Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 30

Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 30
30 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐ sjálfsögðu geri ég það svar- aði ég þegar Blátt áfram bað und- irritaða að vera verndari forvarn- arverkefnis þeirra. Það eru liðnir fimm mánuðir frá því að þetta var ákveðið og verð ég að segja að það sem ég hef upp- lifað þennan stutta tíma með því að fylgj- ast með starfseminni hefur vakið mig til umhugsunar og aðdá- unar á þeim kjarki sem er þar innan dyra. Blátt áfram hefur það á stefnuskrá sinni að vekja athygli á málaflokknum kyn- ferðisleg misnotkun á börnum. Blátt áfram er með frábært forvarn- arverkefni sem ég álít að allir ættu að nýta sér – sérstaklega allir þeir sem eru með börn í sinni umsjá: forráðamenn, for- eldrar, systkini, afar, ömmur, prestar, kennarar, fóstrur og svo mætti lengi telja. Það sem hryggir mig er hvað kerfið er dofið og illa vakandi í þessum málaflokki og ef satt skal segja blöskrar mér hvað lítið er gert til verndar börnunum okkar og þar á ég við í dóms- og félags- málakerfinu en þar sýnist mér að skilningsleysi og vanmáttur ráði ríkjum – væri það til heilla fyrir alla þá sem eru þar innan dyra að upplýsast um forvarnir sem geta skipt sköpum. Ég hef áttað mig á þeim órétti sem forráðamenn og börn þeirra mæta þegar vágestinn ber að garði en með skilvirku samstarfi eigum við möguleika á að bæta ráð okkar. Þeir aðilar sem þurfa að mæta þeim alvarlega verknaði að börnin þeirra hafa verið misnotuð kynferð- islega eða orðið fyrir ofbeldi af ýmsu tagi koma alls staðar að úr samfélaginu en þegar þessir angist- arfullu forráðamenn fara að leita sér og börnum sínum hjálpar þurfa þeir að hefja píslargöngu í feni kerfis sem er þeim óvinveitt og veit ég um mörg mál sem eru með ein- dæmum illa afgreidd af hálfu kerf- isins af þeim sem eiga að heita gæslumenn velferðar barna og velti fyrir mér hvort þessir gæslumenn séu starfi sínu vaxnir eða hafi ekki úrræði til hjálpar og kjósi að horfa framhjá þessu graf- alvarlega máli í úr- ræðaleysi sínu. Þessi málaflokkur ætti með réttu að fá algjöran forgang vegna þess að þarna er um velferð barna okkar að ræða sem varðar veg- ferð þeirra um alla framtíð. Við þurfum öll að vakna og vera þær manneskjur og horfa á þær staðreyndir að of- beldi og kynferðisleg misnotkun á börnum er stunduð hér á Ís- landi og ætti sú stað- reynd að gera það að markmiði okkar Ís- lendinga og ásetningi að uppræta þennan vá- gest. Það er ekki með neinu móti hægt að líða það ástand sem ríkir í þessum mála- flokki lengur. Þetta er samfélags- vandamál og tími til kominn að við hættum að stinga höfðinu í sandinn og hættum að láta sem ekkert sé – það er virkni sem þarf að eiga sér stað – og sameiginlega getum við náð árangri í að uppræta þessa vá með því að horfast í augu við vand- ann og að þessi málaflokkur verði tekinn alvarlega til endurskoðunar. Forvarnarnámskeið hjá Blátt áfram tekur þrjár klst. en einn dag ef fólk vill læra að leiða námskeiðið – þegar eru nokkrir búnir að nýta sér það bæði hópar og ein- staklingar en betur má ef duga skal. Ég hef áttað mig á því að þetta námskeið vekur fólk til meðvit- undar og vitneskju um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að