Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 14
STJÓRN Ice-
landic Group hef-
ur skipað Finn-
boga Baldvinsson
nýjan forstjóra
félagsins. Finn-
bogi tekur við
starfi Björgólfs
Jóhannssonar
sem hefur stýrt
Icelandair síðan
15. janúar síðast-
liðinn.
Finnbogi tók við starfi forstöðu-
manns Evrópusviðs Icelandic árið
2006, en hann nam sjávarútvegs-
fræði við Háskólann í Tromsö.
„Þetta verður krefjandi og
spennandi,“ segir Finnbogi, sem
hefur mikla reynslu í að starfa við
sjávarútveg, allt frá veiðum til
framleiðslu að fullunnum vörum.
„Félagið hefur gengið í gegnum
miklar breytingar og það er mitt
hlutverk að sjá til þess að markmið
náist. Ég hlakka ekki síst til að
vinna með því góða og reynslumikla
fólki sem starfar hjá félaginu. Mat-
arvenjur eru sífellt að breytast og
því eru mörg ný tækifæri í mat-
væla- og fiskiðnaði.“
Finnbogi hefur verið búsettur í
Þýskalandi, en kveðst aðspurður
ekki munu flytja sig til Íslands með
nýja starfinu, enda sé starfsemi fé-
lagsins að miklu leyti erlendis.
Nýr for-
stjóri Ice-
landic
Finnbogi Baldvins-
son tekur við
Finnbogi
Pétursson
14 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!!
!"#$
%& !"#$
'("#$
) !"#$
*((+("#$
,#$(-(!#.*/0*
12
* ( !"#$
3 !4(/"#$
) +(0* "#$
*"#$
56 - 7 89 :9#$+$"#$
;-("#$
< "#$
=>"#$
*#
2"#$
*(2(
;
*(25
*
-5?
((
*/ !"#$
@ ;
12
* (2 !"#$
A"
:("#$
;//(/-(8&8("#$
B(* &8("#$
!
C
;* -( - , ("#$
,-!(8:"#$
" # $ %
&
B(8(!(
/(
(*+ 8D* /E
3 !*
FF$>G>$F
==$G$GG
>=$H>=$FI
H$>==$IFG
IG$=F$F
F$=IG$>
$>$HHF
G$$FG=$HF
III$H$>=
$GG$I
=$FG$==
>F$FG$G=
F$F>$G
G$FI$G
FI$>$
F$G>I$F
$H$I
F$=$>FF
$HG$G
$F>$
=$=$F=
7
7
7
HH$=$
7
7
HJG
J
JH
GJ=G
HJI
=J>
F>J
HJ
FIJ
GGJ
J>
FJ
JG
GJG
JHG
>J=H
IJ
J
=J
JG
FJ
=JF>
F=JF
7
7
=HFJ
7
7
HJG>
J
J>
GJ=
HJG
=J
F>J>
H>J
FIJH
GGJG
J>
FJF
JF
GJI
JI
>JF
I>J
HJ
J
J
=J
=J=
F=J
7
7
=HHJ
J
>J
:&* (
%(8(!
F
F
HG
=I
HG
F
G
>I
F
F
>F
G
=
F
7
>
7
7
7
H
7
7
/
(/
%(8$%
8
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
H$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
I$F$FI
H$F$FI
>$F$FH
FF$I$FH
I$F$FI
F$$FI
$$FI
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
VIÐ væntum þess ekki að Seðla-
bankinn lækki vexti á fimmtudag-
inn,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir
hjá Greiningu Glitnis. „Verðbólgan
er enn langt yfir viðmiðunum og
raunar talsvert hærri en Seðlabank-
inn reiknaði með í síðustu spá sinni.“
Þrátt fyrir óróa á fjármálamörkuð-
um og lækkun á eignaverði séu enn
ekki komnar fram nógu sterkar vís-
bendingar um samdrátt í einka-
neyslu. Nýjar hagtölur um greiðslu-
kortanotkun og atvinnuleysi muni
birtast í næstu viku og kunni að
varpa frekara ljósi þar á.
Eins og fram kom í gær var slíkur
samdráttur ein af ástæðum stýri-
vaxtalækkunar Englandsbanka.
„Það væri mjög erfitt fyrir Seðla-
bankann að rökstyðja vaxtalækkun í
næstu viku, verðbólguhorfurnar til
meðallangs tíma eru einfaldlega ekki
nógu góðar,“ segir Lúðvík Elíasson
hjá greiningardeild Landsbankans.
„Innflutningsverð er að hækka og
krónan að veikjast. Þá mun bankinn
eflaust bíða eftir niðurstöðum úr
kjarasamningum, sem eru ókomn-
ar.“ Lúðvík bendir á að viðsnúningur
á fasteignaverði sé enn ekki sjáan-
legur, verðið sé nánast óbreytt frá í
október. „Þetta er lykilatriði því
fasteignaverðið hefur keyrt upp
verðbólguna.“
Nýjar tölur sýni hins vegar sam-
drátt í fasteignalánum sem gefi til
kynna að eftirspurnin sé að minnka,
sem Seðlabankinn hafi einmitt verið
að reyna að ná fram með háum vöxt-
um undanfarin ár.
