Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 37

Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 37
um hana. Eru þær á einn veg, ánægjulegar. Bryndís ólst upp í stórum systkinahóp. Urðu þau systk- inin níu. Átta komust á legg og var amma mín Klara eitt af þeim. Heimili þeirra var að Suðurgötu 26 og bjuggu þau þar með móður sinni Guðlaugu Gísladóttur. Það var ætíð fjölmennt á Suðurgötunni því einnig voru þar leigjendur og kostgangarar. Á hverju sumri meðan amma lifði var farið norður og dvalið um mánaðartíma á Suðurgötunni. Þá fengum við að fara með Binnu frænku í bæinn sem var ævintýri líkast því hún þekkti alla. Einnig fengum við að fara með henni í bankann þar sem hún skúraði. Fannst okkur krökkunum það ein- stakt tækifæri að komast í innstu kima bankans, en áður en farið var inn voru okkur lagðar línurnar um að snerta nú ekki á neinu á meðan hún sinnti starfi sínu. Binna átti ætíð eitt- hvað til að gleðja ungt hjarta, hvort það var eitthvað sem hún föndraði með okkur eða smáhlutir sem hún gaukaði að okkur. Meðan við systk- inin vorum lítil sendi hún okkur jóla- gjafir og ætíð voru þær opnaðar fyrst, því í þeim pakka var ýmislegt sem setti sköpunargleði barns á flug. Eftir andlát ömmu urðu ferðirnar norður strjálli og tengslin ekki eins sterk. Þau tókst þó að styrkja á ný þegar Binna flutti suður til Reykjavíkur og hóf vinnu hjá Prjónastofunni Iðunni. Vorum við þá nýlega búin að eignast Baldvin og vantaði einhvern til að gæta hans. Kom hún þá heim til okk- ar og gætti hans hluta úr degi. Fóru þau í gönguferðir og fljótlega var Binna búin að kynnast öllum börnum og fullorðnum sem fóru um hverfið. Á Siglufirði hafði hún heilsað öllum og það var engin ástæða að hætta því þó hún væri flutt til Reykjavíkur. Gutt- inn okkar tók þetta upp eftir henni og býr að því enn, kominn yfir tvítugt. Þegar við eignuðumst dóttur var það ekki spurning í huga okkar að fá að skíra hana í höfuð á Binnu og var það auðsótt mál. Binna flutti svo aftur á æskuslóðirnar og ef eitthvert okkar kom inn á Siglufjörð þá var komið við hjá henni og gömul kynni rifjuð upp. Við viljum fá að þakka fyrir sam- fylgdina og það að hafa kynnst Binnu hefur gert okkur ríkari. Guð blessi minningu hennar og styrki Gunnar, Dóru, Eddu Rósu, Betty og fjölskyld- ur þeirra þegar þau kveðja kæra móður, ömmu og langömmu. Klara, Vigfús, Baldvin og Bryndís. Elsku frænka mín Binna er dáin. Minningarnar leita til Siglufjarðar. Við Jóhannesardætur vorum oft í heimsókn í Jónshúsinu þar sem Binna bjó og pabbi hafði alist upp. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til Binnu – líkast ævintýri. Hún kom brosandi til dyra og fagnaði komu okkar. Hláturinn hennar var líkastur bjölluhljómi og hún var um- lukin geislandi orkusveip. Hún alltaf svo kvik og glöð. Húsið var fullt af æv- intýrum, vínabrauðum og hennar fal- legu umhyggju. Við drukkum mjólk úr þungum sjómannakönnum og borðuðum sjómannakex. Á meðan létum við hugann reika til sjómann- anna í hrakviðri fyrir utan Siglunes. Í stofunni stóðu Napoleon og hesturinn hans hnarreistir og stoltir uppi á vegg. Englarnir horfðu niður til okk- ar og pössuðu upp á að við kæmumst yfir ána – einsog Binna gerði. Uppi á lofti var einstaka sinnum hægt að kíkja á bækurnar hans afa, sem var afar dularfull og lotningarfull athöfn. Laufgreinarnar á trjánum hennar ömmu blöktu fyrir utan gluggann og sólargeislarnir mynduðu form á veggjunum. Einstaka sinnum fékk ég leyfi til að koma með Binnu i Sparisjóðinn þar sem hún gerði hreint og þvílíkt æv- intýri. Bara að sjá allar