Morgunblaðið - 15.02.2008, Page 6

Morgunblaðið - 15.02.2008, Page 6
6 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR H vað sem öðru líður þá verður ekki annað sagt en að þessir dagar séu býsna formlausir. Minna einna helst á uppköst sem einhver ókunn hönd byrj- ar á en fyllist jafnan óþolinmæði og krassar yfir. Stundum er eins og eitt- hvað sé jafnvel að fæðast, en það stendur sjaldnast lengi, aftur er allt strokað út. Maður spyr sig hvort þetta form- leysi í náttúrunnni setji mark sitt á fleira, t.d. þjóðlífið. Hættan við að óskapnaðinum slái inn, að við látum sama gilda fyrir innið og útið, stöndum jafnvel sjálft lífið af okkur eins og hestar í höm (sem skiptast á að standa fremstir og kljúfa vindinn). Sumt bendir í þá átt. Íslendingar ku Evrópuþjóða eyða mestum tíma í vinnunni. En afköstin síðan í litlu samræmi við það. „Að vera í vinnunni“ er meira eins og vistun. Líka hafa menn tekið eftir að það virð- ist litlu skipta hvaða verðmiði er sett- ur á varning á Íslandi, hann er keypt- ur og strimillinn afþakkaður við kassann. Um daginn, ég veit ekki hvað kom yfir mig, ekki nóg með að ég bæði um strimilinn heldur fór ég líka að lesa hann og stíflaði fyrir bragðið flæðið. Þetta var í hádeginu og á bak við mig beið röð af fólki með hádegisverðinn sinn: sykraðan gosdrykk og samloku í plasti. Af sex kössum búðarinnar var aðeins einn í gangi og þar stóð ég þversum. Ég hafði keypt eitthvað þrennt, þar með talið rakblöð, en fannst upphæðin hljóma eitthvað ein- kennilega, var þó við öllu búinn, verð á rakvélablöðum getur hlaupið á þús- undum í íslenskri verslun. Þá sé ég að á miðanum, til viðbótar við hlutina þrjá, standa 5 kg af gráfíkjum. Upp- hæðin hafði verið straujuð út af kort- inu, og nú var þrautin þyngri að leið- rétta villuna, því eins og það gengur greitt að bregða vöru undir geislann og fá kassann til að opna sig, virðist þurfa verkfræðilegt afrek til að snúa til baka. Ég þarf ekki að taka fram að kassamaðurinn talaði ekki íslensku, en ég gat bent honum á efnisatriðið og mælieininguna, það var augljóst að ég var ekki með 5 kg af gráfíkjum. Fólkið í röðinni var farið að hvíslast á („hann bað um strimilinn...“). Jafnvel var mér farið að finnast að lausnin væri að fara aftur inn í búðina og ná í 5 kg af gráfíkjum, málið væri þar með dautt. En á hinn bóginn, er ekki 5 kg soldið mikið, af gráfíkjum? Eftir langa bið, kom maður með lyk- il og gerði eitthvað við kassann með þjósti (ég veit ekki hvort hann talaði íslensku, hann sagði ekki orð en horfði af einhverjum ástæðum ásakandi á mig, það var eins og ég hefði brotið þegjandi samkomulag með því að biðja um strimilinn). En nú er nóg komið af gráfíkjum, það sem ég ætlaði að segja er þetta: að formyrkvun og formleysi veðrátt- unnar ætti að gera okkur vandfýsnari ef eitthvað. Við ættum ekki að taka í mál að hreyfa okkur fyrir minna en merkingarfullt og innihaldsríkt mann- líf. Það var einmitt þessi hnattstaða og veðurskilyrði sem gerðu okkur áður fyrr að vel upplýstri og andríkri þjóð. Í landbúnaðarsamfélaginu voru þetta íhugunarmánuðir; jarðbönn, skamm- degi og glórulaus veður komu ekki að sök því fólk bjó að sumrinu og gat var- ið tímanum í hina andlegu rækt. Alveg fram á okkar daga hafa bændur verið tiltakanlega hugsandi og skemmtileg stétt. Sennilega af því að þeir hafa haft þetta ráðrúm fyrir hug- ann. Og það var gaman að heyra vest- uríslenska höfundinn, Bill Holm, stað- festa þetta í Kiljunni í fyrrakvöld, hann hafði kynnst því af eigin raun fyrir mannsaldri, en óttaðist að einnig það væri á förum. Vonandi ekki. Óskandi að það gæti jafnvel orðið ný leiðsögn nú þegar brauðstritið er PISTILL »Maður spyr sig hvort þetta formleysi í nátt- úrunnni setji mark sitt á fleira, t.d. þjóðlífið. Hætt- an við að óskapnaðinum slái inn, að við látum sama gilda fyrir innið og útið, stöndum jafnvel sjálft lífið af okkur eins og hestar í höm (sem skiptast á að standa fremstir og kljúfa vindinn). Pétur Gunnarsson Viltu strimilinn? löngu hætt