ógæfan eigi sér stað og ég leyfi mér að skora á forráðamenn innan dóms- og félagsmálakerfisins að nýta sér þá fræðslu sem þetta námskeið býður upp á Forvarnarfræðsla Blátt áfram Gunnþórunn Jónsdóttir fjallar um velferð barna Gunnþórunn Jónsdóttir » Blátt áfram er með frá- bært forvarn- arverkefni sem ég álít að allir ættu að nýta sér – sérstaklega allir þeir sem eru með börn í sinni umsjá. Höfundur er verndari forvarnarverk- efnis Blátt áfram. ÞAÐ hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þekk- ing í skyndihjálp og rétt viðbrögð strax geta bjargað mannslífum og komið í veg fyrir alvar- legar afleiðingar slysa eða veikinda. Eftir að hafa komið að slysum veit ég af eigin reynslu hversu miklu máli skipt- ir að hafa lært skyndi- hjálp. Þó að fólk hafi ekki verið alvarlega slasað í þeim tilvikum sem ég hef kynnst er það styrkur að vita að hægt væri að gera gagn ef á þyrfti að halda. Það má líka ekki vanmeta mikilvægi þess að gæta að þeim sem lent hefur í slysi þar til sjúkraflutningamenn eru komnir á staðinn. Rauði krossinn hefur í áratugi unnið að útreiðslu skyndihjálpar með því að halda námskeið og bjóða upp á vandað fræðsluefni í skyndi- hjálp í samræmi við nýjustu kröfur. Í tilefni af 112-deginum sem hald- inn verður mánudaginn 11. febrúar næstkomandi, á vegum viðbragðs- aðila í björgun og almannavörnum um allt land, mun Rauði krossinn vekja sérstaka athygli á mikilvægi skyndihjálpar. Í samvinnu við N1, sem er styrktaraðili Rauða krossins í skyndihjálp, mun fé- lagið gefa öllum leik- skólum, grunn- skólum, framhaldsskólum og háskólum í landinu skyndihjálparvegg- spjaldið Getur þú hjálpað, þegar á reyn- ir? Margar deildir fé- lagsins heimsækja skólana í sinni heima- byggð af þessu tilefni. Á veggspjaldinu eru upplýsingar um hvernig bregðast má við í neyð. Framsetningin er bæði einföld og skýr svo allir geta lært eitthvað af því eða rifjað upp helstu aðferðir skyndihjálpar. Dæmin sanna að jafnvel börn geta bjargað manns- lífum með því að þekkja til grunn- þátta í skyndihjálp. Veggspjaldið var fyrst gefið skól- um árið 2005 en hefur nú verið upp- fært samkvæmt nýjum alþjóðlegum leiðbeiningum um skyndihjálp og endurlífgun. Á sjálfan 112-daginn verður skyndihjálparmaður ársins 2007 út- nefndur. Síðustu árin hafa einnig fleiri aðilar, auk skyndihjálp- armanns ársins, hlotið sérstaka við- urkenningu fyrir björgunarafrek og munu deildir Rauða krossins víða um land afhenda viðurkenningarnar ásamt því að kynna skyndihjálp á fjölförnum stöðum. Að lokum vil ég benda á að marg- ar deildir Rauða krossins bjóða reglulega upp á námskeið í skyndi- hjálp. Ég vil hvetja þig til að hafa samband við Rauðakrossdeildina á þínu heimasvæði og skrá þig á næsta skyndihjálparnámskeið. Fyrirtæki eða stofnanir sem vilja nálgast veggspjald í skyndihjálp, hvort sem er á íslensku, ensku eða pólsku, geta haft samband við Rauða krossinn í síma 570400 eða sent póst á afgreidsla@redcross.is. Rauði krossinn gefur skyndihjálparveggspjöld Kristján Sturluson skrifar í til- efni af 112-deginum, sem er mánudaginn 11. febrúar »Dæmin sanna að jafnvel börn geta bjargað mannslífum með því að þekkja til grunnþátta í skyndi- hjálp. Kristján