Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 18
MIÐSTÖÐ munnlegrar sögu
safnar í ár minningum Reyk-
víkinga sem tengjast frí-
stundum. Í dag býður mið-
stöðin gestum og gangandi að
koma í hljóðver í Listasafni Ís-
lands á milli klukkan 12 og 15
og segja frá því sem Reykvík-
ingar hafa gert sér til skemmt-
unar fyrr og nú.
Leitað er að sögum frá öllum
tímum sem tengjast margs-
konar stöðum í borgarlandslaginu. Upptökurnar
verða hluti af vef sem er í uppbyggingu þar sem
Reykjavíkursögur frá ýmsum tímum verða að-
gengilegar. Þau sem leggja til frásagnir fá afrit af
þeim á geisladiski til eigu.
Fræði
Reykjavíkursögur í
Listasafni Íslands
Listasafn Íslands
18 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
LJÓSMYNDARINN Irving Penn
er hvað þekktastur fyrir glæsilegar
tískuljósmyndir, enda var hann við-
loðandi tímaritið Vogue í áratugi.
Myndirnar sem Getty-safnið í Los
Angeles eignaðist á dögunum sýna
því allt aðra hlið á Penn en fólk á að
venjast, en myndaröðin sam-
anstendur af 252 ljósmyndum af
verkafólki í vinnufötunum.
Elstu myndirnar eru frá París á
sjötta áratugnum, en þangað fór
Penn á vegum Vogue til að mynda
mannlífið í borginni. Hann hélt síðan
áfram að mynda í New York og
London. Penn er nú orðinn níræður
og telur sjálfur þessa myndasyrpu
vera það bitastæðasta sem situr eftir
af löngum ferli.
Virginia Heckert, sýningarstjóri á
Getty-safninu, segir það mikið fagn-
aðarefni að myndirnar séu nú komn-
ar í eigu safnsins. Í samtali við The
New York Times sagði Heckert að
myndir Penns bæru merki tísku-
ljósmyndunar. „Það er greinilega
eitthvað leikrænt við samband við-
fangsefnanna og myndavélarinnar.“
Verkafólk í
vinnufötum
Getty-safnið eignast
portett eftir Penn
Kafari Mynd eftir Penn frá 1951.
FYRIRSÖGN á fréttaskýringu í
gær, „Samruni í uppnámi“, var höf-
undarverk blaðamanns en ekki
þeirra er við var rætt. Jóhann Páll
Valdimarsson, forstjóri Forlagsins,
vill taka fram að þótt Forlaginu sé
gert að selja verðmætar eignir út úr
fyrirtækinu, þá telji hann það engan
veginn setja starfsemi Forlagsins í
uppnám, þótt óneitanlega þyki þeim
sárt að sjá á eftir mikilvægum verk-
um.
Ítrekað skal, að fyrirsögninni var
á engan hátt ætlað að skaða starf-
semi Forlagsins, en hafi það skilist
svo er beðist forláts.
Ekkert
uppnám
SARA Vilbergsdóttir myndlist-
armaður opnar sýningu í Hlið-
arsal Gallerí Foldar í dag klukk-
an 15.
Þar sýnir hún litrík málverk,
pappamassafólk og ljósmyndir
af börnum sem brugðu á leik við
pappafólkið. Verkin fjalla um
fólk í sínu daglega amstri, sam-
skipti þess og líkamstjáningu.
Sara nam myndlist við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands og
Statens Kunstakademi í Ósló þaðan sem hún út-
skrifaðist árið 1987.
Við opnunina leikur hljómsveitin Mongolidos
fáein lög, en hún er skipuð nokkrum af meðlimum
hljómsveitarinnar Trabant.
Myndlist
Börn og pappafólk
bregða á leik
Af sýningu Söru
Vilbergsdóttur
ÞAÐ verður fjölbreytt dagskrá
í Söngskóla Reykjavíkur í dag í
tilefni af Vetrarhátíð. Dag-
skráin hefst klukkan 13.30 og
verður mikið lagt upp úr þátt-
töku tónleikagesta, m.a. gefst
fólki tækifæri til að spreyta sig
á vikivakadansi og syngja
Tyrkjamessu undir stjórn
Garðars Cortes.
Burtfararprófsnemar halda
þrenna tónleika yfir daginn, klukkan 14, 15:15 og
16:30. Þar verður sungið og leikið á píanó og
harmónikku. Efnisskráin er al-norræn og eiga
finnsk, íslensk og dönsk tónskáld verk á tónleik-
unum. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á
þjóðlegar veitingar.
