Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 33 ✝ Helga LaufeyJúníusdóttir fæddist á Rúts- stöðum í Gaulverja- bæjarhreppi, Ár- nessýslu, 22. september 1914. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra Hrafnistu í Reykja- vík, þriðjudaginn 29. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Jónsdóttir, f. 14. apríl 1872 í Há- koti íVillingaholtshreppi, Árnes- sýslu, d. 12. ágúst 1952 á Rúts- stöðum, og Júníus Kristinn Jónsson, f. 8. júní 1880 í Fjalli, Ágústa Guðmundsdóttir, f. 26.8.1896, d. 12.1.1989. Helga Laufey giftist Þóri Jónssyni 17. október 1942. Hann var frá Snjó- holti, Eiðahr., S-Múlasýslu, f. 10.5.1905, d. 27.9.1979 . Foreldrar hans voru Þorgerður Einarsdóttir og Jón Sigfússon. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Jóhanna, f. 2.11.1941. Maki Ingiberg Guð- bjartsson. Börn þeirra eru Hrafn- hildur, Þórir, Íris Dagbjört og Erna. 2) Guðlaugur, f. 10. nóv- ember 1947. Maki Aðalheiður Magnúsdóttir. Börn þeirra eru Helgi Þórir og Anna Sigurbjörg. 3) Jenný, f. 23. maí 1949. Maki Guðmundur Hjörleifsson. Börn þeirra eru Helga Laufey, Guð- munda María, og Róbert Atli. 4) Auður, f. 23. maí 1949. Maki Örn Oddgeirsson, þau skildu. Börn þeirra eru Oddgeir og Arna. Langömmubörnin eru átján. Helga Laufey verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Skeiðahreppi í Ár- nessýslu, d. 7. ágúst 1964 í Reykjavík. Systkini Helgu Lauf- eyjar eru öll látin en þau voru: Kristófer, f. 1.6.1902, d. 15.7. sama ár. Jóhann Kristinn, f. 23.5.1904, d. 8.1.2000. Sigurjón, f. 20.2.1906, d. 21.5.1976. Hallberg, f. 30.5.1907, d. 13.9.1932. Einfríður Margrét, f. 17.9.1909, d. 22.6.1925. Sigurður, f.10.4.1912, d. 14. 5. sama ár. Sesselja, f. 29.4.1917, d. 14.5.1978. Hálfsystir sammæðra var Gróa Það var einu sinni sagt við mig að þegar maður veldi sér konu þá ætti fyrst að velja sér tengdamóð- ur því eftir því sem árin liðu líkt- ust dæturnar æ meira mæðrum sínum. Ekki vissi ég á þeim tíma um þau sterku vináttubönd sem tengdu fjölskyldur okkar saman, eða nöfn okkar Jóhönnu væru tengd með einstæðri og ævilangri vináttu Jóhönnu móður þinnar og Ingibjargar langömmu minnar. En eftir að hafa þekkt þig í öll þessi ár veit ég á hverju slík vinátta byggist. Ég eignaðist góða tengda- móður, því traustari og betri manneskju hefi ég ekki fyrr hitt, og enginn hefur reynst mér betur eða umborið mína galla í gegnum tíðina. Og hálf öld er töluverður tími í þeim efnum. Það er gott að minnast góðra tíma frá langri sam- leið. Það var gott að koma í heim- sókn og hitta jafnvel hóp af barna- börnum þínum. Því öll sóttu þau til þín og fundu glaðværð og öryggi í návist þinni. Börn, barnabörn og langömmubörn líta til þín með ást, virðingu og sem fyrirmyndar. Hvernig þú hefur tekið mótlæti með æðruleysi, góðum tímum með hógværð og kennt okkur að meta hamingjuna og njóta hennar með okkar fólki. Við eigum góðar minn- ingar frá góðum dögum. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Ingiberg Guðbjartsson. Elsku amma, það er komið að kveðjustund. Ég áttaði mig á því að kveðjustundin væri nærri og taldi mig vera undir það búna en það er aldrei auðvelt að kveðja. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinsta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinstu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Ég er þér þakklát fyrir sög- urnar sem þú sagðir mér, af mér sem smástelpu. Þú gafst mér minningarbrot sem eru mér svo dýrmæt. Minningar um barnabarn sem ömmur hafa, hlýjar og góðar. Þegar ég lít til baka þá sé ég að þú varst hetja í hinu daglega lífi. Til að mynda þegar afi var veikur og þurfti að fara utan til lækninga, þá stóðst þú eftir í óvissu með fjögur lítil börn. Það hlýtur að hafa verið erfitt tímabil í þínu lífi. Ekki hefðu heldur margir farið að ganga eftir