Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 2

Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir laugardagsfundi á Hótel KEA Akureyri, 9. febrúar kl. 15.00. Fundarstjóri: Katrín Helga Hallgrímsdóttir varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Sjálfstæðiskonur á ferð um landið - konur og nýir möguleikar í atvinnulífinu Allir velkomnir! Umræður úr sal að lokinni framsögu Fundarsetning: Drífa Hjartardóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Með framsögu verða: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður Ólöf Nordal alþingismaður Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri STJÓRNSTÖÐ almannavarna á Keflavíkur- flugvelli var mönnuð síðdegis í gær vegna óveð- ursviðbúnaðar. Vindhraði í suðaustanstorminum náði 40 metrum á sekúndu og fór langt yfir örygg- ismörk sem miðað er við við afgreiðslu flugvéla við flugstöðina, en þau eru 26 m/sek. Fjórar vélar í millilandaflugi sem lentu á Kefla- víkurvelli með 500 farþega innanborðs gátu ekki tengst landgangi af þessum sökum og þurfti sér- hæfða aðstoð lögreglu og almannavarna til að unnt væri að koma farþegum inn í flugstöðina. Um kl. 23.30 í gærkvöldi hafði tekist að koma öll- um inn í flugstöðina. Fólkið var flutt frá borði eftir flugvallarstigum og það var svo flutt í hópferða- bifreiðum í húsaskjól í flugstöðinni. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli lagði til stórar flugvallar- slökkvibifreiðar sem mynduðu nokkurt skjól. Engin hálka var þó á flugvellinum og hvassviðri hefur jafnan ekki áhrif á flugtök og lendingar nema það standi á milli flugbrauta. Slíkar að- stæður sköpuðust um hríð á fimmta tímanum í gær og varð ein flugvél að hverfa frá og halda til Egilsstaða. Öllu innanlandsflugi Flugfélags Ís- lands var aflýst um klukkan 15.30. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Aðstoð Flugvallarverðir og lögreglumenn mynduðu röð niður landgangsstigann og að bifreiðum og aðstoðuðu farþega við að komast í skjól. 500 flugfarþegar aðstoðaðir frá borði LÆGÐIN sem olli óveðrinu í gær og í nótt átti að vera 934 hPa um mið- nætti. Gengi það eftir yrði hún dýpsta lægð vetrarins hér við land, að því er fram kom á bloggsíðu Einars Svein- björnssonar veðurfræðings í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beindi þeim tilmælum til fólks um klukkan 19 í gær að vera ekki á ferli nema nauðsyn krefði. Þá var vindhæð orðin slík að talið var varasamt að vera úti. Í tilkynningu frá samhæfing- arstöð almannavarna var fólk beðið að draga fyrir glugga áveðurs og dvelja ekki í herbergjum þar sem gluggar sneru upp í veðrið. Á mörgum sjálfvirkum veðurstöðv- um Vegagerðarinnar slógu vindmæl- ar í 50-60 m/s í sterkustu hviðunum eins og undir Hafnarfjalli, á Fróðár- heiði og Vatnsskarði eystra. Þá mældust hviður upp á 35-40 m/s í Garðabæ og á Reykjanesbrautinni. Dýpsta lægð vetrarins Sterkustu hvið- urnar 50-60 m/s SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgar- svæðinu annaði engan veginn mikilli hrinu vatnsleka á starfssvæði sínu í gærkvöldi og höfðu um 40 slík útköll borist á aðeins örfáum klukkustund- um Sjö dælubílar voru í notkun og fóru bæði í útköll í íbúðarhús og at- vinnuhús, m.a. í Egilshöll þar sem