Sturluson Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR þrystihópur fer að berj- ast fyrir málefni sem honum er kært gleymist oft að sameiginlegt gjaldþol allra landsmanna er ekki ótakmarkað. Margir vilja koma sínum málum í forgang og sjá þar af leiðandi ekki langt fram fyrir fætur sér. Algeng aðferð er að mynda þrýstihóp og fá alþing- ismenn til liðs við hópinn. Alþing- ismenn eru háðir kjósendum sín- um og þora ekki að styggja þá. Safnað er undirskriftum sem not- aðar eru til að styrkja málstaðinn án tillits til þess hvort það er skynsamlegt eða ekki. Hvað eiga svona vinnubrögð að þýða annað en það að frekjast áfram eins og margir gera í umferðinni? Kann- ast menn ekkert við þetta hjá FÍB (Suðurlandsvegur)? Tilætlunarsemi og frekjugangur er eitt af stærstu vandamálum okkar í dag. Sá sem er dugleg- astur við að tala sínu máli, sama hvort það er rétt eða rangt, fær oft sínu fram- gengt, því miður. Til hvers höfum við menntað fólk? Er það e.t.v til að taka skyn- samlegar ákvarðanir? Eða hvað? Undanfarið hefur það gerst að fulltrúar sveitafélaga og ráðherrar hafa gert sig seka um afglöp í starfi. Hvers vegna? Er hraðinn orðinn svo mikill í allri ákvarð- anatöku að enginn má vera að því að ígrunda hvað er skynsamlegt að gera og hvað ekki? Trúlega verður sannleikanum hagrætt fyrir næstu kosningar. JEAN JENSEN, eldri borgari. Brothætt lýðræði ? Frá Jean Jensen Jean Jensen UMRÆÐAN um stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins er mikilvæg, en hefði þurft að hefjast fyrir löngu, áður en í óefni var komið. Umræða sem fer fram undir eins skelfilegum kringumstæðum og eru á stofnbrautum höfuðborgarsvæð- isins leiðir oft til skammtímalausna og reddinga. Þegar skipulagsmál eru annars vegar er fátt mikilvægara en heildarsýn og góður undirbúningur. Skipu- lagsmál eru hin raun- verulegu umhverfismál í borgarsamfélagi, þau fjalla um fyrirkomulag- ið í umhverfi okkar. Borgarhagfræði er ung fræðigrein sem fjallar um hinn hag- ræna þátt skipulags- mála í borgum. Hún fjallar um hvernig borgarskipulag á að vera til þess að það skapi sem mesta skil- virkni, hagkvæmni og arðsemi í borgarsamfélaginu. Eitt af lögmálim borgarhagfræð- innar segir: „Eftir því sem borg er dreifðari, því meira þurfa menn að aka, ein- faldlega vegna þess að lengra er á milli allra staða. Eftir því sem borg er þéttari þurfa menn að sama skapi að aka minna, auk þess skap- ast forsendur fyrir almennings- samgöngum sem ekki eru fyrir hendi í dreifðri borg.“ Borgin okkar er dreifðasta höf- uðborg í Evrópu með aðeins 16 íbúa á hektara, sem telst varla nægur þéttleiki til að hún geti kallast borg. Enda gengur strætó aldrei upp, sama hvað menn reyna, og umferð- aröngþveitið er í samræmi við það, og lögmálið hér að framan. Íslendingar, sem búið hafa dreift í stóru landi um aldir, eiga e.t.v. erfiðara með að skilja þetta lögmál. Það er áberandi í umræðunni um þéttingu byggðar, að margir telja að þétting byggðarinnar auki á um- ferðarþungann en dragi ekki úr honum eins og lögmálið segir til um. E.t.v. er þetta skýringin á þeirri óheillaþróun í skipulagsmálum út- hverfanna, að þau eru yfirleitt reist hvert uppi á sínum heiðarkollinum og svo gríðarmikið ónýtt landsvæði á milli. Þetta er mjög áberandi þeg- ar ekið er t.d. upp