Morgunblaðið - 07.02.2008, Síða 36
AFRAKSTUR af
hinni árlegu sölu Thor-
valdsensfélagsins á
jólamerki ársins 2007
rann að þessu sinni til
styrktar blindum og
sjónskertum börnum.
Barnauppeldissjóður
Thorvaldsensfélagsins
var stofnaður árið
1906 og hefur næstum
óslitið síðan gefið út
jólamerki sem skreytt
hafa jólapóstinn.
Helstu listamenn
þjóðarinnar hafa lagt
fram myndir sínar til
styrktar málefninu og
um leið lagt sinn skerf til listasafns sjónlista í landinu.
Sjóðurinn blind börn á Íslandi hefur það að markmiði að
styrkja blind og sjónskert börn til kaupa á ýmsu því sem getur
orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu. Með þessu mynd-
arlega framlagi Thorvaldsenskvenna mun sjóðurinn nú geta
styrkt blind og sjónskert börn til fartölvukaupa sem skipta sköp-
um þegar kemur að námi og starfi í nútímasamfélagi, segir í
fréttatilkynningu.
Styrkur Ragnar R. Magnússon, for-
maður sjóðsins, tekur við gjöfinni úr
hendi Sigríðar Sigurbergsdóttur,
formanns Thorvaldsensfélagsins.
Thorvaldsensfélagið styrkir
blind og sjónskert börn
36 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnavörur
Nú er frost á Fróni
Hlý, undurmjúk ullarnærföt fyrir kalda
kroppa. Barna- og fullorðinsstærðir.
Þumalína,
efst á Skólavörðustígnum.
Sími 551 2136. www.thumalina.is
Bækur
Kaupi bækur
Kaupi bækur og bókasöfn
Upplýsingar í síma 898 9475.
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN.
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Mikið úrval fæðubótarefna
Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer
Ármúla 32. Sími 544 8000
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18.
Lr- kúrinn er tær snilld
Viltu vita hvernig ég léttist um 22 kg
á aðeins 6 mánuðum? Aukin orka,
vellíðan og betri svefn.
www.dietkur.is - Dóra, 869 2024.
Húsnæði í boði
Lúxusíbúð í Florida til leigu!
Höfum til leigu 3 herbergja íbúð í
hjarta Orlando, 5 mín akstur frá öllum
helstu skemmtigörðum, 8.500 kr
nóttin. Myndir á http://www.evesta.
is/Vacation-Rentals/34716.aspx og í
síma 895 2489.
4ra herb. íb. við Baugakór í Kópa-
vogi til leigu frá og með 1. mars
4ra herbergja íbúð á jarðhæð við
Baugakór í Kópavogi til leigu.
Stæði í bílageymslu fylgir.
Uppl. í síma 820 2508.
Húsnæði óskast
Ungt par leitar að íbúð
Ungt par með eina litla stelpu og
aðra væntanlega á næstu vikum
óskar eftir huggulegri íbúð m/a.m.k.
2 svefnherb. staðs. á höfuðborgarsv.
Skoðum öll tilb. Má vera pínu-ódýr
líka. S. 849 6543.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Microsoft-kerfisstjóranám
MCSA-kerfisstjóranámið hefst 25.
febr. Nýr Windows Vista áfangi.
Nokkur sæti enn laus. Upplýsingar á
www.raf.is og í síma 863 2186 (Jón).
Rafiðnaðarskólinn.
Tómstundir
Föndurverkfæri í úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
Stórir skór.is hætta
30% afsláttur af öllum dömuskóm í
stærðum 42-44 og herraskóm í
stærðum 47-50.
Opið í dag kl. 16-18.30.
Ásta skósali,
Súðarvogi 7,
sími 553 60 60.
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart,
Grímsbæ/Bústaðavegi
Tilboð
Góðir kuldaskór.
Litur: svart, brúnt.
St. 36 – 41.
Verð áður kr. 9.900 kr.
Verð nú kr. 6.990 kr.
s. 588 8050.
Tískuverslunin Smart,
Grímsbæ/Bústaðavegi
Skyrtubolir. 4 litir
St. 42 – 56. Verð kr. 3.990.
s. 588 8050.
Vélar & tæki
Til leigu með/án manns.
Gerum einnig tilboð í hellulagnir og
drenlagnir. Upplýsingar í síma
696 6580.
Bílar
Toyota Coroll Verso, 7 manna, '05
Toyota Corolla Verso, 7 manna, árg.
2005. Frábær fjölskyldubíll, ek. 35
þús. km, dráttarkrókur, þjónustbók,
einn eigandi, verð 1.9 millj. Uppl. í
síma 660 9607.
Toyota Carina 2.0 árg. 1996
Sjálfskiptur, ekinn 153.000. Verð
320.000. Uppl. í s. 820 7378.
Til sölu Nissan Terrano ´96
6 cyl., sjálfskiptur, rafmagn í rúðum,
stillanlegar fjaðrir og skipting, topp-
lúga, krókur. Útsöluverð 190 þús. stgr.
Uppl. í s. 847 8432.
Opel Corsa 1.2 Comfort
Skráður 2001. Ekinn 115 þús. km.
Nýskoðaður. Verð kr. 400 þúsund.
Upplýsingar í síma 848 2146.