þessar furðu- legu reiknivélar og skrifborð – og annar heimur opnaðist. Ég hjálpaði henni að tæma ruslakörfurnar og fór í smá rannsóknarleiðangra á meðan hún vann verkin af alúð og ná- kvæmni. Binna var afar góð kona og hennar minning og umhyggjusemi mun alltaf verða með mér. Ég votta Gunnari Trausta og fjöl- skyldu samúð mína. Hrafnhildur. Binna frænka, sem alltaf sveiflaði töfrasprotanum ósýnilega og gerði lífið að tómu ævintýri, hefur nú yf- irgefið þennan heim, smávaxin og nett kona, létt á fæti, alltaf á ferð og flugi og hafði fengið í vöggugjöf þessa léttu lund og jákvæða viðhorf til lífs- ins og tilverunnar. Hún hafði næmt fegurðarskyn, var listræn í sér, flos- aði stórar myndir á yngri árum og málaði á silki. Í bernsku voru heim- sóknir okkar Guðrúnar Bjarkar á Suðurgötu 26 á Siglufirði til ömmu, Klöru og Binnu nánast daglegar. Binna var nokkurs konar álfkona í lífi okkar, hrókur alls fagnaðar í barna- afmælum þar sem hún skipulagði leiki og skemmtan sem aldrei gleym- ist. Tók okkur oft með sér í berjamó, fjöruferðir að tína skeljar svo sem kú- skel, eins og hún sagði, og kuðunga. Á veturna var leiksvæðið oft í námunda við húsið á bökkunum og oft mættum við snjóugar upp fyrir haus með ís- klepraða vettlinga eins og ekkert væri sjálfsagðara en vaða þannig inn. Móttökurnar alltaf jafn hlýlegar, föt- in á ofn og vermdar kaldar hendur og síðan kakó með kexbitum út í og ekki má gleyma flókaskónum hennar Binnu sem okkur var stungið í á með- an. Á eftir var ekki óalgengt að hún spilaði við okkur á spil eða spáði í bolla, leyndardómsfull á svip og það voru ekki fáir pakkarnir eða ferðalög- in í sem birtust í bollunum, dýrlegt innlegg í tilveruna í innilokuðum firð- inum þá, og rættist bara nokkuð oft svo við höfðum tröllatrú á spádóms- gáfu Binnu. Svo fór Binna suður um tíma og var sárt saknað og þegar hún sneri heim aftur var meðferðis lítill glókollur í kerruvagni. Þótt hann væri hennar dýrasta djásn skyggði hann ekkert á frænkur sínar, við fengum alveg sömu athygli og áður, nokkrum árum seinna orðnar fimm systur á ýmsum aldri. Börnin mín dýrkuðu hana og eiga ógleymanlegar minningar um dvöl hjá Binnu. Unnur Björk í Noregi minnist sérstaklega, fyrir utan allt annað, prinsessurúms sem útbúið var fyrir hana með ótal dýnum og sæng- um undir flosaða tígrisdýrinu á veggnum. Alltaf minnist ég þess sem Binna sagði við morgunsvæfan ung- ling:„Hvað er þetta, hefurðu ekki áhuga fyrir lífinu?“ Hún var sjálf árr- isul, alltaf á þönum og átti margar góðar vinkonur. Binna elskaði að ferðast og sem betur fer auðnaðist henni að ferðast til útlanda nokkrum sinnum eftir miðjan aldur og var það henni til mik- illar gleði. Hún dvaldi nokkur ár í Reykjavík og kom stundum við í kaffisopa, alltaf færandi hendi með eitthvað hlýtt á litla barnið sem þá var, trefil eða vettlinga, og nefndi í leiðinni þetta með vítamín, hlýindi og annað mikilvægt fyrir barnið, enda var hún alla tíð mjög meðvituð um bætiefni svo sem kalk og vítamín. Svo liðu árin og Binna flutti í litla íbúð á Dvalarheimilinu á Siglufirði þar sem sama gestrisnin ríkti. Við lét- um ekki hjá líða, systur og börn okkar alla tíð, að heilsa upp á hana þar í allt of stopulum heimsóknum norður, hringja einstöku sinnum eða senda henni lítilræði um jólin. Hún er nú farin okkar kæra frænka, síðust sinna systkina, en hún hefði orðið 94 ára hefði hún fengið að lifa afmælisdag- inn sinn 1. febrúar. Erla Nanna Jóhannesdóttir. Binna frænka skipaði öndvegi í huga okkar „barnanna“ alla tíð. Mín- ar fyrstu minningar eru af ferðum til Binnu