áverkann sem þú hlaust, þegar þú slasaðist svo illa. Þú ætlaðir ekki í hjólastól og þar við sat. Þú fórst að ganga á ný með hjálp göngugrindar. Þá gat ég ekki annað en brosað og dáðst að viljastyrknum sem þú sýndir. Undir það síðasta varstu enn með allt á hreinu, hvænær lang- ömmubörnin áttu afmæli, og hver tengdist hverjum. Fylgdist eins vel með og þú gast. Alltaf vissir þú af mér þegar ég var erlendis og kallaðir mig stund- um flökkukind, ég held að það hafi ég frá þér. Þú ferðaðist um allt Ís- land þegar þú hafðir þrek til þess og hefðir örugglega ferðast um heiminn ef þú hefðir haft færi á því. Það var því ómetanlegt þegar þú komst með okkur til Spánar, þar fengum við færi á að vera með þér í öðru umhverfi en vanalega. Það var gaman að fylgjast með þér þegar þú fitjaðir upp á nefið yfir matarvenjum Spánverja en þáðir með þökkum franskar, kók og helst kokteilsósu með. Suma daga þegar heitt var og við að stikna úr hita þá sagðist þú vera að „kva- sast“. Síðan þá notum við það orð þegar hitinn er mikill. Þakka þér fyrir allar þær stund- ir sem við áttum saman, þær munu varðveitast sem minningar fullar af hlýju. Þín Helga Laufey. Hún amma mín, Helga Laufey Júníusdóttir, leiddi mig fyrstu sporin og umvafði mig kærleik og hlýju. Árin liðu og ávallt naut ég handleiðslu hennar og ástúðar. Hún sagði mér til syndanna ef henni fannst ástæða til og hló að mér ef svo bar undir. Hún amma mín hefur nú kvatt þennan heim og ég sakna hennar sárt. Hver á nú að býsnast yfir „ljótu skónum mínum“ og hlæja með mér að líf- inu og tilverunni? Minningabrotin hrannast upp hvert af öðru og rað- ast sem hvítar perlur á langa festi, líkt og perlurnar sem hún bar svo oft sjálf. Þessa perlufesti minning- anna mun ég varðveita um ókomin ár. Hafðu þökk fyrir allt, amma mín og hvíl þú í friði. Hrafnhildur Ingibergsdóttir. Þegar ég hugsa til ömmu koma margar skemmtilegar minningar fram í hugann. Amma og afi buðu okkur barnabörnunum í Þjóðleik- húsið og stundum var farið í Brauðbæ eftir á þar sem við feng- um samlokur eða franskar kart- öflur með tómatsósu. Á unglings- árum tók ég stundum strætó til ömmu í Gnoðarvoginn. Þá átti hún það til að skjótast út á hamborg- arastaðinn fyrir utan hjá henni og kaupa hamborgara og franskar handa okkur tveimur. Það fannst ömmu mjög góður matur þótt hún væri komin hátt á áttræðisaldur. Það var eins og amma hefði allt- af haft áhyggjur af því að ég borð- aði ekki nóg og væri ekki fær um að sjá fyrir mér og dóttur minni þegar ég var einstæð móðir í há- skólanámi. Hún átti það til að lauma smá pening að Tönju dóttur minni og segja henni að nota þetta til að kaupa sér að borða. Og þeg- ar ég fékk vinnu eftir að hafa lokið námi hringdi ég í ömmu og sagði henni fréttirnar. Það fyrsta sem hún sagði við mig var: „Það var nú gott elskan mín, þá verður þú ekki lengur svöng.“ Amma var alltaf að fóðra mig hvort sem það var með mat, ást, umhyggju, glettni eða kæti og ég fékk oft að heyra hvað hún væri stolt af mér. Þegar ég var að kenna samkvæmisdans sagðist hún oft öfunda mig mikið því hún elsk- aði að dansa og hlusta á harm- onikkutónlist. Mér þótti alltaf gott að geta glatt hana með því að segja henni frá því sem ég var að gera í vinnunni. Á þeim tíma sem ég var að kenna kom amma á flestar danskeppnir sem haldnar voru, ásamt mömmu. Hún kom til að horfa á fallegu kjólana, fylgjast með börnunum dansa og að dilla sér með tónlistinni. Amma var sterk kona sem stóð alltaf uppi þótt á móti blési. Hvort sem það var í veikindum afa með fjögur lítil börn eða að koma sér aftur á fætur eftir slæmt brot á læri og mjöðm á níræðisaldri. Ég mun sakna hennar ömmu minnar og hugsa til hennar með gleði og stolti. Ég verð aldrei nema helm- ingur af þeirri konu sem hún var. Erna Ingibergsdóttir. Það var ávallt tilhlökkunarefni lítils snáða að fara í heimsókn til ömmu Helgu og afa á Hringbraut- inni. Þar hittist fjölskyldan gjarn- an á hátíðisdögum auk þess sem iðulega var gestkvæmt á öðrum stundum, a.m.k. í minningunni. Manni leið ávallt vel í návist ömmu og afa, á meðan hans naut við, og það eitt nægði til þess vilja fara þangað aftur og aftur. Í samtölum við ömmu á ýmsum æviskeiðum mátti greina að hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær oft í ljós, en þó var ávallt stutt í glettnina. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi amma Helga á Hrafnistu. Þar var vel hlúð að henni, þó svo hún hefði gjarnan orð á því að dagarnir væru oft ansi langir og fábrotnir. Heilsu hennar hrakaði smám sam- an síðustu árin en þó mest í lok síðasta árs. Ég þykist vita að amma Helga er hvíldinni fegin og í ljósi þess er fráfall hennar mér ekki eins þungbært og ætla mætti. Söknuður minn er þó mikill. Oddgeir Arnarson. Elsku amma og langamma, á kveðjustundu lítum við yfir farinn veg og eigum ekki nema góðar minningar um þig. Ömmustrákurinn sem sótti mik- ið til þín á æskuárunum og síðar sem ungur maður með eigin fjöl- skyldu. Langömmustrákarnir hafa þekkt þig mislengi en allir hafa þeir borið mikla virðingu fyrir þér, einu langömmunni sem þeir hafa þekkt. Þú hafðir mjög ákveðnar skoð- anir og gafst ekkert eftir ef því var að skipta. Ákveðni og þrjóska var þér í blóð borin og einkenndi þig allt fram til hinsta dags. Okkur fannst nú þrjóskan og fastheldnin oft fara úr hófi fram og þú gera þér óþarflega erfitt fyrir. Hún ásamt óbilandi stolti kom þér þó á fætur eftir erfið meiðsli sem fæstir áttu von á að þú myndir ná þér af. Í hjólastól vildir þú alls ekki. Létir nú engan sjá þig þannig. Frekar hélstu þig inni við og fórst hvergi en að láta aka þér um í stól. Á dánardaginn harðneitaðir þú að fara á sjúkradeild og fékkst að hafa það eins og þú vildir. Sem betur fer var síðasti áfanginn ekki langur, það átti ekki við þig að láta aðra annast þig á allan hátt. Kímnigáfa og léttleiki var líka einkennandi fyrir þig og þrátt fyr- ir að hallaði undan fæti þá gast þú alltaf slegið á létta strengi og laumað ýmsu að. Hafðir líka mjög ákveðnar skoðanir á tískunni og sagðir þína skoðun umbúðalaust á því hvað þér þætti fallegt og ekki fallegt. Hafðir gaman af að velta fyrir þér hvernig tískan færi í hring. Alltaf varst þú vel tilhöfð og fín. Helst með skartgripi eða fal- lega slæðu. Þótt þú færir ekki mikið út í seinni tíð þá þurftir þú endilega að eignast nýja kápu. Jafnan var haft á orði hvað þú værir falleg og glæsileg eldri kona. Við höfum oft brosað að því hversu erfitt þú áttir með að sætta þig við nútímann og gast verið föst í fortíðinni. Þú hafðir líka lifað tímana tvenna, reynt margt og mikið. Þú fylgdist ávallt vel með þínu fólki og sýndir einlægan áhuga á lífi og starfi afkomend- anna sem nú kveðja þig með sökn- uði en líka þakklæti. Þakklæti fyr- ir að fá að hafa fylgt þér á lífsleiðinni. Þakklát fyrir þær góðu minningar sem við geymum með okkur um þig. Við sjáum þig nú í huga okkar, ljóshærða, hávaxna dansmær á himnum. Þess óskaðir þú þér og sagðir okkur oftar en einu sinni. Þú áttir svo góðar minningar um það að dansa og nú dansar þú létt á fæti í sólinni sem vermir þig og hver veit hver dansar með þér. Þórir, Hafdís Bára og synir. Þegar ástvinur deyr eru sorg- arviðbrögð mismunandi hjá fólki. Sumir vilja gleyma til að deyfa sársaukann og söknuðinn sem kemur í kjölfarið. Best er að geta rætt við einhvern um líðan sína en gleyma samt ekki því góða sem maður upplifði saman. Það þarf að læra að sætta sig breyttar að- stæður. Þetta er oft hægara sagt en gert. Jóhanna vinkona mín, dóttir Helgu, hringdi í mig frá Spáni til að segja mér lát móður sinnar og ekki síður til að fá einhver hugg- unarorð. Þá gat ég