Opel árg. '97 ek. 152 þús. km
Vel með farinn Opel Astra á 190 þús.
Upplýsingar í síma 893 2203 eða
694 8615. Sumar- og vetrardekk.
MMC GALANT, ÁRGERÐ 1999
2,0, ssk., ekinn aðeins 69 þús. , nýtt í
bremsum. Mjög vel með farinn. Vel
búinn bíll í toppstandi. Uppl. í síma
866 9266.
Landrover Discovery XLS
til sölu. Árg. 1997, ekinn 148 þús. km.
Bensín, V8, beinskiptur. Toppeintak.
Verð kr. 300 þús. Uppl. í s. 893 8183,
Þórður.
Jeep, árg. '01
Hörkufínn og reisulegur 6 cyl. jeppi í
toppástandi. Leðursæti, upphækkun,
ekinn 75 þ. mílur. Ásett verð 1.770
þús. Tilboð 1.420 þ. S. 820 0864.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur
í vetraraksturinn. Akstursmat og
endurtökupróf.
www.bilaskoli.is
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Í sundið eða sólina:
Ofsa flott bh í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 5.665,-
Mjög smart ”slå om” pils í stíl í
stærðum S,M,L á kr. 3.995,-
Tankini í D,DD,E,F,FF skálum á kr.
8.985,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
SELDUR
HÁDEGISFYRIRLESTUR í
boði Rannsóknastofu í
vinnuvernd um vinnu í
opnu rými verður haldinn
föstudaginn 8. febrúar kl.
12.15-13.15 í Háskóla Ís-
lands, Odda, stofu 101.
Í fréttatilkynningu er
spurt hvaða kostir og gall-
ar fylgja því að vinna í
opnu rými? Hvaða máli
skiptir hljóðhönnun? Er
hægt að taka tillit til ólíkra
þarfa einstaklinga? Er
vinnuandinn ólíkur meðal
starfsmanna sem vinna í
opnu rými og þeirra sem
vinna á lokuðum skrif-
stofum?
Þetta er meðal þess sem
Ólafur Hjálmarsson fjallar
um í fyrirlestri sem hann
nefnir: Samspil hljóðhönn-
unar og menningar á
vinnustað. Í fyrirlestrinum
mun Ólafur fara yfir
reynslu sína af hljóð-
hönnun vinnustaða, hvaða
sjónarmið hefur þurft að
sætta og hvernig útkoman
hefur verið. Hann hefur
áratuga reynslu af ráðgjöf
á þessu sviði og er verk-
fræðingur hjá Trivium ráð-
gjöf ehf og varaformaður
Vinnuvistfræðifélagsins –
VinnÍs.
Fyrirlestur
um vinnu í
opnu rými
MIREYA Samper var endur-
kjörin formaður Vinstri
grænna í Kópavogi á aðal-
fundi félagsins í lok janúar.
Aðrir í stjórn eru Guðbjörg
Sveinsdóttir, Helgi Jóhann-
esson, Andri Erlingsson og
Ásdís Jóhannesdóttir. Vinstri
græn hafa fest kaup á hús-
næði í Hamraborg 1 í Kópa-
vogi og verða þar opnir bæj-
armálaráðsfundir á hverju
mánudagskvöldi kl. 20.
Þar verður einnig opið hús
fyrsta fimmtudagskvöld í
hverjum mánuði með léttum
málsverði og skrafi og
skemmtun. Næst verður
mexíkönsk kjúklingasúpa í
pottinum, í dag, fimmtudag-
inn 7. febrúar, og mun Ög-
mundur Jónasson þingmaður
spjalla við gesti um stjórnmál
og stöðuna í kjaramálum. All-
ir eru velkomnir.
Endurkjörin
formaður VG
í Kópavogi
FRÉTTIR
VERKFRÆÐIN í heimi
framtíðarinnar er heiti
fundaraðar sem verk-
fræðideild HÍ efnir til á vor-
misseri. Fyrsti fundurinn af
sex verður í dag, fimmtu-
daginn 7. febrúar, kl. 16 í
stofu 157 í húsi verk-
fræðideildar, Hjarðarhaga
6. Ber hann yfirskriftina:
Þróun verkfræði á Íslandi í
seinni tíð.
Fyrsta fundinum er ætlað
það hlutverk að skýra þróun
verkfræði á Íslandi í seinni
tíð og leggja þrír fyrirles-
arar fram skerf til þess.
Fyrst mun Ebba Þóra
Hvannberg, forseti verk-
fræðideildar HÍ, greina frá
niðurstöðum erlendra út-
tekta á deildinni. Þá mun
Logi Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Verk- og
Tæknifræðingafélaganna,
greina frá úttekt sinni á þró-
un fjölda verkfræðinga eftir
greinum. Þriðji í röðinni er
Helgi Þór Ingason, dósent í
verkfræðideild HÍ. Hann
mun segja frá umfangsmik-
illi vinnu að stefnumótun í
deildinni undanfarin ár.
Loks munu tveir stúd-
entar flytja stuttar hugleið-
ingar sínar um framtíðina.
Fundarstjóri verður Magnús
Gíslason, stjórnarmaður í
Verkfræðingafélagi Íslands.
Fundirnir eru öllum opn-
ir.
Verkfræðin
í heimi fram-
tíðarinnar