnar Má eða reyndir að kenna mér á píanó. Svo þegar ég var loksins orðin nógu stór til að þú gætir talað við mig af ein- hverju viti flutti ég til útlanda. Aldursmunurinn og fjarveran, fyrst þín í útlöndum og svo mín kom eiginlega í veg fyrir að við kynnt- umst almennilega. Það var ekki fyrr en ég flutti loksins heim að við fórum að rækta systrasambandið. Og til að vera vissar um að hittast reglulega fórum við í ræktina saman. Og það var ekkert dangl í tækjum eða rölt á bretti. Nei, Unnur gerði hlutina allt- af hundrað prósent, svo það var ráð- inn einkaþjálfari og mætt oft og vel. Ég gleymi ekki hvað þú gast hneykslast þegar ég var löt í maga- æfingunum, ég löt en þú veik. Eða allar æfingarnar sem þú vildir endi- lega að ég prófaði, svo hlógum við saman eins og fífl að stjórnsömu stóru systur og litlu systur sem hlýddi bara möglunarlaust. Það var svo gaman að vera með þér og finna kraftinn sem stafaði frá þér. Veikindi þín þjöppuðu okkur systkinunum saman og við munum halda áfram að hittast reglulega þó það verði aldrei eins án þín. Ég mun sakna brauðanna þinna, góða mat- arins og hlátursins, en þakka fyrir að hafa átt svona ótrúlega systur sem skilur eftir sig góðar minningar. Jóhanna systir. Ég hef heyrt því fleygt að skær- ustu stjörnurnar brenni hraðast. Sú tilgáta hljómar mjög sennilega nú. Því hún systir mín var ekki bara elst heldur einnig skærasta stjarnan í fjölskyldunni. Hvílíkur persónuleiki, hvílíkur kraftur, hvílík lífsgleði og hvílíkur árangur. Það hreinlega geislaði af henni! Og nú er hún út- brunnin. En eftir lifir orkan frá henni, minningarnar, húmorinn og hláturinn. Það verður gott að eiga að í framtíðinni. Þegar ég horfi til baka læðist að mér sá grunur að hún Unnur mín hafi ósjálfrátt átt von á því að fara fyrr en venjulegt þykir, slíkur var krafturinn og ákefðin á köflum. Þeg- ar hún var búinn að setja sér mark- mið, og það voru alltaf markmið, óð hún af stað, full einbeitni og kláraði málið og undantekningalítið með stæl. Hún var einu ári á undan í skóla, en dúxaði samt alls staðar, í framhaldsskóla jafnt sem háskóla. Þá kom það mér líka alltaf skemmti- lega á óvart hversu hratt hún labb- aði, eða eins og henni lægi alltaf lífið á. Ég, sem er sjálfur ágætlega skref- langur, átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir þar sem hún geystist áfram göturnar – með þetta bros sitt og fas sem fangaði alla. Það hafa ekki margir getað fylgt henni eftir. Þrátt fyrir hamaganginn og ein- beitinguna, gaf hún sér tíma til að slappa af endrum og sinnum, enda oft uppgefinn eftir einhverja törnina. Þá fannst henni best að sitja í þykk- um, helst götóttum lopasokkum og lopapeysu, og helst föðurlandi uppí sófa og spjalla með kaffi í hendi. Þær stundir voru dásamlegar. Oftast fabúleruðum við einhverja vitleysu og hlógum þar til við náðum varla andanum. En stundum voru alvar- legri umræður. En alltaf þegar ég skildi við Unni fannst mér ég vera bæði dálítið dýrmætari og ríkari en þegar ég kom. Slíkt er fáum gefið. Það var nú heldur betur viðeig- andi að stjörnuskoðarinn og djúp- hugsuðurinn hann Sveinn skyldi finna hana Unni mína. Þau áttu sam- an eins og heitt nýbakað brauð (sem Unnur bakaði reglulega) og íslenskt smjör, enda fædd í sömu vikunni, í sama mánuði, á sama ári. Þau kynni voru Unni sem rjóminn á annars mjög fjölbreytilegt og kraftmikið líf. Á meðan ég votta Sveini og Gunn- ari Má og öðrum aðstandendum samúð mína er vert að minnast að Unnur fór í gegnum lífið á sínum eig- in forsendum, setti sér sín markmið og náði þeim. Hún fer áfram á næsta stig með höfuðið hátt, tilbúinn í þau spenn- andi verkefni sem þar bíða hennar. Þar verður eftir henni tekið og spurning hvort þeir haldi betur í við hana þar en hér. Jón Vilhelmsson Stutt er síðan gleðin ríkti í fjöl- skyldunni yfir fréttunum af því að Sveinn og Unnur hefðu fellt hugi saman og hygðust hefja búskap. Það var forvitin lítil frænka Sveins, Mar- grét dóttir okkar, sem færði okkur tíðindin. „Hún heitir Unnur, hún heitir Unnur, og þau eru að fara á skauta saman.