Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir laugardagsfundi á Hótel KEA Akureyri, 9. febrúar kl. 15.00. Fundarstjóri: Katrín Helga Hallgrímsdóttir varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Sjálfstæðiskonur á ferð um landið - konur og nýir möguleikar í atvinnulífinu Allir velkomnir! Umræður úr sal að lokinni framsögu Fundarsetning: Drífa Hjartardóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Með framsögu verða: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður Ólöf Nordal alþingismaður Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri STJÓRNSTÖÐ almannavarna á Keflavíkur- flugvelli var mönnuð síðdegis í gær vegna óveð- ursviðbúnaðar. Vindhraði í suðaustanstorminum náði 40 metrum á sekúndu og fór langt yfir örygg- ismörk sem miðað er við við afgreiðslu flugvéla við flugstöðina, en þau eru 26 m/sek. Fjórar vélar í millilandaflugi sem lentu á Kefla- víkurvelli með 500 farþega innanborðs gátu ekki tengst landgangi af þessum sökum og þurfti sér- hæfða aðstoð lögreglu og almannavarna til að unnt væri að koma farþegum inn í flugstöðina. Um kl. 23.30 í gærkvöldi hafði tekist að koma öll- um inn í flugstöðina. Fólkið var flutt frá borði eftir flugvallarstigum og það var svo flutt í hópferða- bifreiðum í húsaskjól í flugstöðinni. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli lagði til stórar flugvallar- slökkvibifreiðar sem mynduðu nokkurt skjól. Engin hálka var þó á flugvellinum og hvassviðri hefur jafnan ekki áhrif á flugtök og lendingar nema það standi á milli flugbrauta. Slíkar að- stæður sköpuðust um hríð á fimmta tímanum í gær og varð ein flugvél að hverfa frá og halda til Egilsstaða. Öllu innanlandsflugi Flugfélags Ís- lands var aflýst um klukkan 15.30. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Aðstoð Flugvallarverðir og lögreglumenn mynduðu röð niður landgangsstigann og að bifreiðum og aðstoðuðu farþega við að komast í skjól. 500 flugfarþegar aðstoðaðir frá borði LÆGÐIN sem olli óveðrinu í gær og í nótt átti að vera 934 hPa um mið- nætti. Gengi það eftir yrði hún dýpsta lægð vetrarins hér við land, að því er fram kom á bloggsíðu Einars Svein- björnssonar veðurfræðings í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beindi þeim tilmælum til fólks um klukkan 19 í gær að vera ekki á ferli nema nauðsyn krefði. Þá var vindhæð orðin slík að talið var varasamt að vera úti. Í tilkynningu frá samhæfing- arstöð almannavarna var fólk beðið að draga fyrir glugga áveðurs og dvelja ekki í herbergjum þar sem gluggar sneru upp í veðrið. Á mörgum sjálfvirkum veðurstöðv- um Vegagerðarinnar slógu vindmæl- ar í 50-60 m/s í sterkustu hviðunum eins og undir Hafnarfjalli, á Fróðár- heiði og Vatnsskarði eystra. Þá mældust hviður upp á 35-40 m/s í Garðabæ og á Reykjanesbrautinni. Dýpsta lægð vetrarins Sterkustu hvið- urnar 50-60 m/s SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborgar- svæðinu annaði engan veginn mikilli hrinu vatnsleka á starfssvæði sínu í gærkvöldi og höfðu um 40 slík útköll borist á aðeins örfáum klukkustund- um Sjö dælubílar voru í notkun og fóru bæði í útköll í íbúðarhús og at- vinnuhús, m.a. í Egilshöll þar sem mikill leki varð. Að sögn