„Við teljum því vaxandi líkur á
stýrivaxtalækkun í apríl.“
Eðlilegt að hefja rólega lækkun
Ef hagkerfið heldur áfram að
kólna eins og hagvísar benda til
gætu sein viðbrögð í aðhaldsstefnu
Seðlabankans hins vegar kreppt of
fast að atvinnulífinu.
„Spurningin er bara hversu hratt
þenslan minnkar, en seðlabankar
verða að horfa fram á við,“ segir Ás-
geir Jónsson, forstöðumaður grein-
ingardeildar Kaupþings. „Ég tel
ekki ólíklegt að stýrivextirnir fari að
fikra sig varlega niður og finnst
óskynsamlegt að bíða of lengi. Ef
fasteignamarkaðurinn lækkar áfram
eins og hann virðist ætla að gera þá
er það akkeri fyrir verðbólguna.
Núna er nokkuð ljóst að hún kemur
frá gengi krónunnar og Seðlabank-
inn hefur takmarkaða stjórn á því.“
Hröð lækkun stýrivaxta, sem
Seðlabankinn hafði sjálfur gert ráð
fyrir á árinu 2009, gæti verið áhættu-
söm. Því sé ef til vill eðlilegra að
hefja rólega lækkun og sjá hvernig
framvindan verði.
„Ef Seðlabankinn heldur sig við
áætlanir um háa vexti langt fram eft-
ir árinu má velta fyrir sér hvort þeir
þurfi þá ekki að gera vel grein fyrir
hættunni á harðri lendingu sem
fylgir því. Þeir hljóta þó að taka mið
af því sem gerist á næstunni.“
Sömu leið og evr-
ópski seðlabankinn?
Í HNOTSKURN
»Bandaríska þingið hyggstveita 152 milljörðum dala,
um 10.260 milljörðum króna, til
efnahagsaðstoðar innanlands.
Upphæðin svarar til 6% tekna
bandaríska ríkisins. Óvíst er tal-
ið hvort þetta muni bæta ástand-
ið til langs tíma.
»Vaxtadýfan í Bandaríkjunumá árunum 2001 til 2005 hefur
stundum verið talin hafa mildað
efnahagsaðstæður fram úr hófi.
' &(
##)
!)
*+++,*++-
=
F
G
I
H
>
=
F
!"
#$%&'(
"#$%&
% %&
'!!&
!$%&
#!!&
● CHINA Invest-
ment Corpora-
tion, CIC, og fjár-
festingarfélagið
JC Flowers hyggj-
ast leggja fjóra
milljarða Banda-
ríkjadala í sjóð til
kaupa í fjármála-
fyrirtækjum, að
því er fram kemur í Financial Times.
CIC er fjárfestingarsjóður í eigu kín-
verska alþýðulýðveldisins en hinn
bandaríski JC Flowers er m.a. eig-
andi NIBC. Undanfarið hefur borið
nokkuð á slíkum innspýtingum frá
sjóðum í ríkiseigu í Mið- og Austur-
Asíu, m.a. til stórbankanna Merrill
Lynch, UBS, Morgan Stanley og Citi.
Ólíkt slíkum sjóðum hefur JC Flow-
ers ekki lagt í vana sinn að fjárfesta
í stórum nöfnum sem ofangreindum.
Má því vænta nokkurra breytinga á
kaupstefnu CIC, en stjórnvöld í Kína
gagnrýndu CIC nýlega fyrir kaup í
Blackstone þegar hlutabréf banda-
ríska fjárfestingafélagsins féllu í
verði.
JC Flowers í samstarf
við kínverskan sjóð
● LANDSVIRKJUN, LV, gaf í vikunni
út tvö skuldabréf alls að andvirði um
6,3 milljarða króna, annars vegar í
75 milljónum dollara og hins vegar í
2 þúsund milljónum japanskra jena.
Kjörin á bréfunum jafngilda USD
Libor að viðbættu 15-20 punkta
álagi. Bandaríska bréfið er til tíu ára
en hið japanska til þriggja ára.
Í tilkynningu Landsvirkjunar segir
að þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði á
fjármálamörkuðum hafi fyrirtækið
náð mjög hagstæðum kjörum og
langt undir því skuldatryggingarálagi
sem íslenskir bankar búi nú við á er-
lendum lánamörkuðum.
Heildarfjárþörf Landsvirkjunar á
þessu ári er um 600 milljónir doll-
ara, jafnvirði um 40 milljarða króna.
Eftir lántökurnar hefur fyrirtækið
öruggt lausafé út árið 2009 eða í 24
mánuði.
LV með skuldabréf
fyrir 6,3 milljarða
● SAMKVÆMT frétt í breska blaðinu
Scunthorpe Telegraph í gær er
Bakkavör að íhuga lokun á verk-
smiðjunni Pasta Company í bænum
Scunthorpe. Segir í fréttinni að 107
störf séu þar með í hættu. Ákvörðun
um lokun hefur ekki verið tekin en
viðræður munu fara fram næstu
mánuðina við stjórnendur og starfs-
menn verksmiðjunnar um fram-
haldið. Bakkavör hefur verið aðaleig-
andi verksmiðjunnar í nokkur ár en
hún var hluti af samstæðu Geest.