Tónlist
Norræn dagskrá
í Söngskólanum
Garðar Cortes
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„SIGURÐUR Guðmundsson málari
var í raun mjög áhrifamikill tískuhönn-
uður, og ég held því fram að þjóðbún-
ingar séu í raun ákveðin tíska,“ segir
Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur,
sem er höfundur sýningarinnar Til
gagns og til fegurðar, sem opnaði í
Þjóðminjasafninu í gærkvöldi á Safna-
nótt. Ennfremur er komin út samnefnd
bók eftir Æsu, ríkulega prýdd mynd-
um. Kynntar eru rannsóknir hennar á
klæðaburði Íslendinga á ljósmyndum í
eina öld, frá 1860 til 1960.
Æsa heldur áfram að tala um Sig-
urð. „Hann var fyrst og fremst hönn-
uður en venjulega er horft á þjóðbún-
inga hans út frá þjóðernissjónarmiði
frekar en tísku.
Sumarið 1860 voru konur fyrst ljós-
myndaðar í skautbúningi hans. Ljós-
myndirnar á sýningunni sýna meðal
annars hvernig búningarnir, skaut-
búningur, kyrtill og peysuföt breytt-
ust og hvernig konur löguðu bún-
ingana að eigin þörfum og smekk.
Sigurður hafði lengi áhrif sem tísku-
hönnuður, til að mynda á Dýrleif Ár-
mann þegar hún var að hanna kjóla og
kyrtla á fegurðardrottningar um
1960.“
Æsa hefur rannsakað ýmsar hliðar
ljósmyndasögunnar á síðustu árum.
Nýverið var greint frá fundi hennar á
ljósmyndum sem Werner Bishof tók
hér á landi vegna Marshall-aðstoð-
arinnar, en hún segist hafa farið að
hugsa um fatnað fólks á íslenskum
ljósmyndum þegar hún vann að bók-
inni um Sigríði Zoëga ljósmyndara og
Ísland í sjónmáli, sem er um franska
ljósmyndara á Íslandi á tímabilinu
1845 til 1900.
„Bókina Til gagns og til fegurðar og
sýninguna sjálfa má lesa í þremur lög-
um,“ segir hún. „Ljósmyndirnar sjálf-
ar eru eitt. Þær eru ákveðin sviðsetn-
ing á raunveruleikanum. Ég reyni
einnig að gefa fólki tilfinningu fyrir
ólíkri ljósmyndatækni sem beitt var,
hvað er „vísitmynd“ og hvað er mynd
af glerplötu, mynd prentuð í tímariti,
póstkort eða negatífa af filmu.
Annað lagið er sagnfræðin; ljós-
myndasagan sem er skoðuð í sögulegu
samhengi. Upphaf ljósmyndunar á Ís-
landi er um 1860, þá má segja að nú-
tíminn hafi hafið innreið sína, versl-
unarhöftin féllu og innflutningur
margfaldaðist. Um 1960 urðu einnig
miklar breytingar á efnahag þjóð-
arinnar.
Þriðja lagið er tískan og búning-
arnir. Inn í allt saman gengur síðan
eins og fleygur hugmyndin um svið-
setningu þjóðríkisins, þessi þjóðernis-
ímyndarsköpun sem er þráður í gegn-
um allt verkið.
Mér fannst til að mynda sérlega
áhugavert að skoða tímabilið 1930 til
40, þegar Íslendingar fóru að verk-
smiðjuframleiða hluti og fatnað, iðn-
aðurinn byggðist upp á þjóðern-
islegum forsendum á þessu tímabili og
endurnýjaðist með tilkomu Marshall-
aðstoðarinnar um 1950.“
Afneituðu þjóðbúningum
Á 19. öld var þjóðin vissulega nokk-
uð einangruð en Æsa segir hóp Ís-
lendinga samt hafa reynt að fylgjast
með tískustraumum erlendis.
„Dönsk tískublöð fóru að koma út
um miðja 19. öld og til eru heimildir
um að fólk sé í sendibréfum að biðja
um tískuupplýsingar, um að fólk sem
er erlendis kaupi fyrir sig tískublöð og
efni. Þetta eru bæði karlar og konur.
