Morgunblaðið - 07.02.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 31
Það þyrmdi yfir okkur fyrir rúm-
um þremur árum þegar ljóst varð að
Unnur var haldin ólæknandi sjúk-
dómi. Þegar ég heimsótti hana á
sjúkrahúsið eftir aðgerð tók hún
brosandi á móti mér og sagði að hún
vissi að hún byggi yfir mikilli orku.
Þessa orku ætlaði hún að nota til
þess að hafa það skemmtilegt lengi.
Hún tókst á við veikindin af miklu
æðruleysi. Hún hélt áfram að ferðast
með Sveini og njóta útivistar í
gönguferðum, við veiðar og á skíð-
um, alltaf jafn glaðleg og jákvæð.
Brúðkaupið þeirra fyrir um 20 mán-
uðum var einstaklega skemmtilegt.
Skömmu síðar boðuðu þau komu
sína á bóndabæ okkar hjóna austur á
landi. Við vorum ekki á staðnum en
drifum okkur af stað með næsta
flugi. Þau voru komin á undan okkur,
búin að fara í góða göngu og voru
langt komin með að elda dýrindis
kvöldmat með frumlegu ívafi.
Unnur var ekki aðeins listamaður
á sviði tónlistar. Þau Sveinn byggðu
glæsilegt hús í Garðabæ sem þau
innréttuðu af listfengi. Þau buðu
okkur hjónunum í hádegisverð í
haust. Borðið var hlaðið girnilegum
veitingum sem Unnur hafði sjálf lag-
að. Meðal veitinganna var stórt
hringlaga brauð með innbakaðri fyll-
ingu úr litskrúðugu grænmeti og
ostum, sannkallað listaverk sem mig
skortir orð til að lýsa.
Við kveðjum nú yndislega konu
sem kom inn í fjölskylduna eins og
ferskur andblær með sínum dillandi
hlátri og hlýju nærveru. Þótt sorgin
sé nú sár mun smitandi hlátur henn-
ar og gleði bera hæst í minningunni.
Það er einlæg von okkar og bæn að
minningarnar hjálpi Sveini og Gunn-
ari Má syni Unnar að vinna úr sorg-
inni.
Blessuð veri minning Unnar.
Guðrún Sveinsdóttir.
Nú er mín kæra frænka, Unnur
Fadila Vilhelmsdóttir, fallin frá eftir
erfið veikindi. Það er mikil missir
fyrir okkur öll. Unnur var allt í senn,
skemmtileg og hlý frænka, afburða
listamaður og kennari, auk þess að
vera fyrirmyndar foreldri og hús-
móðir.
Ég man fyrst eftir Unni þegar hún
kom í heimsókn til okkar fyrir norð-
an sem unglingur. Þá kynntist ég
röggsemi Unnar fyrst, það var góður
tími.
Unnur var þá fremst í flokki af
okkur krökkunum og þá var margt
skemmtilegt brallað. Svo seinna þeg-
ar mér bauðst að heimsækja þau í
Keilufellið, þá voru kynnin endur-
nýjuð og fram kom hve öguð Unnur
var.
Unnur lét píanóæfingarnar sitja
fyrir öllu, hún var mín fyrirmynd.
Kynni okkar Unnar endurnýjuð-
ust á svo skemmtilegan máta fyrir
nokkrum árum þegar við bjuggum
báðar í Vesturbænum. Við náðum
vel saman og höfðum töluverðan fé-
lagsskap af hvor annarri. Maður
kom aldrei að tómum kofanum hjá
Unni, hún gat galdrað fram ilmandi
brauð með lítilli fyrirhöfn. Síðan
kynntist Unnur Sveini og ég man
eftir hve hamingjusöm hún var með
það, þau voru myndarlegt par og
brúðkaupið glæsilegt.
Unnur og Sveinn buðu mér reglu-
lega í heimsókn í Garðabæinn eftir
að þau fluttu þangað og þá var kátt á
hjalla. Við Unnur hlógum mikið sam-
an, oft af litlu tilefni. Unnur reyndist
fyrirmyndar húsmóðir, eins og heim-
ilið í Garðabænum bar merki.
Það var síðan í desember að þau
hjónin komu í mat til mín og við átt-
um ánægjulega kvöldstund saman,
Unnur lék á als oddi og ekki hvarfl-
aði að mér þá að þetta yrði okkar síð-
asta ánægjustund saman. Ég sakna
þín, Unnur.
Ég sendi Sveini og öðrum að-
standendum Unnar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Helga Kristjánsdóttir.
Það er erfitt að sætta sig við það
þegar ungu og gáfuðu fólki er svipt
burtu af sjónarsviðinu langt um ald-
ur fram. Unnur Fadila Vilhelmsdótt-
ir lést sunnudaginn 27. janúar eftir
langa og hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm.