þar sem við lentum ávallt í miklum ævintýrum þegar farið var upp á loft í gamla húsinu að skyggn- ast inn í herbergi full af gömlu dóti – gulli, gersemum og draugum í hverju skúmaskoti! Binna var einstaklega útsjónarsöm að finna hitt og þetta, einstaka hluti sem hún svo sýndi okk- ur stóreygum krökkunum, um leið og sötrað var kakó og smjattað á kex- kökum. Binna var einstakur mann- vinur og dýravinur, það fór ekkert lif- andi framhjá Binnu án þess að vera yrt á eða gefið að borða. Okkur fannst mikið til um þessa konu sem var „öðruvísi“, í bestu meiningu þess orðs, hún átti alla okkar virðingu. Í fyrrasumar þegar fjölskyldan heimsótti Binnu á dvalarheimilið var allt sem áður fyrr, gestrisni í öndvegi og hún sýndi okkur myndir af fjöl- skyldunni, syninum, Gunnari Trausta, og barnabörnunum sem hún talaði um af miklu stolti og hlýju. Blessuð sé minning hennar. Hvað er fegra en sólar sýn, þá sveimar hún yfir stjörnu rann? Hún vermir, hún skín og hýr gleður mann. (Bjarni Gissurarson) Sveinn Viðar Guðmundsson, Marie-Hélène Communay, Snorri Arnar Sveinsson, Agathe Agnés Nín Sveinsdóttir. Elsku Binna frænka. Það var heima hjá þér í Binnuhúsi sem ég á mínar ævintýralegustu minningar frá barnæsku. Fallega gula húsið sem mér þótti risastórt og vera aðalhúsið á Sigló. Ég var ekki alltaf með á hreinu hvað gatan hét en mér fannst sjálfsagt að allir vissu hvar Binnuhús væri. Heima hjá þér var annar heimur, uppi á lofti gat ég varið öllum mínum stundum, klætt mig í alla pelsana og háhæluðu skóna ásamt því að umvefja mig öllum gerviblómunum sem þú áttir í tonn- atali. Flottasti búðarleikur sem barn getur hugsað sér átti sér stað þar, þá voru allir í húsinu skikkaðir til þess að mæta og versla hjá mér í búðinni og þar fékkst allt það sem hugurinn gat girnst enda loftið uppfullt af gersem- um. Í fallega eldhúsinu þínu sátum við löngum stundum og snæddum, allt var reitt fram úr ísskápnum og stundum var erfitt að velja hvað átti að borða þá stundina. Ég gerði stund- um að gamni mínu að leifa á diskinum en það þýddi að við gátum farið út að gefa fuglunum afganginn. Flestir fuglar bæjarins mættu tvisvar á dag, krummar, mávar og litlir smáfuglar. Þú varst farin að þekkja þá alla í sundur og sumir áttu sitt nafn. Máva- hjón mættu alltaf saman og þú kynnt- ir mig fyrir þeim, en næst þegar ég kom til þín þá kom bara annar máv- urinn og þú hafðir miklar áhyggjur af hvað hefði orðið af spúsu hans. Einu sinni úti í garði fyrir neðan risastóru grenitrén fundum við fallegan stein, hann var hvítur og glitraði, þú sagðir mér að þetta væri óskasteinn og ég ætti að gæta hans vel og hlúa vel að honum, þá gæti ég beðið hann að upp- fylla óskir mínar. Steinninn fékk und- ir sig glæsilega öskju og undir hann var sett bómull svo honum myndi líða sem allra best. Steininn bað ég aðeins um eitt, að hann myndi hjálpa mér að flytja til Sigló svo ég gæti búið í Binnuhúsi og þyrfti þannig aldrei að yfirgefa ævintýraheiminn. Þú hafðir einstaka hæfileika til að láta stund- irnar vera skemmtilegar og ógleym- anlegar svo hinir hversdagslegustu hlutir urðu að heilu ævintýri. Ég vona að ég hafi tileinkað mér eitthvað af þínum hæfileikum, þó ekki væri nema brot, þá væri það besta gjöf sem nokkur getur óskað sér. Í hinu hefðbundna lífi í dag er hægt að gleyma sér í áhyggjunum, þeytingn- um og stressinu, þá vildi ég nú heldur gleyma mér í ævintýrunum og láta ímyndunaraflið reika. Af þér var svo sannarlega hægt að læra og fyrir mín börn vonast ég til að geta kennt þeim hversu skemmtilegt lífið getur verið. Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Elsku fallega Binna frænka. þakka þér fyrir allar ógleymanlegu stund- irnar sem ég átti hjá þér. Kristín Elfa Ragnarsdóttir Elsku Binna frænka er dáin. Fyrir mér var hún svo mikið meira en bara frænka. Þær eru ófáar minningarnar frá bernskunni sem tengjast henni. Allar skemmtilegar, öðruvísi og svo sérstakar alveg eins og hún var sjálf. Binna var sko engin venjuleg frænka. Í heimsókn hjá henni fékk maður að gera ýmislegt sem var á bannlistanum. Eins og t.d. að smyrja rúgbrauð og setja fullt af sykri ofan á. Hún hafði alltaf áhyggjur af að ég væri svöng. Hún var vön að segja þegar ég var í heimsókn hjá henni „fullt til og nóg úti í skúr“ Það voru orð að sönnu, þar var sko fullt af alls konar mat. Það voru ófáar stundirnar sem ég dvaldi á Suðurgötunni. Þar var ýmislegt brallað. Oft fékk ég að gista og sökkti mér niður í bækur sem Gunnar Trausti frændi átti. Efri hæðin bjó yfir mikilli dulúð. Fyrst í stað var ég mjög hrædd að fara upp á loft, en herbergin þar stóðu ónotuð. Þar var alls konar dót sem gaman var að skoða. Það hvíldi svo mikill leyndardómur yfir öllu þar. Oft fór ég með Binnu í vinnuna, en hún þreif nokkrar skrifstofur á Sigló. Það var líkast ævintýri að fá að hjálpa til. Ég hamaðist við að þrífa og gera fínt, því hólið frá frænku gerði mig svo stolta. Best var þó ef afgangar voru til af vínarbrauði í kaffistofunni. Þau brögðuðust dásamlega þó svo að þau væru farin að harðna. Binna var alltaf á fullri ferð. Alltaf hjálpandi þeim sem á þurftu að halda. Ef leið manns lá niður í bæ þá var næsta víst að rekast á hana. Það var nú ekki slæmt, því hún átti alltaf brjóstsykur sem hún gaf manni. Alltaf þegar ég fór til Siglufjarðar heimsótti ég Binnu frænku. Síðast fyrir einu og hálfu ári. Hún var hálf- lasin þá og var rúmliggjandi, en samt búin að klæða sig og snyrta. Ótrúlegt hvað hún var fíngerð og falleg. Gott að eiga þessa fallegu mynd í huganum af þessari lífsglöðu og ótrúlega góðu manneskju. Anna María Jóhannesdóttir. Gunnar Trausti frændi minn hringdi í mig að morgni 30. janúar sl. og sagðist vera á leiðinni norður á Siglufjörð því móðir hans, hún Binna, hefði verið að deyja. Hann hefði ekki náð að vera hjá henni síðustu stund- irnar. Binna var móðursystir mín, fjórtán árum eldri en ég, og hefði orð- ið 94 ára gömul 1. feb. Hún er síðust tíu barna þeirra Jóns og Guðlaugar í Jónshúsi á Siglufirði til að kveðja þetta jarðlíf. Það var alltaf kært með þeim systr- um, móður minni Dórotheu og Binnu, og naut ég þess alltaf að sitja hjá þeim og hlusta á þær rifja upp sögu Siglu- fjarðar og sögu fólksins sem staðinn byggði. En nú rifja ég upp allar skemmtilegu minningarnar um þessa góðu og sérstöku frænku mína. Afa- og ömmuhús, Jónshús, sem stendur við Suðurgötu 26 á Siglufirði, átti stóran sess í lífi mínu á mínum yngri árum. Þar bjó Binna lengst af með syni sínum og móður á meðan hennar naut við, en hún lést árið 1966. Til þeirra sótti ég alltaf mikið og fannst gott að koma. Binna var listræn í sér og hafði lært að flosa fallegar myndir. Ég man eftir einni myndinni, en hún sýndi Napoleon riddara á hestbaki. Hún kenndi mér einnig að flosa kisumynd, sem alltaf skartar í glerramma á vegg hjá mér. Einnig vann hún með leður og gerði úr því töskur. Fleira var það sem hún frænka mín bjó til og minnist ég þess þegar ég sat uppi á eldhúsborði sem stelpa og horfði á þegar hún var að gera silki- blæjur á andlit látinna. Mér er minn- isstæð nákvæmnin við verkið. Fyrst teiknaði hún fallegan engil á silkið, síðan litaði hún ofan í með kremi