mikill leki varð. Að sögn varðstjóra hjá SHS voru íbúðir við sjávarsíðuna nokkuð berskjaldaðar fyrir vatnsleka, ekki síst vegna hárrar sjávarstöðu, sem átti sér skýringar í því að sjór stöðvaði útfall frá íbúðum og flæddi því upp úr klósettum og niðurföllum. Að sögn Víðis Reynissonar í Sam- hæfingarmiðstöð almannavarna hafði aðallega orðið vatnstjón á höfuðborg- arsvæðinu en einnig talsvert foktjón bæði þar og á Suðurnesjum. „Við fáum tilkynningar um kjallaraíbúðir þar sem komið er hnédjúpt vatn,“ sagði Víðir. Árvakur/RAX Elgur Vatnselgur myndaðist á götum borgarinnar og ekki ákjósanlegt að vera þar á ferli. Víða varð tjón af völdum vatnsleka í óveðrinu. Tugir útkalla vegna vatnsleka VIÐBÚNAÐARSTIGI var lýst yfir á Vestfjörðum í gær vegna snjóflóða- hættu. Leifur Örn Svavarsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar sagði undir miðnætti í gær að þá hefðu engin snjóflóð fallið í byggð. Vel var fylgst með þróun mála, einkum á Patreksfirði og í Bíldudal því þar gat verið hætt við krapaflóðum. Á Pat- reksfirði var eftirlitsmaður við at- huganir í nær allt gærkvöld því þar varð úrkoman meiri en á Bíldudal. Í gær var vegum á norðanverðum Vestfjörðum, í Súgandafirði, á Eyr- arhlíð, Óshlíð og Súðavíkurhlíð lokað fyrir almennri umferð vegna snjó- flóða og snjóflóðahættu. Þrír menn á tveimur bílum lokuðust á milli snjó- flóða á Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, um miðjan dag í gær. Þeir voru sóttir á báti um klukkan hálffjögur síðdegis. Umferð var hleypt á Eyrarhlíð í stutta stund um kl. 15.30 í gær en síðan var veginum lokað aftur vegna snjóflóðahættu. Þá var umferð fylgt um Súðavíkurhlíð frá Ísafjarðarflug- velli klukkan hálffimm og svo frá Súðavík til Ísafjarðar um hálfsex- leytið í gær. Síðan var veginum lokað aftur vegna snjóflóðahættu. Hætta á snjóflóðum BJÖRGUNARSVEITIR voru kall- aðar út vegna óveðursins í Vest- mannaeyjum, Hnífsdal, Hveragerði, Þorlákshöfn, Grímsnesi, á Ísafirði, Hellissandi, Holtavörðuheiði, Hvann- eyri, Blönduósi, Seyðisfirði, Eyrar- bakka og Hvolsvelli, auk þeirra sem voru að störfum á suðvesturhorninu. Samkvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg voru um 300 félagar björgunarsveita að störf- um víða um land í gærkvöldi. Þá voru liðsmenn slökkviliða og lögreglu og starfsmenn sveitarfélaga við störf. Mest hafði þá verið að gera á höf- uðborgarsvæðinu. Foktjón af ýmsu tagi varð: Tré rifnuðu upp með rótum, fjögur strætóskýli fuku, rúður brotn- uðu, hurðir fuku upp og klæðning og þakplötur losnuðu af húsum. Þá urðu rafmagnstruflanir víða um landið. Samgöngur á landi fóru víða úr skorðum. Í gærkvöldi varaði lögregl- an á Suðurnesjum við miklu hvass- viðri á Reykjanesbraut og sagði litla flutningabíla eiga þar í miklum vand- ræðum. Þeir voru við það að takast á loft og gekk umferðin því mjög hægt. Mörgum áætlunarferðum á landi var frestað til morguns. Annir víða um land STÓRTJÓN varð vegna vatnsleka á Korpúlfsstöðum í gær þegar tugir listaverka skemmdust í 120 cm djúpu vatni sem flæddi inn í vinnustofur listamanna. Aðkoman var slæm þegar Ólöfu Jónu Guðmundsdóttur bar að. Ljósmynd/Sigurður Valur Listaverkin umflotin vatni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.