Sú stund er ég sá Unni fyrst fyrir
mörgum árum stendur mér enn í
fersku minni. Heimsþekktur píanó-
leikari var að halda námskeið í sal
Tónlistarskólans í Reykjavík. Er ég
leit yfir áheyrendahópinn komst ég
ekki hjá því að sjá fallegt og gáfulegt
andlit stúlku sem ljómaði af áhuga,
reiðubúin að meðtaka allt sem fram
færi. Ég komst að því hver þessi
stúlka var er hún varð nemandi minn
í píanóleik. Það var haustið 1984 sem
samvinna okkar Unnar hófst, en þá
hafði hún þegar fengið góða og
sterka undirstöðu í píanóleik hjá
Málfríði Konráðsdóttur.
Ég er forsjóninni þakklátur að
hafa fengið að kynnast Unni. Auk
tónlistarhæfileika sinna var hún
fluggáfuð, vel að sér í bókmenntum
og bjó þegar að talsverðri lífs-
reynslu. Það var því gaman í tímum
okkar, því auk þess að glíma við
tækni- og túlkunarhliðar píanóleiks-
ins var margt rætt því tengt, sem
stundum opnaði dýpri skilning á við-
komandi verki. Á milli okkar varð til
dálítið sérstakur húmor og stundum
mikið hlegið. Auk þess að ljúka pí-
anókennaraprófi árið 1990 bauð
skólinn henni að leika píanókonsert
nr. 2 eftir Sjostakóvítsj sem hún lék
á eftirminnilegan hátt með hljóm-
sveit skólans. Ári síðar lauk hún
glæsilegu einleikaraprófi, en á efnis-
skrá tónleika hennar voru m.a. són-
ata Beethovens í c-dúr op. 2 nr. 3, g-
moll sónata Schumanns og Estam-
pes eftir Debussy, en hún valdi
píanókonsert í b-dúr K 456 eftir
Mozart sem hún mat mikils til að
leika með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Þetta sama ár kom hingað til
lands bandarískur píanóleikari,
William Black, til að leika 4. píanó-
konsert Rachmaninoffs. Með okkur
tókust góð kynni og fór Unnur síðar
til Bandaríkjanna til náms hjá hon-
um við Tónlistarháskólann í Cincin-
nati. Námsstaða Unnar var það vel
metin, að hún fór beint í meistara-
nám og doktorsprófi lauk hún nokkr-
um árum síðar.
Það var mikill hugur í Unni er hún
snéri heim að námi loknu, svo að hún
fór ekki aðeins að starfa sem kennari
og meðleikari í Tónlistarskóla Kópa-
vogs, heldur undirbjó hún einnig ein-
leikstónleika. Verkin nú voru ekki af
léttara taginu. Nokkur þeirra komu
síðar út á geisladisk, en þar má nefna
fjórðu ballöðu Chopins og áttundu
sónötu Prókofíeffs. Það hélst ávallt
samband á milli okkar Unnar eftir
heimkomuna, hún tók t.d. við for-
mannsstöðu EPTA (Evrópusam-
bands píanókennara) á Íslandi 1999,
en á þeim vettvagi hafði ég áður
starfað í allmörg ár. Það sýndi dugn-
að hennar og framsýni, að hún stóð
að því ásamt meðstjórnendum sín-
um, Arndísi Björk Ásgeirsdóttur og
Sigrúnu Grendal, að hleypa af stokk-
unum píanókeppni EPTA sem hefur
mælst svo vel fyrir, að þar verður
örugglega framhald á.
Í einkalífi sínu var Unnur sann-
arlega lánsöm að kynnast einstak-
lega góðum manni, Sveini Bene-
diktssyni, en þau giftu sig snemma
sumars 2006. Það er huggun harmi
gegn að vita, að þau Unnur og
Sveinn áttu hamingjuríka daga sam-
an. Síðastliðið sumar og í haust var
Unnur að undirbúa verk fyrir ein-
leikstónleika, enn og aftur með
kröfuhörðum verkum. Allt virtist á
góðri leið er ég heyrði hana leika
verkin, nú síðast í haust, en hún
stefndi að tónleikum í janúar. Þá tók
fyrrnefndur sjúkdómur sig upp aftur
varð að lokum yfirsterkari, en stund-
um virtist hún vera að ná yfirhend-
inni bæði með hjálp lækna og ekki
síst með óbilandi elju sinni og vilja-
krafti.
Við hjónin sendum Sveini og
Gunnari Má, syni Unnar, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Halldór Haraldsson.
Kveðja frá
Tónlistarskóla Kópavogs
Fyrir hönd fyrrverandi samstarfs-
fólks Unnar Fadilu Vilhelmsdóttur
við Tónlistarskóla Kópavogs rita ég
örfá kveðjuorð.