úr túpu og stráði svo glimmeri yfir. Tug- ir manna fóru með svona listaverk með sér í kistuna. Binna var barngóð og gjafmild og man ég alltaf eftir bolluvöndunum sem hún færði okkur systkinunum og öskupokunum á öskudaginn. En há- punkturinn voru þó jólin þegar við biðum í ganginum heima og vorum alltaf að hlaupa út í dyr til að gá að jólasveininum, sem kom hvernig sem veður var, kafandi skafla, í rauða bún- ingnum og með hvíta skeggið og hvíta pokann með gjöfunum. Alltaf vorum við jafn spennt og hrædd við jóla- sveininn sem auðvitað var Binna frænka, en það vissum við ekki þá. Þegar ég átti yngri soninn í sept- ember 1952 hélt hún til hjá mér um tíma. Stuttu síðar fór hún suður og eignaðist einkason sinn, Gunnar, í janúar 1953. Að eignast hann var hennar mesta gæfa, og eftir að hann var orðinn fullorðinn maður með konu og börn átti hún orðið nýja fjöl- skyldu sem veitti henni mikla lífsfyll- ingu. Glöð og stolt talaði hún um þau öll. Binna sýndi mér alltaf tryggð og náði tryggðin einnig til sona minna og barna þeirra. Að leiðarlokum bið ég Guð að vera með þeim sem Binnu voru kærir, og blessa þeim allar góðu minningarnar. Ég og fjölskylda mín kveðjum frænku mína með þakklæti fyrir árin öll. Ásta M. Einarsdóttir. Binna frænka hefur kvatt. Þessi glaðlynda og jákvæða kona er nú fall- in frá en skilur eftir sig slóð ævintýra- legra minninga. Binna átti til dæmis hvíta óska- steina sem gaman var að skoða og ég fékk að sofa í dragsíðum hvítum fermingarkjól með ótal hnöppum, þegar ég gisti hjá ömmu og Binnu. Hún var iðin við að kenna réttu hand- tökin, kenndi mér t.d. að teikna og saga út myndir í krossvið. Svo leyfði hún mér og Erlu systur að hjálpa sér við að kalka húsið á Suðurgötunni hvítt, sem hún gerði alltaf sjálf með reglulegu millibili, og okkur fannst mikil upphefð í því þótt við yrðum eig- inlega hvítari en húsið. Binna kunni ótal leiki, spilaði við okkur svartapét- ur, kenndi okkur að kveðast á og sagði okkur á tilþrifamikinn hátt bæði sögur og ýmislegt úr bókum sem hún hafði lesið, t.d. Kapítólu sem var í miklu uppáhaldi. Gjafir frá henni voru valdar af kostgæfni og hittu allt- af í mark. Ég man sérstaklega eftir silfurskildinum með fangamarki mínu sem saumaður var innan á fermingarkápuna. Hún hét einu sinni á mig og það gekk eftir, svo hún gaf mér nýja skauta á hvítum uppháum skautaskóm sem ég var mjög stolt af. Eitt sinn þegar Binna kom til Keflavíkur í heimsókn mörgum árum seinna, þá langaði hana að fara í Innri-Njarðvík, þar sem hún hafði unnið um tíma. Við fórum þangað á sólríkum sumardegi og hún sýndi mér staðinn. Hún var mjög stolt af syni sínum, Gunnari Trausta og sonardætrunum og sagði gjarnan fréttir af þeim. Binna frænka hélt glaðlyndi sínu og frásagnargleði fram til hins síðasta og hló oft dátt þegar hún var að rifja upp atburði frá því í gamla daga, t.d. frá barnæsku sinni, þegar við töluð- um saman í síma. Hún var alla tíð mikið fyrir útivist og valdi helst að fara í skógræktina og ganga þar um með okkur Villa þegar við heimsótt- um hana hin síðustu ár. Svo var farið í bíltúr um bæinn og kakó og vöfflur með rjóma á kaffihúsi á eftir. Hún naut alls þessa til hins ítrasta og sam- veran var okkur öllum mikils virði. Samúðarkveðjur frá okkur Villa til Gunnars Trausta, Dóru og fjölskyldu. Guðrún Björk Jóhannesdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 37 FEBRÚARTILBOÐ MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Á LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM 10-50% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.