Karlar hugsuðu ekki síður um að líta
vel út. Þeir sýndu sumir mikil tilþrif
og lögðu áherslu á alþjóðlega borg-
artísku. Karlar afneituðu hins vegar
þjóðbúningnum sem Sigurður málari
reyndi að koma þeim í skömmu eftir
1870.“
Í mynd frá 1929 er hópur karl-
manna í nýjum búningi Tryggva
Magnússonar listmálara. Búningur
hans náði ekki heldur flugi.
„Tillögur Tryggva eru samt áhuga-
verðar út frá listfræðilegu sjónarmiði.
Hann var að hanna þjóðarímynd sem
ennþá er reynt að halda í út frá sjón-
rænum forsendum.
Almennt séð lagði fólk mikið á sig til
að líta vel út. Þennan heim vil ég opna
fyrir gestum á sýningunni.“
Karlar ekki síður í tískunni
Ljósmyndasýning á útliti og klæðaburði Íslendinga opnuð í Þjóðminjasafninu
Ljósmynd/Sigurhans Vignir
Tyllidagaföt Hópur manna í nýjum karlmannabúningi Tryggva Magnússonar, ljósmyndaðir 17. júní árið 1929.
Þeir ákváðu að klæðast búningnum á tyllidögum, en þetta átti að vera fallegur og hentugur sparibúningur.
íkdaga og margt í boði. Í dag kl. 14 spila blás-
araoktettinn Hnúkaþeyr og strengjasveitin
Aþena saman á tónleikum í Salnum og frum-
flytja verk eftir Jónas Tómasson, Önnu Þor-
valdsdóttur og fleiri. Aþena verður ein á tón-
leikum í Listasafni Íslands kl. 18 og frumflytur
meðal annars verk eftir Hildigunni Rúnars-
dóttur. Einar Jóhannesson og Douglas Brotc-
hie verða með tónleika í Langholtskirkju kl. 20
í minningu sellóleikarans Richards Talkow-
skys, og á sama tíma verður Camilla Söder-
berg í Salnum með eigin tónsmíðar fyrir
blokkflautur og rafhljóð.
Hugmyndin kom nokkrum árum síðar
Sönglúðrar lýðveldisins hefja dagskrána á
morgun kl. 13 í Þjóðmenningarhúsinu. „Við
ætlum að leika íslenska málmblásaratónlist.
Áskell Másson skrifaði eitt sinn verk fyrir Ca-
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„KJARTAN samdi Dimmu fyrir mig árið 1985.
Við lentum svo á kjaftatörn í fyrravor sem lauk
með því að hann sagði: „Ég skrifa bara annað
verk!“ Svo kom verkið og er þá samið frá sama
útgangspunkti og Dimma. Kjartan er svo mik-
ill bítill og mikið dræv í Dimmunni, en nýja
verkið heitir Bjarmi og er kannski til marks
um það að við erum farin að eldast og fókusinn
fer í aðrar áttir,“ segir Helga Þórarinsdóttir
víóluleikari, en hún heldur tónleika á Myrkum
músíkdögum á morgun kl. 17.30 í Listasafni
Íslands ásamt Dagnýju Björgvinsdóttur pí-
anóleikara. Tónskáldið er Kjartan Ólafsson, og
Dimma er eitt hans þekktasta verk. Þær frum-
flytja líka I wander eftir Árna Egilson.
Helgin er pökkuð af tónleikum Myrkra mús-
put, þar sem okkur fannst hann skrifa mjög
skemmtilega fyrir okkur í brassinu, þannig að
við fórum að nudda í honum að skrifa fyrir
okkur kvintett. Hann umlaði lengi, og svo
hætti kvintettinn, en nokkrum árum síðar kom
Áskell og sagðist vera með hugmynd. Þá var
hann uppveðraður og vildi semja kvintettinn.
Það er hann sem við frumflytjum á tónleik-
unum, og hann er jafnframt kveikjan að því að
við höldum tónleikana,“ segir Eiríkur Örn
Pálsson trompetleikari.
Blásarasveit Reykjavíkur verður í Seltjarn-
arneskirkju kl. 15 með tónlist eftir Pál P. Páls-
son sem verður áttræður á árinu, og kl. 20
verða Bryndís Halla Gylfadóttir og Anna
Guðný Guðmundsdóttir með tónleika í Salnum
og leika meðal annars Myndir á þili eftir Jón
Nordal og Sónötu eftir Atla Heimi Sveinsson.
Bjarmi í myrkrinu
Spilverk Hnúkaþeyr og Aþena leika saman ný verk í Salnum í dag kl. 14.
♦♦♦