Hefur reksturinn verið erfiður und-
anfarna mánuði vegna hækkandi
framleiðslukostnaðar, einkum á
hveiti og eggjum, og minnkandi eft-
irspurnar á markaði. Í fréttinni er
vitnað í þingmenn og fleiri af svæð-
inu sem lýsa miklum áhyggjum af at-
vinnuástandinu í Scunthorpe.
Íhuga lokun pasta-
verksmiðju í Bretlandi
ÍSLENSKA krónan veiktist um
0,9% í gær og hefur ekki verið jafn-
veik síðan í júlí 2006. Fram kemur í
Hálffimmfréttum Kaupþings að
krónan hafði þá veikst í sex mánuði,
m.a. vegna breytinga á lánshæfis-
mati ríkissjóðs, og fór gengisvísital-
an þá hæst í rúm 134 stig. Í gær fór
vísitalan yfir 130 stig innan dagsins,
en 130 varð þó lokagildið. Velta á
gjaldeyrismarkaði nam 42,5 millj-
örðum króna.
Evran er í sögulegri hámarki gegn
krónunni, ein evra kostar nú rúmar
98 krónur. Gagnvart dollaranum hef-
ur evran hins vegar ekki verið veik-
ari í eitt og hálft ár, aðeins viku eftir
að hún náði methæðum. Evran tók
dýfu á þriðjudag þegar nýjar tölur
bentu til samdráttar í þjónustugeir-
anum á evrusvæðinu. Þá hafa vaxta-
ákvarðanir þar og í Englandi haft
neikvæð áhrif á evruna og pundið.
Krónan
í lægð
( )* * + .*/01
.2+0+
..+0/
=
FI
F>
F
FF
F
I
>
F
$:$FH(*I$#
+$FI
K
*++/ 3+-
ÞETTA HELST ...
● LOKAGILDI úrvalsvísitölu Kaup-
hallarinnar var 4.999,7 stig eftir
1,34% í gær. Þetta er lægsta gildi
vísitölunnar síðan í nóvember 2005.
Mest lækkaði Exista, um 4,13%, en
eina félagið sem hækkaði var hinn
færeyski Eik Banki, um 3%.
9,4 milljarða króna viðskipti með
bréf Kaupþings námu þremur fjórðu
af hlutabréfaveltu dagsins, en heild-
arvelta með bæði hlutabréf og
skuldabréf nam nær 30 milljörðum.
Skuldatryggingarálag bankanna
hækkaði, Kaupþing fór úr 475 punkt-
um í 495, Glitnir úr 435 í 445 og
Landsbankinn úr 245 í 250 punkta.
Lægsta gildi frá 2005
EYRIR Invest skilaði 797 milljóna
króna hagnaði á árinu 2007 en það er
tæplega helmingi minni hagnaður en
af árinu áður.
Hreinar rekstrartekjur félagsins
námu 1,2 milljörðum króna og er það
42% samdráttur frá fyrra ári. Þar af
dróst afkoma af verðbréfum og verð-
bréfaafleiðum saman um 1,3 milljarða
og fjármagnsliðir versnuðu um rúman
hálfan milljarð en á móti jukust gengistekjur um hátt í
milljarð. Rekstrarkostnaður jókst um 39% og nam 301
milljón króna en þess má geta að stöðugildum hjá félag-
inu fjölgaði úr 5 í 10 á árinu. Hagnaður fyrir skatta var
908 milljónir króna.
Efnahagur Eyris stækkaði um 84% á árinu og nam um
áramót rúmum 48 milljörðum. Bókfært verð verðbréfa í
eigu félagsins hækkaði um 15 milljarða, bæði vegna auk-
innar hlutdeildar m.a. í Marel og Össuri en aðallega
vegna kaupa í matvælafyrirtækinu Stork Food Systems.
Hagnaður Eyris 800 milljónir
Árni Oddur
Þórðarson
VINNSLUSTÖÐIN í Vest-
mannaeyjum, VSV, skilaði 636
milljóna króna hagnaði af rekstri
síðasta árs, borið saman við 207
milljóna hagnað árið áður. Heildar-
tekjur drógust saman um 175 millj-
ónir og námu 5,6 milljörðum króna.
Tap varð á fjórða ársfjórðungi upp
á 444 milljónir króna og í tilkynn-
ingu til kauphallar segir að það
skýrist fyrst og fremst af geng-
istapi og aukafyrningum vegna nið-
urrifs húsa. Rekstrarhorfur fyrir
þetta ár eru sagðar í óvissu.
Vinnslustöðin hafði óskað af-
skráningar úr kauphöll, sem hefur
svarað því til að afskráning verði
ekki fyrr en í nóvember nk. en svo
langur tími skýrist m.a. af andstöðu
minnihluta hluthafa við afskrán-
ingu félagsins.
VSV afskráð
í nóvember
♦♦♦