fyrir Elliðaárnar. Eða er þetta arfur frá gamla bændasamfélaginu, þar sem bærinn stóð uppi á hól, og tún í kring? Umferðaröngþveitið á höfuðborg- arsvæðinu má laga mikið með bætt- um stofnbrautum, mislægum gatna- mótum o.s.frv., en það verður ekki bætt til frambúðar nema með því að stöðva stjórnlausa útþenslu byggðarinnar, og byggja borgina inn á við næstu áratugina. Það er til nóg pláss, og ber fyrst að nefna Vatnsmýrina. Aðeins með kú- vendingu í skipulags- málum borgarinnar strax, og þéttri, glæsilegri miðborg- arbyggð í Vatnsmýrinni, verður komið í veg fyrir ört vaxandi og óleysanlegt umferðaröngþveiti á stofnbrautunum. Í nokkrum blaðagreinum sem birst hafa hér í blaðinu að und- anförnu hefur verið sýnt fram á að ákvarðanir í skipulagsmálum á höf- uðborgarsvæðinu eru oft teknar þvert á hagsmuni borgarsamfélags- ins. Sýnt hefur verið fram á, að vegna misvægis atkvæða, pólitískra hefða, samstöðu landsbyggðarþing- manna og undanlátssemi þeirra sem kosnir eru til að gæta hags- muna höfuðborgarsvæðisins eru hagsmunir borgarinnar sniðgengn- ir. Nefnd hafa verið dæmi eins og 300 hektara eyða í miðju borg- arlandinu undir flugvöll að kröfu landsbyggðarmanna, allt of lágt hlutfall vegafjár til stofnbrauta höf- uðborgarinnar og umferðaröng- þveitið sem það veldur, væntanleg bygging flugstöðvar fyrir á þriðja milljarð í Vatnsmýrinni á vegum samgönguráðuneytisins, þó að Reykvíkingar hafi þegar kosið flug- völlinn burt, o.fl. Að lokum skal tekið eitt sláandi dæmi um það, hvað hagsmunir landsbyggðarmanna og höfuðborg- arbúa hafa misjafnt vægi í hugum margra. Lögmál borgarhagfræðinnar, sem getið er hér að framan, segir að dreifð borg þýði meiri akstur og þétt borg þýði minni akstur. Ef í Vatnsmýrinni risi þétt mið- borgarbyggð, um 25.000 manna byggð, með svona svipaðan þétt- leika og er í miðborg Kaup- mannahafnar, og landþörf borg- arinnar minnkaði að sama skapi, mundi akstursþörf borgarbúa minnka um u.þ.b. 15 mínútur á dag að meðaltali, samkvæmt lögmálinu góða. Með öðrum orðum, vegna veru flugvallarins og þeirrar splundr- unar sem hann veldur í borg- arbyggðinni þurfa borgarbúar að aka u.þ.b. 15 mínútum lengur á dag en þeir ella þyrftu að aka. Það vill svo til, að þetta er svipað þeim viðbótarakstri sem legðist á flugfarþega ef flugvöllurinn yrði fluttur til Keflavíkur. Með tvöföldun Reykjanesbraut- arinnar verður aksturstíminn frá Keflavíkurflugvelli að miðju höf- uðborgarsvæðisins u.þ.b. 25 mín- útur. Aksturstíminn frá núverandi flugvelli og að þessari miðju er um 10 mínútur. Mismunurinn er um 15 mínútur. Það óhagræði sem alls ekki má leggja á flugfarþega, sem eru um 1000 á dag, er allt í lagi að leggja á 200.000 höfuðborgarbúa á hverjum einasta degi! Það er furðulegt, að þegar hags- munir landsbyggðarmanna og borg- arbúa rekast á, verða hagsmunir borgarbúa ótrúlega léttvægir, jafn- vel í hugum kjörinna fulltrúa þeirra sjálfra. Borgarhagfræði Einar Eiríksson skrifar um borgarskipulag » Það óhagræði sem alls ekki má leggja á flugfarþega, sem eru um 1000 á dag, er í lagi að leggja á 200.000 höf- uðborgarbúa á hverjum einasta degi! Einar Eiríksson Höfundur er kaupmaður í Reykjavík og í stjórn Samtaka um betri byggð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.