ekki sagt henni annað til hughreystingar en að vera fegin því að dauðastríðið tók ekki lengri tíma. En hún gæti jafnframt glaðst yfir því að hún sinnti móður sinni alltaf vel. Helgu kynntist ég fyrir meira en 40 árum um leið og við Jóhanna fluttum í sömu blokk í vesturbæn- um. Síðan höfum við fylgst með hvor annarri þótt bústaðir og að- stæður okkar Jóhönnu hafi oft breyst. Á meðan foreldrar mínir voru á lífi og bjuggu á DAS hitti ég hana næstum í hvert skipti sem ég heimsótti þau og pabbi var allt- af jafn hissa á að ég þekkti þessa konu. Eftir að þau féllu frá hitti ég Helgu aðeins í fjölskylduboðum af ýmsu tagi hjá Jóhönnu eða dætrum hennar en hún var hætt að treysta sér til að taka þátt í þannig samkomum og ég þar sjaldan. Ég minnist Helgu sem hlýrrar en skemmtilega spaugsamrar konu sem var í senn hæglát og ákveðin auk þess sem hún hafði gaman af að vera fín. Meðan ég var kaupmaður í vesturbænum og hún átti heima á Hringbrautinni sá hún mig stundum þegar ég gekk í bæinn, annað hvort til að fara með strætó í Garðabæinn eða til að fara í banka. Henni fannst ég vera fljót í förum og líklega virtist ég í þungum þönkum. Á þessum árum hittumst við oft og hún spaugaði um það við mig að það hefði verið auðséð að nú væru peningarnir að gera út af við mig. Það væri greinilegt að þeir hlæð- ust undir koddann og það væri lík- lega erfitt fyrir mig að bera alla þessa peninga, því ég væri komin með slagsíðu. Hvort sem það eru nú áhrif frá Helgu eða Þóri heitnum mann- inum hennar þá var ekki nóg með að Jóhanna og fjölskylda hennar yrðu vinir mínir heldur kynntist ég einnig systkinum hennar. Því bið ég Guð að blessa þau öll og af- komendur þeirra og hjálpa þeim að muna góðar stundir. Valbjörg (Valla). Helga Laufey Júníusdóttir Hann var móður- bróðir minn og í kirkjubækur er nafn hans ritað Jóhann Gunnar Gissurarson. Í umheimin- um gekk hann undir nafninu Gunn- ar, en í mínum heimi og síðar systk- ina minna hét hann Frændi. Við bjuggum í nábýli, enda höfðu for- eldrar mínir og Frændi og Guðný byggt saman tvíbýlishús og var innangengt. Mér er það í barnsminni að ég fylgdist með því þegar Frændi kom heim úr vinnunni, þá læddist ég yf- ir til hans inn í stofu þar sem hann var vanur að leggja sig og hlusta á fréttirnar. Ég skreið upp í bekkinn til hans og hann lagði vinstri hand- legginn undir höfuð mér og niður með síðunni. Þannig lá ég umvaf- inn, öruggur um að detta ekki framúr. Þetta voru hljóðar stundir meðan fréttirnar voru lesnar. Á eft- ir spjölluðum við saman og bæði þá Gunnar Gissurarson ✝ Gunnar Giss-urarson fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1917. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi 18. janúar síðastliðinn Gunnar verður jarð- sunginn frá Graf- arvogskirkju 28. janúar. og síðar kynnti hann mér lífsgildi og sagði mér frá afa og frænd- um mínum og frænk- um. Lífsgildin voru stundum torskilin, en í fyllingu tímans öðl- aðist ég nokkurn skilning á þeim. Eitt af því sem hann kenndi mér var að ég skyldi vera trúr iðn minni. Þar með að gegna starfi mínu af kostgæfni. Hann brosti sínu breiðasta þegar ég, ekki alls fyrir löngu, sagði honum að mér virtist mér hafa tekist að kenna syni mínum að vera trúr iðn sinni og að hann leysti sín verkefni af kostgæfni. Þetta var honum gleðiefni eins og allt það er vel tókst til hjá mér og mínum. Trúmennska og velvilji voru honum efst í huga. Enda naut hann virð- ingar allra og ekki síst móður minnar, sem elskaði bróður sinn og dáði. Nú er hann horfinn á vit ljóssins eilífa og ég sit eftir og met auð minn. – Hvað ég er ríkur og get glaðst yfir að hafa átt Frænda. Guðnýju og afkomendum þeirra Frænda, ekki síst Gunnari Karli, vini mínum, sendum við Sissa okk- ar hjartans kveðjur. Gissur Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.