Unnur starfaði sem píanókennari
og meðleikari við skólann í áratug og
var kröftugur liðsmaður meðal kenn-
arahópsins. Hún ræktaði gott sam-
band við nemendur sína og hafði
metnað fyrir þeirra hönd. Hún var
áhugasöm um starf sitt og vann það
af ábyrgð og samviskusemi. Unnur
hafði létta lund og var frískleg í allri
framgöngu. Samskipti hennar við
nemendur og starfsfélaga báru alla
tíð vott um hennar jákvæða viðhorf.
Hennar verður sárt saknað af sam-
starfsfólki sem nú sér á eftir kærum
félaga.
Fyrir hönd skólans, starfsfólks
hans og nemenda þakka ég ánægju-
lega samfylgd og vel unnin störf.
Eiginmanni, syni og fjölskyldunni
allri sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
Unnar Fadilu Vilhelmsdóttur.
Árni Harðarson, skólastjóri.
Elskulega og fallega vinkona okk-
ar, hún Unnur, kvaddi þennan heim
að kvöldi dags 27. janúar síðastlið-
inn.
Við sjö ólíkar stelpur sem stund-
uðum nám við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti; Alla, Gunna G., Gunna Þ.,
Jóga, Stebbý, Sylvía og Unnur,
stofnuðum saman saumaklúbb fyrir
liðlega þrjátíu árum. Fortíðarþræðir
okkar vinkvenna eru því langir og
hlykkjóttir og verða þeir ekki rifj-
aðir upp í þessari stuttu grein. Við
geymum þá í hjarta okkar og tjáum
hver á sinn máta.
Við vinkonurnar viljum hér sam-
eiginlega þakka fyrir allt sem Unnur
kenndi okkur og gaf með sinni sér-
stöku nærveru og ekki síst hlýrri og
einlægri framkomu. Enda kom hún
frá elskulegu heimili þar sem bjarta
brosið og hlýja höndin hennar Ásu
móður hennar var í okkar huga í að-
alhlutverki.
Við sem eftir sitjum í sauma-
klúbbnum erum líka þakklátar fyrir
að Unnur var ein af okkur og fyrir
þessi síðustu ár með henni, þar sem
við tengdumst enn sterkari böndum.
Það var ekki síst að þakka vikulegum
gönguferðum sem Unnur kom á í
okkar hópi eftir að sjúkdómur henn-
ar greindist á ný. Þar var hún að-
alvítamínsprautan, mætti í öllum
veðrum, rigningu og roki og lýsti það
vel kraftinum í henni og skaplyndi.
Hún bauð veðri og vindum birginn
þrátt fyrir að hún væri misvel upp-
lögð.
Unnur var sterk allt til hins síð-
asta. Við vissum að Sveinn stóð á bak
við hana og verkin hennar, ástkær
eiginmaður sem studdi hana í einu
og öllu. Skarðið sem Unnur skilur
eftir sig hjá honum, augasteininum
hennar honum Gunnari Má og fjöl-
skyldunni allri er stórt og við vottum
þeim okkar dýpstu samúð.
Þú sem heyrir hrynja tár,
hjartans titra strengi,
græddu þetta sorgarsár,
svo það blæði’ei lengi.
(Erla)
Við biðjum góðan Guð að styrkja
og styðja okkur öll.
Saumaklúbburinn.
Unnur er eiginlega of stór persóna
fyrir mér til að hægt sé að skrifa ein-
falda minningargrein um hana.
Langar samt að skrifa það sem kem-
ur í hugann.
Við áttum mjög náið vinkonusam-
band sem unglingar. Við vorum
skrítnar skrúfur og svolitlir nördar.
Við þurftum ekki að segja brandara
til að springa úr hlátri. Aðeins horf-
ast í augu og hugsa eitthvað fyndið
og við það fengum við hláturskast.
Eitt og annað brölluðum við sam-
an og eitt af því var að fara fimmtán
ára á framkomunámskeið hjá Unni
Arngríms. Okkur fannst það seinna
svo mikil tilgerð og húmbúkk að við
rifum diplómað við hátíðlega athöfn.
Ég held nú að þrátt fyrir það hafi
það kennt okkur ýmislegt þarflegt.
Við börðumst í sjálfsmyndarkreppu
á milli þess að vera hippar eða skvís-
ur. Vorum með annan fótinn í Fjala-
kettinum og hinn í jazzballett.