“ Sveinn var í sakleysi sínu að skima eftir skautapari á heimili foreldra sinna þegar litla frænkan varð forvitin og spurði fyrir hvern væri leitað að skautum. Hún linnti ekki látum fyrr en öllum spurningum hafði skilmerkilega ver- ið svarað og hljóp rakleitt með frétt- irnar til foreldra sinna. Hæverskt bros færðist yfir varir Sveins. Bros er líka það fyrsta sem kemur fram í hugann þegar hugsað er til Unnar. Hennar breiða og fallega, dá- lítið kraftmikla bros. Þegar vel lá á Unni brosti hún út í eitt, stundum svo ískraði í henni og augun geisluðu af lífskrafti og gleði. Hvellur hlát- urinn smitaði frá sér. Unnur hafði líflega, þægilega nærveru, forvitin og áhugasöm um allt og alla. Það þurfti ekki löng kynni við Unni til að átta sig á mikilvægi tón- listarinnar í lífi hennar, en hún var hógvær og lítillát þegar talið barst að hæfileikum hennar og björtum tón- um. Við dáðumst alla tíð að ástríðu og metnaði Unnar fyrir píanóleik og kennslu. Listrænt innsæi hennar og fegurðarskyn lögðu grunn að glæsi- legu heimili þeirra Sveins í Garðabæ. Þar var gestum aldrei í kot vísað því enginn skákaði Unni í metnaði við að reiða fram girnilega rétti. Brauðgerð var sérstakt áhugamál húsfreyjunn- ar í Hraunásnum. Eins og öðrum áhugamálum var brauðgerðarlist- inni sinnt af alvöru og við fengum að njóta gómsætra brauða við ýmis tækifæri. Það eru þung tár sem falla þegar Unnur, ung og nýgift, upptekin við að leggja drög að spennandi framtíð er felld af hræðilegum sjúkdómi sem engu eirir. Baráttan við sjúkdóminn var háð af reisn, sigurvissu og ein- beittum ásetningi um að lifa og njóta hvers dags. Dagarnir með Unni og Sveini á skíðum í Austurríki, við Þingvallavatn eða í sumarsólinni í Suður-Frakklandi, þar sem Unnur var á heimavelli í tungumálinu, eru í minningunni samfelldar gleðistund- ir. Elsku Sveinn, þú hefur sýnt slíkan styrk í veikindum Unnar að allir sem til þekkja hafa dáðst að. Okkar dýpstu samúðarkveðjur færum við þér, Gunnari Má, foreldrum Unnar, systkinum og öðrum ástvinum. Bjarni Benediktsson, Þóra Margrét Baldvinsdóttir Unnur kom eins og sólargeisli inn í líf Sveins bróðursonar míns. Sveinn var fyrsta barnabarnið í báðum ætt- um og elskaður af öllum. Hann var og er mikill uppáhaldsfrændi og oft naut ég þess að fá að gæta hans. Það var fjölskyldu okkar mikið gleðiefni þegar Sveinn kynnti okkur fyrir Unni, þessari yndislegu, fallegu, brosmildu og skemmtilegu konu. Það leyndi sér ekki að Sveinn hafði fundið hamingjuna. Leiðir þeirra lágu saman í hússtjórn fjölbýlishúss. Það er áreiðanlega ekki á hverjum degi að rómantík kviknar í Byko eða Húsasmiðjunni þegar formaður hús- félags og gjaldkeri þess fara saman að leita að nýju handfangi á gufu- baðsklefann í sameigninni eða máln- ingu á stigaganginn. Einhvern veg- inn þannig held ég að það hafi verið. Fjölskyldan á sumarbústaði í Lambhaga við sunnanvert Þing- vallavatn. Fyrir um sjö árum fór að sjást þar til göngugarpa sem gengu hönd í hönd tímunum saman nánast upp á hvern hól alveg fram í myrkur. Þetta reyndust vera Unnur og Sveinn. Ég fékk þau stundum til að koma inn í spjall þegar þau voru að koma úr göngu eða bátsferð. Sam- verustundunum fylgdi ávallt gleði, jákvæðni og falleg orð sem krydduðu tilveru okkar Jóns, mannsins míns. Eitt sinn fékk ég Unni til að spila á píanó í boði í Lambhaga sem ég hélt í tilefni 40 ára stúdentsafmælis. Mér þótti vænt um að Unnur óskaði eftir því að Sveinn kæmi með sér. Punt- uðu þau mikið upp á þennan roskna hóp. Ekki fór á milli mála hvað þau voru samrýnd. Unnur Fadila Vilhelmsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.