varðstjóra hjá SHS voru íbúðir við sjávarsíðuna nokkuð berskjaldaðar fyrir vatnsleka, ekki síst vegna hárrar sjávarstöðu, sem átti sér skýringar í því að sjór stöðvaði útfall frá íbúðum og flæddi því upp úr klósettum og niðurföllum. Að sögn Víðis Reynissonar í Sam- hæfingarmiðstöð almannavarna hafði aðallega orðið vatnstjón á höfuðborg- arsvæðinu en einnig talsvert foktjón bæði þar og á Suðurnesjum. „Við fáum tilkynningar um kjallaraíbúðir þar sem komið er hnédjúpt vatn,“ sagði Víðir. Árvakur/RAX Elgur Vatnselgur myndaðist á götum borgarinnar og ekki ákjósanlegt að vera þar á ferli. Víða varð tjón af völdum vatnsleka í óveðrinu. Tugir útkalla vegna vatnsleka VIÐBÚNAÐARSTIGI var lýst yfir á Vestfjörðum í gær vegna snjóflóða- hættu. Leifur Örn Svavarsson hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar sagði undir miðnætti í gær að þá hefðu engin snjóflóð fallið í byggð. Vel var fylgst með þróun mála, einkum á Patreksfirði og í Bíldudal því þar gat verið hætt við krapaflóðum. Á Pat- reksfirði var eftirlitsmaður við at- huganir í nær allt gærkvöld því þar varð úrkoman meiri en á Bíldudal. Í gær var vegum á norðanverðum Vestfjörðum, í Súgandafirði, á Eyr- arhlíð, Óshlíð og Súðavíkurhlíð lokað fyrir almennri umferð vegna snjó- flóða og snjóflóðahættu. Þrír menn á tveimur bílum lokuðust á milli snjó- flóða á Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, um miðjan dag í gær. Þeir voru sóttir á báti um klukkan hálffjögur síðdegis. Umferð var hleypt á Eyrarhlíð í stutta stund um kl. 15.30 í gær en síðan var veginum lokað aftur vegna snjóflóðahættu. Þá var umferð fylgt um Súðavíkurhlíð frá Ísafjarðarflug- velli klukkan hálffimm og svo frá Súðavík til Ísafjarðar um hálfsex- leytið í gær. Síðan var veginum lokað aftur vegna snjóflóðahættu. Hætta á snjóflóðum BJÖRGUNARSVEITIR voru kall- aðar út vegna óveðursins í Vest- mannaeyjum, Hnífsdal, Hveragerði, Þorlákshöfn, Grímsnesi, á Ísafirði, Hellissandi, Holtavörðuheiði, Hvann- eyri, Blönduósi, Seyðisfirði, Eyrar- bakka og Hvolsvelli, auk þeirra sem voru að störfum á suðvesturhorninu. Samkvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg voru um 300 félagar björgunarsveita að störf- um víða um land í gærkvöldi. Þá voru liðsmenn slökkviliða og lögreglu og starfsmenn sveitarfélaga við störf. Mest hafði þá verið að gera á höf- uðborgarsvæðinu. Foktjón af ýmsu tagi varð: Tré rifnuðu upp með rótum, fjögur strætóskýli fuku, rúður brotn- uðu, hurðir fuku upp og klæðning og þakplötur losnuðu af húsum. Þá urðu rafmagnstruflanir víða um landið. Samgöngur á landi fóru víða úr skorðum. Í gærkvöldi varaði lögregl- an á Suðurnesjum við miklu hvass- viðri á Reykjanesbraut og sagði litla flutningabíla eiga þar í miklum vand- ræðum. Þeir voru við það að takast á loft og gekk umferðin því mjög hægt. Mörgum áætlunarferðum á landi var frestað til morguns. Annir víða um land STÓRTJÓN varð vegna vatnsleka á Korpúlfsstöðum í gær þegar tugir listaverka skemmdust í 120 cm djúpu vatni sem flæddi inn í vinnustofur listamanna. Aðkoman var slæm þegar Ólöfu Jónu Guðmundsdóttur bar að. Ljósmynd/Sigurður Valur Listaverkin umflotin vatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.