að vera lífróður og meira í ætt við hangs. Að skilaboð hnattstöð- unnar yrðu meðtekin og umbreytt í tækifæri til andríkis. Það ætti að vera óhugsandi að lifa á Íslandi nema skemmtilegu og inni- haldsríku lífi. Hljóðpistlar Morgunblaðsins Pétur Gunnarsson les pistilinn HLJÓÐVARP | mbl.is Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LANDSSAMBÖND og stærstu að- ildarfélög ASÍ hafa fallist á að ganga til samninga við Samtök atvinnulífs- ins um meginatriði launabreytinga, sem samkomulag hefur náðst um með fyrirvara um viðunandi niðurstöðu í viðræðum um sérmál, sem nú standa yfir. ASÍ kynnti í gær niðurstöður um launaliði sem samkomulag hefur náðst um. Í gærkvöldi var svo gerð til- raun til að ljúka viðræðum samninga- nefnda ASÍ og SA um sameiginlegar kröfur ASÍ á hendur atvinnurekend- um, m.a. um gerð nýs stórfram- kvæmdasamnings. Í dag verður leitað eftir fundi með ríkisstjórninni um að- gerðir hennar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Einstök landssambönd og félög eru mjög mislangt á veg komin í viðræð- unum við atvinnurekendur um sér- mál. Flestir forystumenn sem rætt var við gera sér þó vonir um að hægt verði að ljúka endurnýjun kjarasamn- inga um helgina. Áætlað er að heild- arkostnaður við launabreytingarnar sé 3,8-4% á ári. Samningar gildi til nóv. 2010 Yfirlýsing ASÍ frá því í gær vegna kjaraviðræðnanna er svohljóðandi: „Formenn landssambanda og stærstu aðildarfélaga innan Alþýðu- sambands Íslands og Samtök at- vinnulífsins hafa orðið ásátt um meg- in-útlínur launaliðs nýrra kjarasamninga, með fyrirvara um að ásættanleg niðurstaða fáist í viðræð- um aðildarsamtakanna um sérmál. Við það er miðað að kjarasamningar gildi til nóvemberloka ársins 2010 og feli í sér hækkun almennra launataxta um kr. 18.000 við undirskrift, kr. 13.500 árið 2009 og kr. 6.500 árið 2010 og að launataxtar iðnaðarmanna hækki um kr. 21.000 við undirskrift, kr. 17.500 árið 2009 og kr. 10.500 árið 2010. Við það er miðað að nýjar launa- töflur taki gildi á hverju ári og ekki er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka álagsgreiðslur á móti taxta- breytingunni. Samkomulag er um launaþróunar- tryggingu. Í því felst að þeir sem ver- ið hafa í starfi hjá sama atvinnurek- anda og hafa ekki fengið að lágmarki 5,5% launahækkun frá 2. janúar 2007 til undirritunar samninga fái það sem á vantar. Ennfremur verði ákvæði fyrir þá sem skipt hafa um starf fram til 1. september 2007. Á árinu 2009 verði launaþróunartryggingin 3,5%. Árið 2010 verði almenn launahækk- un upp á 2,5%, auk fyrrgreindra taxtahækkana. Landsamböndin innan ASÍ munu hvert fyrir sig funda með SA næstu daga til að ljúka sérmálum og þá er einnig verið að kappkosta að ljúka þeim sameiginlegu málum sem verið hafa á borði ASÍ gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Þessi niðurstaða byggir af hálfu að- ildarsamtaka ASÍ á ásættanlegri að- komu stjórnvalda,“ segir þar. 30 daga orlof „Þessar meginútlínur um launin sem við höfum samþykkt að fara áfram með, eru mjög góðar og mikill áfangi fyrir láglaunafólk,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. „Þarna erum við að sjá lægstu laun hjá Starfsgreinasambandinu hækka yfir 32% á samningstímanum og byrj- unarhækkunin er um 16%. Þarna eru miklir og góðir áfangar t.d. varðandi slysatryggingamál verkafólks, sem hafa verið í miklum ólestri. Við erum einnig að sjá mikla aukningu á orlofi upp í 30 daga og jafnar það stöðu okk- ar gagnvart opinberum starfsmönn- um á samningstímanum. Það er gott hljóð í okkur og jákvæður tónn í mínu fólki,“ segir Kristján. Hann segir einnig mjög góða sam- stöðu innan ASÍ um þessa tilraun að hækka lægstu launin meira en önnur. Launabreytingarnar koma sérstak- lega þeim til góða sem eru á lægstu töxtunum. Kristján leggur einnig áherslu á að þýðingarmikið sé að niðurstaðan kveður á um að yfirborgunum og álagsgreiðslum af ýmsu tagi verði haldið fyrir utan og þær lækka ekki á móti taxtabreytingunni. „Það er gríð- arlega mikils virði,“ segir hann. Að sögn hans er afturvirkni samn- ingsins félagsmönnum SGS mjög mikilsverð en launafólk á almenna vinnumarkaðinum fékk engar launa- hækkanir um seinustu áramót. „Það er mikilvægt að það komi einhver ein- greiðsla eða bætur vegna þess mikla dráttar sem hefur orðið á gerð kjara- samninga,“ segir Kristján. Leitað verður viðræðna í dag við ríkisstjórnina um aðkomu hennar að lausn kjarasamninganna. „Ég veit að það er búið að hringja í Geir [Haarde],“ sagði Kristján um miðjan dag í gær og bætti við að aðgerðir stjórnvalda skiptu verulegu máli um niðurstöðuna. „Þar horfum við mest til skattabreytinga. Við gerum okkur góðar vonir um að barnabæturnar og húsnæðisbæturnar verði lagfærðar og svo munum við reyna að keyra skattleysismörkin upp eins og hægt er,“ segir hann. Kristján segist gera sér vonir um að takast muni að ljúka gerð kjara- samninga fyrir eða um helgina. „Okk- ur er ekkert að vanbúnaði.“ Verja kaupmáttinn „Við náum að verja kaupmáttinn frá því á síðasta ári þannig að allir ættu að fá a.m.k. 5,5%.“ Þetta segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. „Við teljum þetta vel viðunandi fyrir okkar fólk. Við náum fram sérstakri hækkun á lægstu launin og réttum hlut þeirra sem hafa setið eftir í launaskriðinu síðast liðið ár,“ segir hann. Gunnar Páll segir einnig mikils- vert að í samningunum muni nást mikilvægir áfangar í lengingu orlofs í 30 daga og auknar slysatryggingar. Hækkanirnar koma sérstaklega þeim til góða sem eingöngu taka laun skv. töxtum og þeim sem hafa ekki verið með í launaskriði á umliðnum mán- uðum. Gunnar Páll segir ljóst að stór hópur hafi fengið launaskrið umfram þau viðmið sem samkomulag er um en ætla megi að þessar hækkanir snerti 50 til 60% félagsmanna í VR. ,,Síðan er vonast eftir útspili frá rík- isstjórninni í skattamálum o.fl. og or- lofsmálin koma öllum til góða.“ Það veltur svo á því hvaða aðgerða ríkisstjórnin er tilbúin að grípa til hvort samningar verða endurnýjaðir á allra næstu dögum. Ríkisstjórnin hafnaði í janúar tillögum ASÍ um sér- stakan persónuafslátt. Skv. heimild- um Morgunblaðsins hafa verið skoð- aðar nýjar mögulegar sáttaleiðir um skattabreytingar sem lagðar verða fyrir ráðherrana í dag. Auk þess standa kröfur ASÍ gagnvart stjórn- völdum óhaggaðar frá í desember m.a. um hækkun skerðingarmarka barnabóta í 150 þús., verulega hækk- un vaxta- og húsaleigubóta og umtals- verða hækkun bóta í velferðar- kerfinu. Mikil áhersla er lögð á úrbætur í menntamálum, m.a. um að framlög til starfsmenntunar og full- orðinsfræðslu verði aukin í 500 millj- ónir og fullorðnu fólki verði heimilt að fá námslán til að ljúka framhaldsnámi án tengsla við fyrri tekjur. „Mikill áfangi fyrir láglaunafólk“  Lægstu taxtar hækka um 32% á samningstímanum  Heildarkostnaður launabreytinganna 3,8-4%  Nýjar tillögur um lækkun skatta og kröfur um hækkanir bótagreiðslna ræddar við ríkisstjórn í dag Árvakur/Árni Sæberg Hjá ríkissáttasemjara Mjög góð samstaða er innan ASÍ um tilraunina til að hækka lægstu launin meira en önnur. VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist afar óánægður með þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtunum óbreyttum. „Við teljum að Seðlabankinn sé í hreinni sjálfheldu í vaxtamál- unum og það er ekkert í sjónmáli sem bendir til þess að það sé eitthvað að breytast.“ Vilhjálmur segir að svo virðist sem sama sé hvernig gangi í hag- kerfinu, bankanum finnist alltaf tilefni til að halda vöxtunum óbreyttum eða hækka þá. „Þegar vel gengur í efnahagslífinu og það er þensla þá er Seðlabankinn með miklar áhyggjur af launaskriði á vinnumarkaðnum en svo þegar dregst saman og hægir á er Seðlabankinn líka hræddur um launaskrið á vinnumarkaðnum. Það er nokkuð sama hvort gengur vel eða illa, alltaf finnur Seðlabankinn tilefni til að óttast mikla verðbólgu og virðist aldrei geta tekið ákvörðun um að það sé kominn tími til vaxtalækkana. | 12 Óánægður með Seðlabankann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.