Þó að leiðir lægju að ólíkum hugð-
arefnum þegar við urðum eldri viss-
um við alltaf hvor af annarri. Við
héldum tengslum í gegnum saumó
og svo vorum við saman þegar við
eignuðumst börn með mánaðar milli-
bili 1986. Þá sátum við á Hressó með
ungana okkar sumarið eftir. Hún
með Gunnar Má, ég með tvíburana
mína Tobba og Völu og auðvitað fékk
stóra systir, Eva dóttir mín, að fylgja
með. Þar gleymdum við okkur oft í
einhverju rabbi eða við skoðun mat-
reiðslubóka eða tískublaða.
Unnur kenndi mér svo margt, eins
og hvernig ætti að taka hrósi, enda
var hún svo dugleg að gefa hrós. Hún
hafði þann eiginleika að taka eftir
hinu góða hjá fólki og sjá hið fallega í
veröldinni.
Þegar við vorum unglingar vorum
við að æfa saman á stofugólfinu ein-
hvers konar flikkflakk, heljarstökk.
Unnur lenti á bakinu og gat illa stað-
ið upp. Ég dró þá fram bókina Gróð-
ur í gjósti og las upphátt fyrir okkur
um sérvitra en klára stelpu og bóka-
orm sem ólst upp við erfiðar aðstæð-
ur. Smám saman gleymdist bakið og
við héldum áfram við æfingarnar
eins og ekkert hefði í skorist.
Unnur átti margt sameiginlegt
með þessari viljasterku stelpu í
gjóstinum. Hún fékk nýja vindhviðu
til að berjast við þegar ein var farin
framhjá. Hún var ótrúlega seig og
elskaði að sigra, vann þá marga en
síðasta hviðan reyndist henni um of.
Hún átti þrátt fyrir þennan mót-
vind fallegt og innihaldsríkt líf. Hún
hafði tónlistina sem gaf henni svo
mikið og var hún auðvitað eldklár pí-
anóleikari. Elskulega fjölskyldu og
síðar einnig tengdafjölskyldu sem
reyndist henni og hinum fluggreinda
syni hennar, honum Gunnari Má,
einstaklega vel. Síðast en ekki síst
fann hún stóru ástina með honum
Sveini, en kærleikurinn þeirra á milli
var djúpur og áberandi laus við alla
tilgerð.
Unnur var og verður mikilvæg
manneskja í mínu lífi og okkar allra
sem kynntumst henni og ég þakka
fyrir að leiðir okkar lágu saman í
upphafi og trúi því einlæglega að
þær muni liggja saman á ný og við
förum þá aftur í okkar flikkflakk,
heljarstökk! Guð geymi þig Unnur
mín og verndi og styrki allt þitt ynd-
islega fólk.
Jóhanna Magnúsdóttir (Jóga).
Elsku vinkona mín til þrjátíu ára
hún Unnur er dáin.
Með hjartað fullt af sorg verður
mér hugsað til baka. Vinkonurnar
sjö saman í menntaskóla, fullar for-
vitni og bjartsýni unglingsáranna.
Unnur var alltaf stór hluti sauma-
klúbbsins, einlægni hennar og hlýja
á eftir að lifa í minningunni alla tíð.
Hún var metnaðargjörn og dugleg
án þess nokkurn tíma að stæra sig af
eigin afrekum sem voru mörg, af-
burða námsmaður og hæfileikaríkur
tónlistarmaður. Ég man vel þegar
við Unnur komum í eitt sinn úr ís-
lenskuprófi, henni fannst að sér hefði
ekki gengið nægilega vel og táraðist
Sjá næstu síðu
✝
Kæru vinir og vandamenn, þökkum ykkur öllum
auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs föður okkar,
FRIÐÞJÓFS HRAUNDALS,
fv. rafmagnseftirlitsmanns,
Guðmundur Antonsson,
Ómar Friðþjófsson,
Friðþjófur Friðþjófsson,
Berglind Friðþjófsdóttir og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR JENSDÓTTUR ÞÓR.
Guðrún Þór,
Jónas Þór, Anna Bára Árnadóttir,
Ólöf Helga Þór, Björn Marteinsson,
Arnaldur Þór Jónasson, Jóhanna Jóhannesdóttir,
Katrín Sif Þór,
Elsa María Þór, Magnús Eyjólfsson,
Gunnar Sveinn Magnússon, Inga Hrönn Kristjánsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Kveðjuathöfn um bróður okkar,
KRISTJÁN ÁRNASON
frá Kistufelli,
síðar á Skálá í Sléttuhlíð,
verður haldin á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár-
króki í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 16.30.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn
16. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður að Lundi.
Systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
GUÐRÚN GÍGJA INGVARSDÓTTIR,
Fossheiði 17,
lést á Landspítalanum að morgni 6. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Magnús Gunnarsson,
Ingvar Magnússon,
Ragnheiður Magnúsdóttir,
Hjalti Magnússon,
Sveinfríður H. Sveinsdóttir.